Bæjarstjóri Akureyrar ætlar ekki í framboð - Bæring dregur sitt til baka

Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri á Akureyri, ætlar ekki í forsetaframboð. Bæring Ólafsson frambjóðandi hefur dregið sitt framboð til baka. Ástæðan er framboð Ólafs Ragnars Grímssonar.

Eiríkur Björn Björgvinsson
Auglýsing

Eiríkur Björn Björg­vins­son, bæj­ar­stjóri á Akur­eyri, ætlar ekki í for­seta­fram­boð. Þetta til­kynnti hann í yfir­lýs­ingu sem hann sendi frá sér í morg­un. 

Hann seg­ist hafa haft áhuga á því að takast á við umræðu um stöðu for­seta­emb­ætt­is­ins eftir brott­hvarf Ólafs Ragn­ars Gríms­son­ar, for­seta Íslands, en ekki að etja kappi við hann um emb­ætt­ið. Ólafur Ragnar hafi mikið for­skot á aðra fram­bjóð­endur og það sé afar óheppi­legt að hann sýni öðrum fram­bjóð­endum ekki þá virð­ingu að gefa út skýra yfir­lýs­ingu tím­an­lega og standa við orð sín. 

„Sem sitj­andi for­seti til 20 ára hefur Ólafur Ragnar mikið for­skot á aðra fram­bjóð­end­ur. Því breytir þátt­taka hans í kosn­inga­bar­átt­unni vænt­an­lega umræð­unni sem fer fram um emb­ættið með sama hætti og gerð­ist árið 2012. Búast má við að meira verði rætt um per­sónu hans en emb­ættið sjálft og þau mál­efni sem for­seti getur beitt sér fyr­ir­.“ 

Auglýsing

Bær­ing hættir við

Bær­ing Ólafs­son til­kynnti í gær­kvöld að hann dragi fram­boð sitt til baka. Það gerir hann í ljósi lið­inna daga og til­kynn­ingu Ólafs Ragn­ars um að bjóða sig fram til end­ur­kjör­s. 

„Þetta er í sam­ræmi við það sem ég hef áður sagt, að ég myndi ekki bjóða mig fram gegn sitj­andi for­seta," segir Bær­ing. Ég óska hátt­virtum for­seta góðs gengis í end­ur­kjör­inu, öðrum fram­bjóð­endum allra heilla og óska þjóð­inni alls hins besta í fram­tíð­inn­i." 

Bær­ing er fjórði fram­bjóð­and­inn sem hefur dregið sig í hlé síðan Ólafur Ragnar skipti um skoð­un. Hinir eru Guð­mundur Frank­lín Jóns­son, Heimir Örn Hólmars­son og Vig­fús Bjarni Alberts­son.

Skorað á Eirík fyrir fjórum árum

Eiríkur Björn seg­ist hafa fengið áskor­anir fyrir fjórum árum til að gefa kost á sér til emb­ættis for­seta. Hann hafi þó lítið gert með það á þeim tíma. 

„Fræi hafði engu að síður verið sáð og eftir því sem tím­inn leið velti ég þessum mögu­leika fyrir mér og gerð­ist áhuga­sam­ari um að vinna hug­myndum mínum um emb­ættið fylg­i," segir hann í til­kynn­ing­unni. Hana má lesa í heild hér fyrir neð­an:  

Mínar helstu áherslur eru að eyða óvissu um stjórn­skipun lands­ins og stjórn­ar­skrána, þ.á.m. stöðu for­seta­emb­ætt­is­ins, tala fyrir auk­inni sið­væð­ingu og virð­ingu í sam­fé­lag­inu og mik­il­vægi mann­rétt­inda. Síð­ast en ekki síst þá vil ég miðla málum meðal ólíkra hópa og stuðla að sáttum en þar er sann­ar­lega verk að vinna. Þegar sitj­andi for­seti til­kynnti að hann myndi ekki sækj­ast eftir end­ur­kjöri höfðu fjöl­margir sam­band við mig og hvöttu mig til að fara fram með þessar áherslur og jafn­framt að nýta reynslu mína sem bæj­ar­stjóri af stjórn­sýslu ríkis og sveit­ar­fé­laga.

Eftir að Ólafur Ragnar breytti afstöðu sinni og til­kynnti óvænt að hann hygð­ist bjóða sig fram í sjötta sinn kall­aði það á end­ur­mat af minni hálfu. Ég hafði áhuga á að takast á við umræðu um stöðu for­seta­emb­ætt­is­ins eftir brott­hvarf Ólafs Ragn­ars en ekki að etja kappi við hann um emb­ætt­ið.

Sem sitj­andi for­seti til 20 ára hefur Ólafur Ragnar mikið for­skot á aðra fram­bjóð­end­ur. Því breytir þátt­taka hans í kosn­inga­bar­átt­unni vænt­an­lega umræð­unni sem fer fram um emb­ættið með sama hætti og gerð­ist árið 2012. Búast má við að meira verði rætt um per­sónu hans en emb­ættið sjálft og þau mál­efni sem for­seti getur beitt sér fyr­ir. 

Ólafur Ragnar hefur að mörgu leyti verið far­sæll í emb­ætti. Það er hins vegar afar óheppi­legt að  hann sýni öðrum fram­bjóð­endum ekki þá virð­ingu að gefa út skýra yfir­lýs­ingu tím­an­lega og standa við orð sín.

Í sam­fé­lagi okkar eru fjöl­margir sem geta gegnt emb­ætti for­seta Íslands með miklum sóma óháð því hvaða ástand ríkir og lýð­ræð­is­legar kosn­ingar eru einmitt besta leiðin til far­sællar end­ur­nýj­un­ar.

Ég þakka öllum sem hafa hvatt mig og stutt í und­ir­bún­ingi þess að bjóða fram krafta mína, en að þessu sinni hyggst ég ekki sækj­ast eftir því að gegna emb­ætti for­seta Íslands.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Guðmundur Árni óskar eftir viðræðum um myndun nýs meirihluta með Framsókn
Samfylkingin bætti við sig um níu prósentustigum af fylgi í Hafnarfirði og er nú með jafn marga bæjarfulltrúa og Sjálfstæðisflokkur, sem tapaði einum. Framsókn er samt með öll tromp á hendi og getur valið með hvorum flokknum myndaður verður meirihluti.
Kjarninn 16. maí 2022
Nýtt valdajafnvægi á Norður-Írlandi – Sögulegur kosningasigur en snúin staða
Í fyrsta skipti í hundrað ára sögu Norður-Írlands er lýðveldisflokkur með flestu sætin á þinginu í Stormont. Óljóst er hins vegar hvort kosning um sameiningu Írlands sé í sjónmáli.
Kjarninn 15. maí 2022
Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna í Reykjavík.
Vinstri græn vilja ekki taka þátt í meirihlutaviðræðum
Oddviti Vinstri grænna í Reykjavík segir niðurstöðu kosninganna vonbrigði. Flokkurinn ætlar ekki að sækjast eftir því að sitja áfram í meirihluta. Oddviti Viðreisnar vonast hins vegar til að starfa áfram í meirihluta.
Kjarninn 15. maí 2022
„Börn eiga fyrst og fremst að leika sér og hlæja – ekki þjást og gráta“
Myndlistarmaðurinn Jón Magnússon safnar fyrir prentun á myndlistarbókinni „Á meðan ...“ sem er til styrktar starfi Unicef í Úkraínu.
Kjarninn 15. maí 2022
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, og Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins.
Skýrt ákall um breytingar en erfitt að draga heildstæða ályktun
Formenn ríkisstjórnarflokkanna segja niðurstöður sveitarstjórnarkosningar skýrar en túlka hana með mismunandi hætti. Formaður Framsóknarflokksins segir flokkinn í borginni, sem vann mikinn kosningasigur, fara í meirihlutaviðræður af yfirvegun.
Kjarninn 15. maí 2022
Einar Þorsteinsson, ddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík, sem vann stóran sigur, segir borgarstjórastólinn ekki vera markmið í sjálfu sér.
Borgarstjórastóllinn ekki markmið í sjálfu sér
Oddvitar stærstu flokkanna í Reykjavík eru varkárir í yfirlýsingum um nýtt meirihlutasamstarf en telja rétt að fráfarandi meirihlutaflokkar stilli saman strengi. Oddviti Framsóknarflokksins segir borgarstjórastólinn ekki vera markmið í sjálfu sér.
Kjarninn 15. maí 2022
Ótvíræður sigurvegari kosninganna, ekki bara í Reykjavík heldur á landsvísu, er Framsóknarflokkurinn.
Sigrar og töp sveitarstjórnarkosninganna
Framsóknarflokkurinn vann sveitarstjórnarkosningarnar, ekki bara í Reykjavík heldur á landsvísu. Sjálfstæðisflokkur mátti þola nokkur erfið töp en vann sigra inn á milli. Vinstri grænum gengur ekkert ná fótfestu í stærstu sveitarfélögum landsins.
Kjarninn 15. maí 2022
Danska kvennasveitin Reddi komst ekki áfram á úrslitakvöld Eurovision á laugardag. Danmörku var eina Norðulandaþjóðin sem komst ekki áfram í úrslit og Danir velta fyrir sér hvað fór úrskeiðis.
Gangtruflanir í dönsku Eurovision vélinni
Í annað skipti í röð mistókst Dönum að komast í úrslit Eurovision söngvakeppninnar. Danskir Eurovision sérfræðingar segja ekki nóg að flytjendur standi sig vel, lagið þurfi að höfða til áhorfenda og dómara.
Kjarninn 15. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent
None