Hreiðar Már Sigurðsson fjárfestir og kaupsýslumaðurinn Ólafur Ólafsson eru að fjárfesta í fjölda gististaða um þessar mundir. Þeir sitja báðir í fangelsi á Kvíabryggju fyrir hlut sinn í Al Thani-málinu. Hreiðar og fjölskylda hans hafa frá árinu 2009 byggt upp fyrirtækið Gistiver sem tengist nú rekstri sjö gististaða víðsvegar um landið. Morgunblaðið greinir frá þessu í dag. Þrír gististaða Gistivers eru í Stykkishólmi en hinir fjórir eru á Nesjavöllum, Búðum, í Keflavík og Reykjavík. Morgublaðið telur líklegt að að félagið tengist líka hosteli á Akureyri. Þá hefur einnig þvottahús í Stykkishólmi verið opnað. Eiginkona Hreiðars Más, Anna Lísa Sigurjónsdótir, er eigandi félagsins og framkvæmdastjóri.
Ólafur Ólafsson, einn aðalaeigandi Kaupþings fyrir hrun, er líka kominn í hótelbransann, eins og greint hefur verið frá. Eigendur Suðurlandsbrautar 18 ætla sér að breyta húsinu í hótel og er það í eigu eignarhaldsfélagsins Festis, sem er í eigu hollenska félagsins SMT Partners B.V. sem hefur sama heimilisfang og Samskip Holding B.V. í Rotterdam, hvar Ólafur er skráður.
Auglýsing