Stefnt að kosningum seinni hluta október - Sumarþing framundan

Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra sat fund með stjórnarandstöðuformönnum í dag.
Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra sat fund með stjórnarandstöðuformönnum í dag.
Auglýsing

Alls eru á átt­unda tug mála á þing­mála­skrá sem Sig­urður Ingi Jóhanns­son for­sæt­is­ráð­herra og Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, kynntu fyrir for­mönnum stjórn­ar­and­stöðu­flokk­anna á fundi í dag. Sam­kvæmt breyttri starfs­á­ætlun verður þing í ágúst og eftir atvikum fram í sept­em­ber, sem þýðir að Alþingi mun starfa í sum­ar. Gangi áætlun um fram­gang ­mál­anna eftir er stefnt að því að þing­kosn­ingar geti farið fram seinni hlut­ann í októ­ber. Þetta segir Árni Páll Árna­son, for­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, sem sat fund­inn.

Mörg mál­anna eru fram­kvæmd­ar­mál og eru þegar í vinnslu í þing­inu. Stóru málin sem rík­is­stjórnin leggur áherslu á að koma í gegn fyrir kosn­ingar eru meðal ann­ars laga­breyt­ingar til að geta hrint losun hafta í fram­kvæmd, hús­næð­is­mála­frum­vörp félags- og hús­næð­is­mála­ráð­herra og breyt­ingar á greiðslu­þátt­töku inn­an­ heil­brigð­is­kerf­is­ins. Þá var einnig greint frá því á fund­inum að til standi að Illugi Gunn­ars­son, mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra, leggi fram lög um heild­ar­end­ur­skoðun á Lána­sjóði íslenskra náms­manna (LÍN). Því frum­varpi hef­ur enn ekki verið dreift til þing­manna.

Árni Páll segir að for­svars­menn stjórn­ar­flokk­anna hafi haft þann fyr­ir­vara á þing­mála­list­anum sem lagður var fram að ein­hver mál gætu bæst við. Hann segir ekk­ert mál á þing­mála­skránni sem sé þess eðlis að það kalli á grund­vallar­á­tök milli stjórnar og stjórn­ar­and­stöðu.

Auglýsing

Ótt­arr Proppé, for­maður Bjartrar fram­tíð­ar, segir stóru frétt­irnar af fund­inum þær að kosið verði í októ­ber. 

„Þeir eru nú búnir að gefa það út að þeir vilja kjósa í haust,” segir hann. Varð­andi þann mikla fjölda mála á list­anum yfir þing­mál, segir hann ljóst að heil­mikil vinna sé framundan í þing­in­u. 

„Mér finnst hæpið að þing­inu verði slitið í maí eins og dag­skráin gerir ráð fyrir nún­a,” segir hann. „Og það er óljóst hvernig þetta verður svo í haust, hvort þing komi saman aftur þá fyrir kosn­ing­ar. Þetta snýst fyrst og fremst um reglur um fram­lagn­ingu fjár­laga­frum­varps sem vænt­an­lega verður að sinna.” 

Ótt­arr und­ir­strikar að stjórn­ar­and­staðan standi við til­lögu sína um kosn­ingar strax þó að hún hafi verið felld í þing­inu. „Það er mjög mik­il­vægt að slá á þennan efa. Það eru allir með­vit­aðir um þá krísu sem íslensk póli­tík er í og mik­il­vægt að standa saman að mik­il­vægum mál­u­m.”Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
SFS: Alvarlegar ásakanir og allir verða að fara að lögum
Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi segja að það sé sjálfsögð krafa að öll fyrirtæki fari að lögum.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Eimskip lækkaði um tæp fimm prósent – Samherji stærsti hluthafinn
Félög í Kauphöllinni þar sem Samherji er stór hluthafi lækkuðu í virði í dag.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.
Spyr hvort greiðslur lögaðila til stjórnmálaflokka eigi að vera heimilaðar
Formaður Viðreisnar segir að það sé engin tilviljun að ríkisstjórnin hafi beitt sér fyrir milljarða lækkun á veiðigjaldi.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Samherjamálið og afleiðingar þess í erlendum fjölmiðlum
Meintar mútugreiðslur Samherjamanna til áhrifamanna í namibísku stjórnkerfi til þess að fá eftirsóttan kvóta þar í landi og afleiðingar þess hafa ratað í erlenda fjölmiðla.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - Disney+ byrjar að streyma
Kjarninn 13. nóvember 2019
Þórður Snær Júlíusson
Íslenska kerfið sem bjó til skipulagða glæpastarfsemi
Kjarninn 13. nóvember 2019
Vill að Kristján Þór stigi til hliðar og að eignir Samherja verði frystar
Þingmaður vill að sjávarútvegsráðherra Íslands víki og að eignir Samherja verði frystar af þar til bærum yfirvöldum. Samherji átti 111 milljarða í eigið fé í lok síðasta árs.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Katrín Jakosbsdóttir, forsætsiráðherra.
Fannst þetta minna óþægilega á gamaldags nýlenduherra
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að ef það sem kom fram í fréttaskýringaþætti Kveiks í gærkvöldi reynist rétt þá sé þetta mál hið versta og til skammar fyrir Samherja.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None