Fulltrúar Bankasýslunnar boðaðir á fund - Rætt um sölu bankanna á eignum án útboðs

bankar_island.jpg
Auglýsing

Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, og Guðlaugur Þór Þórðarson, varaformaður nefndarinn, hafa boðað fulltrúa Bankasýslu ríkisins á fund til að ræða málefni er tengjast sölu bankanna á eignum án þess að útboð hafi farið fram. 

Í bréfinu sem sent var til Bankasýslunnar er sérstaklega vitnað í eigendastefnu ríkisins, og hvort farið hafi verið eftir henni í öllum tilvikum, meðal annars þegar Landsbankinn seldi 31,2 prósent hlut sinn í Borgun. 

Fundurinn fer fram miðvikudaginn 27. janúar milli klukkan 08:00 og 09:00.

Auglýsing

Í framtíðarstefnu Bankasýslu ríkisins, sem vitnað er til í bréfinu, segir: ,,Eigendahlutverk Bankasýsla ríkisins fer með eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum, sbr. a-lið 4.gr. Bankasýslulaganna, í samræmi við eigendastefnu ríkisins hverju sinni, sbr. c-lið sömu greinar. Aðalmarkmið framangreindrar eigendastefnu er þríþætt: (a) að byggja upp heilbrigt og öflugt fjármálakerfi, (b) að auka trúverðugleika á íslenskum fjármálamarkaði og (c) að tryggja að ríkið fái arð af fjárfestingu sinni. Til að ná framangreindum markmiðum eigendastefnunnar gerir Bankasýsla ríkisins samning við stjórnir hlutaðeigandi fyrirtækja um sérstök og almenn markmið í rekstri og fylgir þeim eftir. Það er hlutverk Bankasýslu ríkisins, að vera virkur eigandi í fjármálafyrirtækjum, sem stofnunin fer með eignarhluti í, að leitast við að bæta stjórnarhætti þeirra og upplýsingagjöf til hluthafa, og að tryggja að ákvæðum hluthafasamkomulaga sé framfylgt. Stofnunin leggur áherslu á að eiga gott samstarf við meðeigendur fjármálafyrirtækjanna og stjórnendur, en einnig að veita þeim viðhlítandi aðhald.“

Í bréfinu eru sérstaklega nefnd dæmi, sem fjallað hefur verið um, þar sem fyrirtæki og eignarhlutir í þeim hafa verið seld án þess að útboð færi fram. „Frá því að bankarnir komust í hendurnar á ríkinu hafa reglulega borist fréttir af því að eignir hafi verið seldar án þess farið hafi fram opið útboð. Má þar nefna Húsasmiðjuna, EJS, Plastprent, Icelandic, Skýrr, EJS, HugAX, Vodafone, Símann og Borgun,“ segir í bréfinu, og spurt hvort Bankasýslan telji að eigendastefnunni hafi verið framfylgt.

„Nú liggur fyrir að enn stærri hluti bankakerfisins verður í höndum ríkisins. Það þarf því ekki að fara mörgum orðum um mikilvægi þess að traust ríki á fjármálamarkaði og ekki síst þegar um er að ræða sölu á eignum og eignarhlutum í stærri fyrirtækjum og fjármálastofnunum,“ segir í niðurlaginu.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Anna Dóra Antonsdóttir
Útskýring – leikrit í einum þætti
Kjarninn 14. maí 2021
Byggingar ratsjárstöðvarinnar á Heiðarfjalli hafa að mestu leyti verið jafnaðar við jörðu. Þó er enn mikið magn spilliefna á svæðinu.
Ríkið ráðist í hreinsun spilliefna við ratsjárstöð Bandaríkjahers á Heiðarfjalli
Á Heiðarfjalli er að finna í jörðu úrgangs- og spilliefni frá þeim tíma sem eftirlitsstöð Bandaríkjahers var í rekstri á fjallinu. Landeigendur hafa um áratuga skeið reynt að leita réttar síns vegna mengunarinnar.
Kjarninn 14. maí 2021
DV hefur ráðið nýjan ritstjóra til starfa.
Björn Þorfinnsson ráðinn ritstjóri DV
Blaðamaðurinn Björn Þorfinnson hefur tekið við starfi ritstjóra DV. Tobba Marinós lét nýverið af störfum sem ritstjóri miðilsins, sem er hættur að koma út á pappír.
Kjarninn 14. maí 2021
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
„Af nógu að taka áður en höggvið er í sama knérunn um að laun séu of há“
Forseti ASÍ leggur til nokkrar lausnir áður en ráðamenn og fyrirtækjaeigendur hér á landi fara að gagnrýna slagorð verkalýðshreyfingarinnar „það er nóg til“.
Kjarninn 14. maí 2021
Ráðherrarnir Guðlaugur Þór Þórðarson og Bjarni Benediktsson eru stundum sagðir standa í stafni fyrir þær ólíku fylkingar sem rúmast innan Sjálfstæðisflokks og bítast þar um völd og áhrif.
Sjálfstæðismenn á höfuðborgarsvæðinu komnir í prófkjörsham
Tekist hefur verið á um grundvallaráherslur Sjálfstæðisflokksins á óvenjulega opinberum vettvangi að undanförnu. Fulltrúar ólíkra sjónarmiða innan flokksins keppast nú um að koma þeim að í aðdraganda prófkjöra á höfuðborgarsvæðinu.
Kjarninn 14. maí 2021
Innviðir á leiðinni út
Sýn og Nova hefur nýlega hafið sölu á fjarskiptainnviðum sínum auk þess sem Síminn hefur íhugað að gera slíkt hið sama. Aðskilnaður á innviðum og þjónustu þótti hins vegar ekki ráðlegur þegar einkavæða átti Landssímann fyrir 20 árum síðan.
Kjarninn 14. maí 2021
Auglýsingin sem birt var í Morgunblaðinu í gær var nafnlaus, en hafði yfirbragð þess að hún væri á vegum Lyfjastofnunar. Það var hún ekki.
Morgunblaðið biðst velvirðingar á birtingu auglýsingar þar sem efast er um bólusetningar
Konan sem keypti heilsíðuauglýsingu í Morgunblaðinu þar sem varað var við aukaverkunum vegna bólusetningar gegn COVID-19 segist ekki skammast sín. Lyfjastofnun segir auglýsinguna villandi hræðsluáróður.
Kjarninn 14. maí 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Aur lumar á góðri lífslausn
Kjarninn 14. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None