Bjarni segist ekki hafa vitað að félag sem hann átti í var skráð á Seychelles-eyjum

bjarni
Auglýsing

Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála­ráð­herra segir að hann hafi alltaf staðið í þeirri trú að félag, sem hann átti þriðj­ungs­hlut í vegna fast­eigna­við­skipta í Dubai, hafi verið skráð í Lúx­em­borg. Það hafi ekki verið fyrr en erlendur blaða­maður hafi bent honum á það að hann hafi kom­ist að því að félag­ið, Falson & Co, hafi verið skráð á Seychelles-eyj­um. Það hafi engin áhrif haft í skatta­legu sam­hengi. Þetta segir Bjarni á Face­book-­síðu sinn­i. 

Fyrir skömmu var greint frá því að bæði Bjarni og Ólöf Nor­dal, vara­for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins og inn­an­rík­is­ráð­herra, séu bæði á lista yfir þá íslensku aðila sem tengj­ast aflands­fé­lög­um. Ólöf sendi frétta­stofu RÚV svar í dag þar sem fram kemur að það hafi verið ráð­gjafar Lands­bank­ans í Lúx­em­borg sem hafi lagt það til við eig­in­mann henn­ar, Tómas Sig­urðs­son, að stofnað yrði sér­stakt erlent fjár­fest­inga­fé­lag utan um fjár­fest­ing­ar. Bank­inn hafi verið skráður eig­andi þess en „aldrei kom þó til þess að Tómas nýtti félagið til fjár­fest­inga eða tæki yfir eign­ar­hald þess. Félagið er því okkur hjónum óvið­kom­andi. Eftir því sem við komumst næst var félagið lagt niður árið 2008,“ skrifar Ólöf. 

Bjarni segir að honum þyki þetta mið­ur, en vilji jafn­framt ítreka að við­skipti hans hafi ekki verið í skatta­skjóli, enda gefin upp á Íslandi. „Fyrir tíu árum keypti ég fyrir tæpar 40 m.kr. þriðj­ungs­hlut í eign­ar­halds­fé­lagi sem Lands­bank­inn í Lúx­em­borg hafði stofnað fyrir við­skipta­fé­laga minn um kaup á fast­eign í Dubai. Ég gerði grein fyrir kaupum á félag­inu og nið­ur­lagn­ingu þess gagn­vart íslenskum skatt­yf­ir­völdum og hef alla tíð staðið í þeirri trú að félagið ætti varna­þing í Lúx­em­borg,“ skrifar Bjarni. Eini til­gangur félags­ins hafi verið að halda utan um eign­ina í Dubai, en svo hafi farið að gengið hafi verið úr kaup­unum árið 2008 og ári seinna hafi málið verið gert upp með tapi og félagið sett í afskrán­ing­ar­ferli. 

Auglýsing

Hér að neðan má lesa yfir­lýs­ingar Bjarna og Ólafar á Face­book.

Yfir­lýs­ing Bjarna:

„Að gefnu til­efni vil ég taka eft­ir­far­andi fram:

Fyrir tíu árum keypti ég fyrir tæpar 40 m.kr. þriðj­ungs­hlut í eign­ar­halds­fé­lagi sem Lands­bank­inn í Lúx­em­borg hafði stofnað fyrir við­skipta­fé­laga minn um kaup á fast­eign í Dubai. Ég gerði grein fyrir kaupum á félag­inu og nið­ur­lagn­ingu þess gagn­vart íslenskum skatt­yf­ir­völdum og hef alla tíð staðið í þeirri trú að félagið ætti varna­þing í Lúx­em­borg. Það var ekki fyrr en mér barst ábend­ing frá erlendum blaða­manni að ég komst að því að svo hefði ekki ver­ið, en umrætt félag Falson & Co, var skráð á Seychelles-eyj­um. Það hafði þó engin áhrif í skatta­legu sam­hengi.

Í þessu ljósi ber að skoða svör mín í Kast­ljósi 11. febr­úar 2015, þar sem ég sagði aðspurður að ég hefði ekki átt neinar eignir eða við­skipti í skatta­skjól­um. Þessi svör gaf ég eftir bestu vit­und, enda taldi ég mig aldrei hafa átt neitt á aflands­svæði. Ég vil eins og aðrir hafa það sem sann­ara reyn­ist og þykir þetta mið­ur, en vil jafn­framt ítreka að þessi við­skipti mín voru ekki í skatta­skjóli, enda gefin upp á Íslandi.

Eini til­gangur félags­ins var að halda utan um eign­ina í Dubai en svo fór að við tókum aldrei við henni. Ákveðið var að ganga út úr kaup­unum árið 2008 og árið 2009 var málið gert upp með tapi og félagið sett í afskrán­ing­ar­ferli. Það hafði engar tekj­ur, skuld­aði ekk­ert, tók aldrei lán, átti engar aðrar eign­ir, hvorki fyrr né síðar og hafði enga starf­semi. Við gild­is­töku reglna um hags­muna­skrán­ingu þing­manna átti ég því hvorki hlut í félagi í atvinnu­rekstri né aðrar fast­eignir en hús­næði til eigin nota. Rétt er að taka fram að um þessi fast­eigna­kaup hefur áður verið fjallað í fjöl­miðlum árið 2010.

Ég tók þá ákvörðun er ég bauð mig fram til emb­ættis for­manns Sjálf­stæð­is­flokks­ins að stunda ekki við­skipti sam­hliða starfi mínu og hef frá árinu 2009 ekki átt hluta­bréf. Sem fjár­mála­ráð­herra hef ég beitt mér fyrir aðild Íslands að upp­lýs­inga­skipta­samn­ingum um skatta­mál við önnur lönd, sem tryggja sjálf­virkar og betri upp­lýs­ingar fyrir íslensk skatt­yf­ir­völd. Að auki lagði ég til við rík­is­stjórn Íslands að sér­stök fjár­heim­ild yrði sótt fyrir kaup á skatta­gögn­um.

Í þessum efnum tel ég rétt að fylgja ein­faldri reglu. Það eiga allir að skila sínu til sam­eig­in­legs rekstrar sam­fé­lags­ins. Lang­flestir fylgja þess­ari sjálf­sögðu reglu. Ég mun láta einskis ófreistað til að ná til hinna, sem fara á svig við lög og reglur og vilja fá frítt far með sam­borg­urum sínum sem halda uppi lífs­gæð­unum á Ísland­i.“

Yfir­lýs­ing Ólafar: 

„Vegna frétta:

Hvorki ég né eig­in­maður minn eigum eða höfum átt hlut í fjár­fest­ing­ar- eða eign­ar­halds­fé­lögum sem skráð eru á Bresku Jóm­frú­areyjum eða í nokkru öðru landi sem talin eru til skatta­skjóla. 

Mið­viku­dag­inn 16. mars síð­ast­lið­inn barst mér fyr­ir­spurn frá tveimur þýskum blaða­mönn­um, Frederik Obermaier og Bast­ian Oberma­yer, fyrir hönd dag­blaðs­ins Südd­eutsche Zeit­ung og útvarps- og sjón­varps­stöðv­ar­innar NDR, um Dooley Securities S.A, hluta­fé­lag sem mun hafa ver­ið­skráð á Bresku Jóm­frú­areyj­un­um. Fyr­ir­spurn þeirra snéri að hugs­an­legum tengslum mínum við félag­ið.

Mánu­dag­inn 22. mars svar­aði ég fyr­ir­spurn­inni. Nokkrum dögum áður hafði, Tómas Sig­urðs­son, eig­in­maður minn einnig svarað fyr­ir­spurn­inni. Tómas hefur unnið fyrir alþjóð­legt fyr­ir­tæki und­an­farin 12 ár, fyrst hér á Íslandi en síðar í Evr­ópu og nú starfar hann í New York.

Síð­ari hluta árs­ins 2006 leit­aði Tómas ráð­gjafar hjá Lands­banka Íslands varð­andi fjár­mál og kaup­rétt­ar­samn­inga sem voru hluti af starfs­kjörum hans . Mark­miðið var að njóta leið­sagnar bank­ans varð­andi hugs­an­legar fjár­fest­ingar í erlendum verð­bréfum enda starfs­vett­vangur Tómasar alþjóð­leg­ur. 

Ráð­gjafar Lands­bank­ans lögðu til að stofnað yrði sér­stakt erlent fjár­fest­ing­ar­fé­lag. Lands­bank­inn í Lúx­em­borg stofn­aði félag­ið, Dooley Securities og var bank­inn skráður eig­andi þess. Í undi­bún­ingi þessa máls veitti bank­inn Tómasi umboð á umrætt félag og óskaði hann jafn­framt eftir því að ég fengi sam­bæri­legt umboð. Það mun vera skýr­ing á því að nöfn okkar eru á umræddum lista. En aðstæður breytt­ust og aldrei kom til þess að Tómas tæki yfir eign­ar­hald þessa félags eða nýtti það til fjár­fest­inga. Allt þetta gerð­ist áður en ég tók sæti á Alþingi og voru þessi áform löngu aflögð þegar reglur um hags­muna­skrán­ingu þing­manna tóku gild­i.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent
None