Hið íslenska Kaptio fær fjármögnun upp á 325 milljónir

Kaptio Tra­vel, aðalvara Kaptio, hjálpar ferðaskrif­stof­um og ferðaskipu­leggj­end­um að halda utan um tilboðsferli og bók­an­ir viðskipta­vina sinna á skil­virk­ari hátt en áður og auðveld­ar jafn­framt sam­skipti við end­ur­söluaðila og birgja.
Kaptio Tra­vel, aðalvara Kaptio, hjálpar ferðaskrif­stof­um og ferðaskipu­leggj­end­um að halda utan um tilboðsferli og bók­an­ir viðskipta­vina sinna á skil­virk­ari hátt en áður og auðveld­ar jafn­framt sam­skipti við end­ur­söluaðila og birgja.
Auglýsing

Íslenska tæknifyrirtækið Kaptio ehf. hefur fengið fjármögnun upp á 325 milljónir króna frá tveimur sjóðum, hinum íslenska Frumtaki 2 og bandaríska áhættufjárfestingasjóðnum Capital A Partners, og fyrrum fjárfestum, Nýsköpunarsjóði atvinnulífsins og Kaski. Fjármögnun er liður í því að gera Kaptio kleift að styrkja vöru á Kaptio Travel lausninni á Bretlandsmarkaði og undirbúa frekari vöxt fyrirtækisins alþjóðlega. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu.

Þetta er í annað sinn sem Kaptio fær utanaðkomandi fjármögnun, en snemma árs 2015 tilkynnti fyrirtækið um nýja fjármögnun frá Nýsköpunarsjóði atvinnulífsins og Kaski ehf. fjárfestingafélagi, upp á 120 milljónir króna. Áhættufjárfestingasjóðurinn Capital A Partners fjárfestir í ungum tæknifyrirtækjum á Norðurlöndunum og í Bandaríkjunum og sérhæfir sig í að aðstoða norræn fyrirtæki í þeirra eignasafni að nálgast bandarískan markað. Sjóðurinn er með skrifstofur í Stokkhólmi í Svíþjóð og Charleston í Suður-Karólínu.

Kaptio var stofnað árið 2009 af Arnari Laufdal Ólafssyni og Ragnari Fjölnissyni. Höfuðstöðvar fyrirtækisins eru í Hlíðarsmára í Kópavogi. Kaptio opnaði í febrúar söluskriftstofu í London. Fyrir rak fyrirtækið þróunarskrifstofur í Heidelberg í Þýskalandi og í Minsk í Hvíta-Rússlandi. Fjöldi starfsmanna telur 16 manns. Kaptio Tra­vel, aðalvara Kaptio, hjálpar ferðaskrif­stof­um og ferðaskipu­leggj­end­um að halda utan um tilboðsferli og bók­an­ir viðskipta­vina sinna á skil­virk­ari hátt en áður og auðveld­ar jafn­framt sam­skipti við end­ur­söluaðila og birgja. Hug­búnaðarlausn­in er hönnuð sem viðbót við Sa­les­force.com viðskiptatengslakerfið (CRM) en Sa­les­force er eitt þekktasta fyrirtæki á sínu sviði í heiminum.

Auglýsing

Í tilkynningunni er haft eftir Arnari Laufdal, framkvæmdastjóra Kaptio, að fjármögnunin sé lykillinn að þeim verkefnum sem fyrirtækið ætlar í á Bretlandsmarkaði á næstunni. „Við erum byrjuð að markaðssetja Kaptio Travel hugbúnaðinn okkar þar, sem er sérlausn hönnuð fyrir ferðaþjónustugeirann. Þetta er einstök vara á sínu sviði og umbyltir verklagi og verkferlum þegar kemur að tilboðum og bókunum. Hagræðingin og þægindin er ótvíræð fyrir seljandann en að sama skapi færi kaupandi ferðaþjónustu persónulegri og meira sérsniðna þjónustu.“

Kaptio er tilnefnt í tveimur flokkum á Nordic Startups Awards í ár, annarsvegar í flokki „Best Exponential Startup“ og hinsvegar í flokki „CTO Hero of the Year“, þar sem Ragnar Fjölnisson er tilnefndur. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir ríkisstjórnina ræða málin í þaula og hafa verið í meginatriðum samstíga um aðgerðir í faraldrinum hingað til.
Stjórnmálin falli ekki í þá freistni að gera sóttvarnir að „pólitísku bitbeini“
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir samstöðu í ríkisstjórn um þær hertu aðgerðir sem tóku gildi í dag. Hún segist vilja forðast að sóttvarnir verði að pólitísku bitbeini fyrir kosningar og telur að það muni reyna á stjórnmálin á næstu vikum.
Kjarninn 25. júlí 2021
Steypiregnið ógurlega
Steypiregn er klárlega orðið tíðara og umfangsmeira en áður var. Öll rök hníga að tengingu við hlýnun lofthjúps jarðar. Í tilviki flóðanna í Þýskalandi og víðar hefur landmótun, aukið þéttbýli og minni skilningur samfélaga á eðli vatnsfalla áhrif.
Kjarninn 25. júlí 2021
Ísraelsk stjórnvöld sömdu við lyfjafyrirtækið Pfizer um bóluefni og rannsóknir samhliða bólusetningum.
Alvarlega veikum fjölgar í Ísrael
Það er gjá á milli fjölda smita og fjölda alvarlegra veikra í Ísrael nú miðað við fyrstu bylgju faraldursins. Engu að síður hafa sérfræðingar áhyggjur af þróuninni. Um 60 prósent þjóðarinnar er bólusett.
Kjarninn 25. júlí 2021
Danska smurbrauðið nýtur nú aukinna vinsælda meðal matgæðinga í heimalandinu.
Endurkoma smurbrauðsins
Flestir Íslendingar kannast við danska smurbrauðið, smørrebrød. Eftir að alls kyns skyndibitar komu til sögunnar döluðu vinsældirnar en nú nýtur smurbrauðið sívaxandi vinsælda. Nýir staðir skjóta upp kollinum og þeir gömlu upplifa sannkallaða endurreisn.
Kjarninn 25. júlí 2021
Fjallahjólabrautin við Austurkór var eitt verkefna sem valið var til framkvæmda af íbúum í íbúðalýðræðisverkefninu Okkar Kópavogur í fyrra.
Kópavogsbær skoðar flötu fjallahjólabrautina betur eftir holskeflu athugasemda
Kópavogsbær hefur boðað að fjallahjólabraut við Austurkór í Kópavogi verði tekin til nánari skoðunar, eftir fjölda athugasemda frá svekktum íbúum þess efnis að brautin gagnist lítið við fjallahjólreiðar.
Kjarninn 24. júlí 2021
Með stafrænum kórónuveirupassa fæst QR kóði sem sýna þarf á hinum ýmsu stöðum.
Munu þurfa að framvísa kórónuveirupassa til að fara út að borða
Evrópska bólusetningarvottorðið hefur verið notað vegna ferðalaga innan álfunnar síðan í upphafi mánaðar. Í Danmörku hefur fólk þurft að sýna sambærilegt vottorð til að sækja samkomustaði og svipað er nú uppi á teningnum á Ítalíu og í Frakklandi.
Kjarninn 24. júlí 2021
Eldgosið í Geldingadölum hefur verið mikið sjónarspil. Nú virðist það í rénun.
Ráðherra veitir nafni nýja hraunsins formlega blessun sína
Eins og lög gera ráð fyrir hefur Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra staðfest nafngift nýja hraunsins í landi Grindavíkurbæjar. Fagradalshraun mun það heita um ókomna framtíð.
Kjarninn 24. júlí 2021
Ferðamenn við Skógafoss.
Lágur smitfjöldi talinn mikilvægur fyrir heilsu og hagsmuni ferðaþjónustu
Ótti við að lenda á rauðum listum sóttvarnayfirvalda í Evrópu og Bandaríkjunum var tekinn inn í heildarhagsmunamat ríkisstjórnarinnar varðandi nýjar sóttvarnaráðstafanir innanlands. Á morgun verður mannlífið heft á ný vegna veirunnar.
Kjarninn 24. júlí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None