Bernie Sanders
Auglýsing

Demókrat­inn Bernie Sand­ers og repúblikan­inn Don­ald Trump voru sig­ur­veg­arar kosn­ing­anna í New Hamps­hire í gær, sem voru hluti af for­vali flokk­anna fyr­ir for­seta­kosn­ing­arnar í Banda­ríkj­unum. Sand­ers fékk tæp­lega 60 pró­sent fylgi á meðan Hill­ary Clinton fékk tæp­lega 40 pró­sent atkvæða hjá demókröt­u­m. 

Hjá repúblikönum fékk Don­ald Trump 34,5 pró­sent og John Kasich með 16,3 pró­sent. Ted Cruz, sem sigr­aði kosn­ing­arnar í Iowa, var með 11,5 pró­sent fylg­i. 

Bryn­dís Ísfold Hlöðvers­dóttir veitti les­endum Kjarn­ans inn­sýn í spenn­una sem ein­kennir harða bar­áttu Bernie Sand­ers og Hill­ary Clinton í frétta­skýr­ingu í gær. 

Auglýsing

Trump óskaði Sand­ers til ham­ingju

Sigur Sand­ers yfir Clinton er í sam­ræmi við spár grein­enda og mjög mik­il­vægur fyrir öld­ung­ar­deild­ar­þing­mann­inn þar sem næstu kosn­ingar í for­val­inu fara fram í ríkjum í suð­ur­hluta Banda­ríkj­anna, þar sem staða Clinton er sterk. Yfir­burð­ar­sigur Trump er rak­inn til þess að kjós­endur repúblik­ana hafi mætt mjög vel á kjör­stað og fylgi hans nú er mjög í takt við það sem fylgi hans mælist á lands­vísu í könn­un­um.

Donald Trump var tilfinninganæmur í sigurræðu sinni í gær.Sand­ers, sem er vinstri­s­inn­aðri stjórn­mála­maður en Banda­ríkja­menn eiga að venj­ast í for­setaslagn­um, en myndi kall­ast jafn­að­ar­maður á Norð­ur­lönd­um, sagði við stuðn­ings­menn sína eftir sig­ur­inn að þau hefðu saman sent mjög sterk skila­boð sem muni heyr­ast frá Was­hington til Wall Street. Skila­boðin voru að rík­is­stjórn lands­ins til­heyrði öllum íbúum þess. 

Trump var óvenju­lega til­finn­inga­næmur í sinni ræðu, sam­kvæmt frá­sögn the Guar­dian. Hann hóf hana með því að þakka látnum for­eldrum sínum og systk­in­um. Trump óskaði Berine Sand­ers meira að segja til ham­ingju með sinn sig­ur, en með sínum hætt­i. „Við þurfum að óska honum til ham­ingju þótt okkur líki ekki við það. Hann vill gefa burt landið okk­ar. Við ætlum ekki að láta það ger­ast."

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiErlent
None