Vivaldi vafri fyrir kröfuharða notendur kominn á markað

Vefvafrinn Vivaldi er kominn á markað og tilbúinn til notkunar. Mikið hefur verið fjallað um þennan vafra í erlendum fjölmiðlum en fyr­ir­tækið Vivaldi er að stærstum hluta í eigu hins íslenska Jón von Tetzchner.

Jón Von Tetzchner
Auglýsing

Ný opin­ber útgáfa Vivald­i-vef­vafrans er komin út. Tölu­vert hefur verið fjallað um þennan nýja vafra í erlendum miðl­um. Til dæmis var fréttin af vef­vafr­anum valin sjö­unda stærsta tækni­frétt í Evr­ópu síð­ustu viku á vefnum VentureBeat. Einnig hefur verið fjallað um vafr­ann og stofn­anda fyr­ir­tæk­is­ins, Jón von Tetzchner, í The Guar­dian, For­bes og Fortune

Í frétta­til­kynn­ingu sem fyr­ir­tækið Vivaldi sendi frá sér þann 8. apríl seg­ir: Það sem gerir Vivaldi sér­stakan og öðru­vísi, er að hann er byggður á nútíma vef­tækni. Við notum JavaScript og React til að smíða not­enda­við­mótið með hjálp frá Node.js og löngum lista af NPM ein­ing­um. Vivaldi er því byggður fyrir vef­inn með vefn­um.


„Okkar mark­mið er að end­ur­vekja öfl­ugan vafra,“ segir Jon von Tetzchner fram­kvæmda­stjóri Vivaldi. „Þannig er Vivaldi 1.0, bæði end­ur­lit og fram­tíð­ar­sýn. Hann er hvort tveggja í senn nútíma­legur og klass­ískur, hann­aður til að hjálpa not­endum að full­nýta þann tíma sem þeir eyða með vafr­anum sín­um.“

Auglýsing

„Millj­ónir not­enda hafa nú þegar látið í ljós ósk um nýjan vafra með fjöl­breytt­ari eig­in­leik­um. Öll okkar þró­un­ar­vinna er unnin í þágu not­enda og fyrir þá. Engir fjár­festar eru að reyna að stýra vinnu­ferlum hjá okkur eða eru með þrýst­ing á okk­ur. Við höfum ekki sett upp neinar útgöngu­leiðir því við erum komin til að vera. Okkar eina hug­sjón er að færa fólki vafra sem það vill nota og við getum verið stolt af að kalla Vivald­i.“

Kjarn­inn hefur áður fjallað um fyr­ir­tækið Vivaldi og stofn­anda þess, Jón von Tetzchner. Fyr­ir­ flesta net­not­endur er vafri bara vafri og erfitt að sjá hvað einn vafri get­ur ­boðið upp á fram yfir ann­­an. Jón sagði við Kjarn­ann að Vivaldi sé vafri fyrir not­endur sem krefj­­ast meira. „Venju­­legir not­endur sem eru bara að fara á Face­­book og skoða nokkrar net­­síður hafa enga þörf fyrir það sem við erum að byggja. En ef þú ert not­andi sem ert mikið á net­inu, til dæmis með mjög marga fána (e. tabs) opna, eða byrjar með marga fána, þá bjóðum við upp á svo­­kallað „stack­ing“ sem þýð­ir að þú getur geymt marga fána undir ein­­um. Þá er ein­fald­­ara að finna hluti. Við fundum upp mög­u­­leik­ann að hafa síður hlið við hlið á sama skján­­um. Og ýmis­­­leg­t ann­að. Þetta er fyrir stórnot­endur á net­in­u.“

Hægt er að nálg­ast vafr­ann á heima­síðu VivaldiVilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Schengen-samstarfið hefur átt undir högg að sækja vegna veirufaraldursins. Víða hefur innri landamærum svæðisins verið lokað. Þessi mynd er frá pólska landamærabænum Cieszyn í sumar, þar sem landamæralokun Tékka var mótmælt.
Sótt að Schengen
Árið 2020 hefur tekið á Schengen-samstarfið. Landamæralokanir vegna faraldursins, flóttamannamál og hryðjuverkaárásir hafa vakið upp spurningar um hvaða stefna skuli mörkuð og líklegt er að samstarfið taki einhverjum breytingum.
Kjarninn 29. nóvember 2020
Mette Frederiksen forsætisráðherra komst við er hún ræddi við fjölmiðla eftir að hafa heimsótt minkabú í síðustu viku og rætt við bændur sem höfðu misst frá sér ævistarfið.
Minkaklúðrið
Danska ríkisstjórnin hefur sætt mikilli gagnrýni vegna minkamálsins svonefnda, þar sem margt hefur farið úrskeiðis. Nú síðast þegar ekki var fylgt tilmælum varðandi urðun hræjanna. Algjört klúður í eitt og allt segja danskir fjölmiðlar.
Kjarninn 29. nóvember 2020
Fimm manns sem voru gestkomandi á heimili Víðis og eiginkonu hans síðasta laugardag eru smituð af kórónuveirunni.
Ellefu urðu útsett fyrir smiti á heimili Víðis
Auk Víðis Reynissonar yfirlögregluþjóns og eiginkonu hans eru fimm manns í nærumhverfi hjónanna, sem voru gestkomandi á heimili þeirra síðasta laugardag, smituð af kórónuveirunni. Víðir segir hjónin hafa verið verulega slöpp í gær, en skárri í dag.
Kjarninn 28. nóvember 2020
Fréttaþættirnir Heimskviður verða ekki á dagskrá RÚV á nýju ári.
Heimskviður hverfa af dagskrá Rásar 1
Gera þarf breytingar á dagskrá Rásar 1 vegna hagræðingaraðgerða hjá Ríkisútvarpinu. Ein þeirra er sú að Heimskviður, fréttaskýringarþáttur um erlend málefni, verður ekki lengur á dagskrá á nýju ári. Einnig mun þurfa að endurflytja meira efni.
Kjarninn 28. nóvember 2020
Hallgrímur Hróðmarsson
Hver er hann þessi sem gengur alltaf með veggjum?
Kjarninn 28. nóvember 2020
Gylfi Zoega, hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands
Gylfi ver ummæli Tinnu um landamæraskimanir
Prófessor í hagfræði útskýrir hagfræðilegu rökin fyrir því að skylda komufarþega að fara í skimun á landamærunum og láta þá borga hátt gjald fyrir það í nýjasta tölublaði Vísbendingar.
Kjarninn 28. nóvember 2020
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.
Margir héldu að málið væri í höfn – en svo er ekki
Heilbrigðisráðherra segir að liggja verði ljóst fyrir hversu miklum peningum verði ráðstafað í samning við sjálfstætt starfandi sálfræðinga áður en hann verður gerður til þess að fjármunum verði varið með sem bestum hætti.
Kjarninn 28. nóvember 2020
Smitum fjölgar um eitt á milli daga.
Tuttugu og eitt smit og átta utan sóttkvíar
Tuttugu og einn einstaklingur greindist með COVID-19 hérlendis í gær. Minnihluti þeirra, eða átta manns, voru utan sóttkvíar við greiningu.
Kjarninn 28. nóvember 2020
Meira úr sama flokkiFréttir
None