Síminn selur Talenta og Staka til Deloitte

Síminn hefur selt frá sér dótturfélög, en fyrirtækið hefur að undanförnu unnið að því að endurskilgreina kjarnastarfsemi sína.

Síminn
Auglýsing

Sím­inn hefur selt allt hlutafé sitt í dótt­ur­fé­lög­unum Talenta og Staka Autom­ation. Deloitte og fram­kvæmda­stjórar dótt­ur­fé­lag­anna kaupa fyr­ir­tæk­in. Um 35 starfs­menn starfa hjá þeim báð­um. Þetta kemur fram í frétta­til­kynn­ingu frá Sím­an­um, en kaup­verðið í við­skipt­unum er ekki gefið upp.

„Mark­miðið með kaup­unum er að byggja grunn að öfl­ugri upp­lýs­inga­tækni­þjón­ustu Deloitte á Íslandi. Hjá Deloitte starfa um 30 þús­und starfs­menn í upp­lýs­inga­tækni­þjón­ustu um allan heim og munu Talenta og Staki tengj­ast okkar öfl­uga alþjóð­lega neti sér­fræð­inga,“ segir Sig­urður Páll Hauks­son, for­stjóri Deloitte.

Orri Hauks­son, for­stjóri Sím­ans, segir söl­una hluta af stefnu­mörkun Sím­ans. „Við höfum end­ur­skil­greint kjarna­starf­semi félags­ins síð­ustu miss­eri og teljum að með því að ein­beita okkur að Sím­an­um, Sensa og Mílu náum við betri árangri í rekstri, sam­steypan verði ein­fald­ari, eft­ir­fylgni verk­efna og ákvarð­anir auð­veld­ari. Sím­inn standi þar með á enn styrk­ari fótum en fyr­ir,“ segir Orri í til­kynn­ingu.

Auglýsing

Kaup Deloitte á Staka og Talenta eru háð m.a fyr­ir­vörum áreið­an­leika­könn­unar og  sam­þykki Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins.

Hvað gerir Staki? Staki Autom­ation ehf. leggur meg­in­á­herslu á sjálf­virkni ferla. Starf­semin skipt­ist í höf­uð­atriðum í sjálf­virkni og stýr­ingar á sviði iðn­aðar og hug­bún­að­ar­gerð­ar, stýr­ingu og ­með­höndlun upp­lýs­inga og sjálf­virkni og stýr­ingu á ferlum með áherslu á raf­ræna ­reikn­inga. Þá þjón­ustar Staki á sviði við­skipta­greindar þar sem sér­fræð­ingar fyr­ir­tæk­is­ins veita ráð­gjöf tengda grein­ingu gagna, úttektum ferla, nýt­ingu upp­lýs­inga og upp­setn­ing­u á vöru­húsi gagna. Félagið var alfarið í eigu Sím­ans og þar vinna 22 starfs­menn. Hvað gerir Talenta? Ta­lenta ehf. sér­hæfir sig í ráð­gjöf, inn­leið­ingu, þjón­ustu og þróun á SAP­við­skipta­hug­bún­að­i. Ta­lenta hefur einnig haslað sér völl á sviði sam­þátt­unar SAP við önn­ur ­kerfi. Hjá Talenta vinna reynslu­miklir ráð­gjafar með umfangs­mikla þekk­ingu á SAP-­kerf­um, allt frá hönnun til rekst­urs. Ára­tuga­starf með mörgum af stærstu fyr­ir­tækjum lands­ins hefur byggt upp öfl­uga þekk­ingu í félag­inu sem þjónar nú breiðum hópi fyr­ir­tækja. ­Starfs­menn Talenta eru fjórt­án. Hvað gerir Deloitte? Deloitte er eitt stærsta fyr­ir­tæki heims á sviði end­ur­skoð­unar og ráð­gjaf­ar. Um 250.000 ­manns starfa hjá fyr­ir­tæk­inu í meira en 150 lönd­um. ­Upp­lýs­inga­tækni­þjón­usta og upp­lýs­inga­tækni­ráð­gjöf hefur und­an­farin ár verið einn hel­sti ­vaxt­ar­broddur Deloitte á heims­vísu, enda hefur eft­ir­spurn eftir slíkri þjón­ustu verið að aukast. Um 30 þús. starfs­menn starfa í upp­lýs­inga­tækni­þjón­ustu hjá Deloitte um allan heim. Þar af um 12 þús. sér­fræð­ingar í SAP lausn­um.

Meira úr sama flokkiInnlent
None