Stefnt að kosningum seinni hluta október - Sumarþing framundan

Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra sat fund með stjórnarandstöðuformönnum í dag.
Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra sat fund með stjórnarandstöðuformönnum í dag.
Auglýsing

Alls eru á átt­unda tug mála á þing­mála­skrá sem Sig­urður Ingi Jóhanns­son for­sæt­is­ráð­herra og Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, kynntu fyrir for­mönnum stjórn­ar­and­stöðu­flokk­anna á fundi í dag. Sam­kvæmt breyttri starfs­á­ætlun verður þing í ágúst og eftir atvikum fram í sept­em­ber, sem þýðir að Alþingi mun starfa í sum­ar. Gangi áætlun um fram­gang ­mál­anna eftir er stefnt að því að þing­kosn­ingar geti farið fram seinni hlut­ann í októ­ber. Þetta segir Árni Páll Árna­son, for­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, sem sat fund­inn.

Mörg mál­anna eru fram­kvæmd­ar­mál og eru þegar í vinnslu í þing­inu. Stóru málin sem rík­is­stjórnin leggur áherslu á að koma í gegn fyrir kosn­ingar eru meðal ann­ars laga­breyt­ingar til að geta hrint losun hafta í fram­kvæmd, hús­næð­is­mála­frum­vörp félags- og hús­næð­is­mála­ráð­herra og breyt­ingar á greiðslu­þátt­töku inn­an­ heil­brigð­is­kerf­is­ins. Þá var einnig greint frá því á fund­inum að til standi að Illugi Gunn­ars­son, mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra, leggi fram lög um heild­ar­end­ur­skoðun á Lána­sjóði íslenskra náms­manna (LÍN). Því frum­varpi hef­ur enn ekki verið dreift til þing­manna.

Árni Páll segir að for­svars­menn stjórn­ar­flokk­anna hafi haft þann fyr­ir­vara á þing­mála­list­anum sem lagður var fram að ein­hver mál gætu bæst við. Hann segir ekk­ert mál á þing­mála­skránni sem sé þess eðlis að það kalli á grund­vallar­á­tök milli stjórnar og stjórn­ar­and­stöðu.

Auglýsing

Ótt­arr Proppé, for­maður Bjartrar fram­tíð­ar, segir stóru frétt­irnar af fund­inum þær að kosið verði í októ­ber. 

„Þeir eru nú búnir að gefa það út að þeir vilja kjósa í haust,” segir hann. Varð­andi þann mikla fjölda mála á list­anum yfir þing­mál, segir hann ljóst að heil­mikil vinna sé framundan í þing­in­u. 

„Mér finnst hæpið að þing­inu verði slitið í maí eins og dag­skráin gerir ráð fyrir nún­a,” segir hann. „Og það er óljóst hvernig þetta verður svo í haust, hvort þing komi saman aftur þá fyrir kosn­ing­ar. Þetta snýst fyrst og fremst um reglur um fram­lagn­ingu fjár­laga­frum­varps sem vænt­an­lega verður að sinna.” 

Ótt­arr und­ir­strikar að stjórn­ar­and­staðan standi við til­lögu sína um kosn­ingar strax þó að hún hafi verið felld í þing­inu. „Það er mjög mik­il­vægt að slá á þennan efa. Það eru allir með­vit­aðir um þá krísu sem íslensk póli­tík er í og mik­il­vægt að standa saman að mik­il­vægum mál­u­m.”Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Borgin gefur ríkinu út næstu viku til að borga 8,7 milljarða króna, annars mun hún höfða mál
Reykjavíkurborg telur að hún hafi verið útilokuð frá því að hljóta framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga árum saman og að sú útilokum sé bæði andstæð lögum og stjórnarskrá. Hún fer fram á 8,7 milljarða króna auk vaxta og dráttarvaxta.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Kannanir sýna að langflestir landsmenn hafi fulla trú á þeirri stefnu sem almannavarnir og heilbrigðisyfirvöld reka í baráttunni gegn COVID-19.
Lítill hljómgrunnur fyrir andstöðu við sóttvarnaraðgerðir yfirvalda
Landsmenn treysta yfirvöldum til að takast á við COVID-19 og bara tíu prósent telja að of mikið sé gert úr heilsufarslegri hættu sem starfi af faraldrinum. Gagnrýnendur finna helst hljómgrunn á meðal lítils hluta kjósenda Miðflokks og Sjálfstæðisflokks.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
„Spítalinn var næstum því kominn á hliðina í þessum litla faraldri“
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir var spurður beinskeyttra spurninga um gagnrýni sem fram hefur komið á opinberar sóttvarnaraðgerðir, meðal annars frá þingmönnum Sjálfstæðisflokksins, í viðtali í hlaðvarpsþætti á dögunum.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.
„Þessi ofbeldishrina er ekkert annað en skuggafaraldur“
Formaður Viðreisnar vill sérstakan aðgerðapakka til að koma í veg fyrir langtímaafleiðingar líkamlegs eða kynferðislegs ofbeldis. Hún segir stöðuna grafalvarlega – sem verði ekki hunsuð.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Marínó Örn Tryggvason, forstjóri Kviku
Kvika, TM og Lykill sameinast
Tryggingarmiðstöðin hf., Kvika banki og fjármögnunarfyrirtækið Lykill hafa ákveðið að sameinast eftir tveggja mánaða viðræður.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Besti knattspyrnumaður allra tíma látinn
Diego Maradona er látinn, sextugur að aldri.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn.
Víðir reyndist vera með COVID-19
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hefur greinst með COVID-19, eftir að hafa áður greinst neikvæður í prófi á mánudag. Hann var þegar í sóttkví eftir að hafa orðið útsettur fyrir smiti í nærumhverfi sínu.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Stóru viðskiptabankarnir þrír hafa borið þungann af því að deila út ríkisábyrgðarlánunum sem skýrslan fjallar um.
Stuðningslánum mögulega of naumt skammtað
Eftirlitsnefnd með lánum með ríkisábyrgð telur að ætla megi að innan við helmingur þeirra fyrirtækja sem sóst hafa eftir stuðningslánum fái út úr úrræðinu það fé sem þau telji sig þurfa. Nefndin skilaði skýrslu til ráðherra á dögunum.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None