Tíu fyrirtæki valin í Startup Tourism 2016

Alls bárust 74 hugmyndir í Startup Tourism sem miðar að nýsköpun í ferðaþjónustu. Nýr viðskiptahraðall Icelandic Startups hefst 1. febrúar.

Ferðaþjónusta er meðal þeirra greina sem vex hvað hraðast á Íslandi. Aldrei hafa fleiri ferðamenn komið til Íslands en á árinu 2015 og búist er við að þeim fjölgi á þessu ári.
Ferðaþjónusta er meðal þeirra greina sem vex hvað hraðast á Íslandi. Aldrei hafa fleiri ferðamenn komið til Íslands en á árinu 2015 og búist er við að þeim fjölgi á þessu ári.
Auglýsing

Gist­ing í glærum kúl­um, sjálf­virkar tækni­lausnir, álfar og huldu­fólk er meðal þess sem sprota­fyr­ir­tækin tíu sem valin hafa verið til þátt­töku í Startup Tourism árið 2016 ætla að bjóða ferða­mönnum hér á landi upp á. Við­skipta­hrað­all­inn fer fram í fyrsta sinn í vor en í dag var til­kynnt hvaða hug­myndir fengu þátt­töku­rétt í ár.

Tíu teymi voru valin úr hópi 74 við­skipta­hug­mynda til að taka þátt í við­skipta­hraðl­inum sem hefst í byrjun næsta mán­að­ar. Þess­ara teyma bíður tíu vikna nám­skeið, fræðsla og þjálfun í stofnun fyr­ir­tækja og rekstri þeirra.

Að nám­skeið­unum koma sér­fræð­ingar og lyk­il­að­ilar í ferða­þjón­ust­unni og hjálpa sprota­fyr­ir­tækj­unum að fóta sig og átta sig á tæki­færum og rekst­ar­grund­velli hug­mynda sinna.

Auglýsing

Startup Tourism er á vegum Icelandic Startups sem áður hét Klak Innovit. Hjá Icelandic Startups er haldið utan um íslensku við­skipta­hraðl­ana Startup Reykja­vík sem hýsir almenn nýsköp­un­ar­fyr­ir­tæki, Startup Reykja­vík Energy sem hýsir sprota­fyr­ir­tæki í orku­geir­anum og Startup Tourism sem er sér­stak­lega mið­aður að ferða­þjón­ust­unni.

Mark­miðið með þessum nýja við­skipta­hraðli er að efla frum­kvöðla­starf innan ferða­þjón­ust­unnar á Íslandi og stuðla að fag­legri und­ir­stöðu hjá nýjum fyr­ir­tækj­um, segir í til­kynn­ingu. Einnig er mark­miðið að ýta undir dreif­ingu ferða­manna um land­ið. Í vetur héldu full­trúar Startup Tourism vinnu­smiðjur víða um land þar sem áhuga­samir voru hvattir til að þróa hug­myndir sínar áfram og sækja um þátt­töku.

„Við erum ekki síst að reyna að miðla þeirri þekk­ingu sem orðið hefur til á und­an­förnum árum og ára­tugum í ferða­þjón­ust­unn­i,“ segir Oddur Sturlu­son, verk­efna­stjóri Startup Tourism. „Það er mik­il­vægt að efna til umræðu um helstu áskor­anir innan grein­ar­inn­ar.“

Sprota­fyr­ir­tækin sem valin voru til þátt­töku eru:

  • Adventurehorse Extreme sem ætlar að skipu­leggja krefj­andi kapp­reið um landið fyrir reynda knapa.

  • Arctic Trip vill standa fyrir nýstár­legri ferða­þjón­ustu á og í kringum Gríms­ey.

  • Berg­risi er að hanna hug­bún­að­ar- og tækni­lausn fyrir þjón­ustu­sala svo gera meigi bæði sölu- og afgreiðslu­ferlið sjálf­virkara.

  • Book Iceland er fyr­ir­tæki utan um bók­un­ar­kerfi fyrir gisti­heim­ili og smærri hót­el.

  • Happyworld ætlar að nýta rokið til að bjóða upp á svif­í­þrótta­ferð­ir.

  • Health and Well­ness býður upp á heilsu­tengda ferða­þjón­ustu um Vest­ur­land þar sem hlúð er að lík­ama og sál.

  • Jað­ar­miðlun ætlar að kynna álfa og huldu­fólk á tíma­móta­sýn­ingu sem byggð er á íslenskum sagna­arfi.

  • Nátt­úru­kúlur bjóða ferða­mönnum upp á gist­ingu í glærum kúlum þar sem hægt er að upp­lifa nátt­úr­una og skoða stjörnur og norð­ur­ljós.

  • Taste of Nat­ure fer með ferða­menn í dags­ferðir þar sem íslensk nátt­úra, mat­ar­upp­lifun og tengsl við heima­menn eru í for­grunni

  • Traust­holts­hólmi býður upp á sjálf­bæra dvöl á óspilltri eyju í Þjórsá.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
McDonald's á Íslandi lokaði árið 2009.
Táknræn staða McDonald's á Íslandi kom aftur í ljós í hruninu
Prófessor í mannfræði við Háskóla Íslands segir að Íslendingar hafi lengi verið mjög upptekið af því hvernig fjallað er um land og þjóð utan landsteinanna og að lokun McDonald's hafi verið enn ein niðurlægingin á alþjóðavettvangi.
Kjarninn 14. október 2019
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Konur í fangelsum
Kjarninn 14. október 2019
Eyþór Laxdal Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Félag Eyþórs sem á í Morgunblaðinu með neikvætt eigið fé upp á 239 milljónir
Félagið sem heldur utan um eignarhald oddvita Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í útgáfufélagi Morgunblaðsins skuldar 360,5 milljónir króna en metur einu eign sina á 121,5 milljónir króna.
Kjarninn 14. október 2019
Þrátt fyrir að ellefu ár séu liðin frá því að Kaupþing fór á hausinn þá er bankinn samt sem áður ekki hættur að skila þeim sem vinna að eftirmálum þess þrots digrum launagreiðslum.
17 starfsmenn Kaupþings fengu 3,5 milljarða í laun í fyrra
Stjórn Kaupþings, sem telur fjóra til fimm einstaklinga, fékk 1,2 milljarð króna í laun á árinu 2018. Aðrir starfsmenn fengu líka verulega vel greitt. Meðalgreiðsla til starfsmanns var 17,4 milljónir króna á mánuði, sem eru margföld árslaun meðalmanns.
Kjarninn 14. október 2019
Þeir sem búa lengi erlendis missa kosningarétt og Kosningastofnun verður til
Umfangsmiklar breytingar eru í farvatninu á kosningalögum hérlendis. Nýjar stofnanir gætu orðið til, kosningaathöfnin sjálf gæti breyst, ákveðnum kosningum gæti verið flýtt og þeir sem hafa búið lengi samfleytt í útlöndum gætu misst kosningarétt sinn.
Kjarninn 14. október 2019
Eiríkur Ragnarsson
Yo yo: Verðbólga er kúl – lesið þessa grein
Kjarninn 13. október 2019
Guðmundur Halldór Björnsson
Dauðafæri fyrir íslensk fyrirtæki að ná auknum árangri?
Kjarninn 13. október 2019
Gagnrýna tækni sem ætlað er að hreinsa plast úr hafinu
Margir vonuðust til þess að nýstárleg aðferð frá fyrirtækinu Ocean Cleanup gæti nýst í baráttunni gegn plastmengun í hafinu. Vísindamenn hafa hins vegar gagnrýnt aðferðina harðlega vegna þeirra áhrifa sem hreinsunin hefur á lífverur sem festast í tækinu.
Kjarninn 13. október 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None