Á áttunda tug erlendra sjónvarpsstöðva vilja sýna frá mótmælunum

Búist er við yfir tíu þúsund manns á mótmæli sem fara fram á Austurvelli síðar í dag.
Búist er við yfir tíu þúsund manns á mótmæli sem fara fram á Austurvelli síðar í dag.
Auglýsing

Á átt­unda tug erlendra sjón­varps­stöðva hafa óskað eftir því að fá að taka á móti útsend­ingu RÚV af mót­mælum fyrir utan Alþing­is­húsið sem hefj­ast form­lega klukkan 17 í dag. Þetta hefur Kjarn­inn fengið stað­fest hjá ­tækni­deild RÚV. Ekki er liggur ljóst fyrir hversu margar sjón­varps­stöðv­anna muni nýta sér útsend­ing­una en ljóst er að erlendur áhugi á þeim atburðum sem eru að eiga sér stað á Íslandi er gríð­ar­leg­ur. Fjöl­margir erlendir blaða- og frétta­menn eru staddir hér­lendis sem stendur í þeim til­gangi að fjalla um aflandseignir íslenskra ráða­manna og þær afleið­ingar sem opin­berun þeirra hef­ur haft.

Mót­mælin verða að öllum lík­indum afar fjöl­menn. Alls hafa yfir tíu þús­und manns boðað komu sína á þau á Face­book-­síðu þeirra. Krafan  mót­mæl­anna er að boðað verði til kosn­inga strax.

Auglýsing

Sér­stakur Kast­ljós­þátt­ur, sem unn­in var í sam­starfi við Reykja­vik Media, var sýndur í gær klukkan 18. Sam­kvæmt bráða­birgða­tölum frá Gallup var með­al­á­horf á Kast­ljós­þátt gær­dags­ins 49 pró­sent og upp­safnað áhorf á þátt­inn var 58 pró­sent. Þá var þátt­ur­inn með 92 pró­sent hlut­deild á meðal þeirra sem voru að horfa á sjón­varp á meðan að hann stóð ­yf­ir. Inni í þessum tölum eru ekki upp­lýs­ingar um þá sem horfðu á Kast­ljós­þátt­inn á net­inu. Net­um­ferð á vef RÚV tvö­fald­að­ist í gær.

Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son for­sæt­is­ráð­herra var að­al­um­fjöll­un­ar­efni sér­staks Kast­ljós­þáttar um aflands­fé­laga­eign íslenskra ­stjórn­mála­manna sem sýndur var í gær. Þar gekk hann meðal ann­ars út úr við­tali við sænska sjón­varps­mann sænska rík­is­sjón­varps­ins og Jóhannes Kr. Krist­jáns­son, ­rit­stjóra Reykja­vík Media, þegar hann var spurður út í aflands­fé­lagið Wintr­is. Fjórum dögum eftir að við­talið var tekið opin­ber­aði eig­in­kona Sig­mundar Dav­íð að hún ætti erlent félag í stöðu­upp­færslu á Face­book. Síðar kom í ljós að Wintris var einnig stór kröfu­hafi í bú allra föllnu bank­anna og að Sig­mund­ur Da­víð var sjálfur eig­andi helm­ings­hlutar í félag­inu þegar þeir kröfum var lýst. Fjallar var um málið í tugum fjöl­miðla út um allan heim í gær. Þeirra á með­al­ voru BBC, DR, NRK,SVT, The Guar­di­an, Aften­posten, Le Monde og þýska stór­blað­ið Suedd­eutsche Zeit­ung, sem leidd­i um­fjöll­un­ina alþjóð­lega.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kristbjörn Árnason
80 milljarða skattsvik á ári
Leslistinn 6. júlí 2020
Huawei á undir högg að sækja beggja vegna Ermasunds
Kínverski fjarskiptarisinn Huawei hefur mætt andstöðu franskra og breskra yfirvalda í kjölfar viðskiptaþvingana Bandaríkjanna gegn fyrirtækinu.
Kjarninn 6. júlí 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Úthlutar 400 milljónum til einkarekinna fjölmiðla
Mennta- og menningarmálaráðherra hefur undirritað reglugerð um stuðning við einkarekna fjölmiðla.
Kjarninn 6. júlí 2020
Icelandair flutti rúmlega 18 þúsund farþega í júní
Icelandair flutti rúmlega 18 þúsund farþega í júnímánuði, en flutti 553 þúsund farþega í sama mánuði í fyrra. Mun minni samdráttur hefur orðið í fraktflutningum hjá félaginu.
Kjarninn 6. júlí 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Katrín: Ég vonast til þess að við finnum lausn á þessu máli
Forsætisráðherrann hefur tjáð sig um þá ákvörðun Íslenskrar erfðagreiningar að hætta að skima fyrir COVID-19 sjúkdómnum.
Kjarninn 6. júlí 2020
Veirufræðideildin ekki í stakk búin til að taka við fyrr en í lok ágúst
Karl G. Kristinsson, yfirlæknir á sýkla- og veirufræðideild Landspítala, segist vonast til þess að Kára Stefánssyni snúist hugur varðandi aðkomu Íslenskrar erfðagreinar að landamæraskimunum. Deildin sé ekki tilbúin til að taka verkefnið að sér strax.
Kjarninn 6. júlí 2020
Kári Stefánsson
Íslensk erfðagreining mun hætta öllum samskiptum við sóttvarnalækni og landlækni
„Okkar skoðun er sú að öll framkoma þín og heilbrigðismálaráðherra gagnvart ÍE í þessu máli hafi markast af virðingarleysi fyrir okkur,“ segir í opnu bréfi Kára Stefánssonar til Katrínar Jakobsdóttur.
Kjarninn 6. júlí 2020
Kjarnafæði og Norðlenska renna saman í eitt eftir tveggja ára viðræður
Norðlenska og Kjarnafæði hafa náð samkomulagi um samruna félaganna tveggja. Hátt í 400 manns vinna hjá þessum fyrirtækjum í dag. Samruninn er háður samþykki Samkeppniseftirlitsins og um 500 bænda, sem eiga Norðlenska í sameiningu.
Kjarninn 6. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None