Stjórnarandstaðan boðar tillögu um þingrof og kosningar

Stjórnarandstaðan
Auglýsing

Stjórn­ar­and­staðan ætlar að leggja fram sam­eig­in­lega til­lögu um þing­rof og að það verði boðað til kosn­inga í kjöl­far­ið. For­ystu­menn stjórn­ar­and­stöðu­flokk­anna vilja að fundað verði sem fyrst ­með umboðs­manni Alþingis í stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd þings­ins til að fara yfir mál­ið. 

Árni Páll Árna­son, for­maður Sam­fylk­ing­ar, segir við RÚV að þjóðin hafi verið „leynd upp­lýs­ingum fyrir síð­ustu kosn­ingar og það er eðli­legt að spilin séu stokkuð og gefið upp á nýtt.“ 

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­maður Vinstri-grænna, segir á Face­book-­síðu sinni að það sé trún­að­ar­brestur milli almenn­ings í land­inu og ráða­manna, „sem hafa valið að deila ekki kjörum með þjóð­inni heldur auð­mönnum sem geyma eignir sínar í skatta­skjólum á sama tíma og Ísland hefur und­ir­geng­ist alþjóð­legar skuld­bind­ingar um að útrýma skatta­skjól­u­m.“ Ráð­leg­ast væri því að rjúfa þing og efna til kosn­inga.

Auglýsing

Birgitta Jóns­dótt­ir, þing­maður Pírata, sagði fyrst frá þing­rof­s­til­lög­unni í Síð­deg­is­út­varp­inu á Rás 2 um klukkan hálf sex í kvöld.

For­menn allra stjórn­ar­and­stöðu­flokk­anna fund­uðu í Al­þing­is­hús­inu í dag klukkan 15. Þeim fundi lauk klukku­tíma síðar og nú standa ­yfir fundir hjá þing­flokkum Pírata, Vinstri grænna, Sam­fylk­ingar og Bjartr­ar­ fram­tíð­ar. Von er á sam­eig­in­legri til­kynn­ingu frá stjórn­ar­and­stöðu­flokk­un­um þegar þeim fundum lýk­ur.

Þing­rof hefur fyrst og fremst þau áhrif að boðað er til kosn­inga og þing­störfum lýkur fljót­lega eftir að til­kynn­ingin hefur verið lesin upp eða gefin út.  Það er því ein­ungis við sér­stakar aðstæður sem þing er rof­ið, það er ef boða á kosn­ingar á öðrum tíma en í lok hefð­bund­ins kjör­tíma­bils. Þannig var til að mynda farið að á vor­þingi 2009 en auk þess eru tíu dæmi í sögu þings­ins um að þing­rofi hafi verið beitt. Það er for­sæt­is­ráð­herra sem rýfur þing.

Birgitta sagði í sam­tali við Síð­deg­is­út­varpið að krafa um þing­rof væri lík­leg. Það gengur lengra en að leggja ein­ungis fram van­traust­til­lögu á Sig­mund Davíð Gunn­laugs­son for­sæt­is­ráð­herra likt og rætt hefur verið um með­al­ ­stjórn­ar­and­stöð­unnar til þessa. Ástæða þess­arra aðgerða er opin­berun á eign­ar­haldi eig­in­konu Sig­mundar Dav­íðs Gunn­laugs­sonar á eign­ar­halds­fé­lag­in­u Wintris, sem er skráð til heim­ilis á Bresku Jóm­frú­areyj­un­um. Félagið er auk þess kröfu­hafi í slitabú allra þriggja föllnu bank­anna. Sam­tals nema kröf­ur þess 523 millj­ónum króna.

Til við­bótar var upp­lýst í gær að bæði for­maður og vara­for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, Bjarni Bene­dikts­son og Ólöf Nor­dal, tengdust aflands­fé­lög­um. Þau eiga þó engar eignir í slíkum í dag en eignir eig­in­kon­u ­for­sæt­is­ráð­herra í Wintris nema um 1,2 millj­arði króna sam­kvæmt opin­berum skatta­gögn­um.

Fréttin hefur verið upp­færð.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hópur fólks mótmælti fyrir utan höfuðstöðvar Landsbankans árið 2016 vegna Borgunarmálsins.
Eignarhaldsfélagið Borgun hefur tvöfaldað fjárfestingu sína í Borgun
Félag sem keypti hlut ríkisbanka í greiðslumiðlunarfyrirtækinu Borgun bak við luktar dyr haustið 2014 hefur fengið háar arðgreiðslur, selt hlut sinn og haldið eftir verðmætum bréfum í Visa Inc. Eigendur þess hafa tvöfaldað upphaflega fjárfestingu sína.
Kjarninn 9. ágúst 2020
Aðdáendur GusGus gefa út ljósmyndabók um hljómsveitina
Á aldarfjórðungsafmæli raftónlistarhljómsveitarinnar GusGus safnar hópur aðdáenda fyrir útgáfu bókar um feril hennar.
Kjarninn 9. ágúst 2020
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Kyrkingartakið
Kjarninn 9. ágúst 2020
Ólafur Elíasson
Þetta er nú meira klúðrið
Kjarninn 9. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason og Kári Stefánsson.
Kári og Þórólfur kalla eftir hagrænu uppgjöri stjórnvalda
„Stjórnvöld eiga nú að segja hvað þau vilja,“ segir Kári Stefánsson. „Ef við viljum halda veirunni í lágmarki þá þurfum við að gera þetta eins og við höfum verið að gera,“ segir Þórólfur Guðnason. Hagrænt uppgjör vanti frá stjórnvöldum.
Kjarninn 9. ágúst 2020
Einn sjúklingur með COVID-19 liggur á gjörgæsludeild Landspítalans.
114 með COVID-19 – 962 í sóttkví
Þrjú ný innanlandssmit af kórónuveirunni greindust hér á landi í gær. Ekkert virkt smit greindist við landamærin.114 manns eru nú með COVID-19 og í einangrun.
Kjarninn 9. ágúst 2020
Flaug 6.000 kílómetra yfir hafið og heim
Sástu spóa suð‘r í flóa í sumar? Ef hann er ekki þegar floginn til vetrarstöðvanna eru allar líkur á því að hann sé að undirbúa brottför. Spóinn Ékéké kom hingað í vor. Flakkaði um landið áður en hún flaug beinustu leið til Vestur-Afríku.
Kjarninn 9. ágúst 2020
Rúllustigarnir eru enn tómir. En listaverkin eru komin á sinn stað.
Loksins – eftir 13 ára seinkun
Þegar tilkynnt var um byggingu nýs flugvallar og flugstöðvar í Berlín árið 1996 átti framkvæmdum að ljúka árið 2007. Nú hillir undir að hann verði tekinn í notkun, þrettán árum á eftir áætlun.
Kjarninn 9. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None