Síminn selur Talenta og Staka til Deloitte

Síminn hefur selt frá sér dótturfélög, en fyrirtækið hefur að undanförnu unnið að því að endurskilgreina kjarnastarfsemi sína.

Síminn
Auglýsing

Sím­inn hefur selt allt hlutafé sitt í dótt­ur­fé­lög­unum Talenta og Staka Autom­ation. Deloitte og fram­kvæmda­stjórar dótt­ur­fé­lag­anna kaupa fyr­ir­tæk­in. Um 35 starfs­menn starfa hjá þeim báð­um. Þetta kemur fram í frétta­til­kynn­ingu frá Sím­an­um, en kaup­verðið í við­skipt­unum er ekki gefið upp.

„Mark­miðið með kaup­unum er að byggja grunn að öfl­ugri upp­lýs­inga­tækni­þjón­ustu Deloitte á Íslandi. Hjá Deloitte starfa um 30 þús­und starfs­menn í upp­lýs­inga­tækni­þjón­ustu um allan heim og munu Talenta og Staki tengj­ast okkar öfl­uga alþjóð­lega neti sér­fræð­inga,“ segir Sig­urður Páll Hauks­son, for­stjóri Deloitte.

Orri Hauks­son, for­stjóri Sím­ans, segir söl­una hluta af stefnu­mörkun Sím­ans. „Við höfum end­ur­skil­greint kjarna­starf­semi félags­ins síð­ustu miss­eri og teljum að með því að ein­beita okkur að Sím­an­um, Sensa og Mílu náum við betri árangri í rekstri, sam­steypan verði ein­fald­ari, eft­ir­fylgni verk­efna og ákvarð­anir auð­veld­ari. Sím­inn standi þar með á enn styrk­ari fótum en fyr­ir,“ segir Orri í til­kynn­ingu.

Auglýsing

Kaup Deloitte á Staka og Talenta eru háð m.a fyr­ir­vörum áreið­an­leika­könn­unar og  sam­þykki Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins.

Hvað gerir Staki? Staki Autom­ation ehf. leggur meg­in­á­herslu á sjálf­virkni ferla. Starf­semin skipt­ist í höf­uð­atriðum í sjálf­virkni og stýr­ingar á sviði iðn­aðar og hug­bún­að­ar­gerð­ar, stýr­ingu og ­með­höndlun upp­lýs­inga og sjálf­virkni og stýr­ingu á ferlum með áherslu á raf­ræna ­reikn­inga. Þá þjón­ustar Staki á sviði við­skipta­greindar þar sem sér­fræð­ingar fyr­ir­tæk­is­ins veita ráð­gjöf tengda grein­ingu gagna, úttektum ferla, nýt­ingu upp­lýs­inga og upp­setn­ing­u á vöru­húsi gagna. Félagið var alfarið í eigu Sím­ans og þar vinna 22 starfs­menn. Hvað gerir Talenta? Ta­lenta ehf. sér­hæfir sig í ráð­gjöf, inn­leið­ingu, þjón­ustu og þróun á SAP­við­skipta­hug­bún­að­i. Ta­lenta hefur einnig haslað sér völl á sviði sam­þátt­unar SAP við önn­ur ­kerfi. Hjá Talenta vinna reynslu­miklir ráð­gjafar með umfangs­mikla þekk­ingu á SAP-­kerf­um, allt frá hönnun til rekst­urs. Ára­tuga­starf með mörgum af stærstu fyr­ir­tækjum lands­ins hefur byggt upp öfl­uga þekk­ingu í félag­inu sem þjónar nú breiðum hópi fyr­ir­tækja. ­Starfs­menn Talenta eru fjórt­án. Hvað gerir Deloitte? Deloitte er eitt stærsta fyr­ir­tæki heims á sviði end­ur­skoð­unar og ráð­gjaf­ar. Um 250.000 ­manns starfa hjá fyr­ir­tæk­inu í meira en 150 lönd­um. ­Upp­lýs­inga­tækni­þjón­usta og upp­lýs­inga­tækni­ráð­gjöf hefur und­an­farin ár verið einn hel­sti ­vaxt­ar­broddur Deloitte á heims­vísu, enda hefur eft­ir­spurn eftir slíkri þjón­ustu verið að aukast. Um 30 þús. starfs­menn starfa í upp­lýs­inga­tækni­þjón­ustu hjá Deloitte um allan heim. Þar af um 12 þús. sér­fræð­ingar í SAP lausn­um.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Forstjórar í Kauphöll voru með 4,7 milljónir á mánuði að meðaltali
Í Kauphöll Íslands ráða 20 karlar 20 félögum. Meðallaun þeirra í fyrra voru rúmlega sjö sinnum hærri en miðgildi heildarlauna landsmanna á árinu 2018.
Kjarninn 10. apríl 2020
Berglind Rós Magnúsdóttir
Umhyggjuhagkerfið og arðrán ástarkraftsins
Kjarninn 9. apríl 2020
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Engin ákvörðun verið tekin um að halda Íslandi lokuðu þar til að bóluefni finnst
Ummæli Lilju D. Alfreðsdóttur, um að bóluefni við kórónuveirunni sé forsenda þess að hægt sé að opna Ísland að nýju fyrir ferðamönnum, hafa vakið athygli. Nú hefur ráðherra ferðamála stigið fram og sagt enga ákvörðun hafa verið tekna um málið.
Kjarninn 9. apríl 2020
Kristín Ólafsdóttir og Vilborg Oddsdóttir
Ekki gleyma þeim!
Kjarninn 9. apríl 2020
Landspítalinn fékk 17 öndunarvélar frá 14 íslenskum fyrirtækjum
Nokkur íslensk fyrirtæki, sem vilja ekki láta nafns síns getið, hafa gefið Landspítalanum fullkomnar öndunarvélar og ýmsan annan búnað. Með því vilja þau leggja sitt að mörkum við að styðja við íslenskt heilbrigðiskerfi á erfiðum tímum.
Kjarninn 9. apríl 2020
180⁰ Reglan
180⁰ Reglan
180° Reglan – Kvikmyndagerð í skugga COVID-19
Kjarninn 9. apríl 2020
Fleiri náðu bata í gær en greindust með virk COVID-smit
Þeim sem eru með virk COVID-smit á Íslandi fækkaði um 23 á milli daga. Það fækkaði einnig um tvo á gjörgæslu.
Kjarninn 9. apríl 2020
Hjálmar Gíslason
Eftir COVID: Leiðarljós við uppbyggingu
Kjarninn 9. apríl 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None