Björgólfur Thor heiðraði Lemmy fyrir hönd samstarfsfélaga síns

Hér sést kortið og blómvöndurinn sem Andri Sveinsson hjá Novator sendi Björgólf Thor með á minningarathöfn um Lemmy í Motörhead.
Hér sést kortið og blómvöndurinn sem Andri Sveinsson hjá Novator sendi Björgólf Thor með á minningarathöfn um Lemmy í Motörhead.
Auglýsing

Björgólfur Thor Björg­ólfs­son, rík­asti maður Íslands, var mynd­aður með blóm­vönd á minn­ing­ar­at­höfn sem haldin var um Lemmy Kilmister, söngv­ara hinnar goð­sagna­kenndu hljóm­sveitar Motör­head síð­ast­lið­inn sunnu­dag. Sam­kvæmt upp­lýs­ingum frá Ragn­hildi Sverr­is­dótt­ir, upp­lýs­inga­full­trúa Novator, var Björgólfur Thor þar mættur sem full­trúi Andra Sveins­son­ar, félaga síns hjá Novator. Mynd af Björgólfi Thor birt­ist á Noisey sem er tón­list­ar­hluti mið­ils­ins Vice. Hana má sjá hér.

Andri er mik­ill Motör­head aðdá­andi og hefur séð hljóm­sveit­ina sjö sinnum á sviði. Hann ætl­aði sér að sjá hana aftur á tón­leikum i London 29. jan­úar næst­kom­andi, en Lemmy lést sjö­tugur að aldri 28. des­em­ber. Af þeim tón­leikum verður því ekki. 

Í gær sunnu­dag söfn­uð­ust hins vegar fjöl­margir aðdá­endur Lemmy´s saman á upp­á­halds­stað hans, The Rain­bow bar & grill, í Los Ang­el­es. Björgólfur Thor er staddur í borg­inni sem stendur og að sögn Ragn­hildar tók hann að sér að fara á minn­inga­at­höfn­ina fyrir hönd Andra og með blóm­vönd frá hon­um. Mynd af vend­inum má sjá hér að ofan.

Auglýsing

Björgólfur Thor hefur sjálfur tengt sig við Motör­head, en upp­hafi sjö­unda kafla bókar hans, Billions to Bust and Back, sem kom út í fyrra er til­vísun í texta fræg­asta lags Motör­head, Ace of Spades. Texta­brotið er eft­ir­far­and­i: 

If you like to gamble, I tell you

I‘m your man

You win some, lose some.

All the same to me

The plea­sure is to play,

Makes no differ­ence what you sayBjörgólfur Thor komst aftur á lista For­bes yfir þá sem eiga meira en einn millj­arð dali, um 130 millj­arða króna, í eignum í mars á síð­asta ári. Þá voru fimm ár eru síðan að Björgólfur Thor komst síð­ast á list­ann. Björgólfur Thor var eini Íslend­ing­ur­inn á list­an­um, og reyndar eini Íslend­ing­ur­inn sem hefur nokkru sinni kom­ist á hann. Eignir Björg­ólfs Thors eru metnar á um 1,3 millj­arða dala, um 170 millj­arða króna. Hann sat í 1.415 sæti á list­an­um.

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eignir Lífeyrissjóðs verzlunarmanna hækkuðu um 155 milljarða á síðasta ári
Árið 2019 var metár í 63 ára sögu Lífeyrissjóðs verzlunarmanna.
Kjarninn 21. febrúar 2020
Fossinn Rjúkandi
„Stórtækar“ breytingar á framkvæmd Hvalárvirkjunar kalla á nýtt umhverfismat
Það er mat Vesturverks að bráðnun Drangajökuls muni engin áhrif hafa á vinnslugetu fyrirhugaðrar Hvalárvirkjunar. Í skipulagslýsingu er lagt til að svæði ofan áformaðs virkjanasvæðis fái hverfisvernd vegna nálægðar við jökulinn.
Kjarninn 21. febrúar 2020
Rúmlega 600 milljónir króna í eftirlaun til ráðherra og þingmanna í fyrra
Árið 2003 voru umdeild eftirlaunalög sett sem tryggðu þingmönnum og ráðherrum mun betri lífeyrisgreiðslur en öðrum landsmönnum. Þau voru afnumin 2009 en 203 fyrrverandi þingmenn og ráðherra njóta sérkjara þeirra þó ennþá.
Kjarninn 21. febrúar 2020
Björgólfur Jóhannsson, tímabundinn forstjóri Samherja, þegar hann tók við starfinu.
Björgólfur kominn með prókúru hjá Samherja
Tímabundinn forstjóri Samherja hefur loks formlega verið skráður í framkvæmdastjórn fyrirtækisins og með prókúru fyrir það, þremur mánuðum eftir að hann tók við starfinu. Hann er hins vegar enn ekki skráður með prókúru hjá Samherja Holding.
Kjarninn 21. febrúar 2020
Donald Trump verður út um allt á Youtube á kjördegi
Framboð Donalds Trumps Bandaríkjaforseta hefur nú þegar keypt bróðurpartinn af auglýsingaplássi á Youtube, fyrir kjördag í nóvember.
Kjarninn 21. febrúar 2020
Freyr Eyjólfsson
Neysla og úrgangur eykst á heimsvísu – Ákall um nýjar, grænar lausnir
Kjarninn 20. febrúar 2020
Ísold Uggadóttir og Auður Jónsdóttir
Himinhrópandi mistök í máli Maní
Kjarninn 20. febrúar 2020
Haraldur Johanessen var enn ríkislögreglustjóri þegar samkomulagið var gert. Hann lét af störfum skömmu síðar
Samkomulag ríkislögreglustjóra hækkaði laun yfirmanna um 48 prósent
Þeir yfirmenn hjá ríkislögreglustjóra sem skrifuðu undir samkomulag við embættið í fyrra hækkuðu samtals grunnlaun sín um 314 þúsund krónur á mánuði og sameiginlegar lífeyrisgreiðslur um 309 milljónir.
Kjarninn 20. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None