Fulltrúar Bankasýslunnar boðaðir á fund - Rætt um sölu bankanna á eignum án útboðs

bankar_island.jpg
Auglýsing

Vig­dís Hauks­dótt­ir, for­maður fjár­laga­nefnd­ar, og Guð­laugur Þór Þórð­ar­son, vara­for­maður nefnd­ar­inn, hafa boðað full­trúa Banka­sýslu rík­is­ins á fund til að ræða mál­efni er tengj­ast sölu bank­anna á eignum án þess að útboð hafi farið fram. 

Í bréf­inu sem sent var til Banka­sýsl­unnar er sér­stak­lega vitnað í eig­enda­stefnu rík­is­ins, og hvort farið hafi verið eftir henni í öllum til­vik­um, meðal ann­ars þegar Lands­bank­inn seldi 31,2 pró­sent hlut sinn í Borg­un. 

Fund­ur­inn fer fram mið­viku­dag­inn 27. jan­úar milli klukkan 08:00 og 09:00.

Auglýsing

Í fram­tíð­ar­stefnu Banka­sýslu ­rík­is­ins, sem vitnað er til í bréf­inu, seg­ir: ,,Eig­enda­hlut­verk ­Banka­sýsla rík­is­ins fer með eign­ar­hluta rík­is­ins í fjár­mála­fyr­ir­tækj­um, sbr. a-lið 4.gr. Banka­sýslu­lag­anna, í sam­ræmi við eig­enda­stefnu rík­is­ins hverju sinni, sbr. c-lið sömu grein­ar. Aðal­mark­mið fram­an­greindrar eig­enda­stefnu er ­þrí­þætt: (a) að byggja upp heil­brigt og öfl­ugt fjár­mála­kerfi, (b) að auka ­trú­verð­ug­leika á íslenskum fjár­mála­mark­aði og (c) að tryggja að ríkið fái arð af fjár­fest­ingu sinni. Til að ná fram­an­greindum mark­miðum eig­enda­stefn­unn­ar ­gerir Banka­sýsla rík­is­ins samn­ing við stjórnir hlut­að­eig­andi fyr­ir­tækja um ­sér­stök og almenn mark­mið í rekstri og fylgir þeim eft­ir. Það er hlut­verk ­Banka­sýslu rík­is­ins, að vera virkur eig­andi í fjár­mála­fyr­ir­tækj­um, sem ­stofn­unin fer með eign­ar­hluti í, að leit­ast við að bæta stjórn­ar­hætti þeirra og ­upp­lýs­inga­gjöf til hlut­hafa, og að tryggja að ákvæðum hlut­hafa­sam­komu­laga sé fram­fylgt. Stofn­unin leggur áherslu á að eiga gott sam­starf við með­eig­end­ur fjár­mála­fyr­ir­tækj­anna og stjórn­end­ur, en einnig að veita þeim við­hlít­and­i að­hald.“

Í bréf­inu eru sér­stak­lega nefnd dæmi, sem fjallað hefur verið um, þar sem fyr­ir­tæki og eign­ar­hlutir í þeim hafa verið seld án þess að útboð færi fram. „Frá því að bank­arnir komust í hend­urnar á rík­inu hafa reglu­lega borist fréttir af því að eignir hafi ver­ið ­seldar án þess farið hafi fram opið útboð. Má þar nefna Húsa­smiðj­una, EJS, Plast­prent, Iceland­ic, Skýrr, EJS, HugAX, Voda­fo­ne, Sím­ann og Borg­un,“ segir í bréf­inu, og spurt hvort Banka­sýslan telji að eig­enda­stefn­unni hafi verið fram­fylgt.

„Nú liggur fyrir að enn stærri hluti banka­kerf­is­ins verður í höndum rík­is­ins. Það þarf því ekki að fara mörgum orðum um mik­il­væg­i þess að traust ríki á fjár­mála­mark­aði og ekki síst þegar um er að ræða sölu á eignum og eign­ar­hlutum í stærri fyr­ir­tækjum og fjár­mála­stofn­un­um,“ segir í nið­ur­lag­inu.

Kristbjörn Árnason
Sóun
Leslistinn 19. ágúst 2019
Sigursteinn Másson
Hver á að gera hvað?
Kjarninn 19. ágúst 2019
Skúli segist ekki hafa fengið milljarða greiðslur út úr WOW air
Skúli Mogensen segist aldrei fallast á að hann og hans fólk hafi ekki unnið að heilindum við uppbyggingu WOW air og neitar því að hafa fengið háar greiðslur út úr félaginu en sjálfur hafi hann tapað átta milljörðum.
Kjarninn 19. ágúst 2019
Nýtt biðskýli við Kringlumýrarbraut
Stafræn strætóskýli tekin í gagnið
Vinna við að setja LED skjái í 210 biðskýli Strætó er hafin í Reykjavík. Í nýju skýlunum verður hægt að nálgast rauntímaupplýsingar um komutíma næstu strætóvagna.
Kjarninn 19. ágúst 2019
Boeing 737 MAX vélar Icelandair hafa ekki flogið frá því í mars.
MAX-vélar Icelandair fljúga ekki á þessu ári
Icelandair reiknar ekki lengur með MAX-vélunum í flugáætlun sinni á þessu ári. Þær áttu að fljúga 27 prósent allra ferða sem félagið myndi fljúga 2019. Icelandair tapaði ellefu milljörðum á fyrri hluta árs.
Kjarninn 19. ágúst 2019
Upphafið - Árstíðaljóð
Safnað fyrir fimmtu ljóðarbók Gunnhildar Þórðardóttur.
Kjarninn 18. ágúst 2019
Guðlaugur Þór Þórðarson
Rúmar 16 milljónir í aðkeypta ráðgjöf og álit vegna þriðja orkupakkans
Kostnaður vegna innlendrar ráðgjafar og álita nemur rúmlega 7,6 milljónum króna og erlends tæpum 8,5 milljónum króna.
Kjarninn 18. ágúst 2019
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Sex ríkisforstjórar með hærri laun en forsætisráðherra
Laun bankastjóra Landsbankans hafa hækkað mest allra ríkisforstjóra, eða um 82 prósent, frá því að bankaráð bankans tók yfir ákvörðun um launakjör hans. Átta ríkisforstjórar eru með hærri laun en flestir ráðherrar.
Kjarninn 18. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None