Síminn selur Talenta og Staka til Deloitte

Síminn hefur selt frá sér dótturfélög, en fyrirtækið hefur að undanförnu unnið að því að endurskilgreina kjarnastarfsemi sína.

Síminn
Auglýsing

Sím­inn hefur selt allt hlutafé sitt í dótt­ur­fé­lög­unum Talenta og Staka Autom­ation. Deloitte og fram­kvæmda­stjórar dótt­ur­fé­lag­anna kaupa fyr­ir­tæk­in. Um 35 starfs­menn starfa hjá þeim báð­um. Þetta kemur fram í frétta­til­kynn­ingu frá Sím­an­um, en kaup­verðið í við­skipt­unum er ekki gefið upp.

„Mark­miðið með kaup­unum er að byggja grunn að öfl­ugri upp­lýs­inga­tækni­þjón­ustu Deloitte á Íslandi. Hjá Deloitte starfa um 30 þús­und starfs­menn í upp­lýs­inga­tækni­þjón­ustu um allan heim og munu Talenta og Staki tengj­ast okkar öfl­uga alþjóð­lega neti sér­fræð­inga,“ segir Sig­urður Páll Hauks­son, for­stjóri Deloitte.

Orri Hauks­son, for­stjóri Sím­ans, segir söl­una hluta af stefnu­mörkun Sím­ans. „Við höfum end­ur­skil­greint kjarna­starf­semi félags­ins síð­ustu miss­eri og teljum að með því að ein­beita okkur að Sím­an­um, Sensa og Mílu náum við betri árangri í rekstri, sam­steypan verði ein­fald­ari, eft­ir­fylgni verk­efna og ákvarð­anir auð­veld­ari. Sím­inn standi þar með á enn styrk­ari fótum en fyr­ir,“ segir Orri í til­kynn­ingu.

Auglýsing

Kaup Deloitte á Staka og Talenta eru háð m.a fyr­ir­vörum áreið­an­leika­könn­unar og  sam­þykki Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins.

Hvað gerir Staki? Staki Autom­ation ehf. leggur meg­in­á­herslu á sjálf­virkni ferla. Starf­semin skipt­ist í höf­uð­atriðum í sjálf­virkni og stýr­ingar á sviði iðn­aðar og hug­bún­að­ar­gerð­ar, stýr­ingu og ­með­höndlun upp­lýs­inga og sjálf­virkni og stýr­ingu á ferlum með áherslu á raf­ræna ­reikn­inga. Þá þjón­ustar Staki á sviði við­skipta­greindar þar sem sér­fræð­ingar fyr­ir­tæk­is­ins veita ráð­gjöf tengda grein­ingu gagna, úttektum ferla, nýt­ingu upp­lýs­inga og upp­setn­ing­u á vöru­húsi gagna. Félagið var alfarið í eigu Sím­ans og þar vinna 22 starfs­menn. Hvað gerir Talenta? Ta­lenta ehf. sér­hæfir sig í ráð­gjöf, inn­leið­ingu, þjón­ustu og þróun á SAP­við­skipta­hug­bún­að­i. Ta­lenta hefur einnig haslað sér völl á sviði sam­þátt­unar SAP við önn­ur ­kerfi. Hjá Talenta vinna reynslu­miklir ráð­gjafar með umfangs­mikla þekk­ingu á SAP-­kerf­um, allt frá hönnun til rekst­urs. Ára­tuga­starf með mörgum af stærstu fyr­ir­tækjum lands­ins hefur byggt upp öfl­uga þekk­ingu í félag­inu sem þjónar nú breiðum hópi fyr­ir­tækja. ­Starfs­menn Talenta eru fjórt­án. Hvað gerir Deloitte? Deloitte er eitt stærsta fyr­ir­tæki heims á sviði end­ur­skoð­unar og ráð­gjaf­ar. Um 250.000 ­manns starfa hjá fyr­ir­tæk­inu í meira en 150 lönd­um. ­Upp­lýs­inga­tækni­þjón­usta og upp­lýs­inga­tækni­ráð­gjöf hefur und­an­farin ár verið einn hel­sti ­vaxt­ar­broddur Deloitte á heims­vísu, enda hefur eft­ir­spurn eftir slíkri þjón­ustu verið að aukast. Um 30 þús. starfs­menn starfa í upp­lýs­inga­tækni­þjón­ustu hjá Deloitte um allan heim. Þar af um 12 þús. sér­fræð­ingar í SAP lausn­um.

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ögmundur Jónasson
Segir að allir þurfi aðhald – líka dómarar í Strassborg
Fyrrverandi innanríkisráðherra segir að fjöldi augljósra mannréttindabrota sé látinn sitja á hakanum hjá MDE. Hins vegar sé legið yfir því að koma höggi á íslensk stjórnvöld vegna máls sem sé svo smávægilegt í hinu stærra samhengi að undrum sæti.
Kjarninn 3. desember 2020
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 28. þáttur: Hlaupið fyrir Búdda
Kjarninn 3. desember 2020
Þorsteinn Már Baldvinsson, annar forstjóra Samherja.
Samherji segir namibísku lögregluna ekki leita sinna manna
Í yfirlýsingu frá Samherja segir að namibísk yfirvöld hafi ekki reynt að hafa afskipti af núverandi né fyrrverandi starfsmönnum fyrirtækisins. Hvorki fyrrverandi stjórnendur félagsins í Namibíu né aðrir séu á flótta undan réttvísinni.
Kjarninn 3. desember 2020
Halldór Gunnarsson
Mismunun og ranglæti gagnvart lífeyrisþegum
Kjarninn 3. desember 2020
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
„Misnotkun á valdi og bolabrögð hafa verið einkenni Sjálfstæðisflokksins í langan tíma“
Þingmaður Pírata segir að koma þurfi í veg fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn fái að koma nálægt völdum en hann fjallaði um landsréttarmálið á þingi í morgun. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir að horfa verði á málið í ákveðnu samhengi.
Kjarninn 3. desember 2020
Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands.
Öryrkjabandalagið fagnar hugmynd Brynjars um rannsókn á bótasvikum
Þingmaður Sjálfstæðisflokks vill láta rannsaka hvor öryrkjar og bótaþegar sigli undir fölsku flaggi. ÖBÍ fagnar þeirri hugmynd en segja rannsókn ekki nauðsynlega til að staðfesta ríkjandi fordóma og andúð gegn fötluðu fólki í samfélaginu.
Kjarninn 3. desember 2020
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Stjórnvöld vona að hjarðónæmi verði náð á fyrsta ársfjórðungi
Í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu segir að vonir standi til þess að markmiðum bólusetningar verði náð á fyrsta ársfjórðungi. Búið er að ná samkomulagi um bóluefni fyrir 200.000 manns, en ólíklegt er að það komi allt til landsins á sama tíma.
Kjarninn 3. desember 2020
Þórólfur: Ekki hægt að ganga að því vísu að bólusetning hefjist fljótlega eftir áramót
Sóttvarnalæknir hvetur til raunhæfrar bjartsýni þegar kemur að tímasetningu bólusetningar við COVID-19 á Íslandi. Það megi ekki láta jákvæðar fréttir leiða til þess að landsmenn passi sig ekki í sóttvörnum.
Kjarninn 3. desember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None