Kári Stefánsson segir ekkert að marka ríkisstjórnina

kári stefánsson
Auglýsing
Það er ekk­ert að marka það sem núver­andi rík­is­stjórn segir um að hlúa að heil­brigð­is­kerf­inu og það sama má segja um margar þeirra sem á undan henni hafa set­ið. Rík­is­stjórnin segir einn dag­inn að ekki sé til fé til að setja 2,5 millj­arða króna í heil­brigð­is­kerfið en til­kynnir nokkrum dögum seinna að afgangur af rík­is­rekstri verði 300 millj­arðar króna. Þetta segir Kári Stef­áns­son, for­stjóri Íslenskrar erfða­grein­ing­ar, í aðsendri grein í Morg­un­blað­inu í morg­un.

Kári hrinti fyrir nokkru af stað und­ir­skrifta­söfnun þar sem hann hvetur Íslend­inga til þess að styðja kröfu sína um að ell­efu pró­sentum af lands­fram­leiðslu verði árlega varið til heil­brigð­is­kerf­is­ins. Á meðal þeirra sem hafa tekið þátt í bar­áttu Kára með því að koma skila­boð­unum áleiðis í gegnum mynd­bönd sem birt eru á vefnum end­ur­reisn­.is eru Styrmir Gunn­ars­son, fyrrum rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins, Magnús Karl Magn­ús­son, pró­fessor og for­seti lækna­deildar Háskóla Íslands, og Tómas Guð­bjarts­son, pró­fessor og skurð­lækn­ir. Alls hafa rúm­lega 55 þús­und manns skrifað undir áskorun Kára.

Segir stefnu rík­is­stjórn­ar­innar sam­hljóða sinni

Kári segir í grein sinni í dag að þegar hann hafi hafið und­ir­skrifta­söfn­un­ina þá taldi hann sig frum­leg­an. Það var svo fyrir nokkrum dögum að mér var bent á að krafan sem ég er að biðja lands­menn að skrifa undir er næstum sam­hljóða yfir­lýstri stefnu rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Sú stefna var sett saman sem hluti af samn­ingi rík­is­ins við lækna og var und­ir­rituð í des­em­ber 2014. Ég verð því að við­ur­kenna að ég var ein­fald­lega að apa eftir rík­is­stjórn­inni nema ég fylgi for­dæmi Newtons og haldi því fram að ég hafi verið fyrri til þótt ég hafi verið seinni til sem yrði að byggj­ast á því að tím­inn sé ekki línu­legur heldur hring­laga.

Auglýsing
Nú gladdi það mig samt að kom­ast að því að rík­is­stjórnin hefði komið end­ur­reisn heil­brigð­is­kerf­is­ins á stefnu­skrá sína þótt það þýddi að ég hefði ekki verið eins frum­legur og ég hélt ég væri. Það gladdi mig hins vegar tölu­vert minna að kom­ast að raun um að það er ekki hægt að merkja það á gerðum rík­is­stjórn­ar­innar að hún meini nokkurn skap­aðan hlut með þessu." 

Ekk­ert að marka rík­is­stjórn­ina

Kári nefnir dæmi um mun­inn á því sem rík­is­stjórn Sig­mundar Dav­íðs Gunn­laugs­sonar segir og gerir í heil­brigð­is­málum sé hægt að sækja í gerð fjár­laga fyrir árið 2016. Undir lokin var tek­ist á um það hvort það ætti að veita því fé til Land­spít­al­ans að það væri hægt að reka hann á svip­aðan máta og 2015, ekki bæta hann heldur halda í horf­inu. Það var tek­ist á um það hvort það ætti að reka hann í þeim lama­sessi sem hann var búinn að vera í um hríð eða láta honum hnigna enn meira. Það var mat þeirra sem stjórna sjúkra­hús­inu að það þyrfti 2,5 millj­arða króna í við­bót til þess að ná því mark­mið­i. Þegar málið kom á borð fjár­mála­ráð­herra féllst hann ekki á að bæta við meira en helm­ingi af upp­hæð­inni. Því var auð­vitað haldið fram að það væru ekki til pen­ingur fyrir meiru.

Nokkrum dögum eftir að fjár­lög voru sam­þykkt lét fjár­mála­ráð­herra hafa það eftir sér að það yrði 300 millj­arða króna afgangur af rík­is­fjár­málum fyrir árið 2016? Það er sem sagt ekk­ert að marka það sem núver­andi rík­is­stjórn segir um vilja sinn til þess að hlúa að heil­brigð­is­kerf­inu og því miður hefði mátt segja hið sama um margar af þeim rík­is­stjórnum sem á undan henni þjón­uðu þessu land­i."

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Konur í fangelsum
Kjarninn 14. október 2019
Eyþór Laxdal Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Félag Eyþórs sem á í Morgunblaðinu með neikvætt eigið fé upp á 239 milljónir
Félagið sem heldur utan um eignarhald oddvita Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í útgáfufélagi Morgunblaðsins skuldar 360,5 milljónir króna en metur einu eign sina á 121,5 milljónir króna.
Kjarninn 14. október 2019
Þrátt fyrir að ellefu ár séu liðin frá því að Kaupþing fór á hausinn þá er bankinn samt sem áður ekki hættur að skila þeim sem vinna að eftirmálum þess þrots digrum launagreiðslum.
17 starfsmenn Kaupþings fengu 3,5 milljarða í laun í fyrra
Stjórn Kaupþings, sem telur fjóra til fimm einstaklinga, fékk 1,2 milljarð króna í laun á árinu 2018. Aðrir starfsmenn fengu líka verulega vel greitt. Meðalgreiðsla til starfsmanns var 17,4 milljónir króna á mánuði, sem eru margföld árslaun meðalmanns.
Kjarninn 14. október 2019
Þeir sem búa lengi erlendis missa kosningarétt og Kosningastofnun verður til
Umfangsmiklar breytingar eru í farvatninu á kosningalögum hérlendis. Nýjar stofnanir gætu orðið til, kosningaathöfnin sjálf gæti breyst, ákveðnum kosningum gæti verið flýtt og þeir sem hafa búið lengi samfleytt í útlöndum gætu misst kosningarétt sinn.
Kjarninn 14. október 2019
Eiríkur Ragnarsson
Yo yo: Verðbólga er kúl – lesið þessa grein
Kjarninn 13. október 2019
Guðmundur Halldór Björnsson
Dauðafæri fyrir íslensk fyrirtæki að ná auknum árangri?
Kjarninn 13. október 2019
Gagnrýna tækni sem ætlað er að hreinsa plast úr hafinu
Margir vonuðust til þess að nýstárleg aðferð frá fyrirtækinu Ocean Cleanup gæti nýst í baráttunni gegn plastmengun í hafinu. Vísindamenn hafa hins vegar gagnrýnt aðferðina harðlega vegna þeirra áhrifa sem hreinsunin hefur á lífverur sem festast í tækinu.
Kjarninn 13. október 2019
Svein Har­ald Øygard.
20 af 50 stærstu vogunarsjóðum heims komu til Íslands til að hagnast á hruninu
Sjóðir sem keyptu kröfur á íslenska banka á hrakvirði högnuðust margir hverjir gríðarlega á fjárfestingu sinni. Arðurinn kom m.a. úr hækkandi virði skuldabréf og skuldajöfnun en mestur var ágóðinn vegna íslensku krónunnar.
Kjarninn 13. október 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None