Fulltrúar Bankasýslunnar boðaðir á fund - Rætt um sölu bankanna á eignum án útboðs

bankar_island.jpg
Auglýsing

Vig­dís Hauks­dótt­ir, for­maður fjár­laga­nefnd­ar, og Guð­laugur Þór Þórð­ar­son, vara­for­maður nefnd­ar­inn, hafa boðað full­trúa Banka­sýslu rík­is­ins á fund til að ræða mál­efni er tengj­ast sölu bank­anna á eignum án þess að útboð hafi farið fram. 

Í bréf­inu sem sent var til Banka­sýsl­unnar er sér­stak­lega vitnað í eig­enda­stefnu rík­is­ins, og hvort farið hafi verið eftir henni í öllum til­vik­um, meðal ann­ars þegar Lands­bank­inn seldi 31,2 pró­sent hlut sinn í Borg­un. 

Fund­ur­inn fer fram mið­viku­dag­inn 27. jan­úar milli klukkan 08:00 og 09:00.

Auglýsing

Í fram­tíð­ar­stefnu Banka­sýslu ­rík­is­ins, sem vitnað er til í bréf­inu, seg­ir: ,,Eig­enda­hlut­verk ­Banka­sýsla rík­is­ins fer með eign­ar­hluta rík­is­ins í fjár­mála­fyr­ir­tækj­um, sbr. a-lið 4.gr. Banka­sýslu­lag­anna, í sam­ræmi við eig­enda­stefnu rík­is­ins hverju sinni, sbr. c-lið sömu grein­ar. Aðal­mark­mið fram­an­greindrar eig­enda­stefnu er ­þrí­þætt: (a) að byggja upp heil­brigt og öfl­ugt fjár­mála­kerfi, (b) að auka ­trú­verð­ug­leika á íslenskum fjár­mála­mark­aði og (c) að tryggja að ríkið fái arð af fjár­fest­ingu sinni. Til að ná fram­an­greindum mark­miðum eig­enda­stefn­unn­ar ­gerir Banka­sýsla rík­is­ins samn­ing við stjórnir hlut­að­eig­andi fyr­ir­tækja um ­sér­stök og almenn mark­mið í rekstri og fylgir þeim eft­ir. Það er hlut­verk ­Banka­sýslu rík­is­ins, að vera virkur eig­andi í fjár­mála­fyr­ir­tækj­um, sem ­stofn­unin fer með eign­ar­hluti í, að leit­ast við að bæta stjórn­ar­hætti þeirra og ­upp­lýs­inga­gjöf til hlut­hafa, og að tryggja að ákvæðum hlut­hafa­sam­komu­laga sé fram­fylgt. Stofn­unin leggur áherslu á að eiga gott sam­starf við með­eig­end­ur fjár­mála­fyr­ir­tækj­anna og stjórn­end­ur, en einnig að veita þeim við­hlít­and­i að­hald.“

Í bréf­inu eru sér­stak­lega nefnd dæmi, sem fjallað hefur verið um, þar sem fyr­ir­tæki og eign­ar­hlutir í þeim hafa verið seld án þess að útboð færi fram. „Frá því að bank­arnir komust í hend­urnar á rík­inu hafa reglu­lega borist fréttir af því að eignir hafi ver­ið ­seldar án þess farið hafi fram opið útboð. Má þar nefna Húsa­smiðj­una, EJS, Plast­prent, Iceland­ic, Skýrr, EJS, HugAX, Voda­fo­ne, Sím­ann og Borg­un,“ segir í bréf­inu, og spurt hvort Banka­sýslan telji að eig­enda­stefn­unni hafi verið fram­fylgt.

„Nú liggur fyrir að enn stærri hluti banka­kerf­is­ins verður í höndum rík­is­ins. Það þarf því ekki að fara mörgum orðum um mik­il­væg­i þess að traust ríki á fjár­mála­mark­aði og ekki síst þegar um er að ræða sölu á eignum og eign­ar­hlutum í stærri fyr­ir­tækjum og fjár­mála­stofn­un­um,“ segir í nið­ur­lag­inu.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meryl Streep er ein af aðalleikurum myndarinnar.
Mossack Fonseca kærir Netflix
Mossack Fonseca, lögmannsstofan alræmda, hefur kært Netflix vegna kvikmyndar streymisveitunnar um Panamaskjölin.
Kjarninn 17. október 2019
Fimmtungur Íslendinga býr við leka- og rakavandamál
Hlutfall þeirra sem telja sig búa við leka- og/eða rakavandamál hér á landi er þrefalt hærra hér en í Noregi.
Kjarninn 17. október 2019
Boris Johnson, forsætisráðherra Breta.
Nýr Brexit-samningur samþykktur
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, og Jean-Clau­de Juncker, for­seti fram­kvæmda­stjórn­ar Evrópusambandsins, tilkynntu í morgun að nýr útgöngusamningur milli Bretlands og Evrópusambandsins væri í höfn.
Kjarninn 17. október 2019
Þórður Snær Júlíusson
Ríkið sem vildi ekki sjá peningaþvættið heima hjá sér
Kjarninn 17. október 2019
Leikhúsið
Leikhúsið
Leikhúsið - Sex í sveit
Kjarninn 17. október 2019
Lögmenn bera mun meira traust til dómstóla
Lögmenn og ákærendur bera mun meira traust til dómstóla heldur en almenningur. Yfir 80 prósent lögmanna og ákærenda voru sammála því að dómarar og starfsmenn dómstóla ynnu störf sín af heilindum, virðingu og heiðarleika.
Kjarninn 17. október 2019
Heiða Sigurjónsdóttir
Alþjóðadagur málþroskaröskunar 18. október 2019
Leslistinn 17. október 2019
Segir Bandaríkin og Bretland vilja Ísland á lista yfir ósamvinnuþýð ríki
Það mun skýrast í lok viku hvort Íslandi muni takast að forðast það að lenda á lista með ríkjum með vafasamt stjórnarfar vegna lélegra varna landsins gegn peningaþvætti. Nánast ekkert var í lagi hérlendis í þeim vörnum áratugum saman.
Kjarninn 17. október 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None