Píratar myndu fá 28 þingmenn ef kosið yrði í dag - Framsókn myndi tapa tólf

alþingi þing althingi
Auglýsing

Píratar myndu fá 28 þing­menn kjörna ef kosið yrði í dag, sam­kvæmt nið­ur­stöðu nýrrar skoð­ana­könn­unar Frétta­blaðs­ins, Stöðvar 2 og Vísis þar sem fylgi flokks­ins mæld­ist tæp­lega 42 pró­sent. Þing­mönnum flokks­ins myndi því fjölga um 25 og hann myndi taka fylgi af öllum flokk­um. Píratar yrðu langstærsti þing­flokkur lands­ins.

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn, sem í dag hefur 19 þing­menn, myndi fá 16 slíka ef kosið yrði í dag. Það eru jafn­margir þing­menn og flokk­ur­inn fékk eftir kosn­ing­arnar 2009, þegar hann hlaut sína verstu kosn­inga­út­komu í sög­unni. Fylgi Sjálf­stæð­is­flokks mælist nú 23,2 pró­sent. Á meðal þeirra þing­manna sem myndu missa sæti sitt er Birgir Ármanns­son.

Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn myndi tapa miklu fylgi. Hann fékk 24,4 pró­sent fylgi í kosn­ing­unum 2013 og 19 þing­menn. Í dag myndi hann fá um tíu pró­senta fylgi og sjö þing­menn. Á meðal þeirra þnig­manna sem myndu ekki ná inn á þing eru Frosti Sig­ur­jóns­son, umhverf­is­ráð­herr­ann Sig­rún Magn­ús­dóttir og Karl Garð­ars­son. Fram­sókn myndi, sam­kvæmt nið­ur­stöðu könn­un­ar­inn­ar, ein­ungis ná inn einum þing­manni í Reykja­vík­ur­kjör­dæm­un­um. Sá yrði Vig­dís Hauks­dóttir sam­kvæmt lista flokks­ins eins og hann var boð­inn fram árið 2013.

AuglýsingSam­fylk­ingin og Vinstri græn myndu bæði tapa þing­mönnum ef kosið yrði í dag og fá sex slíka hvor, en báðir flokk­arnir eru með um tíu pró­sent fylgi. Í dag er Sam­fylk­ingin með níu en Vinstri græn með sjö. Eftir kosn­ing­arnar 2009 mynd­uðu þessir tveir flokkar meiri­hluta­stjórn saman og voru þá með sam­an­lagt 34 þing­menn. Á meðal þeirra þing­manna Sam­fylk­ingar sem myndu ekki ná kjöri, miðað við lista flokks­ins í síð­ustu kosn­ing­um, eru Helgi Hjörvar og Val­gerður Bjarna­dótt­ir.

Björt fram­tíð, sem í dag hefur sex þing­menn, myndi ekki ná manni inn á þing ef kosið yrði í dag. fylgi flokks­ins mælist 1,6 pró­sent.

Hringt var í 1.158 manns í könn­un­inni þar til náð­ist í 801 manns sam­kvæmt lag­skiptu úrtaki dag­ana 26. og 27. jan­ú­ar. Svar­hlut­fallið var 69,2 pró­sent. Þátt­tak­endur voru valdir með slembi­úr­taki úr þjóð­skrá. Svar­endur skipt­ust jafnt eftir kyni, og hlut­falls­lega eftir búsetu og aldri. Spurt var: Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til þing­kosn­inga í dag? Ef ekki fékkst svar var spurt: Hvaða flokk er lík­leg­ast að þú myndir kjósa? Ef ekki fékkst svar var spurt: Er lík­legra að þú myndir kjósa Sjálf­stæð­is­flokk­inn, eða ein­hvern annan flokk? Það er gert í sam­ræmi við aðferða­fræði sem þróuð var á Félags­vís­inda­stofnun Háskóla Íslands. Alls tók 56,1 pró­sent þeirra sem náð­ist í afstöðu til spurn­ing­ar­inn­ar.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rauða kjötið: Áætlunin sem á að bjarga Boris
Pólitísk framtíð Boris Johnson er um margt óljós eftir að hann baðst afsökunar á að hafa verið viðstaddur garðveislu í Downingstræti í maí 2020 þegar útgöngubann vegna COVID-19 var í gildi. „Rauða kjötið“ nefnist áætlun sem á að halda Johnson í embætti.
Kjarninn 17. janúar 2022
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata.
Spurði forsætisráðherra út í bréfið til Kára
Þingmaður Pírata spurði forsætisráðherra á þingi í dag hver tilgangurinn með bréfi hennar til forstjóra ÍE hefði verið og hvers vegna hún tjáði sig um afstöðu sína gagnvart úrskurði Persónuverndar við forstjóra fyrirtækisins sem úrskurðurinn fjallaði um.
Kjarninn 17. janúar 2022
Mun meira kynbundið ofbeldi í útgöngubanni
Þrátt fyrir að útgöngubann auki verulega líkur á ofbeldi gagnvart konum og transfólki hefur málaflokkurinn fengið lítið sem ekkert fjármagn í aðgerðum stjórnvalda víða um heim til að bregðast við afleiðingar heimsfaraldursins.
Kjarninn 17. janúar 2022
Heimild til að slíta félögum sett í lög 2016 – Fyrsta tilkynning send út 2022
Fyrir helgi sendi Skatturinn í fyrsta sinn út tilkynningar til 58 félaga sem hafa ekki skilað inn ársreikningum þar sem boðuð eru slit á þeim. Lögin voru sett árið 2016 en ráðherra undirritaði ekki reglugerð sem virkjaði slitaákvæðið fyrr í haust.
Kjarninn 17. janúar 2022
Umfjallanir um liprunarbréf Jakobs Frímanns og „Karlmennskuspjallið“ ekki brot á siðareglum
Hvorki DV né 24.is brutu gegn siðareglum Blaðamannafélags Íslands með umfjöllunum sínum um Jakob Frímann Magnússon annars vegar og „Karlmennskuspjallið“ hins vegar.
Kjarninn 17. janúar 2022
Greiðslubyrðin svipuð og fyrir faraldurinn
Í kjölfar mikilla vaxtalækkana hjá Seðlabankanum lækkuðu afborganir af húsnæðislánum til muna. Þessi lækkun er nú að miklu leyti gengin til baka, þar sem bæði húsnæðisverð og vextir hafa hækkað á undanförnum mánuðum.
Kjarninn 17. janúar 2022
Ármann Kr. Ólafsson hefur verið oddviti Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi og bæjarstjóri frá árinu 2012.
Ármann ætlar ekki að gefa kost á sér til endurkjörs í Kópavogi
Ármann Kr. Ólafsson oddviti Sjálfstæðisflokksins og bæjarstjóri í Kópavogi frá árinu 2012 ætlar ekki að sækjast eftir endurkjöri í sveitarstjórnarkosningunum í maí.
Kjarninn 17. janúar 2022
Það að skipa stjórn yfir Landspítala var á meðal mála sem stjórnarflokkarnir náðu saman um í nýjum stjórnarsáttmála.
Sjö manna stjórn yfir Landspítala verði skipuð til tveggja ára í senn
Skipunartími stjórnarmanna í nýrri stjórn Landspítala verður einungis tvö ár, samkvæmt nýjum frumvarpsdrögum. Talið er mikilvægt að hægt verði að skipa ört í stjórnina fólk sem hefur sérþekkingu á þeim verkefnum sem Landspítali tekst á við hverju sinni.
Kjarninn 17. janúar 2022
Meira úr sama flokkiInnlent
None