Síminn selur Talenta og Staka til Deloitte

Síminn hefur selt frá sér dótturfélög, en fyrirtækið hefur að undanförnu unnið að því að endurskilgreina kjarnastarfsemi sína.

Síminn
Auglýsing

Sím­inn hefur selt allt hlutafé sitt í dótt­ur­fé­lög­unum Talenta og Staka Autom­ation. Deloitte og fram­kvæmda­stjórar dótt­ur­fé­lag­anna kaupa fyr­ir­tæk­in. Um 35 starfs­menn starfa hjá þeim báð­um. Þetta kemur fram í frétta­til­kynn­ingu frá Sím­an­um, en kaup­verðið í við­skipt­unum er ekki gefið upp.

„Mark­miðið með kaup­unum er að byggja grunn að öfl­ugri upp­lýs­inga­tækni­þjón­ustu Deloitte á Íslandi. Hjá Deloitte starfa um 30 þús­und starfs­menn í upp­lýs­inga­tækni­þjón­ustu um allan heim og munu Talenta og Staki tengj­ast okkar öfl­uga alþjóð­lega neti sér­fræð­inga,“ segir Sig­urður Páll Hauks­son, for­stjóri Deloitte.

Orri Hauks­son, for­stjóri Sím­ans, segir söl­una hluta af stefnu­mörkun Sím­ans. „Við höfum end­ur­skil­greint kjarna­starf­semi félags­ins síð­ustu miss­eri og teljum að með því að ein­beita okkur að Sím­an­um, Sensa og Mílu náum við betri árangri í rekstri, sam­steypan verði ein­fald­ari, eft­ir­fylgni verk­efna og ákvarð­anir auð­veld­ari. Sím­inn standi þar með á enn styrk­ari fótum en fyr­ir,“ segir Orri í til­kynn­ingu.

Auglýsing

Kaup Deloitte á Staka og Talenta eru háð m.a fyr­ir­vörum áreið­an­leika­könn­unar og  sam­þykki Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins.

Hvað gerir Staki? Staki Autom­ation ehf. leggur meg­in­á­herslu á sjálf­virkni ferla. Starf­semin skipt­ist í höf­uð­atriðum í sjálf­virkni og stýr­ingar á sviði iðn­aðar og hug­bún­að­ar­gerð­ar, stýr­ingu og ­með­höndlun upp­lýs­inga og sjálf­virkni og stýr­ingu á ferlum með áherslu á raf­ræna ­reikn­inga. Þá þjón­ustar Staki á sviði við­skipta­greindar þar sem sér­fræð­ingar fyr­ir­tæk­is­ins veita ráð­gjöf tengda grein­ingu gagna, úttektum ferla, nýt­ingu upp­lýs­inga og upp­setn­ing­u á vöru­húsi gagna. Félagið var alfarið í eigu Sím­ans og þar vinna 22 starfs­menn. Hvað gerir Talenta? Ta­lenta ehf. sér­hæfir sig í ráð­gjöf, inn­leið­ingu, þjón­ustu og þróun á SAP­við­skipta­hug­bún­að­i. Ta­lenta hefur einnig haslað sér völl á sviði sam­þátt­unar SAP við önn­ur ­kerfi. Hjá Talenta vinna reynslu­miklir ráð­gjafar með umfangs­mikla þekk­ingu á SAP-­kerf­um, allt frá hönnun til rekst­urs. Ára­tuga­starf með mörgum af stærstu fyr­ir­tækjum lands­ins hefur byggt upp öfl­uga þekk­ingu í félag­inu sem þjónar nú breiðum hópi fyr­ir­tækja. ­Starfs­menn Talenta eru fjórt­án. Hvað gerir Deloitte? Deloitte er eitt stærsta fyr­ir­tæki heims á sviði end­ur­skoð­unar og ráð­gjaf­ar. Um 250.000 ­manns starfa hjá fyr­ir­tæk­inu í meira en 150 lönd­um. ­Upp­lýs­inga­tækni­þjón­usta og upp­lýs­inga­tækni­ráð­gjöf hefur und­an­farin ár verið einn hel­sti ­vaxt­ar­broddur Deloitte á heims­vísu, enda hefur eft­ir­spurn eftir slíkri þjón­ustu verið að aukast. Um 30 þús. starfs­menn starfa í upp­lýs­inga­tækni­þjón­ustu hjá Deloitte um allan heim. Þar af um 12 þús. sér­fræð­ingar í SAP lausn­um.

Libra skjálfti hjá seðlabönkum
Áform Facebook um að setja í loftið Libra rafmyntina á næsta ári hafa valdið miklum titringi hjá seðlabönkum. Hver verða áhrifin? Þegar stórt er spurt, er fátt um svör og óvissan virðist valda áhyggjum hjá seðlabönkum heimsins.
Kjarninn 24. júní 2019
Lögfræðikostnaður vegna orkupakkans rúmlega 16 milljónir
Lögfræðiráðgjafar var aflað frá sex aðilum.
Kjarninn 24. júní 2019
Helga Dögg Sverrisdóttir
Þörf á rannsóknum á ofbeldi í garð kennara hér á landi
Kjarninn 24. júní 2019
Stuðningur við þriðja orkupakkan eykst mest meðal kjósenda Vinstri grænna
90 prósent kjósenda Miðflokksins eru mjög eða frekar andvíg innleiðingu þriðja orkupakkans.
Kjarninn 24. júní 2019
Vilja koma böndum á óhóflega sykurneyslu landsmanna
Skipaður hefur starfshópur til að innleiða aðgerðaáætlun Embættis landlæknis til að draga úr sykurneyslu landsmanna. Landlæknir telur að vörugjöld og skattlagning á sykruð matvæli sé sú aðgerð sem beri hvað mestan árangur þegar draga á úr sykurneyslu.
Kjarninn 24. júní 2019
Kjósendur Miðflokks, Flokks fólksins og Framsóknar helst á móti Borgarlínu
Kjósendur Samfylkingar, Viðreisnar og Pírata eru hlynntastir Borgarlínu.
Kjarninn 24. júní 2019
Snæbjörn Guðmundsson
Hvalárvirkjun í óþökk landeigenda
Leslistinn 24. júní 2019
Borgarlínan
Stuðningur við Borgarlínu aldrei mælst meiri
54 prósent Íslendinga eru hlynnt Borgarlínunni en um 22 prósent andvíg.
Kjarninn 24. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None