Kári Stefánsson segir ekkert að marka ríkisstjórnina

kári stefánsson
Auglýsing
Það er ekk­ert að marka það sem núver­andi rík­is­stjórn segir um að hlúa að heil­brigð­is­kerf­inu og það sama má segja um margar þeirra sem á undan henni hafa set­ið. Rík­is­stjórnin segir einn dag­inn að ekki sé til fé til að setja 2,5 millj­arða króna í heil­brigð­is­kerfið en til­kynnir nokkrum dögum seinna að afgangur af rík­is­rekstri verði 300 millj­arðar króna. Þetta segir Kári Stef­áns­son, for­stjóri Íslenskrar erfða­grein­ing­ar, í aðsendri grein í Morg­un­blað­inu í morg­un.

Kári hrinti fyrir nokkru af stað und­ir­skrifta­söfnun þar sem hann hvetur Íslend­inga til þess að styðja kröfu sína um að ell­efu pró­sentum af lands­fram­leiðslu verði árlega varið til heil­brigð­is­kerf­is­ins. Á meðal þeirra sem hafa tekið þátt í bar­áttu Kára með því að koma skila­boð­unum áleiðis í gegnum mynd­bönd sem birt eru á vefnum end­ur­reisn­.is eru Styrmir Gunn­ars­son, fyrrum rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins, Magnús Karl Magn­ús­son, pró­fessor og for­seti lækna­deildar Háskóla Íslands, og Tómas Guð­bjarts­son, pró­fessor og skurð­lækn­ir. Alls hafa rúm­lega 55 þús­und manns skrifað undir áskorun Kára.

Segir stefnu rík­is­stjórn­ar­innar sam­hljóða sinni

Kári segir í grein sinni í dag að þegar hann hafi hafið und­ir­skrifta­söfn­un­ina þá taldi hann sig frum­leg­an. Það var svo fyrir nokkrum dögum að mér var bent á að krafan sem ég er að biðja lands­menn að skrifa undir er næstum sam­hljóða yfir­lýstri stefnu rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Sú stefna var sett saman sem hluti af samn­ingi rík­is­ins við lækna og var und­ir­rituð í des­em­ber 2014. Ég verð því að við­ur­kenna að ég var ein­fald­lega að apa eftir rík­is­stjórn­inni nema ég fylgi for­dæmi Newtons og haldi því fram að ég hafi verið fyrri til þótt ég hafi verið seinni til sem yrði að byggj­ast á því að tím­inn sé ekki línu­legur heldur hring­laga.

Auglýsing
Nú gladdi það mig samt að kom­ast að því að rík­is­stjórnin hefði komið end­ur­reisn heil­brigð­is­kerf­is­ins á stefnu­skrá sína þótt það þýddi að ég hefði ekki verið eins frum­legur og ég hélt ég væri. Það gladdi mig hins vegar tölu­vert minna að kom­ast að raun um að það er ekki hægt að merkja það á gerðum rík­is­stjórn­ar­innar að hún meini nokkurn skap­aðan hlut með þessu." 

Ekk­ert að marka rík­is­stjórn­ina

Kári nefnir dæmi um mun­inn á því sem rík­is­stjórn Sig­mundar Dav­íðs Gunn­laugs­sonar segir og gerir í heil­brigð­is­málum sé hægt að sækja í gerð fjár­laga fyrir árið 2016. Undir lokin var tek­ist á um það hvort það ætti að veita því fé til Land­spít­al­ans að það væri hægt að reka hann á svip­aðan máta og 2015, ekki bæta hann heldur halda í horf­inu. Það var tek­ist á um það hvort það ætti að reka hann í þeim lama­sessi sem hann var búinn að vera í um hríð eða láta honum hnigna enn meira. Það var mat þeirra sem stjórna sjúkra­hús­inu að það þyrfti 2,5 millj­arða króna í við­bót til þess að ná því mark­mið­i. Þegar málið kom á borð fjár­mála­ráð­herra féllst hann ekki á að bæta við meira en helm­ingi af upp­hæð­inni. Því var auð­vitað haldið fram að það væru ekki til pen­ingur fyrir meiru.

Nokkrum dögum eftir að fjár­lög voru sam­þykkt lét fjár­mála­ráð­herra hafa það eftir sér að það yrði 300 millj­arða króna afgangur af rík­is­fjár­málum fyrir árið 2016? Það er sem sagt ekk­ert að marka það sem núver­andi rík­is­stjórn segir um vilja sinn til þess að hlúa að heil­brigð­is­kerf­inu og því miður hefði mátt segja hið sama um margar af þeim rík­is­stjórnum sem á undan henni þjón­uðu þessu land­i."

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Velferðarnefnd Alþingis hefur verið að funda stíft um breytingar á sóttvarnalögum undanfarna daga.
Vonast til að hægt verði að klára sóttvarnalögin í næstu viku
„Ég hef væntingar til þess að klára málið í næstu viku,“ segir Ólafur Þór Gunnarsson þingmaður VG og varaformaður velferðarnefndar. Helga Vala Helgadóttir formaður nefndarinnar segist ekki skilja ákvörðun ríkisstjórnarinnar um skylduskimun á landamærum.
Kjarninn 15. janúar 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Tvöföld landamæraskimun verður skylda strax í dag
Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í dag að afnema möguleikann á því að þeir sem til landsins koma fari í sóttkví í stað tvöfaldrar skimunar með 5 daga sóttkvi. „Neyðarúrræði“ sem tekur gildi strax í dag, segir heilbrigðisráðherra.
Kjarninn 15. janúar 2021
Auður Jónsdóttir
Góðborgarablindan
Kjarninn 15. janúar 2021
Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir
Hey Siri, talarðu íslensku? En þú Embla?
Kjarninn 15. janúar 2021
Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis.
Hefur ekki áhyggjur af sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka
Forseti Alþingis neitar því að sporin hræði – og að sala Íslandsbanka sé sambærileg einkavæðingunni fyrir hrun. Lagaumhverfið sé gjörbreytt og aðstæður allt aðrar. Þó sé ekki óeðlilegt að velta upp spurningum og það eigi fólk einmitt að gera.
Kjarninn 15. janúar 2021
Drög að nýrri loftslagsáætlun Reykjavíkurborgar hafa verið kynnt.
Boða að malbiki verði flett upp í Reykjavík í nýrri loftslagsstefnu
Á meðal aðgerða sem lagðar eru fram í drögum að nýrri loftslagsáætlun Reykjavíkurborgar er að malbiki verði flett upp og bílastæðum í borgarlandi fækkað um 2 prósent á ári. Samgöngur eru langveigamesti þátturinn í kolefnislosun borgarinnar.
Kjarninn 14. janúar 2021
Gylfi Magnússon, prófessor við viðskiptafræðideild HÍ og fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra.
Þyrfti róttækar breytingar til að fá almenning aftur að hlutabréfamarkaðnum
Stjórnvöld gætu leyft launþegum að fjárfesta beint í verðbréfum fyrir viðbótarlífeyrissparnað til að laða almenning að hlutabréfamarkaðnum, samkvæmt grein fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra í nýjasta tölublaði Vísbendingar.
Kjarninn 14. janúar 2021
Logi Einarsson formaður Samfylkingar hefur óskað eftir því að þing komi saman á morgun til að gera breytingar á sóttvarnalögum.
Samfylkingin vill að Alþingi komi saman og styrki sóttvarnalög
Formaður Samfylkingarinnar hefur óskað eftir því að boðað verði til aukaþingfundar á morgun til þess að gera breytingar á sóttvarnalögum, sem renna myndum lagastoðum undir þær aðgerðir sem sóttvarnalæknir hefur lagt til á landamærunum.
Kjarninn 14. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None