Hið íslenska Kaptio fær fjármögnun upp á 325 milljónir

Kaptio Tra­vel, aðalvara Kaptio, hjálpar ferðaskrif­stof­um og ferðaskipu­leggj­end­um að halda utan um tilboðsferli og bók­an­ir viðskipta­vina sinna á skil­virk­ari hátt en áður og auðveld­ar jafn­framt sam­skipti við end­ur­söluaðila og birgja.
Kaptio Tra­vel, aðalvara Kaptio, hjálpar ferðaskrif­stof­um og ferðaskipu­leggj­end­um að halda utan um tilboðsferli og bók­an­ir viðskipta­vina sinna á skil­virk­ari hátt en áður og auðveld­ar jafn­framt sam­skipti við end­ur­söluaðila og birgja.
Auglýsing

Íslenska tækni­fyr­ir­tækið Kaptio ehf. hefur feng­ið fjár­mögnun upp á 325 millj­ónir króna frá tveimur sjóð­um, hin­um ­ís­lenska Frum­taki 2 og banda­ríska áhættu­fjár­fest­inga­sjóðnum Capi­tal A Partner­s, og fyrrum fjár­fest­um, Nýsköp­un­ar­sjóði atvinnu­lífs­ins og Kaski. Fjár­mögnun er liður í því að gera Kaptio kleift að styrkja vöru á Kaptio Tra­vel lausn­inni á Bret­lands­mark­aði og und­ir­búa frek­ari vöxt fyr­ir­tæk­is­ins alþjóð­lega. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá fyr­ir­tæk­inu.

Þetta er í annað sinn sem Kaptio fær utan­að­kom­andi fjár­mögn­un, en snemma árs 2015 til­kynnti fyr­ir­tækið um nýja fjár­mögnun frá Nýsköp­un­ar­sjóði atvinnu­lífs­ins og Kaski ehf. fjár­fest­inga­fé­lagi, upp á 120 millj­ónir króna. Áhættu­fjár­fest­inga­sjóð­ur­inn Capi­tal A Partners fjár­festir í ungum tækni­fyr­ir­tækjum á Norð­ur­lönd­unum og í Banda­ríkj­unum og sér­hæfir sig í að aðstoða nor­ræn fyr­ir­tæki í þeirra eigna­safn­i að nálg­ast banda­rískan mark­að. Sjóð­ur­inn er með skrif­stofur í Stokk­hólmi í Sví­þjóð og Charleston í Suð­ur­-Kar­ólínu.

Kaptio var stofnað árið 2009 af Arn­ari Lauf­dal Ólafs­syni og Ragn­ari ­Fjöln­is­syni. Höf­uð­stöðvar fyr­ir­tæk­is­ins eru í Hlíð­ar­smára í Kópa­vogi. Kapti­o opn­aði í febr­úar sölu­skrift­stofu í London. Fyrir rak fyr­ir­tæk­ið ­þró­un­ar­skrif­stofur í Heidel­berg í Þýska­landi og í Minsk í Hvíta-Rúss­landi. Fjöldi starfs­manna telur 16 manns. Kaptio Tra­vel, aðal­vara Kaptio, hjálpar ferða­skrif­­stof­um og ferða­skipu­­leggj­end­um að halda utan um til­boðs­ferli og bók­an­ir við­skipta­vina sinna á skil­­virk­­ari hátt en áður og auð­veld­ar jafn­­framt sam­­skipti við end­­ur­­sölu­að­ila og birgja. Hug­­bún­að­ar­lausn­in er hönnuð sem við­bót við Sa­­les­force.com við­skipta­tengsla­kerf­ið (CRM) en Sa­­les­­force er eitt þekktasta fyr­ir­tæki á sínu sviði í heim­in­um.

Auglýsing

Í til­kynn­ing­unni er haft eftir Arn­ari Lauf­dal, fram­kvæmda­stjóra Kaptio, að fjár­mögn­unin sé lyk­ill­inn að þeim verk­efnum sem ­fyr­ir­tækið ætlar í á Bret­lands­mark­aði á næst­unn­i. „Við erum byrjuð að mark­aðs­setja Kaptio Tra­vel hug­bún­að­inn okkar þar, sem er sér­lausn hönnuð fyrir ferða­þjón­ustu­geir­ann. Þetta er ein­stök vara á sínu sviði og umbyltir verk­lagi og verk­ferlum þegar kemur að til­boðum og ­bók­un­um. Hag­ræð­ingin og þæg­indin er ótví­ræð fyrir selj­and­ann en að sama skapi ­færi kaup­andi ferða­þjón­ustu per­sónu­legri og meira sér­sniðna þjón­ust­u.“

Kaptio er til­nefnt í tveimur flokkum á Nor­dic Startups Awards í ár, ann­ars­vegar í flokki „Best Exponential Startup“ og hins­vegar í flokki „CTO Her­o of the Year“, þar sem Ragnar Fjöln­is­son er til­nefnd­ur. 

Meira úr sama flokkiInnlent
None