Kaupþingsmenn lausir af Kvíabryggju –Verða undir rafrænu eftirliti

Sigurður Einarsson og Ólafur Ólafsson verða færðir á Vernd síðar í dag.
Sigurður Einarsson og Ólafur Ólafsson verða færðir á Vernd síðar í dag.
Auglýsing

Ólafur Ólafs­son, Sig­urður Ein­ars­son og Magnús Guð­munds­son, ­sem allir hafa hlotið þunga dóma vegna hrun­mála tengdum Kaup­þingi, losna af Kvía­bryggju í dag. Þeir hafa afplánað eitt ár af fjög­urra til fimm ára dómi. ­Færa á þá á áfanga­heim­ilið Vernd og eftir að tíma þeirra þar lýkur munu þeir fara undir raf­rænt eft­ir­lit. Þetta kemur fram í frétt á Stund­inni.

Þar segir að þessi þróun hafi átt sér stað vegna laga­breyt­ingar sem gekk í gegn í síð­asta mán­uði um fulln­ustu refs­inga. Sam­kvæmt þeim breyt­ingum fá fang­arnir nú helm­ingi lengri tíma undir raf­rænu eft­ir­liti en áður var leyfi­legt. Í frétt Stund­ar­innar seg­ir: „Frum­varp­ið breytt­ist í með­ferð alls­herj­ar­nefndar, sem lagði til­ þá breyt­ingu að í stað þess að fangar fengju 2,5 dag í raf­rænu eft­ir­lit­i hvern dæmdan mán­uð eru það nú fimm dag­ar. Þá geta þeir sem dæmdir eru í tólf mán­aða óskil­orð­bund­ið fang­elsi nú verið 60 daga undir raf­rænu eft­ir­liti, í stað 30 daga áður. Breyt­ing­arnar gera það að verkum að fangar fara nú fyrr en áður í raf­rænt eft­ir­lit og losna þar af ­leið­andi fyrr út úr fang­elsi.“

Stundir segir að breyt­ing­arnar hafi verið sam­þykktar í flýti.

Auglýsing

Fjöl­mörg mál gegn Kaup­þings­mönnum

Allir menn­irnir hlutu dóma í Hæsta­rétti í Al Than­i-­mál­inu í febr­úar 2015. Þar var Hreiðar Már Sig­urðs­son, fyrrum for­stjóri Kaup­þings, dæmdur í fimm og hálfs árs fang­elsi. Hann er ekki einn þeirra sem fluttur verður á Vernd í dag, sam­kvæmt frétt Stund­ar­inn­ar. Sig­urð­ur, sem er fyrrum stjórn­ar­for­maður Kaup­þings, var dæmdur í fjög­urra ára fang­elsi og Magn­ús, sem var for­stjóri Kaup­þings í Lúx­em­borg, í fjög­urra og hálfs árs fang­elsi. Ólafur Ólafs­son, sem var stór eig­andi í Kaup­þingi fyrir hrun, hlaut einnig fjög­urra ára fang­elsi. Voru fjór­menn­ing­arnir dæmd­ir ­fyrir mark­aðs­mis­notkun á grund­velli laga um verð­bréfa­við­skipti og umboðs­svik sam­kvæmt hegn­ing­ar­lög­um. Hæsti­réttur kall­aði brot mann­anna alvar­leg­ustu efna­hags­brot sem „nokkur dæmi verða fundin um í íslenskri dóma­fram­kvæmd varð­andi efna­hags­brot[…]Á­kærð­u[...]eiga sér engar máls­bæt­ur“.

Hreiðar Már, Sig­urður og Magnús voru einnig allir ákærðir í stóra mark­aðs­mis­notk­un­ar­máli Kaup­þings sem hér­aðs­dómur dæmdi í árið 2015. Þar var Hreiðar Már dæmdur sekur en hlaut ekki við­bót­ar­refs­ingu. Sig­urður var einnig dæmdur sekur og einu ári var bætt við afplánun hans. Tveimur ákæru­liðum gegn Magn­úsi var hins vegar vísað frá og hann sýkn­aður í mál­inu að öðru leyti. Nið­ur­stöð­unni hefur verið áfrýjað til Hæsta­rétt­ar.

Þá voru bæði Hreiðar Már og Magnús dæmdir sekir í hér­aðs­dómi í októ­ber 2015 í svoköll­uðu Marp­le-­máli. Hreiðar Már hlaut þá sex mán­aða auka­refs­ingu en Magnús var dæmdur í 18 mán­aða fang­elsi. Skúli Þor­valds­son var einnig dæmdur til sex mán­aða fang­els­is­vistar en Guðný Arna Sveins­dótt­ir, fyrr­ver­andi fjár­mála­stjóri bank­ans, var sýknuð af ákæru í mál­inu. Hreiðar Már og Guðný Arna voru ákærð fyrir fjár­drátt og umboðs­svik. Magnús var ákærður fyrir hlut­deild í fjár­drætti og umboðs­svikum og Skúli var ákærður fyrir hylm­ingu.

Auk þess eru fleiri mál á hendur mönn­unum enn í rann­sókn.

Hreiðar Már, Sig­urður og Magnús voru í Hér­aðs­dómi Reykja­víkur í jan­úar síð­ast­liðnum sýkn­aðir í svoköll­uðu CLN-­máli. Þeirri nið­ur­stöðu hefur verið áfrýj­að.

Þessi frétt verður upp­færð.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kristrún í formannsframboð: „Samfylkingin þarf að ná virkari tengingu við venjulegt fólk“
Kristrún Frostadóttir ætlar sér að verða næsti formaður Samfylkingarinnar. Hún ætlar að leggja áherslu á kjarnamál jafnaðarmanna, jákvæða pólitík, meiri samkennd og minni einstaklingshyggju. „Ég veit að það er hægt að stjórna landinu betur.“
Kjarninn 19. ágúst 2022
Í könnuninni var spurt hvaða verkalýðsleiðtoga fólk treysti helst til að leiða ASÍ. Auk þessara fjögurra var nafn Kristjáns Þórðar Snæbjarnarsonar á listanum.
Reykvíkingar, háskólamenntaðir og kjósendur Vinstri grænna báru mest traust til Drífu
Drífa Snædal naut mests trausts kjósenda allra flokka nema Sósíalistaflokks Íslands til þess að leiða Alþýðusamband áfram næstu tvö árin, samkvæmt niðurstöðum nýlegrar könnunar sem Gallup var falið að framkvæma.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - Húðtóna heyrnartól frá Kardashian
Kjarninn 19. ágúst 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Nýr íslenskur „banki“
Kjarninn 19. ágúst 2022
Sjúklingar þurfa ekki að eiga snjallsíma til að nýta sér þjónustu Uber Health.
Uber haslar sér völl í heilbrigðisþjónustu
Ástralskir læknar geta nú bókað akstur fyrir sjúklinga sína á læknastofur og sjúkrahús hjá farveitunni Uber. Margir hafa lýst yfir efasemdum um að fyrirtækinu sé treystandi fyrir heilbrigðisupplýsingum fólks.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Björk um Katrínu Jakobsdóttur: „Hún hefur ekki gert neitt fyrir umhverfið“
Þekktasta tónlistarkona Íslandssögunnar segir að forsætisráðherra hafi gert sig fokreiða árið 2019 með því að draga sig út úr því að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum með henni og Gretu Thunberg.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Þorsteinn Víglundsson
Vinnumarkaður í úlfakreppu
Kjarninn 19. ágúst 2022
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Kristrún boðar til fundar– Telur að Samfylkingin geti náð aftur vopnum sínum
Kristrún Frostadóttir mun tilkynna um framboð sitt til formann Samfylkingarinnar á fundi í dag. Þar ætlar hún að segja frá því hvernig hún telur að endurvekja megi „von og trú fólks á að það sé hægt að breyta og reka samfélagið okkar betur.“
Kjarninn 19. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent
None