Bankasýslan krafðist þess að Steinþór hætti - Hann ætlar ekki að gera það

Bankasýslan fór fram á að formaður og varaformaður bankaráðs Landsbankans hætti vegna Borgunarmálsins. Hún vildi líka að bankastjórinn myndi hætta. Hann ætlar ekki að gera það en fimm bankaráðsmenn munu hætta.

Steinþór Pálsson
Auglýsing

Fimm af sjö banka­ráðs­mönnum í Lands­bank­anum ætla ekki að gefa kost á sér til end­ur­kjörs á næsta aðal­fundi bank­ans, sem hald­inn verður 14. apríl næst­kom­andi. Á meðal þeirra er Tryggvi Páls­son, for­maður banka­ráðs­ins. Ástæðan er hið svo­kall­aða Borg­un­ar­mál. Stein­þór Páls­son, banka­stjóri Lands­bank­ans, ætlar hins vegar ekki að hætta störfum og banka­ráðs­menn­irnir fimm lýsa yfir fullum stuðn­ingi við hann. Þetta kemur fram í yfir­lýs­ingum sem banka­ráðs­menn­irnir fimm og Stein­þór sendu frá sér í kvöld. 

Í yfir­lýs­ingu banka­ráðs­mann­anna, sem auk Tryggva eru Eva Sóley Guð­björns­dótt­ir, Jón Sig­urðs­son, Krist­ján Dav­íðs­son og Jóhann Hjart­ar­son, segir m.a. að stjórn­ar­for­maður Banka­sýslu rík­is­ins hafi boðað for­mann banka­ráðs Lands­bank­ans á fund áður en bréf stofn­un­ar­innar vegna Borg­un­ar­máls­ins var sent til Lands­bank­ans á föstu­dag. Á þeim fundi, sem for­stjóri Banka­sýsl­unnar hafi verið við­staddur var þeim skila­boðum komið á fram­færi að það eina sem dugi til sé að banka­stjór­anum verði sagt upp störfum auk þess sem for­maður og vara­for­maður víki. Sú afstaða stjórnar Banka­sýsl­unnar fékkst síðar stað­fest. Þarna gengur Banka­sýslan skrefi of langt. Það er hlut­verk banka­ráðs og Fjár­mála­eft­ir­lits­ins að meta hæfi banka­stjór­ans. Við munum ekki taka þátt í skolla­leik sem hvorki sam­rým­ist meg­in­reglum félaga­réttar né góðum stjórn­ar­hátt­u­m. Stein­þór Páls­son er stefnu­fastur og öfl­ugur stjórn­andi; hreinn og beinn. Hann er leið­togi bank­ans og hefur staðið sig með afbrigðum vel. Við teljum far­sæl­ast að hann stjórni bank­anum áfram til góðra verka."

Í yfir­lýs­ingu Stein­þórs segir að stjórnun bank­ans verði með óbreyttum hætt­i. Af því til­efni vil ég taka fram að stjórnun bank­ans verður með óbreyttum hætti. Ég mun sem fyrr starfa með hags­muni bank­ans að leið­ar­ljósi."

Auglýsing

Yfir­lýs­ing fimm banka­ráðs­manna í heild sinni:

Við und­ir­rituð banka­ráðs­menn til­kynnum hér með að við gefum ekki kost á okkur til end­ur­kjörs í banka­ráð Lands­bank­ans. Við gerum ráð fyrir að skila af okkur störfum á aðal­fundi bank­ans 14. apríl nk. með hefð­bundnum hætti. 

Svo­nefnt Borg­un­ar­mál hefur verið bank­anum erfitt. Kjarni máls­ins eins og hann horfir við okkur er í raun ein­fald­ur. Hags­munir bank­ans voru í fyr­ir­rúmi, eins og banka­ráð mat þá besta á sínum tíma. Engar aðrar hvatir lágu þar að baki. Ásak­anir um annað eru meið­andi og við höfnum þeim alfar­ið.

Banka­sýslan sem fer með eign­ar­hluti rík­is­ins í fjár­mála­fyr­ir­tækjum hefur nú sent banka­ráð­inu bréf þar sem að engu eru höfð mál­efna­leg rök bank­ans fyrir því hvernig und­ir­bún­ingi og fram­kvæmd á sölu á hlutum í Borgun var hátt­að. Þrátt fyrir að for­maður banka­ráðs hafi á aðal­fundi bank­ans í mars 2015 sagt að bank­inn hefði betur selt hlut­inn í Borgun í opnu ferli og ljóst sé að fleira hefði mátt betur fara, teljum við engu að síður að það sé langur vegur frá því að í bréf­inu sé gætt jafn­vægis og hlut­lægni. Í raun veit­ist Banka­sýslan harka­lega að bank­anum af óbil­girni sem er síst til þess að fallið að auka traust.

Í bréfi Banka­sýsl­unnar er kallað eftir aðgerða­á­ætlun banka­ráðs sem skuli liggja fyrir innan tveggja vikna til þess að end­ur­vekja traust á bank­an­um. Er nú unnið að henni innan bank­ans eins og komið hefur fram. Látið er í veðri vaka í bréf­inu sjálfu og í við­tölum við stjórn­ar­for­mann Banka­sýsl­unnar í fjöl­miðl­um, að þar muni banka­ráðið hafa frjálsar hendur til þess að vinna að málum eftir bestu getu. Áður en bréfið var afhent banka­ráði boð­aði stjórn­ar­for­maður Banka­sýsl­unnar for­mann banka­ráðs til fundar að for­stjóra stofn­un­ar­innar við­stödd­um, með þau skila­boð að það eina sem dugi til sé að banka­stjór­anum verði sagt upp störfum auk þess sem for­maður og vara­for­maður víki. Sú afstaða stjórnar Banka­sýsl­unnar fékkst síðar stað­fest. Þarna gengur Banka­sýslan skrefi of langt. Það er hlut­verk banka­ráðs og Fjár­mála­eft­ir­lits­ins að meta hæfi banka­stjór­ans. Við munum ekki taka þátt í skolla­leik sem hvorki samrým­ist meg­in­reglum félaga­réttar né góðum stjórn­ar­hátt­um.

Stein­þór Páls­son er stefnu­fastur og öfl­ugur stjórn­andi; hreinn og beinn. Hann er leið­togi bank­ans og hefur staðið sig með afbrigðum vel. Við teljum far­sæl­ast að hann stjórni bank­anum áfram til góðra verka.

Á þeim árum sem við höfum gegnt störfum í banka­ráð­inu hefur Lands­bank­inn bætt fjár­hags­lega stöðu sína með mark­vissu starfi sem hefur skilað traust­ari banka og veg­legum arði til rík­is­sjóðs og ann­arra hlut­hafa. Við erum stolt af því að eiga þar hlut að máli.

Tryggvi Páls­son

Eva Sóley Guð­björns­dóttir

Jón Sig­urðs­son

Krist­ján Dav­íðs­son

Jóhann Hjart­ar­son"

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent
None