Bernie Sanders
Auglýsing

Demókrat­inn Bernie Sand­ers og repúblikan­inn Don­ald Trump voru sig­ur­veg­arar kosn­ing­anna í New Hamps­hire í gær, sem voru hluti af for­vali flokk­anna fyr­ir for­seta­kosn­ing­arnar í Banda­ríkj­unum. Sand­ers fékk tæp­lega 60 pró­sent fylgi á meðan Hill­ary Clinton fékk tæp­lega 40 pró­sent atkvæða hjá demókröt­u­m. 

Hjá repúblikönum fékk Don­ald Trump 34,5 pró­sent og John Kasich með 16,3 pró­sent. Ted Cruz, sem sigr­aði kosn­ing­arnar í Iowa, var með 11,5 pró­sent fylg­i. 

Bryn­dís Ísfold Hlöðvers­dóttir veitti les­endum Kjarn­ans inn­sýn í spenn­una sem ein­kennir harða bar­áttu Bernie Sand­ers og Hill­ary Clinton í frétta­skýr­ingu í gær. 

Auglýsing

Trump óskaði Sand­ers til ham­ingju

Sigur Sand­ers yfir Clinton er í sam­ræmi við spár grein­enda og mjög mik­il­vægur fyrir öld­ung­ar­deild­ar­þing­mann­inn þar sem næstu kosn­ingar í for­val­inu fara fram í ríkjum í suð­ur­hluta Banda­ríkj­anna, þar sem staða Clinton er sterk. Yfir­burð­ar­sigur Trump er rak­inn til þess að kjós­endur repúblik­ana hafi mætt mjög vel á kjör­stað og fylgi hans nú er mjög í takt við það sem fylgi hans mælist á lands­vísu í könn­un­um.

Donald Trump var tilfinninganæmur í sigurræðu sinni í gær.Sand­ers, sem er vinstri­s­inn­aðri stjórn­mála­maður en Banda­ríkja­menn eiga að venj­ast í for­setaslagn­um, en myndi kall­ast jafn­að­ar­maður á Norð­ur­lönd­um, sagði við stuðn­ings­menn sína eftir sig­ur­inn að þau hefðu saman sent mjög sterk skila­boð sem muni heyr­ast frá Was­hington til Wall Street. Skila­boðin voru að rík­is­stjórn lands­ins til­heyrði öllum íbúum þess. 

Trump var óvenju­lega til­finn­inga­næmur í sinni ræðu, sam­kvæmt frá­sögn the Guar­dian. Hann hóf hana með því að þakka látnum for­eldrum sínum og systk­in­um. Trump óskaði Berine Sand­ers meira að segja til ham­ingju með sinn sig­ur, en með sínum hætt­i. „Við þurfum að óska honum til ham­ingju þótt okkur líki ekki við það. Hann vill gefa burt landið okk­ar. Við ætlum ekki að láta það ger­ast."

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Forsætisráðherra var brugðið, sem eðlilegt er.
Forsætisráðherra í beinni: „Guð minn góður, það er jarðskjálfti“
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var í beinni útsendingu á YouTube-rás bandaríska blaðsins Washington Post að ræða kórónuveirufaraldurinn þegar jarðskjálfti af stærðinni 5,6 reið yfir kl. 13:43 í dag.
Kjarninn 20. október 2020
Stór jarðskjálfti vestur af Krýsuvík
Jarðskjálfti, 5,6 að stærð samkvæmt Veðurstofu Íslands, fannst vel á höfuðborgarsvæðinu kl. 13:43 í dag. Upptök skjálftans voru vestur af Krýsuvík á Reykjanesi. Allt skalf og nötraði á Alþingi.
Kjarninn 20. október 2020
Stjórnmálamenn ræddu um sóttvarnaráðstafanir á þingi í gær.
„Sóttvarnareglur ríkisins eru þunglamalegar og dýrar“
Sjálfstæðisflokkurinn deilir þeim orðum Sigríðar Á. Andersen að opinberar sóttvarnareglur séu „þunglamalegar og dýrar“ á meðan að einstaklingsbundnar sóttvarnir séu áhrifaríkar. Líftölfræðingur segir einstaklingsbundnar aðgerðir ekki duga einar og sér.
Kjarninn 20. október 2020
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri.
Höfuðborgarsvæðið á viðkvæmum tíma í faraldrinum
Íþróttakennsla í skólum á höfuðborgarsvæðinu verður utandyra og verða íþróttahús, sundlaugar og söfn lokuð. Ákvörðunin verður endurskoðuð að viku liðinni.
Kjarninn 20. október 2020
Jóhannes Þór Skúlason er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar og skrifar undir umsögn þeirra.
Segja forsendur fjárlaga að óbreyttu þegar brostnar vegna landamæraskimunar
Hagsmunasamtök aðila í ferðaþjónustu segja að ef núverandi reglur um tvöfalda skimun á landamærum verði áfram í gildi muni fjöldi erlendra ferðamanna sem heimsæki Ísland árið 2021 aldrei ná að verða 900 þúsund, líkt og forsendur fjárlaga geri ráð fyrir.
Kjarninn 20. október 2020
Sighvatur Björgvinsson
Stjórnarskrárgjafinn – og þú sjálfur
Kjarninn 20. október 2020
Spáir 8,5 prósenta samdrætti í ár
Landsbankinn spáir meiri samdrætti í ár heldur en Seðlabankinn og Hagstofan en býst þó við að viðspyrnan verði meiri á næstu árum.
Kjarninn 20. október 2020
Nichole Leigh Mosty
Hvað er COVID skömm og er það til á Íslandi?
Leslistinn 20. október 2020
Meira úr sama flokkiErlent
None