Tíu fyrirtæki valin í Startup Tourism 2016

Alls bárust 74 hugmyndir í Startup Tourism sem miðar að nýsköpun í ferðaþjónustu. Nýr viðskiptahraðall Icelandic Startups hefst 1. febrúar.

Ferðaþjónusta er meðal þeirra greina sem vex hvað hraðast á Íslandi. Aldrei hafa fleiri ferðamenn komið til Íslands en á árinu 2015 og búist er við að þeim fjölgi á þessu ári.
Ferðaþjónusta er meðal þeirra greina sem vex hvað hraðast á Íslandi. Aldrei hafa fleiri ferðamenn komið til Íslands en á árinu 2015 og búist er við að þeim fjölgi á þessu ári.
Auglýsing

Gist­ing í glærum kúl­um, sjálf­virkar tækni­lausnir, álfar og huldu­fólk er meðal þess sem sprota­fyr­ir­tækin tíu sem valin hafa verið til þátt­töku í Startup Tourism árið 2016 ætla að bjóða ferða­mönnum hér á landi upp á. Við­skipta­hrað­all­inn fer fram í fyrsta sinn í vor en í dag var til­kynnt hvaða hug­myndir fengu þátt­töku­rétt í ár.

Tíu teymi voru valin úr hópi 74 við­skipta­hug­mynda til að taka þátt í við­skipta­hraðl­inum sem hefst í byrjun næsta mán­að­ar. Þess­ara teyma bíður tíu vikna nám­skeið, fræðsla og þjálfun í stofnun fyr­ir­tækja og rekstri þeirra.

Að nám­skeið­unum koma sér­fræð­ingar og lyk­il­að­ilar í ferða­þjón­ust­unni og hjálpa sprota­fyr­ir­tækj­unum að fóta sig og átta sig á tæki­færum og rekst­ar­grund­velli hug­mynda sinna.

Auglýsing

Startup Tourism er á vegum Icelandic Startups sem áður hét Klak Innovit. Hjá Icelandic Startups er haldið utan um íslensku við­skipta­hraðl­ana Startup Reykja­vík sem hýsir almenn nýsköp­un­ar­fyr­ir­tæki, Startup Reykja­vík Energy sem hýsir sprota­fyr­ir­tæki í orku­geir­anum og Startup Tourism sem er sér­stak­lega mið­aður að ferða­þjón­ust­unni.

Mark­miðið með þessum nýja við­skipta­hraðli er að efla frum­kvöðla­starf innan ferða­þjón­ust­unnar á Íslandi og stuðla að fag­legri und­ir­stöðu hjá nýjum fyr­ir­tækj­um, segir í til­kynn­ingu. Einnig er mark­miðið að ýta undir dreif­ingu ferða­manna um land­ið. Í vetur héldu full­trúar Startup Tourism vinnu­smiðjur víða um land þar sem áhuga­samir voru hvattir til að þróa hug­myndir sínar áfram og sækja um þátt­töku.

„Við erum ekki síst að reyna að miðla þeirri þekk­ingu sem orðið hefur til á und­an­förnum árum og ára­tugum í ferða­þjón­ust­unn­i,“ segir Oddur Sturlu­son, verk­efna­stjóri Startup Tourism. „Það er mik­il­vægt að efna til umræðu um helstu áskor­anir innan grein­ar­inn­ar.“

Sprota­fyr­ir­tækin sem valin voru til þátt­töku eru:

  • Adventurehorse Extreme sem ætlar að skipu­leggja krefj­andi kapp­reið um landið fyrir reynda knapa.

  • Arctic Trip vill standa fyrir nýstár­legri ferða­þjón­ustu á og í kringum Gríms­ey.

  • Berg­risi er að hanna hug­bún­að­ar- og tækni­lausn fyrir þjón­ustu­sala svo gera meigi bæði sölu- og afgreiðslu­ferlið sjálf­virkara.

  • Book Iceland er fyr­ir­tæki utan um bók­un­ar­kerfi fyrir gisti­heim­ili og smærri hót­el.

  • Happyworld ætlar að nýta rokið til að bjóða upp á svif­í­þrótta­ferð­ir.

  • Health and Well­ness býður upp á heilsu­tengda ferða­þjón­ustu um Vest­ur­land þar sem hlúð er að lík­ama og sál.

  • Jað­ar­miðlun ætlar að kynna álfa og huldu­fólk á tíma­móta­sýn­ingu sem byggð er á íslenskum sagna­arfi.

  • Nátt­úru­kúlur bjóða ferða­mönnum upp á gist­ingu í glærum kúlum þar sem hægt er að upp­lifa nátt­úr­una og skoða stjörnur og norð­ur­ljós.

  • Taste of Nat­ure fer með ferða­menn í dags­ferðir þar sem íslensk nátt­úra, mat­ar­upp­lifun og tengsl við heima­menn eru í for­grunni

  • Traust­holts­hólmi býður upp á sjálf­bæra dvöl á óspilltri eyju í Þjórsá.

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Brim hagnaðist um 4,7 milljarða í fyrra
Forstjóri Brims segir rekstrarafkomuna hafa verið viðunandi í fyrra.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Verðmiðinn á Gamma lækkar enn
Frá því að tilkynnt var um kaup Kviku á Gamma hefur verðmiðinn lækkað og lækkað. Nú er útlit fyrir að endanlegt kaupverð verði mun lægra en upphaflega var tilkynnt um.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Fimm einstaklingar í sóttkví á Ísafirði og einn í einangrun
Fimm einstaklingar eru í sóttkví og einn í einangrun vegna mögulegrar Covid-19 sýkingar. Allir einstaklingarnir eru staðsettir á Ísafirði.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Vaxandi líkur eru því taldar á að veiran eigi eftir að greinast hér á landi en allra ráða er beitt til að hefta komu hennar.
Vaxandi líkur á að veiran greinist á Íslandi
Daglega bætast við lönd sem tilkynna um tilfelli kórónuveirunnar, COVID-19, þar á meðal nokkur grannríki Íslands. Öllum tiltækum ráðum er beitt til að hefta komu hennar hingað til lands.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Freyja Haraldsdóttir
„Fatlað fólk á ekki bara að vera á hliðarlínunni“
Freyja Haraldsdóttir segir að aðkoma fatlaðs fólks þurfi að vera alls staðar og alltaf þegar kemur að umhverfismálum. Stjórnvöld, samtök um umhverfismál og allir viðbragðsaðilar, þurfi þess vegna að ráða fatlað fólk til starfa.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Kjarasamningar þorra aðildarfélaga BSRB hafa verið lausir frá 1. apríl í fyrra.
Formaður BSRB: Ekkert þokast nær ásættanlegri niðurstöðu
„Það eru mikil vonbrigði að við höfum ekki náð að þokast nær ásættanlegri niðurstöðu. Það er stutt í að verkfallsaðgerðir hefjist og mörg stór mál sem bíða úrlausnar,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Maður með andlitsgrímu á hóteli í Austurríki þar sem kona sem smituð er af kórónuveirunni dvelur.
Dæmi um að fólk smitist aftur af veirunni
Nú, þegar nýja kórónuveiran hefur breiðst út til tæplega fimmtíu landa, er enn margt á huldu um hvernig hún hegðar sér. Um 14% þeirra sem sýktust, náðu heilsu og voru útskrifaðir af sjúkrahúsum í Kína hafa sýkst aftur.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður VG.
Útilokar ekki vorkosningar á næsta ári
Forsætisráðherra segist ekki útiloka þann möguleika að kosið verði til Alþingis að vori 2021 í staðinn fyrir í lok október en þá lýkur yfirstandandi kjörtímabili.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None