Stjórnarandstaðan boðar tillögu um þingrof og kosningar

Stjórnarandstaðan
Auglýsing

Stjórn­ar­and­staðan ætlar að leggja fram sam­eig­in­lega til­lögu um þing­rof og að það verði boðað til kosn­inga í kjöl­far­ið. For­ystu­menn stjórn­ar­and­stöðu­flokk­anna vilja að fundað verði sem fyrst ­með umboðs­manni Alþingis í stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd þings­ins til að fara yfir mál­ið. 

Árni Páll Árna­son, for­maður Sam­fylk­ing­ar, segir við RÚV að þjóðin hafi verið „leynd upp­lýs­ingum fyrir síð­ustu kosn­ingar og það er eðli­legt að spilin séu stokkuð og gefið upp á nýtt.“ 

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­maður Vinstri-grænna, segir á Face­book-­síðu sinni að það sé trún­að­ar­brestur milli almenn­ings í land­inu og ráða­manna, „sem hafa valið að deila ekki kjörum með þjóð­inni heldur auð­mönnum sem geyma eignir sínar í skatta­skjólum á sama tíma og Ísland hefur und­ir­geng­ist alþjóð­legar skuld­bind­ingar um að útrýma skatta­skjól­u­m.“ Ráð­leg­ast væri því að rjúfa þing og efna til kosn­inga.

Auglýsing

Birgitta Jóns­dótt­ir, þing­maður Pírata, sagði fyrst frá þing­rof­s­til­lög­unni í Síð­deg­is­út­varp­inu á Rás 2 um klukkan hálf sex í kvöld.

For­menn allra stjórn­ar­and­stöðu­flokk­anna fund­uðu í Al­þing­is­hús­inu í dag klukkan 15. Þeim fundi lauk klukku­tíma síðar og nú standa ­yfir fundir hjá þing­flokkum Pírata, Vinstri grænna, Sam­fylk­ingar og Bjartr­ar­ fram­tíð­ar. Von er á sam­eig­in­legri til­kynn­ingu frá stjórn­ar­and­stöðu­flokk­un­um þegar þeim fundum lýk­ur.

Þing­rof hefur fyrst og fremst þau áhrif að boðað er til kosn­inga og þing­störfum lýkur fljót­lega eftir að til­kynn­ingin hefur verið lesin upp eða gefin út.  Það er því ein­ungis við sér­stakar aðstæður sem þing er rof­ið, það er ef boða á kosn­ingar á öðrum tíma en í lok hefð­bund­ins kjör­tíma­bils. Þannig var til að mynda farið að á vor­þingi 2009 en auk þess eru tíu dæmi í sögu þings­ins um að þing­rofi hafi verið beitt. Það er for­sæt­is­ráð­herra sem rýfur þing.

Birgitta sagði í sam­tali við Síð­deg­is­út­varpið að krafa um þing­rof væri lík­leg. Það gengur lengra en að leggja ein­ungis fram van­traust­til­lögu á Sig­mund Davíð Gunn­laugs­son for­sæt­is­ráð­herra likt og rætt hefur verið um með­al­ ­stjórn­ar­and­stöð­unnar til þessa. Ástæða þess­arra aðgerða er opin­berun á eign­ar­haldi eig­in­konu Sig­mundar Dav­íðs Gunn­laugs­sonar á eign­ar­halds­fé­lag­in­u Wintris, sem er skráð til heim­ilis á Bresku Jóm­frú­areyj­un­um. Félagið er auk þess kröfu­hafi í slitabú allra þriggja föllnu bank­anna. Sam­tals nema kröf­ur þess 523 millj­ónum króna.

Til við­bótar var upp­lýst í gær að bæði for­maður og vara­for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, Bjarni Bene­dikts­son og Ólöf Nor­dal, tengdust aflands­fé­lög­um. Þau eiga þó engar eignir í slíkum í dag en eignir eig­in­kon­u ­for­sæt­is­ráð­herra í Wintris nema um 1,2 millj­arði króna sam­kvæmt opin­berum skatta­gögn­um.

Fréttin hefur verið upp­færð.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Á Fossvogsbletti 2 stendur einbýlishús og geymsluhúsnæði.
Borgin steig inn í 140 milljóna fasteignakaup í Fossvogsdal
Borgarráð Reykjavíkurborgar samþykkti á dögunum að nýta forkaupsrétt sinn að fasteignum á Fossvogsbletti 2. Fjárfestingafélag ætlaði að kaupa eignina á 140 milljónir og gengur borgin inn í þau viðskipti.
Kjarninn 27. júní 2022
Sífellt fleiri notendur kjósa að nálgast sjónvarpsþjónustu í gegnum aðrar leiðir en með leigu á myndlykli.
Enn dregst leiga á myndlyklum saman en tekjur vegna sjónvarps halda áfram að aukast
Tekjur fjarskiptafyrirtækja vegna sjónvarpsþjónustu hafa rokið upp á síðustu árum. Þær voru 3,8 milljarðar króna á árinu 2017 en 14,9 milljarðar króna í fyrra. Þorri nýrra tekna í fyrra var vegna sjónvarpsþjónustu.
Kjarninn 27. júní 2022
Hagstofan býst við að hagvöxtur verði enn kröftugri en spáð var í lok vetrar
Hagstofan býst við því að hagvöxtur verði 5,1 prósent á árinu og 2,9 prósent á næsta ári, samkvæmt nýrri þjóðhagsspá. Búist er við því að um 1,6 milljónir ferðamanna sæki landið heim í ár, en fyrri spá gerði ráð fyrir 1,4 milljónum ferðamanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er utanríkisráðherra.
Telja að upplýsingar um fjölda sérstakra vegabréfa geti skaðað tengsl við önnur ríki
Utanríkisráðuneytið vill ekki segja hversu mörg sérstök vegabréf það hefur gefið út til útlendinga á grundvelli nýlegrar reglugerðar. Það telur ekki hægt að útiloka neikvæð viðbrögð ótilgreindra erlendra stjórnvalda ef þau frétta af vegabréfaútgáfunni.
Kjarninn 27. júní 2022
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Fjármálaráðuneytið segist ekki hafa yfirlit yfir fjársópseignirnar sem seldar voru leynilega
Fjármála- og efnahagsráðuneytið segist ekki hafa komið að ákvörðunum um ráðstöfun eigna sem féllu íslenska ríkinu í skaut vegna stöðugleikasamninga við kröfuhafa föllnu bankanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Frá brautarpalli við aðallestarstöðina í þýsku borginni Speyer. Ef til vill hafa einhverjir þessara farþega nýtt sér níu evru miðann.
Aðgangur að almenningssamgöngum í heilan mánuð fyrir níu evrur
Níu evru miðinn gildir í allar svæðisbundnar samgöngur í Þýskalandi til loka ágústmánaðar. Þetta samgönguátak er hluti af aðgerðapakka stjórnvalda vegna vaxandi verðbólgu og hækkandi orkuverðs en er einnig ætlað að stuðla að umhverfisvænni ferðavenjum.
Kjarninn 26. júní 2022
Steingrímur J. Sigfússon hætti á þingi í fyrrahaust. Síðan þá hefur hann verið skipaður til að leiða tvo hópa á vegum ríkisstjórnarinnar.
Steingrímur J., Óli Björn og Eygló skipuð í stýrihóp til að endurskoða örorkukerfið
Fyrrverandi formaður Vinstri grænna, þingmaður Sjálfstæðisflokks, fyrrverandi félagsmálaráðherra og aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar mynda stýrihóp sem á að endurskoða örorkulífeyriskerfið. Hópurinn á að skila af sér eftir tvö ár. Ingu Sæland er óglatt.
Kjarninn 26. júní 2022
Örn Bárður Jónsson
Veðurfræðingar án framtíðar!
Kjarninn 26. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent
None