Vivaldi vafri fyrir kröfuharða notendur kominn á markað

Vefvafrinn Vivaldi er kominn á markað og tilbúinn til notkunar. Mikið hefur verið fjallað um þennan vafra í erlendum fjölmiðlum en fyr­ir­tækið Vivaldi er að stærstum hluta í eigu hins íslenska Jón von Tetzchner.

Jón Von Tetzchner
Auglýsing

Ný opin­ber útgáfa Vivald­i-vef­vafrans er komin út. Tölu­vert hefur verið fjallað um þennan nýja vafra í erlendum miðl­um. Til dæmis var fréttin af vef­vafr­anum valin sjö­unda stærsta tækni­frétt í Evr­ópu síð­ustu viku á vefnum VentureBeat. Einnig hefur verið fjallað um vafr­ann og stofn­anda fyr­ir­tæk­is­ins, Jón von Tetzchner, í The Guar­dian, For­bes og Fortune

Í frétta­til­kynn­ingu sem fyr­ir­tækið Vivaldi sendi frá sér þann 8. apríl seg­ir: Það sem gerir Vivaldi sér­stakan og öðru­vísi, er að hann er byggður á nútíma vef­tækni. Við notum JavaScript og React til að smíða not­enda­við­mótið með hjálp frá Node.js og löngum lista af NPM ein­ing­um. Vivaldi er því byggður fyrir vef­inn með vefn­um.


„Okkar mark­mið er að end­ur­vekja öfl­ugan vafra,“ segir Jon von Tetzchner fram­kvæmda­stjóri Vivaldi. „Þannig er Vivaldi 1.0, bæði end­ur­lit og fram­tíð­ar­sýn. Hann er hvort tveggja í senn nútíma­legur og klass­ískur, hann­aður til að hjálpa not­endum að full­nýta þann tíma sem þeir eyða með vafr­anum sín­um.“

Auglýsing

„Millj­ónir not­enda hafa nú þegar látið í ljós ósk um nýjan vafra með fjöl­breytt­ari eig­in­leik­um. Öll okkar þró­un­ar­vinna er unnin í þágu not­enda og fyrir þá. Engir fjár­festar eru að reyna að stýra vinnu­ferlum hjá okkur eða eru með þrýst­ing á okk­ur. Við höfum ekki sett upp neinar útgöngu­leiðir því við erum komin til að vera. Okkar eina hug­sjón er að færa fólki vafra sem það vill nota og við getum verið stolt af að kalla Vivald­i.“

Kjarn­inn hefur áður fjallað um fyr­ir­tækið Vivaldi og stofn­anda þess, Jón von Tetzchner. Fyr­ir­ flesta net­not­endur er vafri bara vafri og erfitt að sjá hvað einn vafri get­ur ­boðið upp á fram yfir ann­­an. Jón sagði við Kjarn­ann að Vivaldi sé vafri fyrir not­endur sem krefj­­ast meira. „Venju­­legir not­endur sem eru bara að fara á Face­­book og skoða nokkrar net­­síður hafa enga þörf fyrir það sem við erum að byggja. En ef þú ert not­andi sem ert mikið á net­inu, til dæmis með mjög marga fána (e. tabs) opna, eða byrjar með marga fána, þá bjóðum við upp á svo­­kallað „stack­ing“ sem þýð­ir að þú getur geymt marga fána undir ein­­um. Þá er ein­fald­­ara að finna hluti. Við fundum upp mög­u­­leik­ann að hafa síður hlið við hlið á sama skján­­um. Og ýmis­­­leg­t ann­að. Þetta er fyrir stórnot­endur á net­in­u.“

Hægt er að nálg­ast vafr­ann á heima­síðu VivaldiErt þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Alma Möller landlæknir og Kári Stefánsson forstjóri ÍE á upplýsingafundi almannavarna.
Ríkið hefur ekki greitt Íslenskri erfðagreiningu neitt fyrir skimanir
Íslensk erfðagreining hefur ekkert fengið greitt frá íslenskum yfirvöldum fyrir skimanir sínar gegn veirunni. Kári Stefánsson forstjóri fyrirtækisins verðmat framlag fyrirtækisins til samfélagsins á þrjá milljarða króna í Kastljósi á miðvikudagskvöld.
Kjarninn 29. maí 2020
Icelandair Group er efst á lista, enda með meira en eitt og hálft prósent íslenska vinnumarkaðarins í hlutastarfi í mars og apríl.
Fyrirtækin sem fengu mest út úr hlutabótaleiðinni í mars og apríl
Í skýrslu Ríkisendurskoðunar um hlutabótaleiðina má finna niðurbrot á því hversu mikið fé rann frá Vinnumálastofnun til starfsmanna fyrirtækja sem nýttu hlutabótaleiðina í mars og apríl. Kjarninn tók það helsta saman.
Kjarninn 28. maí 2020
Samkeppniseftirlitið sektar Símann um 500 milljónir
Samkvæmt Samkeppniseftirlitinu hefur Síminn brotið gegn skilyrðum í sáttum sem fyrirtækið hefur á undanförnum árum gert við eftirlitið. Það telur að brotin séu alvarleg og sektar Símann vegna þessa um 500 milljónir króna. Síminn ætlar að áfrýja.
Kjarninn 28. maí 2020
Skúli Eggert Þórðarson er ríkisendurskoðandi.
Talin hafa breytt launaseðlum til að ná hærri greiðslum úr ríkissjóði vegna hlutabótaleiðar
Ríkisendurskoðun telur að leiða megi líkum að því að ákveðinn hópur sem nýtti sér hlutabótaleiðina hafi breytt áður uppgefnum launum til hækkunar svo þeir myndu fá hærri greiðslur úr ríkissjóði. Hækkunin í heild nemur 114 milljónum króna.
Kjarninn 28. maí 2020
Oddný G. Harðardóttir vill að uppsagnarstyrkjum verði breytt.
Vill banna þeim sem átt hafa í fjárhagslegum tengslum við skattaskjól að fá uppsagnarstyrk
Oddný G. Harðardóttir hefur lagt fram breytingartillögu við frumvarp um stuðning úr ríkissjóði vegna greiðslu launakostnaðar í uppsagnarfresti. Kallar eftir aðgerðum fyrirtækja í loftslagsmálum, endurgreiðslu styrkja og þaki á laun stjórnenda.
Kjarninn 28. maí 2020
Svört skýrsla um hlutabótaleiðina sýnir grun um misnotkun
Ríkisendurskoðun gagnrýnir framkvæmd hlutabótaleiðarinnar harðlega í skýrslu sem hún hefur unnið. Of margir sem áttu ekki í bráðum rekstrarvanda hafi nýtt sér hana til að sækja fjármuni í ríkissjóð og misbrestur hafi verið á eftirliti.
Kjarninn 28. maí 2020
Smári McCarthy, þingmaður Pírata.
Hægt sé að lesa á milli línanna og sjá hvaða fyrirtæki uppsagnarstyrkir séu hugsaðir fyrir
Þingmaður Pírata telur líklegt að sagan muni dæma frumvarp um að greiða 27 milljarða króna í styrkti til fyrirtækja til að hjálpa þeim að segja upp fólki, sem mistök. Stöðugleika þorra launamanna sé fórnað fyrir hagsmuni nokkurra fyrirtækjaeigenda.
Kjarninn 28. maí 2020
Framhaldsskólinn var styttur úr fjórum árum í þrjú.
Vísbendingar um lægri meðaleinkunn í HÍ eftir styttingu framhaldsskólanáms
Andlegri heilsu nemenda, aðallega stúlkna, hefur hrakað frá því að framhaldsskólanámið var stytt um eitt ár. Sú þróun hófst þó talsvert fyrr en námstímanum var breytt, segir í skýrslu menntamálaráðherra um áhrif styttingarinnar á ýmsa þætti.
Kjarninn 28. maí 2020
Meira úr sama flokkiFréttir
None