Fulltrúar Bankasýslunnar boðaðir á fund - Rætt um sölu bankanna á eignum án útboðs

bankar_island.jpg
Auglýsing

Vig­dís Hauks­dótt­ir, for­maður fjár­laga­nefnd­ar, og Guð­laugur Þór Þórð­ar­son, vara­for­maður nefnd­ar­inn, hafa boðað full­trúa Banka­sýslu rík­is­ins á fund til að ræða mál­efni er tengj­ast sölu bank­anna á eignum án þess að útboð hafi farið fram. 

Í bréf­inu sem sent var til Banka­sýsl­unnar er sér­stak­lega vitnað í eig­enda­stefnu rík­is­ins, og hvort farið hafi verið eftir henni í öllum til­vik­um, meðal ann­ars þegar Lands­bank­inn seldi 31,2 pró­sent hlut sinn í Borg­un. 

Fund­ur­inn fer fram mið­viku­dag­inn 27. jan­úar milli klukkan 08:00 og 09:00.

Auglýsing

Í fram­tíð­ar­stefnu Banka­sýslu ­rík­is­ins, sem vitnað er til í bréf­inu, seg­ir: ,,Eig­enda­hlut­verk ­Banka­sýsla rík­is­ins fer með eign­ar­hluta rík­is­ins í fjár­mála­fyr­ir­tækj­um, sbr. a-lið 4.gr. Banka­sýslu­lag­anna, í sam­ræmi við eig­enda­stefnu rík­is­ins hverju sinni, sbr. c-lið sömu grein­ar. Aðal­mark­mið fram­an­greindrar eig­enda­stefnu er ­þrí­þætt: (a) að byggja upp heil­brigt og öfl­ugt fjár­mála­kerfi, (b) að auka ­trú­verð­ug­leika á íslenskum fjár­mála­mark­aði og (c) að tryggja að ríkið fái arð af fjár­fest­ingu sinni. Til að ná fram­an­greindum mark­miðum eig­enda­stefn­unn­ar ­gerir Banka­sýsla rík­is­ins samn­ing við stjórnir hlut­að­eig­andi fyr­ir­tækja um ­sér­stök og almenn mark­mið í rekstri og fylgir þeim eft­ir. Það er hlut­verk ­Banka­sýslu rík­is­ins, að vera virkur eig­andi í fjár­mála­fyr­ir­tækj­um, sem ­stofn­unin fer með eign­ar­hluti í, að leit­ast við að bæta stjórn­ar­hætti þeirra og ­upp­lýs­inga­gjöf til hlut­hafa, og að tryggja að ákvæðum hlut­hafa­sam­komu­laga sé fram­fylgt. Stofn­unin leggur áherslu á að eiga gott sam­starf við með­eig­end­ur fjár­mála­fyr­ir­tækj­anna og stjórn­end­ur, en einnig að veita þeim við­hlít­and­i að­hald.“

Í bréf­inu eru sér­stak­lega nefnd dæmi, sem fjallað hefur verið um, þar sem fyr­ir­tæki og eign­ar­hlutir í þeim hafa verið seld án þess að útboð færi fram. „Frá því að bank­arnir komust í hend­urnar á rík­inu hafa reglu­lega borist fréttir af því að eignir hafi ver­ið ­seldar án þess farið hafi fram opið útboð. Má þar nefna Húsa­smiðj­una, EJS, Plast­prent, Iceland­ic, Skýrr, EJS, HugAX, Voda­fo­ne, Sím­ann og Borg­un,“ segir í bréf­inu, og spurt hvort Banka­sýslan telji að eig­enda­stefn­unni hafi verið fram­fylgt.

„Nú liggur fyrir að enn stærri hluti banka­kerf­is­ins verður í höndum rík­is­ins. Það þarf því ekki að fara mörgum orðum um mik­il­væg­i þess að traust ríki á fjár­mála­mark­aði og ekki síst þegar um er að ræða sölu á eignum og eign­ar­hlutum í stærri fyr­ir­tækjum og fjár­mála­stofn­un­um,“ segir í nið­ur­lag­inu.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Kvótaþak óbreytt í tillögum – sem og hvað aðilar þurfi að eiga hvor í öðrum til að teljast tengdir
Lokaskýrsla verkefnastjórnar um bætt eftirlit með fiskveiðiauðlindinni hefur litið dagsins ljós og hefur hún verið afhent Kristjáni Þór Júlíussyni, sjávarútvegsráðherra. Einn stjórnarmeðlimur setur sérstakan fyrirvara við skýrsluna.
Kjarninn 10. júlí 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 39. þáttur: Naumlega sloppið!
Kjarninn 10. júlí 2020
Ingimundur Bergmann
Hótelhald, búfjárhald og pólitík
Kjarninn 10. júlí 2020
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans.
„Allir eru á dekki“ við að tryggja áfram landamæraskimun
Starfsfólk Landspítalans hefur brugðist við „af ótrúlegri snerpu og atorku“ með það að markmiði að tryggja að skimun á landamærum geti haldið áfram eftir 13. júlí. „Allir eru á dekki,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri spítalans.
Kjarninn 10. júlí 2020
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir – Börnin
Kjarninn 10. júlí 2020
Félag leikskólakennara skrifar undir nýjan kjarasamning
Þrjú aðildarfélög KÍ hafa skrifað undir kjarasamninga við samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga: Félag leikskólakennara, Skólastjórafélag Íslands og Félag stjórnenda leikskóla.
Kjarninn 10. júlí 2020
Farþegaskipið Boreal heldur frá Reykjavíkurhöfn á morgun. Það tekur um 200 farþega en í fyrstu siglingunni verða á bilinu 50 til 60 farþegar sem allir koma með flugi frá París á morgun.
Ekki fást upplýsingar um sóttvarnaráðstafanir frá umboðsaðila Boreal
Fyrsta farþegaskip sumarsins heldur frá Reykjavíkurhöfn á morgun. Starfsfólk skipafélags tjáir sig ekki um sóttvarnaráðstafanir sem gerðar hafa verið vegna farþega sem hyggjast sigla, en þeir koma með flugi frá París á morgun.
Kjarninn 10. júlí 2020
Farandverkamenn í haldi lögreglumanna í lok maí.
„Blaðamennska er ekki glæpur“
Yfirvöld í Malasíu hafa ítrekað yfirheyrt fréttamenn sem fjallað hafa um aðstæður farandverkamanna í landinu í faraldri COVID-19. Hópur fréttamanna Al Jazeera var yfirheyrður í dag vegna heimildarmyndar sem varpar ljósi á harðar aðgerðir gegn verkamönnum.
Kjarninn 10. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None