„Líklegast þarf enginn að bera á þessu ábyrgð - frekar en fyrri daginn“

Hæstiréttur
Auglýsing

„Ýmis saka­mál hafa verið höfðuð eftir hrun. Í flestum þeirra hefur verið sak­fellt og sýn­ist sitt hverj­um, eins og geng­ur. Eitt mál er þó þannig vaxið að það var aldrei neitt mál – og ekki einu sinni nálægt því. Það var ljóst frá degi eitt. Búið var til saka­mál sem átti sér enga stoð. Mála­rekst­ur­inn stóð í sex ár. Honum lauk end­an­lega í dag með því að rík­is­sak­sókn­ari féll frá áfrýjun á afar skýrum og vel rök­studdum sýknu­dómi hér­aðs­dóms frá des­em­ber 2014. Málið hefði aldrei átt að verða saka­mál, það átti aldrei að gefa út ákæru í því og það átti aldrei að áfrýja hér­aðs­dóm­in­um. En lík­leg­ast þarf eng­inn að bera á þessu ábyrgð – ekki frekar en fyrri dag­inn.“Þetta segir Arnar Þór Stef­áns­son hrl., lög­maður Ólafs Sig­munds­son­ar, sem var einn ákærða í Aserta-­mál­inu, á Face­book síðu sinni. Eins og greint var frá í dag er mál­inu nú lok­ið, rúm­lega sex árum eftir að það hófst með kærum og eigna­fryst­ingu gagn­vart fjórum mönn­um, þeim Gísla Reyn­is­syni, Mark­úsi Mána Michaels­syni Maute, Karli Löve Jóhanns­syni og fyrr­nefndum Ólafi.

Bréf Ríkissaksóknara var stutt. Ein setning, um að fallið hafi verið frá áfrýjun.

Aserta-­málið vakti athygli á sínum tíma og boðað var til sér­staks blaða­manna­fundar í höf­uð­stöðvum Rík­is­lög­reglu­stjóra í jan­úar 2010 þar sem málið var kynnt. Menn­irnir höfðu þá verið kærðir og eignir þeirra fryst­ar.

Auglýsing

Ingi­björg Guð­bjarts­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri gjald­eyr­is­eft­ir­lits Seðla­banka Íslands, Gunnar And­er­sen, þáver­andi for­stjóri Fjár­mála­eft­ir­lits­ins, og Helgi Magnús Gunn­ars­son, þáver­andi sak­sókn­ari efna­hags­brota og nú aðstoð­ar­rík­is­sak­sókn­ari, voru á fund­inum og var málið sagt for­dæma­laust að umfang­i. 

Voru meint ólög­leg við­skipti þeirra sögð hafa numið um þréttan millj­örðum króna, og átt þátt í því að grafa undan gengi krón­unn­ar.

Þegar fjór­menn­ing­arnir voru upp­haf­lega ákærðir af sér­stökum sak­sókn­ara í mars 2013 var ákært fyrir stór­fellt brot á gjald­eyr­is­reglum Seðla­banka Íslands en síðar var fallið frá stórum hluta máls­ins. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiInnlent
None