Stjórnarandstaðan boðar tillögu um þingrof og kosningar

Stjórnarandstaðan
Auglýsing

Stjórn­ar­and­staðan ætlar að leggja fram sam­eig­in­lega til­lögu um þing­rof og að það verði boðað til kosn­inga í kjöl­far­ið. For­ystu­menn stjórn­ar­and­stöðu­flokk­anna vilja að fundað verði sem fyrst ­með umboðs­manni Alþingis í stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd þings­ins til að fara yfir mál­ið. 

Árni Páll Árna­son, for­maður Sam­fylk­ing­ar, segir við RÚV að þjóðin hafi verið „leynd upp­lýs­ingum fyrir síð­ustu kosn­ingar og það er eðli­legt að spilin séu stokkuð og gefið upp á nýtt.“ 

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­maður Vinstri-grænna, segir á Face­book-­síðu sinni að það sé trún­að­ar­brestur milli almenn­ings í land­inu og ráða­manna, „sem hafa valið að deila ekki kjörum með þjóð­inni heldur auð­mönnum sem geyma eignir sínar í skatta­skjólum á sama tíma og Ísland hefur und­ir­geng­ist alþjóð­legar skuld­bind­ingar um að útrýma skatta­skjól­u­m.“ Ráð­leg­ast væri því að rjúfa þing og efna til kosn­inga.

Auglýsing

Birgitta Jóns­dótt­ir, þing­maður Pírata, sagði fyrst frá þing­rof­s­til­lög­unni í Síð­deg­is­út­varp­inu á Rás 2 um klukkan hálf sex í kvöld.

For­menn allra stjórn­ar­and­stöðu­flokk­anna fund­uðu í Al­þing­is­hús­inu í dag klukkan 15. Þeim fundi lauk klukku­tíma síðar og nú standa ­yfir fundir hjá þing­flokkum Pírata, Vinstri grænna, Sam­fylk­ingar og Bjartr­ar­ fram­tíð­ar. Von er á sam­eig­in­legri til­kynn­ingu frá stjórn­ar­and­stöðu­flokk­un­um þegar þeim fundum lýk­ur.

Þing­rof hefur fyrst og fremst þau áhrif að boðað er til kosn­inga og þing­störfum lýkur fljót­lega eftir að til­kynn­ingin hefur verið lesin upp eða gefin út.  Það er því ein­ungis við sér­stakar aðstæður sem þing er rof­ið, það er ef boða á kosn­ingar á öðrum tíma en í lok hefð­bund­ins kjör­tíma­bils. Þannig var til að mynda farið að á vor­þingi 2009 en auk þess eru tíu dæmi í sögu þings­ins um að þing­rofi hafi verið beitt. Það er for­sæt­is­ráð­herra sem rýfur þing.

Birgitta sagði í sam­tali við Síð­deg­is­út­varpið að krafa um þing­rof væri lík­leg. Það gengur lengra en að leggja ein­ungis fram van­traust­til­lögu á Sig­mund Davíð Gunn­laugs­son for­sæt­is­ráð­herra likt og rætt hefur verið um með­al­ ­stjórn­ar­and­stöð­unnar til þessa. Ástæða þess­arra aðgerða er opin­berun á eign­ar­haldi eig­in­konu Sig­mundar Dav­íðs Gunn­laugs­sonar á eign­ar­halds­fé­lag­in­u Wintris, sem er skráð til heim­ilis á Bresku Jóm­frú­areyj­un­um. Félagið er auk þess kröfu­hafi í slitabú allra þriggja föllnu bank­anna. Sam­tals nema kröf­ur þess 523 millj­ónum króna.

Til við­bótar var upp­lýst í gær að bæði for­maður og vara­for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, Bjarni Bene­dikts­son og Ólöf Nor­dal, tengdust aflands­fé­lög­um. Þau eiga þó engar eignir í slíkum í dag en eignir eig­in­kon­u ­for­sæt­is­ráð­herra í Wintris nema um 1,2 millj­arði króna sam­kvæmt opin­berum skatta­gögn­um.

Fréttin hefur verið upp­færð.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hertar sóttvarnaaðgerðir á Vestfjörðum
Gripið hefur verið til hertra sóttvarnaaðgerða í Bolungarvík, Hnífsdal og á Ísafirði. Leik- og grunnskólum verður lokað og samkomubann miðast við fimm manns.
Kjarninn 1. apríl 2020
Dóra Björt Guðjónsdóttir
Stafræn bylting bætir líf borgarbúa
Kjarninn 1. apríl 2020
Klikkið
Klikkið
Klikkið – Starfsemi Hugarafls í samkomubanni
Kjarninn 1. apríl 2020
Steingrímur Ólafsson
Pestir, Inc. og Corp.
Kjarninn 1. apríl 2020
Alma Möller landlæknir á fundinum í dag.
Apple og Google eru að yfirfara íslenska smitrakningaforritið
Bandarísku stórfyrirtækin Apple og Google eru að yfirfara snjallsímaforritið Rakning C-19, sem heilbrigðisyfirvöld hafa látið smíða til að auðvelda smitrakningu á Íslandi. Appið verður aðgengilegt þegar þessari rýni er lokið.
Kjarninn 1. apríl 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir mun mæla með því við Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra að samkomubann verði framlengt út apríl.
Þórólfur mælir með samkomubanni út mánuðinn: „Veiran mun ekki virða páska“
„Núna reynir virkilega á úthaldið og samstöðuna,“ sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi yfirvalda í dag. Hann mun gera tillögu til heilbrigðisráðherra um framlengingu samkomubanns út apríl.
Kjarninn 1. apríl 2020
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
Nú reyni á samstöðu verkalýðshreyfingarinnar sem aldrei fyrr
Miðstjórn ASÍ telur að nú reyni á samstöðu verkalýðshreyfingarinnar sem aldrei fyrr og skýra sýn. Þá sé málflutningur SA bæði rangur og villandi.
Kjarninn 1. apríl 2020
Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR hefur sagt sig úr miðstjórn ASÍ.
Ragnar Þór hættur í miðstjórn ASÍ
Formaður VR hætti í miðstjórn Alþýðusambands Íslands á mánudaginn. Hann segir að hann telji orku sinni betur varið í að leita lausna á öðrum vettvangi og að hans mati sé ASÍ að gera það versta í stöðunni, ekki neitt.
Kjarninn 1. apríl 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None