Stefnt að kosningum seinni hluta október - Sumarþing framundan

Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra sat fund með stjórnarandstöðuformönnum í dag.
Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra sat fund með stjórnarandstöðuformönnum í dag.
Auglýsing

Alls eru á áttunda tug mála á þingmálaskrá sem Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, kynntu fyrir formönnum stjórnarandstöðuflokkanna á fundi í dag. Samkvæmt breyttri starfsáætlun verður þing í ágúst og eftir atvikum fram í september, sem þýðir að Alþingi mun starfa í sumar. Gangi áætlun um framgang málanna eftir er stefnt að því að þingkosningar geti farið fram seinni hlutann í október. Þetta segir Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, sem sat fundinn.

Mörg málanna eru framkvæmdarmál og eru þegar í vinnslu í þinginu. Stóru málin sem ríkisstjórnin leggur áherslu á að koma í gegn fyrir kosningar eru meðal annars lagabreytingar til að geta hrint losun hafta í framkvæmd, húsnæðismálafrumvörp félags- og húsnæðismálaráðherra og breytingar á greiðsluþátttöku innan heilbrigðiskerfisins. Þá var einnig greint frá því á fundinum að til standi að Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, leggi fram lög um heildarendurskoðun á Lánasjóði íslenskra námsmanna (LÍN). Því frumvarpi hefur enn ekki verið dreift til þingmanna.

Árni Páll segir að forsvarsmenn stjórnarflokkanna hafi haft þann fyrirvara á þingmálalistanum sem lagður var fram að einhver mál gætu bæst við. Hann segir ekkert mál á þingmálaskránni sem sé þess eðlis að það kalli á grundvallarátök milli stjórnar og stjórnarandstöðu.

Auglýsing

Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, segir stóru fréttirnar af fundinum þær að kosið verði í október. 

„Þeir eru nú búnir að gefa það út að þeir vilja kjósa í haust,” segir hann. Varðandi þann mikla fjölda mála á listanum yfir þingmál, segir hann ljóst að heilmikil vinna sé framundan í þinginu. 

„Mér finnst hæpið að þinginu verði slitið í maí eins og dagskráin gerir ráð fyrir núna,” segir hann. „Og það er óljóst hvernig þetta verður svo í haust, hvort þing komi saman aftur þá fyrir kosningar. Þetta snýst fyrst og fremst um reglur um framlagningu fjárlagafrumvarps sem væntanlega verður að sinna.” 

Óttarr undirstrikar að stjórnarandstaðan standi við tillögu sína um kosningar strax þó að hún hafi verið felld í þinginu. „Það er mjög mikilvægt að slá á þennan efa. Það eru allir meðvitaðir um þá krísu sem íslensk pólitík er í og mikilvægt að standa saman að mikilvægum málum.”


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Vigdís Fríða Þorvaldsdóttir
Er vegan börnum mismunað í skólum á Íslandi?
Kjarninn 17. maí 2021
Katrín mun ræða málefni Ísraels og Palestínu við Blinken og Lavrov í vikunni
Málefni Ísraels og Palestínu voru rædd á þingi í dag. Þingmenn Pírata og Viðreisnar kölluðu eftir því að stjórnvöld tækju af skarið og fordæmdu aðgerðir Ísraela í stað þess að bíða eftir öðrum þjóðum. Forsætisráðherra mun tala fyrir friðsamlegri lausn.
Kjarninn 17. maí 2021
Fjölskylda á flótta hefst við úti á götu í Aþenu, höfuðborg Grikklands.
Útlendingastofnun setur hælisleitendum afarkosti: Covid-próf eða missa framfærslu
Útlendingastofnun er farin að setja fólki sem synjað er um vernd þá afarkosti að gangast undir COVID-próf ellegar missa framfærslu og jafnvel húsnæði. Í morgun var sýrlenskum hælisleitanda gert að pakka saman. „Hvar á hann að sofa í nótt?“
Kjarninn 17. maí 2021
Eurovision-hópurinn fékk undanþágu og fór fram fyrir í bólusetningu
RÚV fór fram á það við sóttvarnaryfirvöld að hópurinn sem opinbera fjölmiðlafyrirtækið sendi til Hollands til að taka þátt í, og fjalla um, Eurovision, myndi fá bólusetningu áður en þau færu. Við því var orðið.
Kjarninn 17. maí 2021
ÁTVR undirbýr nú lögbannsbeiðni á starfsemi vefverslana með áfengi.
ÁTVR ætlar að fara fram á lögbann á vefverslanir og undirbýr lögreglukæru
Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins telur nauðsynlegt að fá úr því skorið hjá dómstólum hvort innlendar vefverslanir sem selja áfengi milliliðalaust til neytenda séu að starfa löglega, eins og rekstraraðilar þeirra vilja meina.
Kjarninn 17. maí 2021
Jónas Þór Þorvaldsson er framkvæmdastjóri Kaldalóns.
Kaldalón ætlar að skrá sig á aðallista Kauphallar Íslands árið 2022
Kaldalón hefur selt fasteignaþróunarverkefni í Vogabyggð og keypt tekjuberandi eignir í staðinn. Arion banki ætlar að sölutryggja fimm milljarða króna í nýtt hlutafé í tengslum við skráningu Kaldalóns á markað.
Kjarninn 17. maí 2021
Tækifæri í rafmyntaiðnaði til staðar meðan rafmyntir halda velli að mati ráðherra
Líklega mun hið opinbera nýta sér bálkakeðjutækni þegar fram líða stundir samkvæmt svari fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn um rafmyntir. Ekki er þó enn útlit fyrir að rafmyntir taki við af hefðbundinni greiðslumiðlun í bráð.
Kjarninn 17. maí 2021
Viðar Hjartarson
Glæpur og refsing – Hugleiðingar vegna nýfallins dóms
Kjarninn 17. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None