Sérstakur saksóknari ákærir ekki vegna 15 milljarða víkjandi láns til Baugs

Jón Ásgeir Jóhannesson er einn þeirra níu sem stefnt var í skaðabótamáli Glitnis.
Jón Ásgeir Jóhannesson er einn þeirra níu sem stefnt var í skaðabótamáli Glitnis.
Auglýsing

Emb­ætti sér­staks sak­sókn­ara ákvað í des­em­ber síð­ast­liðnum að á­kæra ekki vegna 15 millj­arða króna víkj­andi láns sem Glitnir veitti Baug­i seint á árinu 2007 til að taka þátt í hluta­fjár­út­boði FL Group, stærsta eig­anda ­bank­ans. Þetta hefur Kjarn­inn fengið stað­fest. 

Í kjöl­farið ákvað slita­stjórn­ Glitnis að fella niður skaða­bóta­mál sem hún hafði höfðað gegn níu fyrrum stjórn­ar­mönn­um og stjórn­endum bank­ans. Slita­stjórnin taldi sam­kvæmt stefnu að veit­ing láns­ins hefði skapað 6,5 millj­arða króna tjón fyrir bank­ann, en ákvað að halda mála­rekstr­inum ekki áfram eftir að nið­ur­staða sér­staks sak­sókn­ara lá fyr­ir. Allir hina stefndu utan eins sam­þykktu að greiða máls­kostnað sinn sjálfir gegn því að málið myndi niður falla. Þor­steinn M. Jóns­son, sem áður var oft­ast kenndur við Kók, hyggst láta reyna á hvort hann þurfi að greiða kostnað fyrir dómi. Þor­steinn var stjórn­ar­for­maður Glitn­is þegar víkj­andi lánið var veitt.

Ákvörðun um lán­veit­ing­una ekki umboðs­svik

Í jan­úar 2012 stefndi slita­stjórn Glitnis Lárusi Weld­ing, ­fyrrum for­stjóra Glitn­is, Jóni Ásgeiri Jóhann­essyni, fyrrum aðal­eig­anda Baugs og Glitn­is, og allri stjórn Glitnis vegna 15 millj­arða króna víkj­andi láns­ins ­sem Glitnir veitti Baugi í lok árs 2007 til að taka þátt í hluta­fjár­út­boði FL Group. Í stjórn Glitnis á þessum tíma sátu Þor­steinn M. Jóns­son sem var stjórn­ar­for­mað­ur, Skarp­héð­inn Berg Stein­ars­son, Pét­ur Guð­mund­ar­son, Björn Ingi Sveins­son, Haukur Guð­jóns­son og Katrín Pét­urs­dótt­ir. 

Auglýsing

Þegar lánið var veitt var Baugur stærsti eig­andi FL Group og FL Group og tengdir aðilar voru langstærstu eig­endur Glitn­is. Víkj­andi lán víkja fyrir öðrum kröf­um. Þ.e. fyrst eru aðrar skuldir Baugs greiddar áður en að víkj­andi lán eru greidd. Ljóst er reyndar að flestir kröfu­hafar Baugs fara brendir frá því að hafa lánað félag­inu. Fyrr í þessum mán­uði var greint frá því að ein­ungis sé gert ráð fyrir því að um sjö millj­arðar króna fáist upp í um 240 millj­arða króna kröfur á félag­ið, eða 2,9 pró­sent af sam­þykktum kröf­um. Lánið sem Glitnir veitti Baugi var fært í skulda­bréfa­form og ­síðan selt. Glitnir og sjóðir í stýr­ingu hans keyptu stóran hluta skulda­bréf­anna.  

Við fyr­ir­töku skaða­bóða­máls­ins í nóv­em­ber 2013 lagði lögmaður slita­­stjórn­­ar Glitn­is fram beiðni um frest­un máls­ins vegna rann­­sókn­ar sér­­staks sak­­sókn­­ara á sama sak­­ar­efni. Þar kom fram að slita­stjórnin hefði sent sér­­­stök­um sak­­sókn­­ara til­­kynn­ingu þann 11. apríl 2013 um það sem gerð­ist á stjórn­­­ar­fundi í Glitni 18. des­em­ber 2007, þegar 15 millj­arða króna víkj­andi lánið til Baugs var sam­þykkt. Slita­stjórn Glitnis taldi að fjár­fest­inga­á­kvörð­unin væri umboðs­svik. Sér­stakur sak­sókn­ari stað­gesti með bréfi til slita­stjórn­ar­inn­ar, dag­sett. 14. nóv­em­ber 2013, aðmálið væri til rann­­sókn­ar en rann­­sókn­in væri á byrj­­un­­ar­stigi.

Skaða­bóta­mál­inu var því frestað síðla árs 2013 þar til að nið­ur­staða í rann­sókn sér­staks sak­sókn­ara lægi fyr­ir. Emb­ættið komst að þeirri nið­ur­stöðu í des­em­ber 2015 að ekki væri ­til­efni til að ákæra í því.

Enda­lok slita Glitnis nálg­ast

Í kjöl­farið tók slita­stjórn Glitnis þá ákvörðun að ekki væri ­for­svar­an­legt að halda áfram mála­rekstr­inum sem staðið hafði yfir gagn­vart n­íu­menn­ing­un­um. 

Nauða­samn­ingur Glitnis hefur þegar verið sam­þykktur af hér­aðs­dómi Reykja­víkur og búið hefur fengið und­an­þágu frá Seðla­bank­anum um að greiða til kröfu­hafa sinna og ljúka slitum sín­um. Það mun ger­ast strax og hægt verður að greiða rík­inu þau stöð­ug­leika­fram­lög sem kröfu­hafar Glitnis hafa ­sam­þykkt að greiða, meðal ann­ars Íslands­banka. Ekki hefur verið hægt að greiða fram­lögin til þess vegna þess að ríkið er ekki til­búið með félag til að taka við þeim. Lög til að heim­ila til­bún­ing slíks félags eru nú í með­ferð Alþing­is. 

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.
Leggja fram ólíkar breytingar á erfðafjárskatti
Fjármálaráðherra og þingmenn Viðreisnar hafa lagt fram tvö ólík frumvörp um breytingar á lögum um erfðafjárskatt. Mikill munur er á frumvörpunum en annað tekur meðal annars mið af skattstofni dánarbúsins en hitt af arfgreiðslum hvers erfingja fyrir sig.
Kjarninn 18. október 2019
Kristbjörn Árnason
Koxgráa spillingar þjóðfélagið Ísland!
Leslistinn 18. október 2019
Punktur Punktur
Punktur Punktur
Punktur Punktur – Nr. 5 Guðmundur Atli Pétursson - ljósahönnuður hjá RÚV.
Kjarninn 18. október 2019
Guðmundur Ingi Guðbrandsson
Stóraukin áhersla á náttúruvernd
Kjarninn 18. október 2019
Molar
Molar
Molar – Lækkanir, Austin Texas og Guðmundur Jaki
Kjarninn 18. október 2019
Seðlabankinn dæmdur til að veita blaðamanni Fréttablaðsins upplýsingar
Seðlabanki Íslands var í morgun dæmdur til að afhenda blaðamanni Fréttablaðsins upplýsingar um samning sem Már Guðmundsson, þáverandi seðlabankastjóri, gerði við Ingibjörgu Guðbjartsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits bankans.
Kjarninn 18. október 2019
Ísland á gráa listann vegna peningaþvættis
Ísland hefur verið sett á gráa lista FATF ásamt Mongólíu og Simbabve. Aðgerðir sem ráðist hefur verið í síðastliðið eitt og hálft ár reyndust ekki nægjanlegar.
Kjarninn 18. október 2019
Helgi Magnússon eignast allt Fréttablaðið – Jón Þórisson nýr ritstjóri
Fjárfestirinn Helgi Magnússon hefur keypt þann hluta í Torgi, útgáfufélagi Fréttablaðsins, sem hann átti ekki fyrir. Til stendur að sameina Fréttablaðið og Hringbraut.
Kjarninn 18. október 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None