Síminn selur Talenta og Staka til Deloitte

Síminn hefur selt frá sér dótturfélög, en fyrirtækið hefur að undanförnu unnið að því að endurskilgreina kjarnastarfsemi sína.

Síminn
Auglýsing

Sím­inn hefur selt allt hlutafé sitt í dótt­ur­fé­lög­unum Talenta og Staka Autom­ation. Deloitte og fram­kvæmda­stjórar dótt­ur­fé­lag­anna kaupa fyr­ir­tæk­in. Um 35 starfs­menn starfa hjá þeim báð­um. Þetta kemur fram í frétta­til­kynn­ingu frá Sím­an­um, en kaup­verðið í við­skipt­unum er ekki gefið upp.

„Mark­miðið með kaup­unum er að byggja grunn að öfl­ugri upp­lýs­inga­tækni­þjón­ustu Deloitte á Íslandi. Hjá Deloitte starfa um 30 þús­und starfs­menn í upp­lýs­inga­tækni­þjón­ustu um allan heim og munu Talenta og Staki tengj­ast okkar öfl­uga alþjóð­lega neti sér­fræð­inga,“ segir Sig­urður Páll Hauks­son, for­stjóri Deloitte.

Orri Hauks­son, for­stjóri Sím­ans, segir söl­una hluta af stefnu­mörkun Sím­ans. „Við höfum end­ur­skil­greint kjarna­starf­semi félags­ins síð­ustu miss­eri og teljum að með því að ein­beita okkur að Sím­an­um, Sensa og Mílu náum við betri árangri í rekstri, sam­steypan verði ein­fald­ari, eft­ir­fylgni verk­efna og ákvarð­anir auð­veld­ari. Sím­inn standi þar með á enn styrk­ari fótum en fyr­ir,“ segir Orri í til­kynn­ingu.

Auglýsing

Kaup Deloitte á Staka og Talenta eru háð m.a fyr­ir­vörum áreið­an­leika­könn­unar og  sam­þykki Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins.

Hvað gerir Staki? Staki Autom­ation ehf. leggur meg­in­á­herslu á sjálf­virkni ferla. Starf­semin skipt­ist í höf­uð­atriðum í sjálf­virkni og stýr­ingar á sviði iðn­aðar og hug­bún­að­ar­gerð­ar, stýr­ingu og ­með­höndlun upp­lýs­inga og sjálf­virkni og stýr­ingu á ferlum með áherslu á raf­ræna ­reikn­inga. Þá þjón­ustar Staki á sviði við­skipta­greindar þar sem sér­fræð­ingar fyr­ir­tæk­is­ins veita ráð­gjöf tengda grein­ingu gagna, úttektum ferla, nýt­ingu upp­lýs­inga og upp­setn­ing­u á vöru­húsi gagna. Félagið var alfarið í eigu Sím­ans og þar vinna 22 starfs­menn. Hvað gerir Talenta? Ta­lenta ehf. sér­hæfir sig í ráð­gjöf, inn­leið­ingu, þjón­ustu og þróun á SAP­við­skipta­hug­bún­að­i. Ta­lenta hefur einnig haslað sér völl á sviði sam­þátt­unar SAP við önn­ur ­kerfi. Hjá Talenta vinna reynslu­miklir ráð­gjafar með umfangs­mikla þekk­ingu á SAP-­kerf­um, allt frá hönnun til rekst­urs. Ára­tuga­starf með mörgum af stærstu fyr­ir­tækjum lands­ins hefur byggt upp öfl­uga þekk­ingu í félag­inu sem þjónar nú breiðum hópi fyr­ir­tækja. ­Starfs­menn Talenta eru fjórt­án. Hvað gerir Deloitte? Deloitte er eitt stærsta fyr­ir­tæki heims á sviði end­ur­skoð­unar og ráð­gjaf­ar. Um 250.000 ­manns starfa hjá fyr­ir­tæk­inu í meira en 150 lönd­um. ­Upp­lýs­inga­tækni­þjón­usta og upp­lýs­inga­tækni­ráð­gjöf hefur und­an­farin ár verið einn hel­sti ­vaxt­ar­broddur Deloitte á heims­vísu, enda hefur eft­ir­spurn eftir slíkri þjón­ustu verið að aukast. Um 30 þús. starfs­menn starfa í upp­lýs­inga­tækni­þjón­ustu hjá Deloitte um allan heim. Þar af um 12 þús. sér­fræð­ingar í SAP lausn­um.

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Magnús Halldórsson
Ekki gleyma listinni í stjórnmálabröltinu
Kjarninn 21. febrúar 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra setti tvo dómara við Landsrétt í dag.
Sandra og Ása settar dómarar við Landsrétt
Dómsmálaráðherra hefur ákveðið að setja tvö af þeim þremur umsækjendum sem metnir voru hæfastir til að gegna embætti dómara við Landsrétt í embætti við réttinn. Niðurstaða dómnefndar tók breytingum frá því að hún lá fyrir í drögum og þar til hún var birt.
Kjarninn 21. febrúar 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 30. þáttur: Minning um helkrossa
Kjarninn 21. febrúar 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Allt um nýju Samsung símana
Kjarninn 21. febrúar 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Greiða atkvæði um samúðarverkföll
Verkföll Eflingarfélaga hjá einkareknum skólum og nágrannasveitarfélögum Reykjavíkurborgar verða sett í atkvæðagreiðslu eftir helgi.
Kjarninn 21. febrúar 2020
Þórður Snær Júlíusson
Stöðu hverra þarf raunverulega að „leiðrétta“?
Kjarninn 21. febrúar 2020
Frosti hættur hjá ORF Líftækni
Forstjóri ORF Líftækni hefur sagt upp störfum hjá fyrirtækinu, en mun sinna starfinu áfram þar til eftirmaður verður ráðinn. Vinna við að finna þann aðila er þegar hafin.
Kjarninn 21. febrúar 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir
Ekki unnt að svara fyrirspurn um bætur
Úttekt vegna fyrirspurnar er of umfangsmikil að ekki er hægt að taka upplýsingar saman um hve háar bætur að meðaltali hafa verið dæmdar brotaþolum vegna ólögmætrar uppsagnar, líkamsárásar og nauðgunar síðastliðin 5 ár, samkvæmt svari dómsmálaráðherra.
Kjarninn 21. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None