Undirskriftasöfnun Kára Stefánsson orðin sú stærsta í Íslandssögunni

Alls hafa hátt í 84 þúsund manns skrifað undir áskorun um að ríkið eyði ellefu prósentum af landsframleiðslu í heilbrigðismál. Það eru fleiri en skrifuðu undir söfnun InDefence 2008.

kári stefánsson
Auglýsing

Und­ir­skrifta­söfnun Kára Stef­áns­son, um að ríkið eyði ell­efu pró­sent af vergri lands­fram­leiðslu í heil­brigð­is­mál, er orðin stærsta und­ir­skrifta­söfnun Íslands­sög­unn­ar. Alls hafa 83.659 manns skrifað undir söfnun Kára, sem fer fram á síð­unni end­ur­reisn­.is. Það eru rúm­lega 300 fleiri en skrif­uðu undir und­ir­skrifta­söfnun InDefence-hóps­ins gegn ákvörðun Breta um að beita hryðju­verka­lögum gegn Íslandi árið 2008, en 83.353 skrif­uðu undir hana. Þegar horft er til und­ir­skrifta­safn­anna vegna inn­lendra mál­efna var lang­fjöl­mennsta und­ir­skrifta­söfnun sem staðið hafði verið fyrir hingað til um að halda Reykja­vík­ur­flug­velli í Vatns­mýr­inni og hún hét Hjartað í Vatns­mýr­inni. Undir hana skrif­uðu tæp­lega 70 þús­und manns, eða 69.809 manns, árið 2013. Áskorun Kára um end­ur­reisn heil­brigð­is­kerf­is­ins er orðin miklu umfangs­meiri en hún.

Hópur lista­manna gerði nýverið nýja útgáfu af lag­inu Sam­ferða eftir Magnús Eiríks­son og gaf út til stuðn­ings áskorun Kára. Mynd­bandið við lagið má sjá hér að neð­an.

Auglýsing

Ætl­aði að safna 100 þús­und und­ir­skriftum

Und­ir­skrifta­söfnun Kára var hleypt af stokk­unum 22. jan­ú­ar. Kári boð­aði und­ir­skrift­ar­söfn­un­ina í des­em­ber síð­ast­liðnum í kjöl­far rit­deilu sem hann átti við Sig­mund Davíð Gunn­laugs­son for­sæt­is­ráð­herra. Í aðdrag­anda þess hafði Kári sagt að hann, og nokkrir aðr­ir, ætl­uðu að safna 100 þús­und und­ir­skriftum gegn sitj­andi rík­is­stjórn. 

Í til­kynn­ingu frá Kára vegna þessa sagði að und­ir­skrifta­söfn­unin sé til stuðn­ings kröf­unni um end­ur­reisn heil­brigð­is­kerf­is­ins. Þar var eft­ir­far­andi haft eftir Kára: „Heil­brigð­is­kerfi er einn af horn­steinum nútíma­sam­fé­lags og sýnir vilja þess til þess að hlúa að þeim sem eru sjúkir og meidd­ir. Gott heil­brigð­is­kerfi end­ur­speglar sjálf­sagða sam­hygð en lélegt heil­brigð­is­kerfi  óá­sætt­an­legan kulda gagn­vart þeim sem eru hjálpar þurfi. Það er okkar mat að á síð­asta ald­ar­fjórð­ungi hafi stjórn­völd vannært íslenskt heil­brigð­is­kerfi, að  því marki að það sé ekki lengur þess megn­ugt að sinna hlut­verki sínu sem skyldi.

Vill hand­járna næstu rík­is­stjórn

Kári sagði frá því í Morg­un­út­varpi Rásar 2 þann 21. des­em­ber síð­ast­lið­inn að hann ætl­aði að sér að safna und­ir­skriftum frá þjóð­inni sem nota á til að „hand­járna næstu rík­is­stjórn þannig að hún verði að setja það fé í heil­brigð­is­málin sem eðli­legt má telj­ast." Hann segir Íslend­inga nú eyða 8,7 pró­sent af vergri þjóð­ar­fram­leiðslu til heil­brigð­is­mála en með­al­talið í lönd­unum í kringum okkur sé rúm­lega tíu pró­sent. Við erum lítil þjóð þannig að það er lík­legt að kostn­aður við heil­brigð­is­þjón­ustu á nef hvert sé tölu­vert meiri hér en á meðal stærri þjóð­anna. Þannig að ég held að það sé ekk­ert óeðli­legt að við stefnum að því að við eyddum í kringum 11 pró­sent af vergri þjóð­ar­fram­leiðslu til heil­brigð­is­mála."

Í gær var birt mynd af nýrri bráðabirgðaaðstöðu Landsspítalans, sem er í rými ætluðu sjúkrabílum, á Facebook-síðu hans. Kári sagð­ist hafa verið að forma með sér, með hjálp góðra manna, hug­mynd að und­ir­skrifta­söfn­un­inni og velti fyrir sér hvort ekki sé mögu­legt að ná meiri­hluta þjóð­ar­innar til að skrifa undir hana. „Og það sem ég er raun­veru­lega að segja er að það er kom­inn tími til þess að beita beinu lýð­ræði í mála­flokki eins og þess­um. Beina lýð­ræðið er mögu­leiki í dag með net­að­gangi. Ég held að það sé hægt að ná til fólks­ins í land­inu og gefa því tæki­færi til þess að tjá sig um þennan mála­flokk á til­tölu­lega stuttum tíma. Ekki held ég að það verði þægi­legt fyrir þá sem setj­ast á ráð­herra­stóla næst að stija uppi með und­ir­skrift­ir, við skulum segja 80 pró­sent þjóð­ar­inn­ar. Hvernig í ósköp­unum ættu þeir að hunsa slíkan vilja?"

Aft­ur­enda hinna lof­orða­glöðu

Það vakti gríð­ar­lega athygli þegar Kári skrif­aði grein í Frétta­blaðið 10. des­em­ber síð­ast­lið­inn þar sem hann hót­aði að safan 100 þús­und und­ir­skriftum gegn sitj­andi rík­is­stjórn. Í grein­inni sagði Kári m.a.: Það er orðið lýðum ljóst að rík­is­stjórn Sig­mundar Dav­íðs mun ekki sitja lengur en sem nemur kjör­tíma­bil­inu. Ástæðan er marg­þætt og það á við hér eins og segir í Geir­mund­ar­sögu Helj­ar­skinns að: „það renna margir orsaka­lækir að einum ósi örlaga.“ Rýnum nú í þau spjöld í sögu rík­is­stjórn­ar­innar sem gera það að verkum að það er búið að skammta henni þá daga sem hún mun telja.“

Kári sagði að við það ástand sem er við lýði í heil­brigð­is­málum þjóð­ar­innar verði ekki lengur búið. Þess vegna vilji hann láta fjár­laga­nefnd Alþingis vita að ef hún breytir ekki fyr­ir­liggj­andi fjár­laga­frum­varpi fyrir árið 2016 á þann veg að mun meira fari til Lands­spít­al­ans en stefnt er að „munum við nokkrir félagar safna 100.000 und­ir­skriftum undir plagg sem hvetur lands­menn til þess að kjósa aldrei aftur þá stjórn­mála­flokka sem standa að þess­ari rík­is­stjórn vegna þess kulda og afskipta­leysis sem hún sýnir sjúkum og meiddum í okkar sam­fé­lagi. Söfn­unin verður létt verk og löð­ur­mann­legt. Þjóð­inni ofbýð­ur.“

Í grein­inni setti Kári fram harða og ítar­lega gagn­rýni á fram­göngu rík­is­stjórn­ar­innar gagn­vart heil­brigð­is­kerf­inu og segir að hún hafi lofað því í aðdrag­anda síð­ustu kosn­inga að styðja betur við það. Nú æxl­uð­ust mál þannig að aft­ur­endar hinna lof­orða­glöðu hafa vermt valda­stóla í tvö og hálft ár en heil­brigð­is­kerfið er í engu minna rusli en áður og það horfir ekki til bóta nema síður sé.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None