Ísland spilltasta landið á Norðurlöndum

Fólk Mótmæli LAndsbanki
Auglýsing

Ísland er spilltasta land Norð­ur­land­anna sam­kvæmt lista Tran­sparency International fyrir árið 2015. Sam­tökin reikna út sér­staka spill­inga­vísi­tölu ­fyrir 168 lönd og raðar þeim síðar upp í lista þar sem minnst spillta landið situr í fyrsta sæti en það spilltasta í 168 sæti. Ísland situr nú í 13. sæti með alls 79 stig. Um er að ræða mark­verða breyt­ingu frá árunum 2005 og 2006 þegar Ísland var í 1. sæti list­ans, og þar með minnst spillta landið sem úttektin náð til­, ­með 95 til 97 stig.   

Nú verma nágranna­löndin Dan­mörk, Finn­land og Sví­þjóð efst­u ­sætin þrjú og Nor­egur er í 5. sæti. Á Norð­ur­lönd­unum skynj­ast því mest spill­ing á Íslandi.  Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá Gagn­sæi- sam­tökum gegn spill­ingu, sem eru aðilar að Tran­sparency International.

Leiðin legið hratt niður á við hjá Íslandi

Auglýsing

Spill­ing­ar­vísi­tala Tran­spareny International er byggð á á­liti sér­fræð­inga sem og almennri skynjun á spill­ingu í opin­berum stofn­unum og ­stjórn­sýslu. Þau lönd sem fá hæsta ein­kunn eiga það sam­eig­in­legt að þar er ­stjórn­sýsla opin og almenn­ingur getur dregið stjórn­endur til ábyrgð­ar. Lægst­u ­ein­kunnir fá lönd þar sem mútur eru algeng­ar, refsi­leysi ríkir gagn­vart ­spill­ingu og opin­berar stofn­anir sinna ekki hlut­verki sínu í þágu borg­ar­anna.

Síð­ast­liðin átta ár hefur leiðin legið hratt niður á við hjá Ís­landi og árið 2013 féll 80 stiga múr­inn þegar Ísland lenti í 12. sæti, með­ að­eins 78 stig. Aðferða­fræði Tran­sparency International sækir upp­lýs­ingar sín­ar til allt að 12 mis­mun­andi grein­ing­ar­fyr­ir­tækja og stofn­ana er sér­hæfa sig í rann­sóknum á stjórn­ar­fari og stjórn­un­ar­vísum í löndum heims. Hvað Ísland varð­ar­ voru not­aðar fimm gagna­upp­sprettur og var ein­kunna­gjöf þeirra: 87, 83, 65, 89 og 73.

Norður Kórea og Sómalía spillt­ustu löndin

Í til­kynn­ingu frá Gagn­sæi vegna birt­ingar taln­anna segir að ­spill­ing­ar­vísi­talan nái að þessu sinni yfir 168 lönd og hlutu 2/3 þeirra 50 ­stig eða færri. Stiga­skal­inn nær frá 0, sem þýðir “mjög spillt”, upp í 100, sem þýðir “mjög lítið eða ekk­ert spillt”, Dan­mörk lenti í efsta sæti og er því talin minnst spillta land heims annað árið í röð, en Norður Kórea og Sómal­í­a ­lentu í neðstu sæt­unum með aðeins átta stig hvort. „Efstu ríkin eiga það ­sam­eig­in­legt að þar er fjöl­miðla­frelsi; gott aðgengi að fjár­laga­upp­lýs­ingum svo að almenn­ingur viti hvaðan pen­ing­arnir koma og í hvað þeim er var­ið; sýnd heil­indi í starfi þeirra sem fara með almennt vald; dóms­kerfi sem dregur fólk ekki í dilka eftir ríki­dæmi eða fátækt og starfar enn­fremur algjör­lega ­sjálf­stætt gagn­vart lög­gjaf­arog fram­kvæmda­vald­inu. Löndin sem hafna neðst á list­anum eiga það aftur á móti sam­eig­in­legt að þar geisa oftar styrj­ald­ir, ­stjórnskipan er veik, dóms­kerfið slakt og fjöl­miðlar ósjálf­stæð­ir. Þau lönd sem hafa lækkað mest á und­an­förnum 4 árum eru Líbýa, Ástr­al­ía, Brasil­ía, Spánn og Tyrk­land. Aftur á móti hafa Grikk­land, Senegal og Bret­land bætt sig mest.“

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka.
Arion banki búinn að höfða mál gegn Fjármálaeftirlitinu
Fjármálaeftirlit Seðlabankans sektaði Arion banka um tæpar 88 milljónir króna í sumar. Ástæðan var sú að upplýsingar um fyrirhugaðar fjöldauppsagnir í bankanum birtust í fjölmiðlum. Arion banki vill að ákvörðunin verði ógild.
Kjarninn 31. október 2020
Þorsteinn Már Baldvinsson, annar forstjóri Samherja, er stjórnarformaður Síldarvinnslunnar.
Eigið fé Síldarvinnslunnar nú 50 milljarðar króna
Síldarvinnslan hefur verið dugleg við að kaupa upp aflaheimildir síðust ár. Hún er að uppistöðu í eigu Samherja og fjölskyldufyrirtækis annars forstjóra Samherja. Saman halda útgerðir sem tengjast forstjórum Samherja á um 20 prósent af öllum kvóta.
Kjarninn 31. október 2020
Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra lét Katrínu Jakobsdóttir forsætisráðherra vita af málinu eftir að ráðuneyti hans fékk ábendingu um það.
Kristján Þór upplýsti Katrínu um samskipti skrifstofustjóra við Stjórnartíðindi
Sjávarútvegsráðherra upplýsti forsætisráðherra um það í júlímánuði síðastliðnum að í júlí í fyrra hefði þáverandi skrifstofustjóri ráðuneytis hans átt samskipti við Stjórnartíðindi og látið fresta birtingu nýrra laga um laxeldi, sem kom fyrirtækjunum vel.
Kjarninn 31. október 2020
Jeff Bezos forstjóri Amazon
Metfjórðungur hjá Amazon
Tekjur Amazon á síðustu þremur mánuðum voru rúmlega fjórum sinnum meiri en landsframleiðsla Íslands í fyrra.
Kjarninn 30. október 2020
Guðni Bergsson er formaður KSÍ.
Íslandsmótið í knattspyrnu flautað af – efstu liðin krýnd Íslandsmeistarar
Valur er Íslandsmeistari í knattspyrnu karla og Breiðablik Íslandsmeistari kvenna.
Kjarninn 30. október 2020
Þríeykið og aðrir sérfróðir viðbragðsaðilar njóta yfirburðatrausts hjá Íslendingum – en á bilinu 94-96 prósenst segjast treysta því að fá áreiðanlegar upplýsingar um veirufjárann þaðan.
Íslendingar treysta sérfróðum yfirvöldum og fjölmiðlum vel í tengslum við COVID-19
Vinnuhópur þjóðaröryggisráðs um upplýsingaóreiðu í tengslum við COVID-19 hefur skilað af sér skýrslu. Þar kemur m.a. fram að traust til þríeykisins og annarra sérfróðra yfirvalda er afgerandi og traust til innlendra fjölmiðla sömuleiðis mjög mikið.
Kjarninn 30. október 2020
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kynnti hertar aðgerðir vegna útbreiðslu kórónuveirufaraldursins á blaðamannafundi fyrr í dag. Efnahagsaðgerðirnar eru afleiðing af þeirri stöðu.
Tekjufallsstyrkir útvíkkaðir, viðspyrnustyrkir kynntir og rætt um áframhald hlutabótaleiðar
Ríkisstjórn Íslands boðar enn einn efnahagspakkann. Sá nýjasti er sniðinn að mestu að þeim minni fyrirtækjum og einyrkjum sem þurfa að loka vegna kórónuveirufaraldursins.
Kjarninn 30. október 2020
Höfuðstöðvar Arion banka í Borgartúni
Segir umfram eigið fé ekki hafa tengingu við úrræði stjórnvalda
Bankastjóri Arion banka segir viðskiptavini sína hafið notið góðs af minni álagningum stjórnvalda á bankakerfið og litla tengingu vera á milli þess og umfram eigin fé bankans.
Kjarninn 30. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None