22 milljónir án vinnu í ESB-ríkjunum

Atvinnuleysi fer almennt minnkandi í Evrópusambandsríkjunum. Vandi ungs fólks er ennþá gríðarlegur í sumum ríkjum, til að mynda í Grikklandi þar sem helmingur fólks undir 25 ára er án vinnu.

Ungt fólk í Evrópu hefur orðið verst úti vegna atvinnuleysis.
Ungt fólk í Evrópu hefur orðið verst úti vegna atvinnuleysis.
Auglýsing

Atvinnu­leysi í ríkjum Evr­ópu­sam­bands­ins mæld­ist 8,9 pró­sent í jan­úar síð­ast­liðn­um, en það hefur ekki mælst lægra frá því í maí árið 2009. Meðal evru­ríkj­anna nítján var atvinnu­leysið 10,3 pró­sent í jan­ú­ar, en það er lægra en mælst hefur síðan í ágúst 2011. Þetta kemur fram í tölum Eurostat, hag­stofu Evr­ópu­sam­bands­ins. 

Tæp­lega 22 millj­ónir manna eru án vinnu í 28 ríkjum Evr­ópu­sam­bands­ins, sam­kvæmt mati Eurostat. Þar af eru 16,6 millj­ónir atvinnu­lausra innan evru­ríkj­anna. Minnst mælist atvinnu­leysið í Þýska­landi, 4,3%, Tékk­landi, 4,5%, Möltu og Bret­landi, þar sem það mælist 5,1%. Mest er atvinnu­leysið í Grikk­landi og á Spáni, 24,6% og 20,5%. 

Hér að neðan má sjá atvinnu­leys­is­þró­un­ina í Evr­ópu­sam­band­inu, innan evru­svæð­is­ins og á Íslandi und­an­farin ár.  

Auglýsing

Atvinnu­leysi í ESB ríkj­unum var að með­al­tali 9,8% í jan­úar fyrir ári síð­an, en mælist nú 8,9 pró­sent eins og áður kom fram. Í 24 af 28 ríkjum minnk­aði atvinnu­leysið milli ára, en það stóð í stað í Eist­landi og jókst í Lett­landi, Aust­ur­ríki og Finn­landi. Mest minnk­aði atvinnu­leysið á Spáni, í Slóvak­íu, Írlandi og Portú­gal. 

Ungt fólk áfram í mestum vanda 

Atvinnu­leysi ungs fólks hefur lengi verið mikið í Evr­ópu. Sam­kvæmt nýj­ustu tölum frá Eurostat eru 4,4 millj­ónir ungs fólks án vinnu í ríkjum Evr­ópu­sam­bands­ins, þar af eru rúm­lega þrjár millj­ónir innan ríkja evru­svæð­is­ins. Hlut­fall ungs fólks undir 25 ára án vinnu er 19,7 pró­sent innan ESB og 22 pró­sent innan evru­svæð­is­ins, sem er þó minna en á sama tíma í fyrra, þegar hlut­fallið var 21 pró­sent innan ESB ríkja og 22,8 pró­sent á evru­svæð­in­u. 

Þrátt fyrir að almennt dragi úr atvinnu­leysi er hlut­fall ungs fólks án vinnu ennþá gríð­ar­lega hátt í sumum ríkj­um. Þannig er tæpur helm­ingur ungs fólks í Grikk­landi án vinnu, eða 48 pró­sent. Á Spáni er þetta hlut­fall 45 pró­sent, það er 44,1 pró­sent í Króa­tíu og 39,3 pró­sent á Ítal­íu. 

Hér að neðan má sjá sam­an­burð á atvinnu­leysi fólks undir 25 ára í Evr­ópu­sam­bands­ríkj­unum og á Ísland­i. Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir
Þögla stjórnarskráin
Kjarninn 5. mars 2021
Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra laut í lægra haldi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.
Menntamálaráðherra tapaði í Héraðsdómi Reykjavíkur
Héraðsdómur Reykjavíkur féllst ekki á kröfu Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra um að úrskurði kærunefndar jafnréttismála yrði hnekkt. Úrskurðurinn í kærumáli Hafdísar Helgu Ólafsdóttur, skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu, stendur.
Kjarninn 5. mars 2021
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík.
Íbúar í gömlu hverfunum í Reykjavík ánægðir með Dag sem borgarstjóra en efri byggðir ekki
Fleiri Reykvíkingar eru ánægðir með störf Dags B. Eggertssonar borgarstjóra en óánægðir. Mikill munur er á afstöðu eftir hverfum og menntun. Borgarstjórinn er sérstaklega óvinsæll hjá fólki á sextugsaldri.
Kjarninn 5. mars 2021
Frá þurrvörum til þrautaleikja: COVID-áhrifin á heimilislífið
Bakað, eldað, málað og spilað. Allt heimagert. Ýmsar breytingar urðu á hegðun okkar í hinu daglega í lífi á meðan faraldurinn stóð hvað hæst. Sum neysluhegðun er þegar að hverfa aftur til fyrra horfs en önnur gæti verið komin til að vera.
Kjarninn 5. mars 2021
Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Reykjavíkurborg leggst alfarið gegn frumvarpi um að kristinfræði verði kennd aftur í skólum
Reykjavíkurborg segir í umsögn um kristinfræðifrumvarp nokkurra þingmanna Mið- og Sjálfstæðisflokks að fráleitt sé að halda því fram að nemendur öðlist aukið umburðarlyndi og virðingu fyrir öðrum með „sérstakri fræðslu um ríkjandi trú landsins, kristni“.
Kjarninn 5. mars 2021
„Við höfum staðið við það sem lofað var,“ sagði Bjarni Benediktsson um opinberar fjárfestingar á þingi í dag.
Kennir sveitarfélögum um samdrátt í opinberri fjárfestingu
Þingmaður Viðreisnar segir ríkisstjórnina ekki hafa efnt loforð um aukna innviðafjárfestingu. Fjármálaráðherra segir sveitarfélögin bera ábyrgð á því að opinber fjárfesting hafi dregist saman en tölur frá Samtökum Iðnaðarins segja aðra sögu.
Kjarninn 4. mars 2021
Mjólkursamsalan er í markaðsráðandi stöðu hérlendis.
Hæstiréttur: MS misnotaði markaðsráðandi stöðu og á að greiða 480 milljónir í ríkissjóð
Tæplega áratugalangri deilu, sem hófst þegar fyrrverandi forstjóri Mjólku fékk óvart sendan reikning sem hann átti ekki að fá, er lokið. Niðurstaða æðsta dómstóls landsins er að Mjólkursamsalan hafi brotið alvarlega gegn samkeppnislögum.
Kjarninn 4. mars 2021
Samtök iðnaðarins héldu sitt árlega Iðnþing í dag. Myndin er af svonefndu Húsi atvinnulífsins í Borgartúni.
Auka þurfi gjaldeyristekjur um 1,4 milljarða á viku næstu fjögur ár
Samtök iðnaðarins telja að til þess að skapa „góð efnahagsleg lífsgæði“ á Íslandi þurfi landsframleiðsla að aukast um 545 milljarða króna á næstu fjórum árum. Þau kalla eftir því að ríkisfjármálum verði beitt af fullum þunga til að skapa viðspyrnu.
Kjarninn 4. mars 2021
Meira úr sama flokkiErlent
None