Ágreiningur uppi um hvort heimila eigi erlend lán

Fjármálaráðherra vill heimila með lögum lán sem Seðlabanki Íslands telur að geti ógnað fjármálastöðugleika hagkerfisins.

Bjarni Benediktsson
Auglýsing

Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra, freistar þess nú í annað sinn með lagafrumvarpi að heimila erlend lán til einstaklinga og lögaðila sem hafa ekki tekjur í öðru en krónum. Seðlabankinn hefur ítrekað varað við því að lántökur til þeirra sem geta ekki varið sig fyrir gengissveiflum verði heimilaðar, en ekki hefur verið tekið tillit til þeirra. 

Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2 í gær, en Frosti Sigurjónsson, þingmaður Framsóknarflokksins og formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, er á móti frumvarpinu og telur að ef það verður að lögum, þá geti þau ýtt undir misskiptingu, til viðbótar við að grafa undan fjármálastöðugleika og krónunni, eins og bæði Fjármálaeftirlitið og Seðlabankinn hafa varað við að geti gerst. „Þetta er sem sagt hópur sem væntanlega hefur mjög miklar tekjur í krónum sem getur gert þetta. Allur almenningur getur ekki gert það en hann þarf hins vegar að lifa við áhættuna sem þetta skapar. Þá er spurningin hvernig þjónar það almannahagsmunum að innleiða slíkt ákvæði?,“ Frosti í viðtali við Stöð 2.

Frosti Sigurjónsson.

Fjármálaráðherra lagði frumvarp um sama efni á síðasta þingi en það náði ekki fram að ganga. ESA, eftirlitsstofnun EFTA, komst að þeirri niðurstöðu í ákvörðun að fortakslaust bann við erlendum lánum væri brot á EES-samningnum. Framlagning frumvarpsins er liður í því að bregðast við ákvörðun ESA, en samkvæmt ákvörðun ESA er ekkert sem mælir á móti því að takmarkanir verði settar fyrir gengistryggðum lántökum. 

Auglýsing

Eins og alkunna er lentu margir einstaklingar og fyrirtæki í miklum vanda þegar krónan féll samhliða hruni fjármálakerfisins, vegna þess hve höfuðstóll gengistryggðra lána hækkaði mikið. Hæstiréttur dæmdi gengistryggingu lána ólöglega, 16. júní 2010, og voru mörg lán lækkuð í kjölfarið á því. Óvissa hefur þó verið um gengistryggð lán fjölmargra, þar sem samningar voru mismunandi að formi og efni, og dómar fallið með mismunandi hætti. 

Félag atvinnurekenda hefur sagt, að bankarnir hafi gengið hart fram gagnvart mörgum viðskiptavinum sínum sem voru með gengislán, og þannig grafið undan góðu viðskiptasambandi. Sagði Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, í viðtali við Viðskiptablaðið, að bankarnir ættu frekar að semja við viðskiptavini sína á viðskiptalegum forsendum um lán sem væru í ágreiningi, til þess að halda áfram traustu viðskiptasambandi og leyfa lífvænlegum rekstri að halda áfram.


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Anna Dóra Antonsdóttir
Útskýring – leikrit í einum þætti
Kjarninn 14. maí 2021
Byggingar ratsjárstöðvarinnar á Heiðarfjalli hafa að mestu leyti verið jafnaðar við jörðu. Þó er enn mikið magn spilliefna á svæðinu.
Ríkið ráðist í hreinsun spilliefna við ratsjárstöð Bandaríkjahers á Heiðarfjalli
Á Heiðarfjalli er að finna í jörðu úrgangs- og spilliefni frá þeim tíma sem eftirlitsstöð Bandaríkjahers var í rekstri á fjallinu. Landeigendur hafa um áratuga skeið reynt að leita réttar síns vegna mengunarinnar.
Kjarninn 14. maí 2021
DV hefur ráðið nýjan ritstjóra til starfa.
Björn Þorfinnsson ráðinn ritstjóri DV
Blaðamaðurinn Björn Þorfinnson hefur tekið við starfi ritstjóra DV. Tobba Marinós lét nýverið af störfum sem ritstjóri miðilsins, sem er hættur að koma út á pappír.
Kjarninn 14. maí 2021
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
„Af nógu að taka áður en höggvið er í sama knérunn um að laun séu of há“
Forseti ASÍ leggur til nokkrar lausnir áður en ráðamenn og fyrirtækjaeigendur hér á landi fara að gagnrýna slagorð verkalýðshreyfingarinnar „það er nóg til“.
Kjarninn 14. maí 2021
Ráðherrarnir Guðlaugur Þór Þórðarson og Bjarni Benediktsson eru stundum sagðir standa í stafni fyrir þær ólíku fylkingar sem rúmast innan Sjálfstæðisflokks og bítast þar um völd og áhrif.
Sjálfstæðismenn á höfuðborgarsvæðinu komnir í prófkjörsham
Tekist hefur verið á um grundvallaráherslur Sjálfstæðisflokksins á óvenjulega opinberum vettvangi að undanförnu. Fulltrúar ólíkra sjónarmiða innan flokksins keppast nú um að koma þeim að í aðdraganda prófkjöra á höfuðborgarsvæðinu.
Kjarninn 14. maí 2021
Innviðir á leiðinni út
Sýn og Nova hefur nýlega hafið sölu á fjarskiptainnviðum sínum auk þess sem Síminn hefur íhugað að gera slíkt hið sama. Aðskilnaður á innviðum og þjónustu þótti hins vegar ekki ráðlegur þegar einkavæða átti Landssímann fyrir 20 árum síðan.
Kjarninn 14. maí 2021
Auglýsingin sem birt var í Morgunblaðinu í gær var nafnlaus, en hafði yfirbragð þess að hún væri á vegum Lyfjastofnunar. Það var hún ekki.
Morgunblaðið biðst velvirðingar á birtingu auglýsingar þar sem efast er um bólusetningar
Konan sem keypti heilsíðuauglýsingu í Morgunblaðinu þar sem varað var við aukaverkunum vegna bólusetningar gegn COVID-19 segist ekki skammast sín. Lyfjastofnun segir auglýsinguna villandi hræðsluáróður.
Kjarninn 14. maí 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Aur lumar á góðri lífslausn
Kjarninn 14. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None