Hið íslenska Kaptio fær fjármögnun upp á 325 milljónir

Kaptio Tra­vel, aðalvara Kaptio, hjálpar ferðaskrif­stof­um og ferðaskipu­leggj­end­um að halda utan um tilboðsferli og bók­an­ir viðskipta­vina sinna á skil­virk­ari hátt en áður og auðveld­ar jafn­framt sam­skipti við end­ur­söluaðila og birgja.
Kaptio Tra­vel, aðalvara Kaptio, hjálpar ferðaskrif­stof­um og ferðaskipu­leggj­end­um að halda utan um tilboðsferli og bók­an­ir viðskipta­vina sinna á skil­virk­ari hátt en áður og auðveld­ar jafn­framt sam­skipti við end­ur­söluaðila og birgja.
Auglýsing

Íslenska tækni­fyr­ir­tækið Kaptio ehf. hefur feng­ið fjár­mögnun upp á 325 millj­ónir króna frá tveimur sjóð­um, hin­um ­ís­lenska Frum­taki 2 og banda­ríska áhættu­fjár­fest­inga­sjóðnum Capi­tal A Partner­s, og fyrrum fjár­fest­um, Nýsköp­un­ar­sjóði atvinnu­lífs­ins og Kaski. Fjár­mögnun er liður í því að gera Kaptio kleift að styrkja vöru á Kaptio Tra­vel lausn­inni á Bret­lands­mark­aði og und­ir­búa frek­ari vöxt fyr­ir­tæk­is­ins alþjóð­lega. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá fyr­ir­tæk­inu.

Þetta er í annað sinn sem Kaptio fær utan­að­kom­andi fjár­mögn­un, en snemma árs 2015 til­kynnti fyr­ir­tækið um nýja fjár­mögnun frá Nýsköp­un­ar­sjóði atvinnu­lífs­ins og Kaski ehf. fjár­fest­inga­fé­lagi, upp á 120 millj­ónir króna. Áhættu­fjár­fest­inga­sjóð­ur­inn Capi­tal A Partners fjár­festir í ungum tækni­fyr­ir­tækjum á Norð­ur­lönd­unum og í Banda­ríkj­unum og sér­hæfir sig í að aðstoða nor­ræn fyr­ir­tæki í þeirra eigna­safn­i að nálg­ast banda­rískan mark­að. Sjóð­ur­inn er með skrif­stofur í Stokk­hólmi í Sví­þjóð og Charleston í Suð­ur­-Kar­ólínu.

Kaptio var stofnað árið 2009 af Arn­ari Lauf­dal Ólafs­syni og Ragn­ari ­Fjöln­is­syni. Höf­uð­stöðvar fyr­ir­tæk­is­ins eru í Hlíð­ar­smára í Kópa­vogi. Kapti­o opn­aði í febr­úar sölu­skrift­stofu í London. Fyrir rak fyr­ir­tæk­ið ­þró­un­ar­skrif­stofur í Heidel­berg í Þýska­landi og í Minsk í Hvíta-Rúss­landi. Fjöldi starfs­manna telur 16 manns. Kaptio Tra­vel, aðal­vara Kaptio, hjálpar ferða­skrif­­stof­um og ferða­skipu­­leggj­end­um að halda utan um til­boðs­ferli og bók­an­ir við­skipta­vina sinna á skil­­virk­­ari hátt en áður og auð­veld­ar jafn­­framt sam­­skipti við end­­ur­­sölu­að­ila og birgja. Hug­­bún­að­ar­lausn­in er hönnuð sem við­bót við Sa­­les­force.com við­skipta­tengsla­kerf­ið (CRM) en Sa­­les­­force er eitt þekktasta fyr­ir­tæki á sínu sviði í heim­in­um.

Auglýsing

Í til­kynn­ing­unni er haft eftir Arn­ari Lauf­dal, fram­kvæmda­stjóra Kaptio, að fjár­mögn­unin sé lyk­ill­inn að þeim verk­efnum sem ­fyr­ir­tækið ætlar í á Bret­lands­mark­aði á næst­unn­i. „Við erum byrjuð að mark­aðs­setja Kaptio Tra­vel hug­bún­að­inn okkar þar, sem er sér­lausn hönnuð fyrir ferða­þjón­ustu­geir­ann. Þetta er ein­stök vara á sínu sviði og umbyltir verk­lagi og verk­ferlum þegar kemur að til­boðum og ­bók­un­um. Hag­ræð­ingin og þæg­indin er ótví­ræð fyrir selj­and­ann en að sama skapi ­færi kaup­andi ferða­þjón­ustu per­sónu­legri og meira sér­sniðna þjón­ust­u.“

Kaptio er til­nefnt í tveimur flokkum á Nor­dic Startups Awards í ár, ann­ars­vegar í flokki „Best Exponential Startup“ og hins­vegar í flokki „CTO Her­o of the Year“, þar sem Ragnar Fjöln­is­son er til­nefnd­ur. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hikaði ekki „eina mínútu“ við að skrá sig í bakvarðasveitina
Þrátt fyrir að hafa glímt við flókin veikindi í nokkur ár skráði hjúkrunarfræðingurinn Kristín Bára Bryndísardóttir sig í bakvarðasveit heilbrigðisþjónustunnar. Þrátt fyrir að álagið á Landspítalanum sé gríðarlegt í augnablikinu óttast hún ekki bakslag.
Kjarninn 10. apríl 2020
Forstjórar í Kauphöll voru með 4,7 milljónir á mánuði að meðaltali
Í Kauphöll Íslands ráða 20 karlar 20 félögum. Meðallaun þeirra í fyrra voru rúmlega sjö sinnum hærri en miðgildi heildarlauna landsmanna á árinu 2018.
Kjarninn 10. apríl 2020
Berglind Rós Magnúsdóttir
Umhyggjuhagkerfið og arðrán ástarkraftsins
Kjarninn 9. apríl 2020
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Engin ákvörðun verið tekin um að halda Íslandi lokuðu þar til að bóluefni finnst
Ummæli Lilju D. Alfreðsdóttur, um að bóluefni við kórónuveirunni sé forsenda þess að hægt sé að opna Ísland að nýju fyrir ferðamönnum, hafa vakið athygli. Nú hefur ráðherra ferðamála stigið fram og sagt enga ákvörðun hafa verið tekna um málið.
Kjarninn 9. apríl 2020
Kristín Ólafsdóttir og Vilborg Oddsdóttir
Ekki gleyma þeim!
Kjarninn 9. apríl 2020
Landspítalinn fékk 17 öndunarvélar frá 14 íslenskum fyrirtækjum
Nokkur íslensk fyrirtæki, sem vilja ekki láta nafns síns getið, hafa gefið Landspítalanum fullkomnar öndunarvélar og ýmsan annan búnað. Með því vilja þau leggja sitt að mörkum við að styðja við íslenskt heilbrigðiskerfi á erfiðum tímum.
Kjarninn 9. apríl 2020
180⁰ Reglan
180⁰ Reglan
180° Reglan – Kvikmyndagerð í skugga COVID-19
Kjarninn 9. apríl 2020
Fleiri náðu bata í gær en greindust með virk COVID-smit
Þeim sem eru með virk COVID-smit á Íslandi fækkaði um 23 á milli daga. Það fækkaði einnig um tvo á gjörgæslu.
Kjarninn 9. apríl 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None