Tíu fyrirtæki valin í Startup Tourism 2016

Alls bárust 74 hugmyndir í Startup Tourism sem miðar að nýsköpun í ferðaþjónustu. Nýr viðskiptahraðall Icelandic Startups hefst 1. febrúar.

Ferðaþjónusta er meðal þeirra greina sem vex hvað hraðast á Íslandi. Aldrei hafa fleiri ferðamenn komið til Íslands en á árinu 2015 og búist er við að þeim fjölgi á þessu ári.
Ferðaþjónusta er meðal þeirra greina sem vex hvað hraðast á Íslandi. Aldrei hafa fleiri ferðamenn komið til Íslands en á árinu 2015 og búist er við að þeim fjölgi á þessu ári.
Auglýsing

Gist­ing í glærum kúl­um, sjálf­virkar tækni­lausnir, álfar og huldu­fólk er meðal þess sem sprota­fyr­ir­tækin tíu sem valin hafa verið til þátt­töku í Startup Tourism árið 2016 ætla að bjóða ferða­mönnum hér á landi upp á. Við­skipta­hrað­all­inn fer fram í fyrsta sinn í vor en í dag var til­kynnt hvaða hug­myndir fengu þátt­töku­rétt í ár.

Tíu teymi voru valin úr hópi 74 við­skipta­hug­mynda til að taka þátt í við­skipta­hraðl­inum sem hefst í byrjun næsta mán­að­ar. Þess­ara teyma bíður tíu vikna nám­skeið, fræðsla og þjálfun í stofnun fyr­ir­tækja og rekstri þeirra.

Að nám­skeið­unum koma sér­fræð­ingar og lyk­il­að­ilar í ferða­þjón­ust­unni og hjálpa sprota­fyr­ir­tækj­unum að fóta sig og átta sig á tæki­færum og rekst­ar­grund­velli hug­mynda sinna.

Auglýsing

Startup Tourism er á vegum Icelandic Startups sem áður hét Klak Innovit. Hjá Icelandic Startups er haldið utan um íslensku við­skipta­hraðl­ana Startup Reykja­vík sem hýsir almenn nýsköp­un­ar­fyr­ir­tæki, Startup Reykja­vík Energy sem hýsir sprota­fyr­ir­tæki í orku­geir­anum og Startup Tourism sem er sér­stak­lega mið­aður að ferða­þjón­ust­unni.

Mark­miðið með þessum nýja við­skipta­hraðli er að efla frum­kvöðla­starf innan ferða­þjón­ust­unnar á Íslandi og stuðla að fag­legri und­ir­stöðu hjá nýjum fyr­ir­tækj­um, segir í til­kynn­ingu. Einnig er mark­miðið að ýta undir dreif­ingu ferða­manna um land­ið. Í vetur héldu full­trúar Startup Tourism vinnu­smiðjur víða um land þar sem áhuga­samir voru hvattir til að þróa hug­myndir sínar áfram og sækja um þátt­töku.

„Við erum ekki síst að reyna að miðla þeirri þekk­ingu sem orðið hefur til á und­an­förnum árum og ára­tugum í ferða­þjón­ust­unn­i,“ segir Oddur Sturlu­son, verk­efna­stjóri Startup Tourism. „Það er mik­il­vægt að efna til umræðu um helstu áskor­anir innan grein­ar­inn­ar.“

Sprota­fyr­ir­tækin sem valin voru til þátt­töku eru:

  • Adventurehorse Extreme sem ætlar að skipu­leggja krefj­andi kapp­reið um landið fyrir reynda knapa.

  • Arctic Trip vill standa fyrir nýstár­legri ferða­þjón­ustu á og í kringum Gríms­ey.

  • Berg­risi er að hanna hug­bún­að­ar- og tækni­lausn fyrir þjón­ustu­sala svo gera meigi bæði sölu- og afgreiðslu­ferlið sjálf­virkara.

  • Book Iceland er fyr­ir­tæki utan um bók­un­ar­kerfi fyrir gisti­heim­ili og smærri hót­el.

  • Happyworld ætlar að nýta rokið til að bjóða upp á svif­í­þrótta­ferð­ir.

  • Health and Well­ness býður upp á heilsu­tengda ferða­þjón­ustu um Vest­ur­land þar sem hlúð er að lík­ama og sál.

  • Jað­ar­miðlun ætlar að kynna álfa og huldu­fólk á tíma­móta­sýn­ingu sem byggð er á íslenskum sagna­arfi.

  • Nátt­úru­kúlur bjóða ferða­mönnum upp á gist­ingu í glærum kúlum þar sem hægt er að upp­lifa nátt­úr­una og skoða stjörnur og norð­ur­ljós.

  • Taste of Nat­ure fer með ferða­menn í dags­ferðir þar sem íslensk nátt­úra, mat­ar­upp­lifun og tengsl við heima­menn eru í for­grunni

  • Traust­holts­hólmi býður upp á sjálf­bæra dvöl á óspilltri eyju í Þjórsá.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, er á meðal þeirra þingmanna sem skrifaðir eru á álitið.
Vilja viðurlög vegna brota sem varða verulega almannahagsmuni
Stjórnarandstöðuþingmenn vilja aðstoðarmenn ráðherra muni þurfa að bíða í sex mánuði eftir að þeir ljúki störfum áður en þeir gerist hagsmunaverðir.
Kjarninn 30. maí 2020
Hoppuðu áfram eftir að heimsfaraldurinn skall á
Nýsköpunarfyrirtækið Kara Connect fékk óvæntan meðbyr þegar heimsfaraldurinn fór að geisa og ætlar að nýta sér aðstæðurnar til þess að vaxa hraðar en áætlað var. Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir framkvæmdastjóri Köru Connect ræddi við Kjarnann.
Kjarninn 30. maí 2020
Leiðtogar ríkisstjórnar Íslands.
34 milljarðar króna í að viðhalda störfum en 27 milljarðar króna í að eyða þeim
Hlutabótaleiðin mun líkast til kosta 45 sinnum meira en upphaflega var lagt upp með. Hún hefur, að mati ríkisendurskoðunar, verið misnotuð á margan hátt til að ná út fé úr ríkissjóði. Nú býðst sömu fyrirtækjum sem hana nýttu ríkisstyrkir til að reka fólk.
Kjarninn 30. maí 2020
Stækkuð og lituð mynd af frumu (bleikur litur) sem er verulega sýkt af SARS-CoV-2 veirunni (grænn litur).
„Eins og líkaminn væri vígvöllur“
Það er varla annað hægt en að bera óttablandna virðingu fyrir lífveru sem hefur eignast tugmilljónir afkomenda um allan heim á nokkrum mánuðum, segir mannerfðafræðingurinn Agnar Helgason sem sjálfur smitaðist og hefur teiknað upp ættartré veirunnar.
Kjarninn 29. maí 2020
Yfir 4.000 manns hafa látist í Svíþjóð vegna COVID-19. Flest hafa smitin verið í höfuðborginni Stokkhólmi.
Skilja Svíþjóð út undan
Landamæri Danmerkur og Noregs að Svíþjóð verða ekki opnuð um miðjan júní. Þau verða hins vegar opnuð gagnvart Íslandi. Utanríkisráðherra Svíþjóðar segir ákvörðunina pólitíska – ekki vísindalega.
Kjarninn 29. maí 2020
Kolbeinn Óttarsson Proppé var framsögumaður frumvarpsins í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd.
Upplýsingalögum verður ekki breytt í takt við vilja Samtaka atvinnulífsins
Umfjöllun um frumvarp forsætisráðherra um breytingar á upplýsingalögum, þar sem átti að gera það skylt að leita upplýsinga hjá þriðja aðila, hefur verið hætt af stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Það mun því að óbreyttu ekki verða að lögum.
Kjarninn 29. maí 2020
Starfsfólk Icelandair taki á sig 10 prósent launaskerðingu
Icelandair hefur óskað eftir því að starfsfólk fyrirtækisins taki á sig 10 prósent launaskerðingu eða 10 prósent skert starfshlutfall í júní og júlí. Laun forstjóra og stjórnar munu skerðast sem og laun framkvæmdastjóra.
Kjarninn 29. maí 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 36. þáttur: Á flótta og í felum
Kjarninn 29. maí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None