Kári biður Sigmund Davíð afsökunar á því að hafa kallað hann tveggja ára offitusjúkling

kári stefánsson
Auglýsing

Kári Stef­áns­son, for­stjóri Íslenskrar erfða­grein­ing­ar, hefur beðið Sig­mund Davíð Gunn­laugs­son for­sæt­is­ráð­herra afsök­unar á því að hafa kallað hann lít­inn tveggja ára offitu­sjúk­ling. Það gerði Kári í við­tali við blaðið Reykja­vík Grapevine sem kom út í gær. Þetta kom fram í við­tali við Kára í Viku­lok­unum á Rás 1Þessi skítur á minni ábyrgð. Þessa lotu vann for­sæt­is­ráð­herra 10-0."

Kári sagð­ist svo sann­ar­lega skulda Sig­mundi Davíð afsök­un­ar­beiðni vegna ummæl­ana, sem hefðu ekki komið út í við­tal­inu eins og hann ætl­aði. Hann hafi verið að segja frá því að einn kollega hans hjá Íslenskri erfða­grein­ingu hefði sagt við sig að hann og Sig­mundur Davíð væru eins og tveir litlir strákar að ríf­ast um leik­fang í þeirri umræðu sem átt hefur sér stað þeirra á milli að und­an­förnu. Það ætti ekki að draga það mik­il­væga mál­efni sem umræða um aukin fram­lög til heil­brigð­is­mála eru niður á það stig að gagn­rýna lík­am­legt atgervi manna. Kári sagði að sér fynd­ist Sig­mundur Davíð skemmti­leg­ur, skýr, dýnamískur og glæsi­legur mað­ur. 

Kári og Sig­mundur Davíð hafa tek­ist nokkuð harka­lega á opin­ber­lega und­an­farnar vikur vegna fram­laga til heil­brigð­is­kerf­is­ins. Kári setti í gang und­ir­skrifta­söfnun í jan­úar þar sem farið var fram á að stjórn­völd myndu leggja ell­efu pró­sent af lands­fram­leiðslu í heil­brigð­is­mál. Alls hafa 57 þús­und manns skrifað undir áskor­un­ina. 

Auglýsing

Kári er þeirrar skoð­unar að þetta sé ekki nægj­an­legur hópur til að hafa áhrif á ákvörð­un­ar­töku Bjarna Bene­dikts­son­ar, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, og Sig­mundar Dav­íðs um fram­lag til heil­brigð­is­mála. Hann segir stjórn­völd hafa sent und­ir­skrifta­söfn­un­inni fing­ur­inn og það hefði því miður þurft meira til að hreyfa við þeim. Und­ir­skrifta­söfn­unin verður opin út næstu viku en verður síðan hætt. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
Segir ákall eftir sölu Íslandsbanka koma frá væntanlegum kaupendum, ekki almenningi
Forseti ASÍ bendir á að kannanir sýni lítinn stuðning almennings við sölu á banka í ríkiseigu. Í könnun sem gerð var við vinnslu hvítbókar um fjármálakerfið sögðust 61,2 prósent aðspurðra vera jákvæðir gagnvart því að íslenska ríkið sé eigandi banka.
Kjarninn 15. janúar 2021
Velferðarnefnd Alþingis hefur verið að funda stíft um breytingar á sóttvarnalögum undanfarna daga.
Vonast til að hægt verði að klára sóttvarnalögin í næstu viku
„Ég hef væntingar til þess að klára málið í næstu viku,“ segir Ólafur Þór Gunnarsson þingmaður VG og varaformaður velferðarnefndar. Helga Vala Helgadóttir formaður nefndarinnar segist ekki skilja ákvörðun ríkisstjórnarinnar um skylduskimun á landamærum.
Kjarninn 15. janúar 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Tvöföld landamæraskimun verður skylda strax í dag
Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í dag að afnema möguleikann á því að þeir sem til landsins koma fari í sóttkví í stað tvöfaldrar skimunar með 5 daga sóttkvi. „Neyðarúrræði“ sem tekur gildi strax í dag, segir heilbrigðisráðherra.
Kjarninn 15. janúar 2021
Auður Jónsdóttir
Góðborgarablindan
Kjarninn 15. janúar 2021
Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir
Hey Siri, talarðu íslensku? En þú Embla?
Kjarninn 15. janúar 2021
Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis.
Hefur ekki áhyggjur af sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka
Forseti Alþingis neitar því að sporin hræði – og að sala Íslandsbanka sé sambærileg einkavæðingunni fyrir hrun. Lagaumhverfið sé gjörbreytt og aðstæður allt aðrar. Þó sé ekki óeðlilegt að velta upp spurningum og það eigi fólk einmitt að gera.
Kjarninn 15. janúar 2021
Drög að nýrri loftslagsáætlun Reykjavíkurborgar hafa verið kynnt.
Boða að malbiki verði flett upp í Reykjavík í nýrri loftslagsstefnu
Á meðal aðgerða sem lagðar eru fram í drögum að nýrri loftslagsáætlun Reykjavíkurborgar er að malbiki verði flett upp og bílastæðum í borgarlandi fækkað um 2 prósent á ári. Samgöngur eru langveigamesti þátturinn í kolefnislosun borgarinnar.
Kjarninn 14. janúar 2021
Gylfi Magnússon, prófessor við viðskiptafræðideild HÍ og fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra.
Þyrfti róttækar breytingar til að fá almenning aftur að hlutabréfamarkaðnum
Stjórnvöld gætu leyft launþegum að fjárfesta beint í verðbréfum fyrir viðbótarlífeyrissparnað til að laða almenning að hlutabréfamarkaðnum, samkvæmt grein fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra í nýjasta tölublaði Vísbendingar.
Kjarninn 14. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None