Píratar myndu fá 28 þingmenn ef kosið yrði í dag - Framsókn myndi tapa tólf

alþingi þing althingi
Auglýsing

Píratar myndu fá 28 þing­menn kjörna ef kosið yrði í dag, sam­kvæmt nið­ur­stöðu nýrrar skoð­ana­könn­unar Frétta­blaðs­ins, Stöðvar 2 og Vísis þar sem fylgi flokks­ins mæld­ist tæp­lega 42 pró­sent. Þing­mönnum flokks­ins myndi því fjölga um 25 og hann myndi taka fylgi af öllum flokk­um. Píratar yrðu langstærsti þing­flokkur lands­ins.

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn, sem í dag hefur 19 þing­menn, myndi fá 16 slíka ef kosið yrði í dag. Það eru jafn­margir þing­menn og flokk­ur­inn fékk eftir kosn­ing­arnar 2009, þegar hann hlaut sína verstu kosn­inga­út­komu í sög­unni. Fylgi Sjálf­stæð­is­flokks mælist nú 23,2 pró­sent. Á meðal þeirra þing­manna sem myndu missa sæti sitt er Birgir Ármanns­son.

Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn myndi tapa miklu fylgi. Hann fékk 24,4 pró­sent fylgi í kosn­ing­unum 2013 og 19 þing­menn. Í dag myndi hann fá um tíu pró­senta fylgi og sjö þing­menn. Á meðal þeirra þnig­manna sem myndu ekki ná inn á þing eru Frosti Sig­ur­jóns­son, umhverf­is­ráð­herr­ann Sig­rún Magn­ús­dóttir og Karl Garð­ars­son. Fram­sókn myndi, sam­kvæmt nið­ur­stöðu könn­un­ar­inn­ar, ein­ungis ná inn einum þing­manni í Reykja­vík­ur­kjör­dæm­un­um. Sá yrði Vig­dís Hauks­dóttir sam­kvæmt lista flokks­ins eins og hann var boð­inn fram árið 2013.

AuglýsingSam­fylk­ingin og Vinstri græn myndu bæði tapa þing­mönnum ef kosið yrði í dag og fá sex slíka hvor, en báðir flokk­arnir eru með um tíu pró­sent fylgi. Í dag er Sam­fylk­ingin með níu en Vinstri græn með sjö. Eftir kosn­ing­arnar 2009 mynd­uðu þessir tveir flokkar meiri­hluta­stjórn saman og voru þá með sam­an­lagt 34 þing­menn. Á meðal þeirra þing­manna Sam­fylk­ingar sem myndu ekki ná kjöri, miðað við lista flokks­ins í síð­ustu kosn­ing­um, eru Helgi Hjörvar og Val­gerður Bjarna­dótt­ir.

Björt fram­tíð, sem í dag hefur sex þing­menn, myndi ekki ná manni inn á þing ef kosið yrði í dag. fylgi flokks­ins mælist 1,6 pró­sent.

Hringt var í 1.158 manns í könn­un­inni þar til náð­ist í 801 manns sam­kvæmt lag­skiptu úrtaki dag­ana 26. og 27. jan­ú­ar. Svar­hlut­fallið var 69,2 pró­sent. Þátt­tak­endur voru valdir með slembi­úr­taki úr þjóð­skrá. Svar­endur skipt­ust jafnt eftir kyni, og hlut­falls­lega eftir búsetu og aldri. Spurt var: Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til þing­kosn­inga í dag? Ef ekki fékkst svar var spurt: Hvaða flokk er lík­leg­ast að þú myndir kjósa? Ef ekki fékkst svar var spurt: Er lík­legra að þú myndir kjósa Sjálf­stæð­is­flokk­inn, eða ein­hvern annan flokk? Það er gert í sam­ræmi við aðferða­fræði sem þróuð var á Félags­vís­inda­stofnun Háskóla Íslands. Alls tók 56,1 pró­sent þeirra sem náð­ist í afstöðu til spurn­ing­ar­inn­ar.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
„Bleika húsið“, heilsugæsla sem þjónustar konur í Mississippi er eina heilsugæslan í ríkinu sem veitir þungunarrofsþjónustu. Henni verður að öllum líkindum lokað innan nokkurra daga.
Síðustu dagar „bleika hússins“ í Mississippi
Eigandi einu heilsugæslunnar í Mississippi sem veitir þungunarrofsþjónustu ætlar að halda ótrauð áfram, í öðru ríki ef þarf, eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna felldi rétt til þungunarrofs úr gildi.
Kjarninn 27. júní 2022
Á Fossvogsbletti 2 stendur einbýlishús og geymsluhúsnæði.
Borgin steig inn í 140 milljóna fasteignakaup í Fossvogsdal
Borgarráð Reykjavíkurborgar samþykkti á dögunum að nýta forkaupsrétt sinn að fasteignum á Fossvogsbletti 2. Fjárfestingafélag ætlaði að kaupa eignina á 140 milljónir og gengur borgin inn í þau viðskipti.
Kjarninn 27. júní 2022
Sífellt fleiri notendur kjósa að nálgast sjónvarpsþjónustu í gegnum aðrar leiðir en með leigu á myndlykli.
Enn dregst leiga á myndlyklum saman en tekjur vegna sjónvarps halda áfram að aukast
Tekjur fjarskiptafyrirtækja vegna sjónvarpsþjónustu hafa rokið upp á síðustu árum. Þær voru 3,8 milljarðar króna á árinu 2017 en 14,9 milljarðar króna í fyrra. Þorri nýrra tekna í fyrra var vegna sjónvarpsþjónustu.
Kjarninn 27. júní 2022
Hagstofan býst við að hagvöxtur verði enn kröftugri en spáð var í lok vetrar
Hagstofan býst við því að hagvöxtur verði 5,1 prósent á árinu og 2,9 prósent á næsta ári, samkvæmt nýrri þjóðhagsspá. Búist er við því að um 1,6 milljónir ferðamanna sæki landið heim í ár, en fyrri spá gerði ráð fyrir 1,4 milljónum ferðamanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er utanríkisráðherra.
Telja að upplýsingar um fjölda sérstakra vegabréfa geti skaðað tengsl við önnur ríki
Utanríkisráðuneytið vill ekki segja hversu mörg sérstök vegabréf það hefur gefið út til útlendinga á grundvelli nýlegrar reglugerðar. Það telur ekki hægt að útiloka neikvæð viðbrögð ótilgreindra erlendra stjórnvalda ef þau frétta af vegabréfaútgáfunni.
Kjarninn 27. júní 2022
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Fjármálaráðuneytið segist ekki hafa yfirlit yfir fjársópseignirnar sem seldar voru leynilega
Fjármála- og efnahagsráðuneytið segist ekki hafa komið að ákvörðunum um ráðstöfun eigna sem féllu íslenska ríkinu í skaut vegna stöðugleikasamninga við kröfuhafa föllnu bankanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Frá brautarpalli við aðallestarstöðina í þýsku borginni Speyer. Ef til vill hafa einhverjir þessara farþega nýtt sér níu evru miðann.
Aðgangur að almenningssamgöngum í heilan mánuð fyrir níu evrur
Níu evru miðinn gildir í allar svæðisbundnar samgöngur í Þýskalandi til loka ágústmánaðar. Þetta samgönguátak er hluti af aðgerðapakka stjórnvalda vegna vaxandi verðbólgu og hækkandi orkuverðs en er einnig ætlað að stuðla að umhverfisvænni ferðavenjum.
Kjarninn 26. júní 2022
Steingrímur J. Sigfússon hætti á þingi í fyrrahaust. Síðan þá hefur hann verið skipaður til að leiða tvo hópa á vegum ríkisstjórnarinnar.
Steingrímur J., Óli Björn og Eygló skipuð í stýrihóp til að endurskoða örorkukerfið
Fyrrverandi formaður Vinstri grænna, þingmaður Sjálfstæðisflokks, fyrrverandi félagsmálaráðherra og aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar mynda stýrihóp sem á að endurskoða örorkulífeyriskerfið. Hópurinn á að skila af sér eftir tvö ár. Ingu Sæland er óglatt.
Kjarninn 26. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent
None