Fréttastofa RÚV hefur gögnin ekki undir höndum

Hvorki fréttamenn RÚV, vaktstjórar né fréttastjórar hafa aðgang að þeim gögnum sem þáttur Kastljóss er byggður á. Alþjóðlegt birtingarbann ríkir um gögnin til klukkan 18 í kvöld. Forsætisráðherra skrifar pistil um afstöðu hans til RÚV.

Starfsfólk fréttastofu RÚV hefur ekki aðgang að lekagögnunum sem verða gerð opinber í kvöld.
Starfsfólk fréttastofu RÚV hefur ekki aðgang að lekagögnunum sem verða gerð opinber í kvöld.
Auglýsing

Hvorki frétta­menn RÚV, vakt­stjórar á frétta­stofu né frétta­stjórar hafa haft aðgang að þeim gögnum sem þáttur Kast­ljóss, sem sýndur verður klukkan 18 í sjón­varp­inu, er byggður á. Alþjóð­legt birt­inga­bann er á gögn­unum til klukkan 18 að íslenskum tíma í kvöld, en þá birta fjöl­miðlar víða í Evr­ópu fréttir sínar sam­tím­is. Aðeins Alþjóða­sam­tök rann­sókn­ar­blaða­manna hefur heim­ild til að gera gögnin opin­ber. 

Þetta er haft eft­ir Rakel Þor­bergs­dótt­ur, frétta­stjóra frétta­stofu RÚV, á vef þeirra. Þar seg­ir Rakel að þar sem þátt­ur­inn hafi verið umfangs­meiri fram­leiðsla en hefð­bund­inn Kast­ljós­þáttur hafi hann orðið sam­vinnu­verk­efni frétta­stof­unnar og inn­lendrar dag­skrár­deild­ar. 

„RÚV greiðir Jóhannes Kr. Krist­jáns­syni sem sam­svarar 2-3 mán­aða launum fyrir und­ir­bún­ings­vinnu, myndefni og vinnu Reykja­vík Media við þátt­inn eða 1,5 millj­ónir króna. Upp­hæðin er sam­bæri­leg greiðslu á sýn­ing­ar­rétti heim­ild­ar­mynda,“ segir Rakel í sam­tali við ruv.­is. 

Auglýsing

Útskýrir þögn sína gagn­vart RÚV í nýjum pistli

Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son for­sæt­is­ráð­herra hefur neitað RÚV um við­tal und­an­farnar vik­ur, eða síðan Wintris málið svo­kall­aða kom upp. Á sama tíma hefur Sig­mundur verið í löngu for­síðu­við­tali við Frétta­blað­ið, spjallað við Arn­þrúði Karls­dóttur á Útvarpi Sögu og mætt oftar en einu sinni í við­töl á Bylgj­unn­i. Hann hef­ur ekki viljað gefa neinar útskýr­ingar á þessu, fyrr en seinni­part­inn í dag, þegar hann skrifar pistil á heima­síðu sína sem ber heitið Stóra myndin.

Þar segir Sig­mund­ur: 

„Það þykir frétt að konan mín sé kröfu­hafi af þeirri gerð sem hefur verið lát­inn taka á sig tap á meðan eng­inn spyr um alla hina kröfu­haf­ana, stjórn­mála­menn og maka þeirra sem fengu allar sínar kröfur greidd­ar. Því er meira að segja ruglað saman vilj­andi að hafa átt inni pen­inga hjá bönk­unum fyrir hrun (rétt eins og inni­stæðu­eig­end­ur) og tapað á því og svo vog­un­ar­sjóð­unum sem keyptu kröfur eftir fall bank­anna til að græða á þeim."

Þá útlistar Sig­mundur Davíð þrjú atrið­i: 

1. Það hefur komið í ljós að konan mín, sem allir máttu vita að ætti mikla pen­inga eftir reglu­bundana fjöl­miðlaum­fjöllun í mörg ár, hefur greitt af þeim fullan skatt til íslensks sam­fé­lags fremur en að nýta tæki­færi til að greiða skatta erlend­is. Jú, bank­inn stofn­aði fyrir hana félag og skráði það eins og títt var á sínum tíma í landi sem gerir út á að halda utan um fyr­ir­tæki fyrir fólk. Hins vegar hefur hún aldrei átt pen­inga í skatta­skjóli né verið með aflands­fé­lag til að greiða skatta erlendis því félagið og eignir þess eru skatt­aðar á Íslandi.

2. Það hefur líka komið í ljós að stefnan sem ég setti á dag­skrá og var sögð óraun­hæf eigna­upp­taka hefur orðið til þess að konan mín hefur þurft að taka á sig enn meira tap (um­fram kröfu­hafa sem áttu inni­stæður osfr­v).

3. Loks hefur komið í ljós að konan mín hefur forð­ast að skapa árekstra við stjórn­mála­störf mín með því að nýta með­vitað ekki mögu­leika á að kaupa krónur á afslætti og fjár­festa hér í verð­tryggðum hávaxtakrónum eða íslenskum fyr­ir­tækj­um. Hún hefði getað hagn­ast á því en kaus að nýta sér ekki þá mögu­leika.

Varð­andi þögn hans gagn­vart RÚV, gerir Sig­mundur pistil Sig­rúnar Dav­íðs­dóttur um eignir eig­in­konu hans að umtals­efni. Hann seg­ir: 

„Konan mín sem hefur alltaf viljað leggja sitt af mörkum til íslensks sam­fé­lags, konan sem tap­aði á falli bank­anna, taldi sjálf­sagt að tapa meiru til að tryggja eignir ann­arra kröfu­hafa, þ.e. spari­fjár­eig­enda. Hún tap­aði líka á þeirri leið sem ég boð­aði til að koma til móts við skuld­sett heim­ili og verja efna­hags­stöð­ug­leika og var öfl­ug­asti hvata­maður minn í þeim efnum og tap­aði svo loks á því að vilja ekki skapa árekstra með því að kaupa krónur á afslætti og fjár­festa í íslenskum fyr­ir­tækjum eða verð­tryggðum íslenskum hávaxtakrón­um.

Laun hennar eru þau að RÚV með Sig­rúnu Dav­íðs­dóttur í broddi fylk­ing­ar, eftir skrif um banka­út­rás­ina, Ices­ave og vog­un­ar­sjóð­ina, birtir frétt með mynd af henni undir fyr­ir­sögn­inni: „Wintris-­mál­ið: „Ís­lands sjálftöku­menn“

Svo er ég spurður af hverju ég sé ekki búinn að fara í við­tal á RÚV." 

Þá ber að taka fram að Kjarn­inn hefur ekki fengið svör við fyr­ir­spurnum sínum sem beinst hafa til Jóhann­esar Þórs Skúla­sonar und­an­farið vegna sömu mála, meðal ann­ars um skatta­mál for­sæt­is­ráð­herra­hjón­anna. 

Fréttin hefur verið upp­færð

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent
None