Píratar hafa aldrei mælst með meira fylgi í Þjóðarpúlsi Gallup, 35,9 prósent, að því er fram kemur á vef RÚV.
Gallup kannaði fylgi við flokka í febrúar. Litlar breytingar hafa orðið á stuðningi við flokka. Píratar mælast enn með mest fylgi og neikvæð umræða undanfarið um innanflokksátök hjá Pírötum, þar sem sálfræðingur var meðal annars fenginn til þess að hjálpa til við stilla til friðar, virðist ekki hafa áhrif á fylgi þeirra.
Litlar breytingar eru á fylgi annarra flokkka. Sjálfstæðisflokkurinn mælist nú með 23,7 prósent, Framsóknarflokkurinn með 11 prósent, og er því samanlagt fylgi stjórnarflokkana 34,7 prósent.
Vinstri græn mælast með 10,8 prósent og Samfylkingin með 9,7 prósent. Björt framtíð nær sér ekki á strik og mælist nú með 3,3 prósent. Aðrir flokkar mælast með 5,6 prósent.
Könnunin var gerð dagana 28. janúar til 28. febrúar 2016. 5718 voru í útaki Gallup en 59,2 prósent tóku þátt. Þar af nefndu 79,8 prósent flokk, 10,8 prósent tóku ekki afstöðu eða neituðu að svara en 9,5 prósent sögðust ætla að skila auðu eða ekki kjósa. Vikmörk á fylgi við flokka eru 0,7-1,8 prósent.