15003216880-ce1a14ed47-z.jpg
Auglýsing

DV ehf., útgáfu­fé­lag DV og DV.is, tap­aði 124 millj­ónum króna á árinu 2014. Skuldir félags­ins juk­ust að sama skapi um rúm­lega 90 millj­ónir króna á árinu og stóðu í 207 millj­ónum króna í lok þess. Hreint rekstr­ar­tap DV ehf., áður en félagið greiddi af lánum sínum en að teknu til­liti til afskrifta, var rúm­lega 119 millj­ónir króna. Þetta kemur fram í nýbirtum árs­reikn­ingi DV. 

Kjarn­inn greindi frá því fyrir helgi að skuldir Pressunnar ehf., sem á 70 pró­sent hlut í DV, hafi auk­ist úr tæpum 69 millj­ónum króna í 271,7 millj­ónir króna á árinu 2014. Félag­ið, sem er að stærstum hluta í eigu Björns Inga Hrafns­sonar og Arn­ars Ægis­son­ar, eign­að­ist ráð­andi hlut í DV seint á því ári. Sam­hliða auk­inni skulda­söfnun jókst bók­fært virði eigna félags­ins umtals­vert. Það þre­fald­að­ist á árinu 2014. Þetta kom fram í árs­reikn­ingi Pressunnar sem birtur var í vik­unni. Þar kemur ekki fram hverjir lán­veit­endur félags­ins eru né hvenær lán þess eru á gjald­daga.

Í árs­reikn­ingi DV ehf. ­segir að árið 2014 hafi verið „afar storma­samt í rekstri DV ehf. Miklar deil­ur stóðu stóran hluta árs­ins um eign­ar­hald blaðs­ins og bitn­aði það mjög á út­gáf­unni, hafði áhrif á sölu aug­lýs­inga, áskriftir og lausa­sölu. Pressan ehf. ­eign­að­ist síðla árs stærstan hluta hluta­fjár í DV ehf. og tók form­lega við ­stjórn­ar­taumunum rétt fyrir jólin 2014. Árið ber því að skoða í því ljósi að nokk­uð oft var skipt um stjórn í DV ehf. á árinu, stjórn­ar­for­menn voru þrí­r, fram­kvæmda­stjórar þrír og fjöldi starfs­manna á upp­sagn­ar­fresti, sem ó­hjá­kvæmi­lega kom niður á afkom­unn­i.“

Auglýsing

Eig­enda­skipti urðu á DV árið 2014

Haustið 2014 áttu sér stað mikil átök um yfir­ráð yfir DV. Feðgarnir Reynir Trausta­son og Jón Trausti Reyn­is­son, ásamt sam­starfs­mönnum sín­um, höfðu þá átt og stýrt DV um nokk­urt skeið en fengið fjár­hags­lega fyr­ir­greiðslu víða til að standa undir þeim rekstri, meðal ann­ars hjá Gísla Guð­munds­syni, fyrrum eig­anda B&L. Þeim kröfum var síðan breytt í hlutafé sem dugði til að taka yfir DV. Í átök­unum kom maður að nafni Þor­steinn Guðna­son fram fyrir hönd þeirra krafna. Ólafur M. Magn­ús­son, fyrrum stjórn­ar­maður í DV, sagði í sam­tali við Kjarn­ann í októ­ber 2014 að menn tengd­ir Fram­sókn­ar­flokknum hefðu viljað kaupa DV. Fram­kvæmda­stjóri flokks­ins hafn­aði því í kjöl­farið í yfir­lýs­ingu.

DV var skömmu síðar selt til hóps undir for­ystu Björns Inga Hrafns­son­ar. Kaupin voru gerð í nafni félags sem heitir Pressan ehf. Kaup­verðið hefur ekki verið gert opin­bert.

Eig­endur Pressunnar ehf. eru að stærstu leyti félög í eigu Björns Inga Hrafns­sonar og Arn­ars Ægis­son­ar, sam­starfs­manns hans í fjöl­miðla­rekstri til margra ára. Þeir eiga sam­tals tæp­lega 40 pró­sent í félag­inu. Auk þess á áður­nefndur Þor­steinn Guðna­son 18 pró­sent hlut, Sig­urður G. Guð­jóns­son lög­maður á tíu pró­sent, Jón Óttar Ragn­ars­son á ell­efu pró­sent, Steinn Kári Ragn­ars­son á tíu pró­sent og Jakob Hrafns­son, bróðir Björns Inga, á átta pró­sent.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Öðruvísi áhrifavaldar
Jóna Kristjana Hólmgeirsdóttir skrifar um bókina Aðferðir til að lifa af.
Kjarninn 30. mars 2020
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
Víðir: Haldið ykkur heima um páskana
Úr heilræðahorni Víðis Reynissonar: Haldið ykkur heima um páskana – hugið tímanlega að innkaupum, farið sjaldan í búð og kaupið meira inn í einu.
Kjarninn 30. mars 2020
Alma Möller, landlæknir.
Alma: Þessi veira er sjálfri sér samkvæm
„Skilaboðin eru þau að þetta er mjög alvarlegur faraldur og þetta eru mjög alvarleg veikindi og þess vegna full ástæða til að grípa til þeirra aðgerða sem gripið hefur verið til.“
Kjarninn 30. mars 2020
Isavia segir upp rúmlega hundrað manns
Isavia sagði í dag upp 101 starfsmanni og bauð 37 starfsmönnum sínum áframhaldandi starf í minnkuðu starfshlutfalli. Aðgerðirnar ná til rúmlega 10 prósent starfsmanna fyrirtækisins og bitna helst á framlínustarfsfólki á Keflavíkurflugvelli.
Kjarninn 30. mars 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Stærsta áskorunin að koma í veg fyrir annan faraldur
Sóttvarnalæknir segir að aflétta verði hægt og varlega þeim aðgerðum sem gripið hefur verið til hér á landi vegna veirunnar. Það verði okkar stærsta áskorun næstu vikur og mánuði.
Kjarninn 30. mars 2020
Eilítið svartsýnni spá en síðast – Reikna með að 1.700 manns á Íslandi greinist
Nýtt uppfært spálíkan hefur nú litið dagsins ljós en samkvæmt því mun fjöldi greindra einstaklinga með virkan sjúkdóm ná hámarki í fyrstu viku apríl.
Kjarninn 30. mars 2020
Fréttablaðið og DV eru nú í eigu sama fyrirtækis.
Ritstjóri DV að láta af störfum og fleiri uppsagnir í burðarliðnum
Kaup Torgs, eiganda Fréttablaðsins, á DV og tengdum miðlum voru blessuð af Samkeppniseftirlitinu í síðustu viku.
Kjarninn 30. mars 2020
Staðfest smit eru orðin 1.086 á Íslandi.
Tæplega sjötíu ný smit síðasta sólarhringinn
Flestir þeirra sem hafa greinst með veiruna eru á aldrinum 40-49 ára. Sex einstaklingar á tíræðisaldri hafa greinst og 25 börn yngri en tíu ára.
Kjarninn 30. mars 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None