Reykjavík minnst eftirsótta höfuðborg Norðurlandanna

Reykjavík er minnst eftirsótta höfuðborgin á Norðurlöndum, samkvæmt nýrri samnorrænni skýrslu. Suðurnesin bæta stöðu sína á meðan að framtíðarsýn annarra svæða á Íslandi hrakar. Horft er á þróun og framtíðarhorfur einstakra svæða.

Skólavörðustígur í miðborg Reykjavíkur
Skólavörðustígur í miðborg Reykjavíkur
Auglýsing

Osló í Nor­egi, Kaup­manna­höfn í Dan­mörku, Stokk­hólmur í Sví­þjóð og Helsinki í Finn­landi eru eft­ir­sótt­ustu staðir Norð­ur­land­anna. Reykja­vík ratar ekki í efstu sætin og endar í því tíunda. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu um stöðu Norð­ur­land­anna, The State of the Nor­dic Reg­ion 2016, sem birt var í Kaup­manna­höfn í morg­un. Norð­ur­löndin eru skil­greind sem Ísland, Nor­eg­ur, Sví­þjóð, Finn­land og Dan­mörk, ásamt Fær­eyj­ar, Græn­land og Álandseyj­ar. 

Svæðin í eftstu sæt­unum búa yfir mik­illi sam­keppn­is­hæfni og laða að sér bæði fjár­magn og mannauð. Horft er á þróun og fram­tíð­ar­horfur ein­stakra svæða eru háðar efna­hags­horf­um, horfum á vinnu­mark­aði og íbúa­þró­un. Not­ast er við nýjan flokk­un­ar­stuðul Nor­dregio til að greina og flokka ein­staka þætt­i. 

Höf­uð­borg­ar­svæðið best á Íslandi 

Höf­uð­borg­ar­svæði hinna Norð­ur­land­anna; Dan­merk­ur, Finn­lands, Nor­egs og Sví­þjóðar raða sér í efstu sætin þegar frammi­staða land­anna er met­in. Ein­ungis tvö íslensk svæði kom­ast inn á lista efstu tutt­ugu sæt­anna, höf­uð­borg­ar­svæðið vermir tíunda sætið og Suð­ur­nesin eru í því átj­ánda. 

Auglýsing

Bæði svæðin telj­ast hafa nokkuð góða mögu­leika varð­andi íbúa­þróun og eru yfir með­al­lagi þegar kemur að fram­tíð­ar­mögu­leikum efna­hags og vinnu­mark­að­ar. Önnur svæði á Íslandi eru í 26. til 41. sæti en sam­an­borið við úttekt á árunum 2010 til 2015 eru Suð­ur­nesin eina svæðið sem hefur bætt sína stöðu á meðan fram­tíð­ar­sýn hinna hefur hrak­að.

Þriðja mesta fjölg­unin á höf­uð­borg­ar­svæð­inu

Fljóts­dals­hreppur og Breið­dals­hreppur eru meðal þeirra sveit­ar­fé­laga sem verst standa varð­andi fólks­fækkun sem er um 1,5% að með­al­tali á ári. Aust­firsku hrepp­irnir tveir eru þar með í hópi sjö sveit­ar­fé­laga sem glíma við hvað mestan vanda varð­andi nei­kvæða íbúa­þró­un. Í skýrsl­unni eru tekin dæmi um önnur sveit­ar­fé­lög eins og Loppa í Finn­mörku og Puumala og Hyrynsalmi í Norð­ur­-F­inn­land­i. 

Á sama tíma var fólks­fjölgun hlut­falls­lega mikil í Kjós­ar­hreppi, um þrjú pró­sent, sem þykir nokkuð mikið jafn­vel sam­an­borðið við stærri byggð­ar­lög þar sem fólks­fjölgun er jafnan mest. Höf­uð­borg­ar­svæðið er með þriðju mestu hlut­falls­legu fólks­fjölg­un­ina á öllum Norð­ur­lönd­unum á árunum 1995 til 2015 eða 35%, aðeins í Stavan­ger í Nor­egi og Oulu í Finn­landi hefur fjölg­unin verið meiri hlut­falls­lega.

Ísland stendur upp úr með hús­næð­is­fram­kvæmdir

Hús­næð­is­verð á Íslandi virð­ist vera í með­al­lagi þegar borið er saman við hin Norð­ur­lönd­in. Sví­þjóð er með dýrasta verðið sam­kvæmt skýrsl­unni og Nor­egur með næst­dýr­ast. Ísland kemur þar á eft­ir. Ódýrasta hús­næðið er í Dan­mörku. 

Tekið er fram í skýrsl­unni að það sé slá­andi að fram­kvæmdir vegna nýbygg­inga og íbúða á Norð­ur­lönd­unum hafa alls staðar staðið í stað á árunum 2013 til 2014, að Íslandi und­an­skildu, þar sem er örlítil aukn­ing.  

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
„Firra“ að lausnin á kreppunni sé að skerða kjör láglaunafólks
Efling mótmælir orðum framkvæmdastjóra SA harðlega og segir að honum sé nær að biðla til stéttbræðra sinna um að fjárfesta meira í atvinnuþróun eða auka neyslu í stað þess „að vega að verkafólki með laun undir opinberum framfærsluviðmiðum“.
Kjarninn 1. desember 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Eitt smit á Austurlandi í 3. bylgju – til álita kemur að slaka á aðgerðum á landsbyggðinni
„Í ljósi þess að mjög fá smit eru nú að greinast utan höfuðborgarsvæðisins þá kæmi til álita að mínu mati að beita minna takmarkandi aðgerðum á þeim svæðum,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Aðeins eitt smit greindist á Austurlandi í 3. bylgju.
Kjarninn 1. desember 2020
Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra.
Þeir sem brjóta niður traust á dómstólum ættu ekki að gegna trúnaðarstörfum fyrir hönd almennings
Gagnsæi, samtök gegn spillingu, telja að þeir sem bera ábyrgð á því að brjóta niður traust á dómstólum ættu ekki að koma að frekari trúnaðarstörfum fyrir hönd almennings.
Kjarninn 1. desember 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Dómsmálaráðherra: „Þessi niðurstaða veldur vissulega vonbrigðum“
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra ræddi niðurstöðu Landsréttarmálsins á ríkisstjórnarfundi og sagði hana í kjölfarið valda sér vonbrigðum. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir bent á mjög alvarlega annmarka.
Kjarninn 1. desember 2020
Kjartan Briem nýr framkvæmdastjóri Isavia ANS
Isavia ANS ehf. er dótturfélag Isaiva ohf. og annast rekstur og uppbygginu flugleiðsöguþjónustu.
Kjarninn 1. desember 2020
Áfram munu fjöldamörk miðast við tíu manns - að minnsta kosti í viku í viðbót.
Óbreyttar sóttvarnaaðgerðir í viku í viðbót
Ákveðið hefur verið að framlengja gildandi sóttvarnaráðstafanir til 9. desember. Til stóð að gera tilslakanir en vegna þróunar faraldursins síðustu daga var ákveðið að halda gildandi aðgerðum áfram.
Kjarninn 1. desember 2020
„Í þrjú ár hafa þau þrjóskast við og tekið flokkshollustu og valdastóla fram yfir hagsmuni þjóðarinnar“
Píratar hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna niðurstöðu yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu.
Kjarninn 1. desember 2020
Yfirdeild MDE kvað upp niðurstöðu í málinu í morgun.
Íslenska ríkið tapaði málinu fyrir yfirdeildinni
Yfirdeild Mannréttindadómstól Evrópu staðfesti í dag fyrri dóm réttarins í Landsréttarmálinu.
Kjarninn 1. desember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None