Hreinsun plasts úr sjónum og meirihluti ungs fólks vill Pírata

The Ocean Cleanup.
Auglýsing

Helgin var tíð­inda- og efn­is­mikil á Kjarn­anum sem fyrr. 

Eitt stærsta frétta­málið hér heima er Borg­un­ar­mál­ið. Kjarn­inn greindi frá því á laug­ar­dag­inn að Lands­bank­inn vissi að Visa Inc. átti val­rétt um kaup á Visa Europe áður en bank­inn seldi 31,2% hlut í Borgun árið 2014. Bank­inn vissi líka um útrás Borg­unar og var með upp­lýs­ingar um rekstur fyr­ir­tæk­is­ins. 

Mikil breyt­ing hefur orðið á þróun ófrjó­sem­is­að­gerða á Íslandi. Nú fara miklu fleiri karlar en konur í slíkar aðgerð­ir, en ástæður þess eru meðal ann­ars opn­ari umræða og til­koma neyð­ar­pill­unn­ar. 

Auglýsing

Kjarn­inn fór einnig yfir nýj­ustu skoð­ana­könnun á fylgi flokk­anna í ítar­legri frétta­skýr­ingu um helg­ina. Þar kemur meðal ann­ars fram að yfir helm­ingur ungs fólks ætlar að kjósa Pírata, og bæði tekju­háir og tekju­lágir aðhyll­ast flokk­inn. 

Kári Stef­áns­son, for­stjóri deCODE, er ánægður með við­tök­urnar við und­ir­skrifta­söfnun hans um end­ur­reisn heil­brigð­is­kerf­is­ins. Hann gefur lítið fyrir gagn­rýni sjálf­stæð­is­manna. 

Umræðan um verð­trygg­ing­una er von­laus og ekki er mikið talað um hvað á að koma í stað hennar eða hverju afnám hennar eigi að áorka nákvæm­lega. Þór­unn Elísa­bet Boga­dótt­ir, aðstoð­ar­rit­stjóri Kjarn­ans, fór yfir þetta í leið­ara um helg­ina. 

Borg­þór Arn­gríms­son, frétta­rit­ari Kjarn­ans í Kaup­manna­höfn, fór yfir það í frétta­skýr­ingu helg­ar­innar að sam­tök lög­fræð­inga sem gæta hags­muna útlend­inga þar í landi ætla að leita til dóm­stóla og mögu­lega Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu vegna útlend­inga­lög­gjafar Dana. Útlend­inga­um­ræðan í Dan­mörku er væg­ast sagt eld­fim þessa dag­ana. 

Sagn­fræð­ing­ur­inn Krist­inn Haukur Guðna­son skoð­aði sögu helstu kvik­mynda­tón­list­ar­skálda sög­unn­ar, í til­efni af því að Íslend­ing­ur­inn Jóhann Jóhanns­son er nú kom­inn í þeirra hóp. Krist­inn gerði topp 10 lista yfir kvik­mynda­tón­list á Ósk­arsverð­laun­um. 

Og Her­dís Sig­ur­gríms­dóttir skrif­aði frétta­skýr­ingu sem vakti mikla athygli um helg­ina um plastið í sjón­um. Bráðum verður meira plast en fiskar í sjón­um, en Hol­lend­ingur sem er rétt af tán­ings­aldri seg­ist vera með lausn­ina á því. Fólk er farið að trúa hon­um. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiInnlent
None