Stjórnarandstaðan boðar tillögu um þingrof og kosningar

Stjórnarandstaðan
Auglýsing

Stjórn­ar­and­staðan ætlar að leggja fram sam­eig­in­lega til­lögu um þing­rof og að það verði boðað til kosn­inga í kjöl­far­ið. For­ystu­menn stjórn­ar­and­stöðu­flokk­anna vilja að fundað verði sem fyrst ­með umboðs­manni Alþingis í stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd þings­ins til að fara yfir mál­ið. 

Árni Páll Árna­son, for­maður Sam­fylk­ing­ar, segir við RÚV að þjóðin hafi verið „leynd upp­lýs­ingum fyrir síð­ustu kosn­ingar og það er eðli­legt að spilin séu stokkuð og gefið upp á nýtt.“ 

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­maður Vinstri-grænna, segir á Face­book-­síðu sinni að það sé trún­að­ar­brestur milli almenn­ings í land­inu og ráða­manna, „sem hafa valið að deila ekki kjörum með þjóð­inni heldur auð­mönnum sem geyma eignir sínar í skatta­skjólum á sama tíma og Ísland hefur und­ir­geng­ist alþjóð­legar skuld­bind­ingar um að útrýma skatta­skjól­u­m.“ Ráð­leg­ast væri því að rjúfa þing og efna til kosn­inga.

Auglýsing

Birgitta Jóns­dótt­ir, þing­maður Pírata, sagði fyrst frá þing­rof­s­til­lög­unni í Síð­deg­is­út­varp­inu á Rás 2 um klukkan hálf sex í kvöld.

For­menn allra stjórn­ar­and­stöðu­flokk­anna fund­uðu í Al­þing­is­hús­inu í dag klukkan 15. Þeim fundi lauk klukku­tíma síðar og nú standa ­yfir fundir hjá þing­flokkum Pírata, Vinstri grænna, Sam­fylk­ingar og Bjartr­ar­ fram­tíð­ar. Von er á sam­eig­in­legri til­kynn­ingu frá stjórn­ar­and­stöðu­flokk­un­um þegar þeim fundum lýk­ur.

Þing­rof hefur fyrst og fremst þau áhrif að boðað er til kosn­inga og þing­störfum lýkur fljót­lega eftir að til­kynn­ingin hefur verið lesin upp eða gefin út.  Það er því ein­ungis við sér­stakar aðstæður sem þing er rof­ið, það er ef boða á kosn­ingar á öðrum tíma en í lok hefð­bund­ins kjör­tíma­bils. Þannig var til að mynda farið að á vor­þingi 2009 en auk þess eru tíu dæmi í sögu þings­ins um að þing­rofi hafi verið beitt. Það er for­sæt­is­ráð­herra sem rýfur þing.

Birgitta sagði í sam­tali við Síð­deg­is­út­varpið að krafa um þing­rof væri lík­leg. Það gengur lengra en að leggja ein­ungis fram van­traust­til­lögu á Sig­mund Davíð Gunn­laugs­son for­sæt­is­ráð­herra likt og rætt hefur verið um með­al­ ­stjórn­ar­and­stöð­unnar til þessa. Ástæða þess­arra aðgerða er opin­berun á eign­ar­haldi eig­in­konu Sig­mundar Dav­íðs Gunn­laugs­sonar á eign­ar­halds­fé­lag­in­u Wintris, sem er skráð til heim­ilis á Bresku Jóm­frú­areyj­un­um. Félagið er auk þess kröfu­hafi í slitabú allra þriggja föllnu bank­anna. Sam­tals nema kröf­ur þess 523 millj­ónum króna.

Til við­bótar var upp­lýst í gær að bæði for­maður og vara­for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, Bjarni Bene­dikts­son og Ólöf Nor­dal, tengdust aflands­fé­lög­um. Þau eiga þó engar eignir í slíkum í dag en eignir eig­in­kon­u ­for­sæt­is­ráð­herra í Wintris nema um 1,2 millj­arði króna sam­kvæmt opin­berum skatta­gögn­um.

Fréttin hefur verið upp­færð.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ferðamaður að koma inn á sóttkvíarhótel í Melbourne.
Fólk yfir fimmtugu fær ekki lengur bóluefni Pfizer
Til að hraða bólusetningum í Ástralíu hefur verið gripið til þess ráðs að gera bóluefni AstraZeneca að fyrsta kosti hjá fimmtíu ára og eldri. Yngra fólk og framlínustarfsmenn munu áfram fá efnið frá Pfizer.
Kjarninn 23. apríl 2021
S4S starfrækir fjölda skóbúða í Kringlunni og Smáralind, þar á meðal Steinar Waage.
Nýttu hlutastarfaleið fyrir tugi starfsmanna en stefna nú að 230 milljóna arðgreiðslu
S4S sem rekur fjölda skóbúða nýtti hlutastarfaleiðina fyrir 52 starfsmenn í mars og apríl í fyrra. Í ársskýrslu S4S segir að faraldurinn hafi haft „verulega jákvæð áhrif á sölu félagsins“ en stjórnin leggur til að 230 milljónir verði greiddar í arð.
Kjarninn 23. apríl 2021
Eyrún Magnúsdóttir
Þess vegna þarf að segja fréttir
Kjarninn 23. apríl 2021
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Seðlabankastjóri segir að Íslandi sé að miklu leyti stjórnað af hagsmunahópum
Ásgeir Jónsson er mjög ósáttur með það að Samherji hafi kært fimm starfsmenn bankans og skilur ekki af hverju málinu sé ekki vísað frá. Hann segir að peningastefna Seðlabanka Íslands sé velferðarstefna.
Kjarninn 23. apríl 2021
Amazon-frumskógurinn er stærsti regnskógur veraldar.
Greiða háar fjárhæðir til að fá að vernda regnskóg
Þeir fá hvorki timbur, jarðefni né uppskeru af fjárfestingu sinni. Það eina sem þeir fá fyrir að setja 1 milljarð bandaríkjadala í verkefnið er heiður og virðing og vonandi bjartari framtíð fyrir sig og sína.
Kjarninn 22. apríl 2021
Atli Þór Fanndal
„Þrátt fyrir stöku mótmæli“
Kjarninn 22. apríl 2021
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri
AGS mælir með þrengri skilyrðum á húsnæðislánum
Seðlabankinn ætti að beita þjóðhagsvarúðartækjum sínum til að takmarka hlut íbúðalána hjá bönkunum eða tryggja endurgreiðslugetu lánanna, að mati Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.
Kjarninn 22. apríl 2021
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 35. þáttur: Nunnusjóguninn I
Kjarninn 22. apríl 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None