Ágreiningur uppi um hvort heimila eigi erlend lán

Fjármálaráðherra vill heimila með lögum lán sem Seðlabanki Íslands telur að geti ógnað fjármálastöðugleika hagkerfisins.

Bjarni Benediktsson
Auglýsing

Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, freistar þess nú í annað sinn með laga­frum­varpi að heim­ila erlend lán til ein­stak­linga og lög­að­ila sem hafa ekki tekjur í öðru en krón­um. Seðla­bank­inn hefur ítrekað varað við því að lán­tökur til þeirra sem geta ekki varið sig fyrir geng­is­sveiflum verði heim­il­að­ar, en ekki hefur verið tekið til­lit til þeirra. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2 í gær, en Frosti Sig­ur­jóns­son, þing­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins og for­maður efna­hags- og við­skipta­nefndar Alþing­is, er á móti frum­varp­inu og telur að ef það verður að lög­um, þá geti þau ýtt undir mis­skipt­ingu, til við­bótar við að grafa undan fjár­mála­stöð­ug­leika og krón­unni, eins og bæði Fjár­mála­eft­ir­litið og Seðla­bank­inn hafa varað við að geti gerst. „Þetta er sem sagt hópur sem vænt­an­lega hefur mjög miklar tekjur í krónum sem getur gert þetta. Allur almenn­ingur getur ekki gert það en hann þarf hins vegar að lifa við áhætt­una sem þetta skap­ar. Þá er spurn­ingin hvernig þjónar það almanna­hags­munum að inn­leiða slíkt ákvæð­i?,“ Frosti í við­tali við Stöð 2.

Frosti Sigurjónsson.

Fjár­mála­ráð­herra lagði frum­varp um sama efni á síð­asta þingi en það náði ekki fram að ganga. ESA, eft­ir­lits­stofnun EFTA, komst að þeirri nið­ur­stöðu í ákvörðun að for­taks­laust bann við erlendum lánum væri brot á EES-­samn­ingn­um. Fram­lagn­ing frum­varps­ins er liður í því að bregð­ast við ákvörðun ESA, en sam­kvæmt ákvörðun ESA er ekk­ert sem mælir á móti því að tak­mark­anir verði settar fyrir geng­is­tryggðum lán­tök­um. 

Auglýsing

Eins og alkunna er lentu margir ein­stak­lingar og fyr­ir­tæki í miklum vanda þegar krónan féll sam­hliða hruni fjár­mála­kerf­is­ins, vegna þess hve höf­uð­stóll geng­is­tryggðra lána hækk­aði mik­ið. Hæsti­réttur dæmdi geng­is­trygg­ingu lána ólög­lega, 16. júní 2010, og voru mörg lán lækkuð í kjöl­farið á því. Óvissa hefur þó verið um geng­is­tryggð lán fjöl­margra, þar sem samn­ingar voru mis­mun­andi að formi og efni, og dómar fallið með mis­mun­andi hætt­i. Félag atvinnu­rek­enda hefur sagt, að bank­arnir hafi gengið hart fram gagn­vart mörgum við­skipta­vinum sínum sem voru með geng­is­lán, og þannig grafið undan góðu við­skipta­sam­bandi. Sagði Ólafur Steph­en­sen, fram­kvæmda­stjóri Félags atvinnu­rek­enda, í við­tali við Við­skipta­blaðið, að bank­arnir ættu frekar að semja við við­skipta­vini sína á við­skipta­legum for­sendum um lán sem væru í ágrein­ingi, til þess að halda áfram traustu við­skipta­sam­bandi og leyfa líf­væn­legum rekstri að halda áfram.Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Brim hagnaðist um 4,7 milljarða í fyrra
Forstjóri Brims segir rekstrarafkomuna hafa verið viðunandi í fyrra.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Verðmiðinn á Gamma lækkar enn
Frá því að tilkynnt var um kaup Kviku á Gamma hefur verðmiðinn lækkað og lækkað. Nú er útlit fyrir að endanlegt kaupverð verði mun lægra en upphaflega var tilkynnt um.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Fimm einstaklingar í sóttkví á Ísafirði og einn í einangrun
Fimm einstaklingar eru í sóttkví og einn í einangrun vegna mögulegrar Covid-19 sýkingar. Allir einstaklingarnir eru staðsettir á Ísafirði.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Vaxandi líkur eru því taldar á að veiran eigi eftir að greinast hér á landi en allra ráða er beitt til að hefta komu hennar.
Vaxandi líkur á að veiran greinist á Íslandi
Daglega bætast við lönd sem tilkynna um tilfelli kórónuveirunnar, COVID-19, þar á meðal nokkur grannríki Íslands. Öllum tiltækum ráðum er beitt til að hefta komu hennar hingað til lands.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Freyja Haraldsdóttir
„Fatlað fólk á ekki bara að vera á hliðarlínunni“
Freyja Haraldsdóttir segir að aðkoma fatlaðs fólks þurfi að vera alls staðar og alltaf þegar kemur að umhverfismálum. Stjórnvöld, samtök um umhverfismál og allir viðbragðsaðilar, þurfi þess vegna að ráða fatlað fólk til starfa.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Kjarasamningar þorra aðildarfélaga BSRB hafa verið lausir frá 1. apríl í fyrra.
Formaður BSRB: Ekkert þokast nær ásættanlegri niðurstöðu
„Það eru mikil vonbrigði að við höfum ekki náð að þokast nær ásættanlegri niðurstöðu. Það er stutt í að verkfallsaðgerðir hefjist og mörg stór mál sem bíða úrlausnar,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Maður með andlitsgrímu á hóteli í Austurríki þar sem kona sem smituð er af kórónuveirunni dvelur.
Dæmi um að fólk smitist aftur af veirunni
Nú, þegar nýja kórónuveiran hefur breiðst út til tæplega fimmtíu landa, er enn margt á huldu um hvernig hún hegðar sér. Um 14% þeirra sem sýktust, náðu heilsu og voru útskrifaðir af sjúkrahúsum í Kína hafa sýkst aftur.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður VG.
Útilokar ekki vorkosningar á næsta ári
Forsætisráðherra segist ekki útiloka þann möguleika að kosið verði til Alþingis að vori 2021 í staðinn fyrir í lok október en þá lýkur yfirstandandi kjörtímabili.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None