Barnaníðingur, 365 vs. réttarkerfið, flaggstangir og naktar konur

Kjarninn bauð að venju upp á hlaðborð af áhugaverðu efni um liðna helgi. Hér er hægt að nálgast það allt á einum stað.

Forsíða Freyr
Auglýsing

Les­endum Kjarn­ans var að venju boðið upp á hlað­borð frétta­skýr­inga og skoð­ana­greina um helg­ina. Á laug­ar­dags­morgun birt­ist frétta­skýr­ing um þá við­skipta­vini einka­banka­þjón­ustu og mark­aðsvið­skipta Arion banka ­sem fengu að kaupa hlut í Sím­anum á und­ir­verði og geta nú selt bréfin með­ hund­ruð millj­óna króna hagn­aði. Um er að ræða best stæðu við­skipta­vini bank­ans. ­Sam­keppn­is­eft­ir­litið segir ástæðu til þess að hafa áhyggjur af aðstöðumun á fjár­mála­mark­aði. Lestu allt um hvernig hinir ríku eru hand­valdir til að græða pen­inga.

Næst færðum við okkur í alþjóða­mál­in. Und­an­farið hefur verið tek­ist á um stuðn­ing Íslands við við­skipta­þving­an­ir ­gagn­vart Rúss­um. Mál­flutn­ingur hags­muna­að­ila hefur verið hávær og mikið gert úr fjár­hags­legu tjóni þeirra. Bjarni Bragi Kjart­ans­son alþjóða­stjórn­mála­fræð­ing­ur ­spurði hvort þjóðar­ör­yggi Íslands sé einskis virði?Er þjóðaröryggi Íslendinga einskis virði?

Tækni­varpið var á sínum stað og helg­aði sig Windows þessa vik­una og ræddi við Microsoft-­sér­fræð­ing­ana Atla Jarl og Þor­stein Þor­steins um fram­tíð­ar­mögu­leika ­fyr­ir­tæk­is­ins.

Auglýsing

Rit­deila hefur staðið yfir milli­ Krist­ínar Þor­steins­dótt­ur, aðal­rit­stjóra 365, og Þórðar Snæs Júl­í­us­son­ar, ­rit­stjóra Kjarn­ans, um meinta þátt­töku miðla undir hennar í her­ferð dæmdra ­manna gegn trú­verð­ug­leika dóms­kerf­is­ins. Þórður Snær svar­aði leið­ara sem Kristín birti á laug­ar­dag sam­dæg­urs. Þar sagði m.a.:„Við Kristín erum alveg ­sam­mála um að eng­inn afsláttur eigi að vera gef­inn af reglum rétta­rík­is­ins, en á mis­mun­andi for­send­um. Ég er þeirrar skoð­unar að rétt­ar­ríkið sé ekki ­sjálf­krafa ónýtt þegar ríkir menn eru dæmdir í fang­elsi á meðan að rit­stjóri 365 er þeirrar skoð­unar að það séu einmitt slíkar nið­ur­stöður sem ónýt­i rétt­ar­rík­ið."War­ren Jeffs var um tíma á meðal þeirra manna sem taldir voru hættu­leg­ast­ir í Banda­ríkj­unum að mati FBI. Þó hann sé kom­inn bak við lás og slá þá er hann enn að stýra lífi þús­unda manna í Banda­ríkj­un­um. Krist­inn Haukur Guðna­son sagn­fræð­ingur kynnti sér óhugna­lega þræði Jeffs og „dýr­linga“ hans.Hinn alræmdi Warren Jeffs.

„Að treysta núver­andi kyn­slóðum fyr­ir­ Al­þing­is­reitnum er menn­ing í sjálfu sér og besta leiðin til að sýna verk­um eldri kyn­slóða virð­ingu. Byggjum þar veg­legt nútíma borg­ar­hús, skil­grein­um okkar eigin notkun á svæð­inu og veitum næstu kyn­slóð reyk­vískra borg­ar­húsa inn­blást­ur." Þetta er meðal þess sem kom fram í áhuga­verðri aðsendri grein eftir Birki Ingi­bjarts­son, arki­tekt, um hug­myndir um upp­bygg­ingu á Al­þing­is­reitn­um.

Krafta­jöt­un­inn Ari G­unn­ars­son var gestur vik­unnar í Grettistaki, sem fór að venju í loftið á sunnu­dags­morg­un. Hann ræddi æfing­ar, mat­ar­ræði og Jaka­ból við Gretti. 

For­stöðu­menn og for­stjórar danskra ­rík­is­fyr­ir­tækja og stofn­ana á vegum rík­is­ins (kirkjur þar með­tald­ar) hafa kannski margir hverjir gjóað augum á alm­an­akið í síð­ustu viku þegar þeir lásu bréf sem borist hafði frá Fjár­mála­ráðu­neyt­inu í Kaup­manna­höfn. Margir þeirra hafa ugg­laust haldið að það væri kom­inn 1. apr­íl. Bréf ráðu­neyt­is­ins var hvorki langt né flók­ið. Þar var ein­fald­lega að finna fyr­ir­mæli um að telja þær ­fánastangir sem til­heyra við­kom­andi stofnun og standa utandyra. Borg­þór ­Arn­gríms­son, frétta­rit­ari Kjarn­ans í Kaup­manna­höfn, fór yfir þetta furðu­lega ­mál á sunnu­dag.

Guð­rún Ósk Þor­björns­dóttir er eini Íslend­ing­ur­inn innan her­mála­deildar NATO og vinnur að kynja­j­an­frétti innan aðild­ar­ríkj­anna. Hún var ráðin í starfs­þjálfun fyrir ári en varð fljótt sér­fræð­ingur á jafn­rétt­is­stofu NATO. Fimm ára dóttir henn­ar talar fjögur tungu­mál eftir flakk um heim­inn. Sunna Val­gerð­ar­dóttir tók afar áhuga­vert við­tal við Guð­rúnu.Guðrún Ósk Þorbjörnsdóttir.

Við erum enn jafn furðu­lostin yfir­ þessu mál­verki eins og þegar fólk sá það fyrst í París 1863. Hvað er eig­in­lega að ger­ast á þess­ari mynd? Af hverju er konan nak­in? Ef þú átt leið um Par­ís skaltu gera þér ferð á Orsa­y-safnið og upp­lifa und­rið, eitt­hvert áhrifa­mesta og ­um­deildasta lista­verk sög­unn­ar: Le Déjeuner sur l´herbe eftir Manet. Mál­verk ­sem markar upp­haf nútíma­list­ar­inn­ar. Freyr Eyj­ólfs­son, frétta­rit­ari Kjarn­ans í Frakk­landi, útskýrði und­rið í frétta­skýr­ingu á sunnu­dag.

Nýr kafli hófst í sög­u Írans með aflétt­ingu við­skipta­þving­ana um helg­ina. Meðal þess sem Íranir eru ­sagðir ætla að gera er að kaupa 116 nýjar flug­vélar frá Air­bus, eftir lang­t ­bann við sölu á flug­vélum til þeirra.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Markaðsvirði veðsettra hlutabréfa í Kauphöll Íslands 183 milljarðar króna
Tölur um veðsetningu hlutabréfa benda til þess að veðköll hafi verið framkvæmd á síðasta ári þegar markaðurinn tók dýfu. Hann jafnaði sig hins vegar þegar leið á árið og markaðsvirði veðsettra hlutabréfa hefur hlutfallslega ekki verið lægra frá júlí 2018.
Kjarninn 25. janúar 2021
Þórólfur Guðnason og Alma Möller.
„Hvar varst þú um helgina? Er það eitthvað sem við erum stolt af?“
Þrátt fyrir að vel gangi innanlands í baráttunni gegn kórónuveirunni telur sóttvarnalæknir ekki ástæðu til að slaka frekar á aðgerðum. Ekki megi gleyma að smit á landamærum hafa einnig áhrif innanlands.
Kjarninn 25. janúar 2021
Tíu staðreyndir um sölu ríkisins á hlut í Íslandsbanka
Til stendur að selja allt að 35 prósent hlut í ríkisbanka í sumar. Upphaf þessa ferils má rekja til bankahrunsins. Hér er allt sem þú þarft að vita um ætlaða bankasölu, álitamál henni tengt og þá sögu sem leiddi til þeirrar stöðu sem nú er uppi.
Kjarninn 25. janúar 2021
Seðlabankinn telur enn mikilvægt að hafa samráðsvettvang á borð við þann sem greiðsluráð bankans er.
Hlutverk svokallaðs greiðsluráðs Seðlabankans til skoðunar
Seðlabankinn skoðar nú hlutverk greiðsluráðs bankans sem sett var á fót með ákvörðun Más Guðmundssonar fyrrverandi seðlabankastjóra í upphafi árs 2019. Ráðið hefur einungis komið einu sinni saman til fundar.
Kjarninn 25. janúar 2021
Janet Yellen, tilnefndur fjármálaráðherra Bandaríkjanna.
Yellen sýnir á spilin
Janet Yellen, tilnefndur fjármálaráðherra Bandaríkjanna, vill þrepaskiptara skattkerfi og auka fjárútlát ríkissjóðs til að aðstoða launþega í kreppunni. Hún er líka harðorð í garð efnahagsstefnu kínverskra stjórnvalda og vill takmarka notkun rafmynta.
Kjarninn 24. janúar 2021
Magga Stína syngur Megas ... á vínyl
Til stendur að gefa út tónleika Möggu Stínu í Eldborg, þar sem hún syngur lög Megasar, út á tvöfaldri vínylplötu. Safnað er fyrir útgáfunni á Karolina Fund.
Kjarninn 24. janúar 2021
Helga Dögg Sverrisdóttir
Bætum kynfræðsluna en látum lestrargetu drengja eiga sig
Kjarninn 24. janúar 2021
Ný útlán banka til fyrirtækja umfram uppgreiðslur voru um átta milljarðar í fyrra
Ný útlán til atvinnufyrirtækja landsins á nýliðnu ári voru innan við tíu prósent þess sem þau voru árið 2019 og 1/27 af því sem þau voru árið 2018.
Kjarninn 24. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None