Á áttunda tug erlendra sjónvarpsstöðva vilja sýna frá mótmælunum

Búist er við yfir tíu þúsund manns á mótmæli sem fara fram á Austurvelli síðar í dag.
Búist er við yfir tíu þúsund manns á mótmæli sem fara fram á Austurvelli síðar í dag.
Auglýsing

Á átt­unda tug erlendra sjón­varps­stöðva hafa óskað eftir því að fá að taka á móti útsend­ingu RÚV af mót­mælum fyrir utan Alþing­is­húsið sem hefj­ast form­lega klukkan 17 í dag. Þetta hefur Kjarn­inn fengið stað­fest hjá ­tækni­deild RÚV. Ekki er liggur ljóst fyrir hversu margar sjón­varps­stöðv­anna muni nýta sér útsend­ing­una en ljóst er að erlendur áhugi á þeim atburðum sem eru að eiga sér stað á Íslandi er gríð­ar­leg­ur. Fjöl­margir erlendir blaða- og frétta­menn eru staddir hér­lendis sem stendur í þeim til­gangi að fjalla um aflandseignir íslenskra ráða­manna og þær afleið­ingar sem opin­berun þeirra hef­ur haft.

Mót­mælin verða að öllum lík­indum afar fjöl­menn. Alls hafa yfir tíu þús­und manns boðað komu sína á þau á Face­book-­síðu þeirra. Krafan  mót­mæl­anna er að boðað verði til kosn­inga strax.

Auglýsing

Sér­stakur Kast­ljós­þátt­ur, sem unn­in var í sam­starfi við Reykja­vik Media, var sýndur í gær klukkan 18. Sam­kvæmt bráða­birgða­tölum frá Gallup var með­al­á­horf á Kast­ljós­þátt gær­dags­ins 49 pró­sent og upp­safnað áhorf á þátt­inn var 58 pró­sent. Þá var þátt­ur­inn með 92 pró­sent hlut­deild á meðal þeirra sem voru að horfa á sjón­varp á meðan að hann stóð ­yf­ir. Inni í þessum tölum eru ekki upp­lýs­ingar um þá sem horfðu á Kast­ljós­þátt­inn á net­inu. Net­um­ferð á vef RÚV tvö­fald­að­ist í gær.

Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son for­sæt­is­ráð­herra var að­al­um­fjöll­un­ar­efni sér­staks Kast­ljós­þáttar um aflands­fé­laga­eign íslenskra ­stjórn­mála­manna sem sýndur var í gær. Þar gekk hann meðal ann­ars út úr við­tali við sænska sjón­varps­mann sænska rík­is­sjón­varps­ins og Jóhannes Kr. Krist­jáns­son, ­rit­stjóra Reykja­vík Media, þegar hann var spurður út í aflands­fé­lagið Wintr­is. Fjórum dögum eftir að við­talið var tekið opin­ber­aði eig­in­kona Sig­mundar Dav­íð að hún ætti erlent félag í stöðu­upp­færslu á Face­book. Síðar kom í ljós að Wintris var einnig stór kröfu­hafi í bú allra föllnu bank­anna og að Sig­mund­ur Da­víð var sjálfur eig­andi helm­ings­hlutar í félag­inu þegar þeir kröfum var lýst. Fjallar var um málið í tugum fjöl­miðla út um allan heim í gær. Þeirra á með­al­ voru BBC, DR, NRK,SVT, The Guar­di­an, Aften­posten, Le Monde og þýska stór­blað­ið Suedd­eutsche Zeit­ung, sem leidd­i um­fjöll­un­ina alþjóð­lega.

Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Geta konur stjórnað?
Kjarninn 16. september 2019
Það á ekki lengur að vera hægt að fela hver sé raunverulegur eigandi félaga sem skráð eru á Íslandi.
Raunverulegir eigendur félaga eiga ekki lengur að geta falið sig
Hérlendis hefur verið hægt að komast upp með það að fela raunverulegt eignarhald félaga með ýmsum hætti. Margir nýttu sér það, meðal annars til að komast hjá uppgjöri á kröfum eða skattgreiðslum. Þessi leikur á ekki að vera gerlegur lengur.
Kjarninn 16. september 2019
Þóra Kristín Þórsdóttir
Opið bréf til Ásmundar Einars Daðasonar
Kjarninn 16. september 2019
Drónaárás í Sádí-Arabíu ýtir olíuverðinu upp á við
Aldrei í sögunni hefur olíuverð hækkað jafnt mikið á jafn skömmum tíma, eins og gerðist í kjölfar drónaárásar á olíuframleiðslusvæði Aramco í Sádí-Arabíu.
Kjarninn 16. september 2019
Segir ríkislögreglustjóra bera skyldu til að tilkynna um spillingu
Verðandi formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar segir að Haraldur Johannessen eigi að tilkynna um spillingu sem hann viti af. Í viðtali í gær lét hann í það skína að slík væri til staðar.
Kjarninn 15. september 2019
Íslendingurinn Reynir ætlar að taka upp Flamenco plötu
Reynir Hauksson hefur lært hjá einum helsta gítarkennara Granada. Nú safnar hann fyrir gerð Flamenco plötu á Karolina Fund.
Kjarninn 15. september 2019
Fosfatnáma
Upplýsingaskortur ógnar matvælaöryggi
Samkvæmt nýrri rannsókn íslenskra og erlendra fræðimanna ógnar skortur á fullnægjandi upplýsingum um birgðir fosfórs matvælaöryggi í heiminum.
Kjarninn 15. september 2019
Besta platan með Metallica – Master of Puppets
Gefin út af Elektra þann 3. mars 1986, 8 lög á 54 mínútum og 47 sekúndum.
Kjarninn 15. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None