Hið íslenska Kaptio fær fjármögnun upp á 325 milljónir

Kaptio Tra­vel, aðalvara Kaptio, hjálpar ferðaskrif­stof­um og ferðaskipu­leggj­end­um að halda utan um tilboðsferli og bók­an­ir viðskipta­vina sinna á skil­virk­ari hátt en áður og auðveld­ar jafn­framt sam­skipti við end­ur­söluaðila og birgja.
Kaptio Tra­vel, aðalvara Kaptio, hjálpar ferðaskrif­stof­um og ferðaskipu­leggj­end­um að halda utan um tilboðsferli og bók­an­ir viðskipta­vina sinna á skil­virk­ari hátt en áður og auðveld­ar jafn­framt sam­skipti við end­ur­söluaðila og birgja.
Auglýsing

Íslenska tækni­fyr­ir­tækið Kaptio ehf. hefur feng­ið fjár­mögnun upp á 325 millj­ónir króna frá tveimur sjóð­um, hin­um ­ís­lenska Frum­taki 2 og banda­ríska áhættu­fjár­fest­inga­sjóðnum Capi­tal A Partner­s, og fyrrum fjár­fest­um, Nýsköp­un­ar­sjóði atvinnu­lífs­ins og Kaski. Fjár­mögnun er liður í því að gera Kaptio kleift að styrkja vöru á Kaptio Tra­vel lausn­inni á Bret­lands­mark­aði og und­ir­búa frek­ari vöxt fyr­ir­tæk­is­ins alþjóð­lega. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá fyr­ir­tæk­inu.

Þetta er í annað sinn sem Kaptio fær utan­að­kom­andi fjár­mögn­un, en snemma árs 2015 til­kynnti fyr­ir­tækið um nýja fjár­mögnun frá Nýsköp­un­ar­sjóði atvinnu­lífs­ins og Kaski ehf. fjár­fest­inga­fé­lagi, upp á 120 millj­ónir króna. Áhættu­fjár­fest­inga­sjóð­ur­inn Capi­tal A Partners fjár­festir í ungum tækni­fyr­ir­tækjum á Norð­ur­lönd­unum og í Banda­ríkj­unum og sér­hæfir sig í að aðstoða nor­ræn fyr­ir­tæki í þeirra eigna­safn­i að nálg­ast banda­rískan mark­að. Sjóð­ur­inn er með skrif­stofur í Stokk­hólmi í Sví­þjóð og Charleston í Suð­ur­-Kar­ólínu.

Kaptio var stofnað árið 2009 af Arn­ari Lauf­dal Ólafs­syni og Ragn­ari ­Fjöln­is­syni. Höf­uð­stöðvar fyr­ir­tæk­is­ins eru í Hlíð­ar­smára í Kópa­vogi. Kapti­o opn­aði í febr­úar sölu­skrift­stofu í London. Fyrir rak fyr­ir­tæk­ið ­þró­un­ar­skrif­stofur í Heidel­berg í Þýska­landi og í Minsk í Hvíta-Rúss­landi. Fjöldi starfs­manna telur 16 manns. Kaptio Tra­vel, aðal­vara Kaptio, hjálpar ferða­skrif­­stof­um og ferða­skipu­­leggj­end­um að halda utan um til­boðs­ferli og bók­an­ir við­skipta­vina sinna á skil­­virk­­ari hátt en áður og auð­veld­ar jafn­­framt sam­­skipti við end­­ur­­sölu­að­ila og birgja. Hug­­bún­að­ar­lausn­in er hönnuð sem við­bót við Sa­­les­force.com við­skipta­tengsla­kerf­ið (CRM) en Sa­­les­­force er eitt þekktasta fyr­ir­tæki á sínu sviði í heim­in­um.

Auglýsing

Í til­kynn­ing­unni er haft eftir Arn­ari Lauf­dal, fram­kvæmda­stjóra Kaptio, að fjár­mögn­unin sé lyk­ill­inn að þeim verk­efnum sem ­fyr­ir­tækið ætlar í á Bret­lands­mark­aði á næst­unn­i. „Við erum byrjuð að mark­aðs­setja Kaptio Tra­vel hug­bún­að­inn okkar þar, sem er sér­lausn hönnuð fyrir ferða­þjón­ustu­geir­ann. Þetta er ein­stök vara á sínu sviði og umbyltir verk­lagi og verk­ferlum þegar kemur að til­boðum og ­bók­un­um. Hag­ræð­ingin og þæg­indin er ótví­ræð fyrir selj­and­ann en að sama skapi ­færi kaup­andi ferða­þjón­ustu per­sónu­legri og meira sér­sniðna þjón­ust­u.“

Kaptio er til­nefnt í tveimur flokkum á Nor­dic Startups Awards í ár, ann­ars­vegar í flokki „Best Exponential Startup“ og hins­vegar í flokki „CTO Her­o of the Year“, þar sem Ragnar Fjöln­is­son er til­nefnd­ur. 

Tveir framkvæmdastjórar láta af störfum hjá Íslandspósti
Mikil hagræðing og kostnaðaraðhald er framundan hjá Íslandspósti. Framkvæmdastjórum fyrirtækisins hefur verið fækkað úr fimm í þrjá.
Kjarninn 25. júní 2019
Þóra Kristín Þórsdóttir
Frá #konurtala til #konurþagna?
Kjarninn 25. júní 2019
Rúmlega þúsund kröfur vegna Gaman ferða
Alls bárust Ferðamálastofu 1.038 kröfur vegna Gaman ferða sem hættu starfsemi fyrr á árinu í kjölfar gjaldþrots WOW air. Ferðaskrifstofan var í 49 prósent eigu WOW air.
Kjarninn 25. júní 2019
Libra skjálfti hjá seðlabönkum
Áform Facebook um að setja í loftið Libra rafmyntina á næsta ári hafa valdið miklum titringi hjá seðlabönkum. Hver verða áhrifin? Þegar stórt er spurt, er fátt um svör og óvissan virðist valda áhyggjum hjá seðlabönkum heimsins.
Kjarninn 24. júní 2019
Lögfræðikostnaður vegna orkupakkans rúmlega 16 milljónir
Lögfræðiráðgjafar var aflað frá sex aðilum.
Kjarninn 24. júní 2019
Helga Dögg Sverrisdóttir
Þörf á rannsóknum á ofbeldi í garð kennara hér á landi
Kjarninn 24. júní 2019
Stuðningur við þriðja orkupakkan eykst mest meðal kjósenda Vinstri grænna
90 prósent kjósenda Miðflokksins eru mjög eða frekar andvíg innleiðingu þriðja orkupakkans.
Kjarninn 24. júní 2019
Vilja koma böndum á óhóflega sykurneyslu landsmanna
Skipaður hefur starfshópur til að innleiða aðgerðaáætlun Embættis landlæknis til að draga úr sykurneyslu landsmanna. Landlæknir telur að vörugjöld og skattlagning á sykruð matvæli sé sú aðgerð sem beri hvað mestan árangur þegar draga á úr sykurneyslu.
Kjarninn 24. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None