Bjarna líst ekkert á að gera Landsbankann að samfélagsbanka

sigmundur_bjarni.jpg
Auglýsing

Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra og for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, segir að honum lít­ist alls ekki vel á hug­mynd um að gera Lands­bank­ann að sam­fé­lags­banka. Hug­myndin hafi ekki verið rædd við hann af hálfu Fram­sókn­ar­flokks­ins né lögð fram í rík­is­stjórn. Bjarni seg­ist ekki vita almenni­lega hvað sam­fé­lags­banki eigi að vera, nema um sé að ræða hug­mynd um banka sm sé ekki rek­inn með arð­semi að sjón­ar­mið­i. „Mér finnst að bankar eiga að vera bankar," sagði Bjarni í Kast­ljósi kvölds­ins.

Á flokks­þingi Fram­sókn­ar­flokks­ins í fyrra­vor var sam­þykkt til­laga um að Lands­bank­inn yrði áfram í rík­i­s­eigu og myndi starfa sem sam­fé­lags­banki sem hefði ekki það mark­mið að hámarka arð­semi. Í við­tali við RÚV vegna þessa sagði Frosti Sig­ur­jóns­son, þing­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins sem lagði til­lög­una fram, að til­gangur sam­fé­lags­banka yrði að reyna „að efla sam­keppni á banka­mark­aði með því að bjóða góða þjón­ustu og á góðu verð­i“.

Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son for­sæt­is­ráð­herra ræddi sam­fé­lags­banka­hug­mynd­ina við Við­skipta­blaðið í byrjun nóv­em­ber. Þar sagð­ist hann hafa „orðið þess var að menn virð­ast leggja ólíkan skiln­ing í hvað sé átt við með sam­fé­lags­banka[...]Nú þegar fjár­mála­kerfið losnar úr viðjum slita­búa og hafta er eðli­legt að eig­enda­stefna rík­is­ins gagn­vart bönk­unum taki mið af því mik­il­væga hlut­verki sem bankar gegna í sam­fé­lag­inu þannig að bankar í eigu rík­is­ins leggi sitt af mörkum við að bæta þjón­ustu við við­skipta­vini og bjóða þeim sam­keppn­is­hæf kjör“.

Auglýsing

Í fjár­lögum árs­ins 2016 er gert ráð fyrir að rúm­lega 28 pró­sent hlutur í Lands­bank­anum verði seldur fyrir 71 millj­arð króna. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiInnlent
None