Landsbankinn fer fram á að vita hvað stjórnendur Borgunar vissu

stein..t.jpg
Auglýsing

Lands­bank­inn hefur farið fram á það við stjórn­end­ur ­Borg­unar að þeir svari því hvaða upp­lýs­ingar hafi legið fyrir hjá fyr­ir­tæk­in­u eða stjórn­endum þess um hvað það ætti rétt á að fá í sinn hlut ef Visa Inc. ­myndi kaupa Visa Europe, áður en Lands­bank­inn seldi þeim og með­fjár­fest­u­m þeirra hlut sinn í fyr­ir­tæk­inu. Það gerð­ist í nóv­em­ber 2014. Auk þess hef­ur Lands­bank­inn farið fram á að vita hversu stór hluti hennar verði rak­inn til rekstr­ar­sögu fyr­ir­tæk­is­ins áður en Lands­bank­inn seldi 31,2 pró­sent hlut s­inn. Þetta kemur fram í Morg­un­blað­inu í dag.

Blaðið greindi frá því í gær að nýlegt verð­mat KPMG á Borgun sýndi að virði félags­ins væri 19 til 26 millj­arðar króna. Þeg­ar Lands­bank­inn seldi stjórn­endum Borg­unar og með­fjár­festum þeirra 31,2 pró­sent hlut sinn í fyr­ir­tæk­inu í nóv­em­ber 2014 var hann seldur á 2,2 millj­arða króna, og heild­ar­virði Borg­unar á þeim tíma því um sjö millj­arðar króna miðað við það verð. Hlut­ur­inn sem Lands­bank­inn seldi er því nú met­inn á sex til átta millj­arða króna og hefur því hækkað um 3,8 til 5,8 millj­arða króna á því rúma ári sem liðið er frá því að rík­is­bank­inn seldi hann.

Borgun sendi frá sér yfir­lýs­ingu um hádeg­is­bil í dag, laug­ar­dag­inn 6. febr­ú­ar, þar sem fyr­ir­tækið stað­festir að það hafi mót­tekið fyr­ir­spurn frá Lands­bank­anum varð­andi þær upp­lýs­ingar sem lágu fyrir við sölu bank­ans á hlut í Borgun árið 2014. „Í bréf­inu eru lagðar fram nokkrar sjálf­sagðar spurn­ingar um ferlið og verður bréf­inu svarað eins fljótt og auðið er.“

Auglýsing

Sögðu að sex til átta pró­sent hefði farið til Lands­bank­ans

Kjarn­inn beindi svip­uðum spurn­ingum til stjórn­enda ­Borg­unar í lok jan­úar og Lands­bank­inn hefur nú sent þeim. Í svörum þeirra kom fram að Lands­bank­inn hefði fengið milli sex og átta pró­sent af hlut­deild ­Borg­unar í sölu­and­virði Visa Europe ef fyr­ir­vari hefði verið um greiðslur vegna ­kaupa Visa Inc. á Visa Europe áður en bank­inn seldi hlut sinn í Borg­un.

Hlut­fallið mið­ast við um­fang erlendra Visa-við­skipta Borg­unar í lok árs 2013, en í við­ræðum um sölu og á 31,2 pró­senta hlut Lands­bank­ans í Borgun og kynn­ingum vegna henn­ar  var stuðst við árs­reikn­ing þess árs. Við­ræð­urnar hófust í mars 2014 og þeim lauk seint í nóv­em­ber saman ár. Auk þess var gert grein fyrir fram­tíð­ar­vaxt­ar­á­formum Borg­unar í þeim kynn­ingum sem haldnar voru fyrir stjórn­endur Lands­bank­ans.

Rekst­ur ­Borg­unar hefur gengið afar vel und­an­farin ár. Borgun hagn­að­ist um 1,3 millj­arða króna á árinu 2014. Sá hagn­aður bæt­ist við 993 milljón króna hagnað Borg­unar á ár­inu 2013. Sam­tals hagn­að­ist Borgun því um 2,3 millj­arða króna á tveimur árum, ­sem er aðeins meira en Eign­ar­halds­fé­lagið Borg­un, félag stjórn­end­anna og ­með­fjár­festa þeirra, greiddi fyrir 31,2 pró­senta hlut Lands­bank­ans í Borg­un. Á grund­velli þessa góða rekst­urs greiddu eig­endur Borg­unar sér út 800 millj­ón­ir króna í arð í febr­úar 2015, tæpum þremur mán­uðum eftir að rík­is­bank­inn seld­i hlut sinn í fyr­ir­tæk­inu.

Mið­að við yfir­lýs­ingar stjórn­enda Borg­unar þá má ætla að mik­ill vöxtur fyr­ir­tæk­is­ins er­lendis í fyrra hafi skilað mjög góðri afkomu á árinu 2015. Síð­an þá hefur umfang erlendra Visa-við­skipta Borg­unar auk­ist gríð­ar­lega, sér­stak­lega á árinu 2015. Sú aukn­ing hefur skilað því að hlut­deild Borg­unar í sölu­virð­i Visa Europe, sem áætlað er um þrjú ­þús­und millj­arðar króna, hefur auk­ist veru­lega. Ekki liggur nákvæm­lega ­ljóst fyrir hversu mikið mun falla fyr­ir­tæk­inu í skaut, sam­kvæmt svöru­m ­stjórn­enda þess. Ljóst er þó að Borgun og Valitor, það íslenska greiðslu­fyr­ir­tæki sem hefur verið með mest umsvif í Visa-við­skiptum und­an­farna ára­tugi, fá á annan tug millj­arða króna í sinn hlut þegar við­skiptin verða ­kláruð.

Fréttin var upp­færð klukkan 11:55 með við­bót­ar­upp­lýs­ingum um við­brögð Borg­un­ar.

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ögmundur Jónasson
Segir að allir þurfi aðhald – líka dómarar í Strassborg
Fyrrverandi innanríkisráðherra segir að fjöldi augljósra mannréttindabrota sé látinn sitja á hakanum hjá MDE. Hins vegar sé legið yfir því að koma höggi á íslensk stjórnvöld vegna máls sem sé svo smávægilegt í hinu stærra samhengi að undrum sæti.
Kjarninn 3. desember 2020
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 28. þáttur: Hlaupið fyrir Búdda
Kjarninn 3. desember 2020
Þorsteinn Már Baldvinsson, annar forstjóra Samherja.
Samherji segir namibísku lögregluna ekki leita sinna manna
Í yfirlýsingu frá Samherja segir að namibísk yfirvöld hafi ekki reynt að hafa afskipti af núverandi né fyrrverandi starfsmönnum fyrirtækisins. Hvorki fyrrverandi stjórnendur félagsins í Namibíu né aðrir séu á flótta undan réttvísinni.
Kjarninn 3. desember 2020
Halldór Gunnarsson
Mismunun og ranglæti gagnvart lífeyrisþegum
Kjarninn 3. desember 2020
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
„Misnotkun á valdi og bolabrögð hafa verið einkenni Sjálfstæðisflokksins í langan tíma“
Þingmaður Pírata segir að koma þurfi í veg fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn fái að koma nálægt völdum en hann fjallaði um landsréttarmálið á þingi í morgun. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir að horfa verði á málið í ákveðnu samhengi.
Kjarninn 3. desember 2020
Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands.
Öryrkjabandalagið fagnar hugmynd Brynjars um rannsókn á bótasvikum
Þingmaður Sjálfstæðisflokks vill láta rannsaka hvor öryrkjar og bótaþegar sigli undir fölsku flaggi. ÖBÍ fagnar þeirri hugmynd en segja rannsókn ekki nauðsynlega til að staðfesta ríkjandi fordóma og andúð gegn fötluðu fólki í samfélaginu.
Kjarninn 3. desember 2020
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Stjórnvöld vona að hjarðónæmi verði náð á fyrsta ársfjórðungi
Í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu segir að vonir standi til þess að markmiðum bólusetningar verði náð á fyrsta ársfjórðungi. Búið er að ná samkomulagi um bóluefni fyrir 200.000 manns, en ólíklegt er að það komi allt til landsins á sama tíma.
Kjarninn 3. desember 2020
Þórólfur: Ekki hægt að ganga að því vísu að bólusetning hefjist fljótlega eftir áramót
Sóttvarnalæknir hvetur til raunhæfrar bjartsýni þegar kemur að tímasetningu bólusetningar við COVID-19 á Íslandi. Það megi ekki láta jákvæðar fréttir leiða til þess að landsmenn passi sig ekki í sóttvörnum.
Kjarninn 3. desember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None