Tæp 20 prósent landsmanna styðja Sjálfstæðisflokk - Píratar nálgast 40 prósentin

Píratar
Auglýsing

Stuðn­ingur við Sjálf­stæð­is­flokk­inn mælist nú 19,5 pró­sent, sam­kvæmt nýrri skoð­ana­könnun um fylgi flokka sem MMR birti í dag. Stuðn­ingur við flokk­inn hefur aldrei mælst lægri í skoð­ana­könn­unum MMR né Gallup. Píratar halda hins vegar áfram að sópa til sín stuðn­ingi og fylgi flokks­ins mælist nú 37,8 pró­sent. Það hefur aldrei mælst hærra. 

Könn­unin var fram­kvæmd dag­ana 12. til 20. jan­úar 2016.

AuglýsingAllir flokkar sem eiga full­trúa á Alþingi tapa fylgi á milli kann­ana, utan Pírata og Vinstri grænna. Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn, sem fékk 24,4 pró­sent fylgi í síð­ustu kosn­ing­um, mælist nú með tíu pró­sent fylgi. Sam­fylk­ingin mælist með 10,4 pró­sent fylgi og Björt fram­tíð með 4,4 pró­sent, sem myndi ekki duga til að ná manni inn á þing ef kosið væri í dag.

Stuðn­ingur við rík­is­stjórn­ina heldur einnig áfram að dala og mælist nú 30,1 pró­sent. Hann hefur ein­ungis einu sinni mælst minni á kjör­tíma­bil­inu, í júní 2015. 

Karlar eru mun lík­legri til að styðja Pírata en kon­ur. 44 pró­sent karla sögð­ust styðja flokk­inn en 29 pró­sent kvenna. Konur eru hins vegar mun fleiri í stuðn­ings­liði Vinstri grænna. Ungt fólk styður Pírata mun fremur en eldra fólk. Alls segj­ast 54 pró­sent fólks á milli 18 og 29 ára að það myndi kjósa Pírata og 40 pró­sent þeirra sem eru á milli þrí­tugs og fimm­tugs. Ein­ungis fjögur pró­sent fólks á milli 18 og 29 ára myndu kjósa Sam­fylk­ing­una og sex pró­sent Fram­sókn­ar­flokk­inn. Stuðn­ingur við Sjálf­stæð­is­flokk­inn hjá fólki undir þritugu er 15 pró­sent og hjá fólki milli þrí­tugs og fimm­tugs er hann 16 pró­sent. 

Píratar eru með mest fylgi í öllum tekju­hópum nema þeim efsta. Í tekju­hæsta hópn­um, þeim sem er með yfir milljón krónur í tekjur á mán­uði, er mestur stuðn­ingur Sjálf­stæð­is­flokk­inn.

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Samninganefnd Eflingar
Samninganefnd Eflingar segist reiðubúin að ganga nú þegar til viðræðna
Samninganefnd Eflingar lýsir sig reiðubúna til að ganga nú þegar til viðræðna við samninganefnd Reykjavíkurborgar á „þeim breyttu forsendum sem Efling telur að opinberar yfirlýsingar borgarinnar fyrir helgi hafi skapað.“
Kjarninn 24. febrúar 2020
Telur að rannsókn á fjárfestingarleið verði að vera „ítarleg og heildstæð“
Skattrannsóknarstjóri gat ekki rannsakað gögn sem embættið fékk fyrir um fjórum árum um þá sem nýttu sér fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands með tæmandi hætti. Ástæðan var mannekla og annir við önnur verkefni.
Kjarninn 24. febrúar 2020
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Seðlabankinn leggst ekki gegn skipun rannsóknarnefndar um fjárfestingarleiðina
Í umsögn sem nýr seðlabankastjóri skrifar undir leggst Seðlabanki Íslands ekki sérstaklega gegn því að fram fari rannsókn á fjárfestingarleiðinni sem bankinn hélt úti milli 2011 og 2015. Alls voru 206 milljarðar króna ferjaðir inn í landið í gegnum hana.
Kjarninn 24. febrúar 2020
Stefán Eiríksson tekur við starfi útvarpsstjóra 1. mars næstkomandi.
Stjórnmálamenn verði að senda skilaboð um hvað ætti að skera niður hjá RÚV
Verðandi útvarpsstjóri segir að ef það eigi að setja takmarkanir á getu RÚV til að afla sér auglýsingatekna, sem eru yfir tveir milljarðar króna á ári, þá þurfi stjórnmálamenn að segja hvað eigi að láta undan í rekstrinum í staðinn.
Kjarninn 24. febrúar 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir
Á konudaginn: Nokkur orð um vinnu-konur vegna orða borgarstjóra um heimsreisur
Kjarninn 23. febrúar 2020
Flugferðum var aflýst í stórum stíl á mörgum Kanarí-eyjanna í dag.
Hví er sandbylur á Kanarí?
Mikil röskun á flugi. Viðburðum aflýst og skólum lokað. Skyggni lítið. Hvað er eiginlega að gerast á Kanarí-eyjum?
Kjarninn 23. febrúar 2020
Eftir sex daga verkfall mátti sjá í miðbæ Reykjavíkurborgar yfirfullar ruslatunnur.
Áhrifa verkfalls farið að gæta í miðborginni – Rusl flæðir úr tunnum
Verkfall Eflingar hefur ekki einungis áhrif á velferðarþjónustu í Reykjavíkurborg heldur má sjá, eftir vikuverkfall, að sorp er farið að safnast upp á götum borgarinnar.
Kjarninn 23. febrúar 2020
Kristbjörn Árnason
Efling sýnir klærnar og boðar samúðarverkföll
Leslistinn 23. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None