Barnaníðingur, 365 vs. réttarkerfið, flaggstangir og naktar konur

Kjarninn bauð að venju upp á hlaðborð af áhugaverðu efni um liðna helgi. Hér er hægt að nálgast það allt á einum stað.

Forsíða Freyr
Auglýsing

Les­endum Kjarn­ans var að venju boðið upp á hlað­borð frétta­skýr­inga og skoð­ana­greina um helg­ina. Á laug­ar­dags­morgun birt­ist frétta­skýr­ing um þá við­skipta­vini einka­banka­þjón­ustu og mark­aðsvið­skipta Arion banka ­sem fengu að kaupa hlut í Sím­anum á und­ir­verði og geta nú selt bréfin með­ hund­ruð millj­óna króna hagn­aði. Um er að ræða best stæðu við­skipta­vini bank­ans. ­Sam­keppn­is­eft­ir­litið segir ástæðu til þess að hafa áhyggjur af aðstöðumun á fjár­mála­mark­aði. Lestu allt um hvernig hinir ríku eru hand­valdir til að græða pen­inga.

Næst færðum við okkur í alþjóða­mál­in. Und­an­farið hefur verið tek­ist á um stuðn­ing Íslands við við­skipta­þving­an­ir ­gagn­vart Rúss­um. Mál­flutn­ingur hags­muna­að­ila hefur verið hávær og mikið gert úr fjár­hags­legu tjóni þeirra. Bjarni Bragi Kjart­ans­son alþjóða­stjórn­mála­fræð­ing­ur ­spurði hvort þjóðar­ör­yggi Íslands sé einskis virði?Er þjóðaröryggi Íslendinga einskis virði?

Tækni­varpið var á sínum stað og helg­aði sig Windows þessa vik­una og ræddi við Microsoft-­sér­fræð­ing­ana Atla Jarl og Þor­stein Þor­steins um fram­tíð­ar­mögu­leika ­fyr­ir­tæk­is­ins.

Auglýsing

Rit­deila hefur staðið yfir milli­ Krist­ínar Þor­steins­dótt­ur, aðal­rit­stjóra 365, og Þórðar Snæs Júl­í­us­son­ar, ­rit­stjóra Kjarn­ans, um meinta þátt­töku miðla undir hennar í her­ferð dæmdra ­manna gegn trú­verð­ug­leika dóms­kerf­is­ins. Þórður Snær svar­aði leið­ara sem Kristín birti á laug­ar­dag sam­dæg­urs. Þar sagði m.a.:„Við Kristín erum alveg ­sam­mála um að eng­inn afsláttur eigi að vera gef­inn af reglum rétta­rík­is­ins, en á mis­mun­andi for­send­um. Ég er þeirrar skoð­unar að rétt­ar­ríkið sé ekki ­sjálf­krafa ónýtt þegar ríkir menn eru dæmdir í fang­elsi á meðan að rit­stjóri 365 er þeirrar skoð­unar að það séu einmitt slíkar nið­ur­stöður sem ónýt­i rétt­ar­rík­ið."



War­ren Jeffs var um tíma á meðal þeirra manna sem taldir voru hættu­leg­ast­ir í Banda­ríkj­unum að mati FBI. Þó hann sé kom­inn bak við lás og slá þá er hann enn að stýra lífi þús­unda manna í Banda­ríkj­un­um. Krist­inn Haukur Guðna­son sagn­fræð­ingur kynnti sér óhugna­lega þræði Jeffs og „dýr­linga“ hans.Hinn alræmdi Warren Jeffs.

„Að treysta núver­andi kyn­slóðum fyr­ir­ Al­þing­is­reitnum er menn­ing í sjálfu sér og besta leiðin til að sýna verk­um eldri kyn­slóða virð­ingu. Byggjum þar veg­legt nútíma borg­ar­hús, skil­grein­um okkar eigin notkun á svæð­inu og veitum næstu kyn­slóð reyk­vískra borg­ar­húsa inn­blást­ur." Þetta er meðal þess sem kom fram í áhuga­verðri aðsendri grein eftir Birki Ingi­bjarts­son, arki­tekt, um hug­myndir um upp­bygg­ingu á Al­þing­is­reitn­um.

Krafta­jöt­un­inn Ari G­unn­ars­son var gestur vik­unnar í Grettistaki, sem fór að venju í loftið á sunnu­dags­morg­un. Hann ræddi æfing­ar, mat­ar­ræði og Jaka­ból við Gretti. 

For­stöðu­menn og for­stjórar danskra ­rík­is­fyr­ir­tækja og stofn­ana á vegum rík­is­ins (kirkjur þar með­tald­ar) hafa kannski margir hverjir gjóað augum á alm­an­akið í síð­ustu viku þegar þeir lásu bréf sem borist hafði frá Fjár­mála­ráðu­neyt­inu í Kaup­manna­höfn. Margir þeirra hafa ugg­laust haldið að það væri kom­inn 1. apr­íl. Bréf ráðu­neyt­is­ins var hvorki langt né flók­ið. Þar var ein­fald­lega að finna fyr­ir­mæli um að telja þær ­fánastangir sem til­heyra við­kom­andi stofnun og standa utandyra. Borg­þór ­Arn­gríms­son, frétta­rit­ari Kjarn­ans í Kaup­manna­höfn, fór yfir þetta furðu­lega ­mál á sunnu­dag.

Guð­rún Ósk Þor­björns­dóttir er eini Íslend­ing­ur­inn innan her­mála­deildar NATO og vinnur að kynja­j­an­frétti innan aðild­ar­ríkj­anna. Hún var ráðin í starfs­þjálfun fyrir ári en varð fljótt sér­fræð­ingur á jafn­rétt­is­stofu NATO. Fimm ára dóttir henn­ar talar fjögur tungu­mál eftir flakk um heim­inn. Sunna Val­gerð­ar­dóttir tók afar áhuga­vert við­tal við Guð­rúnu.Guðrún Ósk Þorbjörnsdóttir.

Við erum enn jafn furðu­lostin yfir­ þessu mál­verki eins og þegar fólk sá það fyrst í París 1863. Hvað er eig­in­lega að ger­ast á þess­ari mynd? Af hverju er konan nak­in? Ef þú átt leið um Par­ís skaltu gera þér ferð á Orsa­y-safnið og upp­lifa und­rið, eitt­hvert áhrifa­mesta og ­um­deildasta lista­verk sög­unn­ar: Le Déjeuner sur l´herbe eftir Manet. Mál­verk ­sem markar upp­haf nútíma­list­ar­inn­ar. Freyr Eyj­ólfs­son, frétta­rit­ari Kjarn­ans í Frakk­landi, útskýrði und­rið í frétta­skýr­ingu á sunnu­dag.

Nýr kafli hófst í sög­u Írans með aflétt­ingu við­skipta­þving­ana um helg­ina. Meðal þess sem Íranir eru ­sagðir ætla að gera er að kaupa 116 nýjar flug­vélar frá Air­bus, eftir lang­t ­bann við sölu á flug­vélum til þeirra.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent
None