Hið íslenska Kaptio fær fjármögnun upp á 325 milljónir

Kaptio Tra­vel, aðalvara Kaptio, hjálpar ferðaskrif­stof­um og ferðaskipu­leggj­end­um að halda utan um tilboðsferli og bók­an­ir viðskipta­vina sinna á skil­virk­ari hátt en áður og auðveld­ar jafn­framt sam­skipti við end­ur­söluaðila og birgja.
Kaptio Tra­vel, aðalvara Kaptio, hjálpar ferðaskrif­stof­um og ferðaskipu­leggj­end­um að halda utan um tilboðsferli og bók­an­ir viðskipta­vina sinna á skil­virk­ari hátt en áður og auðveld­ar jafn­framt sam­skipti við end­ur­söluaðila og birgja.
Auglýsing

Íslenska tækni­fyr­ir­tækið Kaptio ehf. hefur feng­ið fjár­mögnun upp á 325 millj­ónir króna frá tveimur sjóð­um, hin­um ­ís­lenska Frum­taki 2 og banda­ríska áhættu­fjár­fest­inga­sjóðnum Capi­tal A Partner­s, og fyrrum fjár­fest­um, Nýsköp­un­ar­sjóði atvinnu­lífs­ins og Kaski. Fjár­mögnun er liður í því að gera Kaptio kleift að styrkja vöru á Kaptio Tra­vel lausn­inni á Bret­lands­mark­aði og und­ir­búa frek­ari vöxt fyr­ir­tæk­is­ins alþjóð­lega. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá fyr­ir­tæk­inu.

Þetta er í annað sinn sem Kaptio fær utan­að­kom­andi fjár­mögn­un, en snemma árs 2015 til­kynnti fyr­ir­tækið um nýja fjár­mögnun frá Nýsköp­un­ar­sjóði atvinnu­lífs­ins og Kaski ehf. fjár­fest­inga­fé­lagi, upp á 120 millj­ónir króna. Áhættu­fjár­fest­inga­sjóð­ur­inn Capi­tal A Partners fjár­festir í ungum tækni­fyr­ir­tækjum á Norð­ur­lönd­unum og í Banda­ríkj­unum og sér­hæfir sig í að aðstoða nor­ræn fyr­ir­tæki í þeirra eigna­safn­i að nálg­ast banda­rískan mark­að. Sjóð­ur­inn er með skrif­stofur í Stokk­hólmi í Sví­þjóð og Charleston í Suð­ur­-Kar­ólínu.

Kaptio var stofnað árið 2009 af Arn­ari Lauf­dal Ólafs­syni og Ragn­ari ­Fjöln­is­syni. Höf­uð­stöðvar fyr­ir­tæk­is­ins eru í Hlíð­ar­smára í Kópa­vogi. Kapti­o opn­aði í febr­úar sölu­skrift­stofu í London. Fyrir rak fyr­ir­tæk­ið ­þró­un­ar­skrif­stofur í Heidel­berg í Þýska­landi og í Minsk í Hvíta-Rúss­landi. Fjöldi starfs­manna telur 16 manns. Kaptio Tra­vel, aðal­vara Kaptio, hjálpar ferða­skrif­­stof­um og ferða­skipu­­leggj­end­um að halda utan um til­boðs­ferli og bók­an­ir við­skipta­vina sinna á skil­­virk­­ari hátt en áður og auð­veld­ar jafn­­framt sam­­skipti við end­­ur­­sölu­að­ila og birgja. Hug­­bún­að­ar­lausn­in er hönnuð sem við­bót við Sa­­les­force.com við­skipta­tengsla­kerf­ið (CRM) en Sa­­les­­force er eitt þekktasta fyr­ir­tæki á sínu sviði í heim­in­um.

Auglýsing

Í til­kynn­ing­unni er haft eftir Arn­ari Lauf­dal, fram­kvæmda­stjóra Kaptio, að fjár­mögn­unin sé lyk­ill­inn að þeim verk­efnum sem ­fyr­ir­tækið ætlar í á Bret­lands­mark­aði á næst­unn­i. „Við erum byrjuð að mark­aðs­setja Kaptio Tra­vel hug­bún­að­inn okkar þar, sem er sér­lausn hönnuð fyrir ferða­þjón­ustu­geir­ann. Þetta er ein­stök vara á sínu sviði og umbyltir verk­lagi og verk­ferlum þegar kemur að til­boðum og ­bók­un­um. Hag­ræð­ingin og þæg­indin er ótví­ræð fyrir selj­and­ann en að sama skapi ­færi kaup­andi ferða­þjón­ustu per­sónu­legri og meira sér­sniðna þjón­ust­u.“

Kaptio er til­nefnt í tveimur flokkum á Nor­dic Startups Awards í ár, ann­ars­vegar í flokki „Best Exponential Startup“ og hins­vegar í flokki „CTO Her­o of the Year“, þar sem Ragnar Fjöln­is­son er til­nefnd­ur. 

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kórónaveiran breiðist út - Viðbúnaður aukinn í Bandaríkjunum
Alþjóðaheilbrigðisstofnunin WHO hefur lýst því yfir, að nauðsynlegt sé að auka viðbúnað til að hefta útbreiðslu kórónaveirunnar.
Kjarninn 21. febrúar 2020
Magnús Halldórsson
Ekki gleyma listinni í stjórnmálabröltinu
Kjarninn 21. febrúar 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra setti tvo dómara við Landsrétt í dag.
Sandra og Ása settar dómarar við Landsrétt
Dómsmálaráðherra hefur ákveðið að setja tvö af þeim þremur umsækjendum sem metnir voru hæfastir til að gegna embætti dómara við Landsrétt í embætti við réttinn. Niðurstaða dómnefndar tók breytingum frá því að hún lá fyrir í drögum og þar til hún var birt.
Kjarninn 21. febrúar 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 30. þáttur: Minning um helkrossa
Kjarninn 21. febrúar 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Allt um nýju Samsung símana
Kjarninn 21. febrúar 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Greiða atkvæði um samúðarverkföll
Verkföll Eflingarfélaga hjá einkareknum skólum og nágrannasveitarfélögum Reykjavíkurborgar verða sett í atkvæðagreiðslu eftir helgi.
Kjarninn 21. febrúar 2020
Þórður Snær Júlíusson
Stöðu hverra þarf raunverulega að „leiðrétta“?
Kjarninn 21. febrúar 2020
Frosti hættur hjá ORF Líftækni
Forstjóri ORF Líftækni hefur sagt upp störfum hjá fyrirtækinu, en mun sinna starfinu áfram þar til eftirmaður verður ráðinn. Vinna við að finna þann aðila er þegar hafin.
Kjarninn 21. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None