Landsbankinn fer fram á að vita hvað stjórnendur Borgunar vissu

stein..t.jpg
Auglýsing

Lands­bank­inn hefur farið fram á það við stjórn­end­ur ­Borg­unar að þeir svari því hvaða upp­lýs­ingar hafi legið fyrir hjá fyr­ir­tæk­in­u eða stjórn­endum þess um hvað það ætti rétt á að fá í sinn hlut ef Visa Inc. ­myndi kaupa Visa Europe, áður en Lands­bank­inn seldi þeim og með­fjár­fest­u­m þeirra hlut sinn í fyr­ir­tæk­inu. Það gerð­ist í nóv­em­ber 2014. Auk þess hef­ur Lands­bank­inn farið fram á að vita hversu stór hluti hennar verði rak­inn til rekstr­ar­sögu fyr­ir­tæk­is­ins áður en Lands­bank­inn seldi 31,2 pró­sent hlut s­inn. Þetta kemur fram í Morg­un­blað­inu í dag.

Blaðið greindi frá því í gær að nýlegt verð­mat KPMG á Borgun sýndi að virði félags­ins væri 19 til 26 millj­arðar króna. Þeg­ar Lands­bank­inn seldi stjórn­endum Borg­unar og með­fjár­festum þeirra 31,2 pró­sent hlut sinn í fyr­ir­tæk­inu í nóv­em­ber 2014 var hann seldur á 2,2 millj­arða króna, og heild­ar­virði Borg­unar á þeim tíma því um sjö millj­arðar króna miðað við það verð. Hlut­ur­inn sem Lands­bank­inn seldi er því nú met­inn á sex til átta millj­arða króna og hefur því hækkað um 3,8 til 5,8 millj­arða króna á því rúma ári sem liðið er frá því að rík­is­bank­inn seldi hann.

Borgun sendi frá sér yfir­lýs­ingu um hádeg­is­bil í dag, laug­ar­dag­inn 6. febr­ú­ar, þar sem fyr­ir­tækið stað­festir að það hafi mót­tekið fyr­ir­spurn frá Lands­bank­anum varð­andi þær upp­lýs­ingar sem lágu fyrir við sölu bank­ans á hlut í Borgun árið 2014. „Í bréf­inu eru lagðar fram nokkrar sjálf­sagðar spurn­ingar um ferlið og verður bréf­inu svarað eins fljótt og auðið er.“

Auglýsing

Sögðu að sex til átta pró­sent hefði farið til Lands­bank­ans

Kjarn­inn beindi svip­uðum spurn­ingum til stjórn­enda ­Borg­unar í lok jan­úar og Lands­bank­inn hefur nú sent þeim. Í svörum þeirra kom fram að Lands­bank­inn hefði fengið milli sex og átta pró­sent af hlut­deild ­Borg­unar í sölu­and­virði Visa Europe ef fyr­ir­vari hefði verið um greiðslur vegna ­kaupa Visa Inc. á Visa Europe áður en bank­inn seldi hlut sinn í Borg­un.

Hlut­fallið mið­ast við um­fang erlendra Visa-við­skipta Borg­unar í lok árs 2013, en í við­ræðum um sölu og á 31,2 pró­senta hlut Lands­bank­ans í Borgun og kynn­ingum vegna henn­ar  var stuðst við árs­reikn­ing þess árs. Við­ræð­urnar hófust í mars 2014 og þeim lauk seint í nóv­em­ber saman ár. Auk þess var gert grein fyrir fram­tíð­ar­vaxt­ar­á­formum Borg­unar í þeim kynn­ingum sem haldnar voru fyrir stjórn­endur Lands­bank­ans.

Rekst­ur ­Borg­unar hefur gengið afar vel und­an­farin ár. Borgun hagn­að­ist um 1,3 millj­arða króna á árinu 2014. Sá hagn­aður bæt­ist við 993 milljón króna hagnað Borg­unar á ár­inu 2013. Sam­tals hagn­að­ist Borgun því um 2,3 millj­arða króna á tveimur árum, ­sem er aðeins meira en Eign­ar­halds­fé­lagið Borg­un, félag stjórn­end­anna og ­með­fjár­festa þeirra, greiddi fyrir 31,2 pró­senta hlut Lands­bank­ans í Borg­un. Á grund­velli þessa góða rekst­urs greiddu eig­endur Borg­unar sér út 800 millj­ón­ir króna í arð í febr­úar 2015, tæpum þremur mán­uðum eftir að rík­is­bank­inn seld­i hlut sinn í fyr­ir­tæk­inu.

Mið­að við yfir­lýs­ingar stjórn­enda Borg­unar þá má ætla að mik­ill vöxtur fyr­ir­tæk­is­ins er­lendis í fyrra hafi skilað mjög góðri afkomu á árinu 2015. Síð­an þá hefur umfang erlendra Visa-við­skipta Borg­unar auk­ist gríð­ar­lega, sér­stak­lega á árinu 2015. Sú aukn­ing hefur skilað því að hlut­deild Borg­unar í sölu­virð­i Visa Europe, sem áætlað er um þrjú ­þús­und millj­arðar króna, hefur auk­ist veru­lega. Ekki liggur nákvæm­lega ­ljóst fyrir hversu mikið mun falla fyr­ir­tæk­inu í skaut, sam­kvæmt svöru­m ­stjórn­enda þess. Ljóst er þó að Borgun og Valitor, það íslenska greiðslu­fyr­ir­tæki sem hefur verið með mest umsvif í Visa-við­skiptum und­an­farna ára­tugi, fá á annan tug millj­arða króna í sinn hlut þegar við­skiptin verða ­kláruð.

Fréttin var upp­færð klukkan 11:55 með við­bót­ar­upp­lýs­ingum um við­brögð Borg­un­ar.

140 þúsund Evrópubúar skrifa undir áskorun gegn laxeldi í opnum sjókvíum
Nú hafa tæplega 140 þúsund manns víðs vegar úr Evrópu skrifað undir áskorun um að laxeldi í opnum sjókvíum verið hætt við Ísland, Noreg, Skotland og Írland.
Kjarninn 17. júní 2019
Fjórir umsækjendur um starf seðlabankastjóra metnir mjög vel hæfir
Forsætisráðherra mun að lokum skipa seðlabankastjóra.
Kjarninn 16. júní 2019
Karolina Fund: Flammeus - „The Yellow“
Akureyringur safnar fyrir plötu.
Kjarninn 16. júní 2019
Listi yfir fyrirtæki án jafnlaunavottunar birtur í lok árs
Einungis 2,8 prósent fyrirtækja með 25-89 starfsmenn hafa hlotið jafnlaunavottun enn sem komið er.
Kjarninn 16. júní 2019
Samskiptaforritum  hefur fjölgað hratt á síðustu árum.
SMS skilaboðum fjölgaði í fyrsta sinn í mörg ár
Þrátt fyrir stóraukna samkeppni frá öðrum stafrænum samskiptaforritum þá fjölgaði SMS skilaboðasendinum sem send voru innan íslenska farsímakerfisins í fyrra. Það var í fyrsta sinn frá 2012 sem slíkt gerist.
Kjarninn 16. júní 2019
Sjálfstæði Grænlands mun verða
Hin 22 ára Aki-Matilda Høegh-Dam er grænlenskur sjálfstæðissinni og komst inn á danskt þing í nýafstöðnum kosningum.
Kjarninn 16. júní 2019
Klikkið
Klikkið
Klikkið - Viðtal við Söndru Sif Jónsdóttur
Kjarninn 16. júní 2019
Dýrasta málverk í heimi fundið
Hver er rétti staðurinn fyrir dýrasta málverk sem selt hefur verið á uppboði? Flestir myndu kannski svara: safn. Kaupandinn, sem borgaði jafngildi 56 milljarða íslenskra króna fyrir verkið, valdi annan stað fyrir þetta verðmæta skilirí.
Kjarninn 16. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None