Íslendingar með milljarða í stýringu í Lúxemborg

Ólafur Ólafsson er á meðal þeirra Íslendinga sem eiga milljarða í eignastýringu í Lúxemborg.
Ólafur Ólafsson er á meðal þeirra Íslendinga sem eiga milljarða í eignastýringu í Lúxemborg.
Auglýsing

Ólafur Ólafs­son, aðal­eig­andi Sam­skipa sem nú afplánar fang­els­is­dóm vegna Al Than­i-­máls­ins, er einn þeirra níu fjár­sterku Íslend­inga sem hafa frá árinu 2008 haft á bil­inu ell­efu til 15 millj­arða króna í eign­ar­stýr­ingu í Lúx­em­borg. Alls var Ólafur með tæpa fjóra millj­arða króna í stýr­ingu þar í gegnum félag sitt á árinu 2013 og eignir þess voru um fjórir millj­arðar króna. Frá þessu er greint í Morg­un­blað­inu í dag og byggir frétt blaðs­ins á sam­an­tekt sem Cred­it­in­fo gerði að beiðni þess og nær yfir 201 fé­lag sem er skráð sem S.A. eða S.á.r.l. fé­lög í fyr­ir­tækja­­skrá á Íslandi. Morg­un­blaðið segir vís­bend­ingar um að efn­aðir Íslend­ingar séu með tugi millj­arða króna í eigna­stýr­ingu í Lúx­em­borg. Í frétta­skýr­ingu sem birt var í Kjarn­anum fyrir skemmstu kom fram að Íslend­ingar hefðu átt um 112 millj­arða króna í fjár­muna­eign í Lúx­em­borg í lok árs 2014.

Félag Ólafs heitir Kimi S.á.r.l. og var stofnað í mars 2009. Það hefur fjár­fest í hol­lensku félagi og tveimur spænskum fyr­ir­tækjum í sjáv­ar­út­vegi á und­an­förnum árum. Í árs­reikn­ingum Kima kemur fram að félagið hafi keypt íslenskar krónur á  „á hag­stæðu gengi“ í gegnum fjár­fest­inga­leið Seðla­banka Íslands. Sú leið tryggði þeim sem komu með gjald­eyri til lands­ins, og skiptu honum í íslenskar krón­ur, að með­al­tali um 20 pró­sent virð­is­aukn­ingu á fé sínu.

Í Morg­un­blað­inu er fjallað um nokkur önnur félög í eigu efn­aðra Íslend­inga. Þar á meðal eru félög í eigu systr­anna Berg­lindar og og Ragn­heiðar Jóns­dætra, sem áttu áður hlut í íslenska útgerð­ar­fyr­ir­tæk­inu Sjóla­skip­um. Þær efn­uð­ust mjög þegar Sjóla­skip var selt til Sam­herja árið 2007. Á list­anum sem Morg­un­blaðið birtir eru einnig nöfn Vil­hjálms Þor­steins­son, fjár­festis og hlut­hafa í Kjarn­an­um, G­unn­laugs Sig­munds­son, faðir Sig­mundar Dav­íðs Gunn­laugs­son­ar, og hjón­anna Arna Karls­sonar og Hellenar Mögnu Gunn­ars­dóttur fjár­festa.  

Auglýsing

Þá er nafn Skúla Þor­valds­son­ar, sem var einn umfangs­mesti við­skipta­vinur Kaup­þings fyrir hrun, þar einnig. Skúli var dæmdur í sex mán­aða fang­elsi í Marp­le-­mál­inu svo­kall­aða í októ­ber 2015, einnig að finna í umfjöll­un­inni. Málið snérist um til­­­færslu á um átta millj­­örðum króna úr sjóðum Kaup­­þings til félags­­ins Marple Hold­ing, í eigu Skúla, án þess að lög­­­mætar við­­skipta­­legar ákvarð­­anir lægju þar að baki. Í því voru gerð upp­tæk verð­bréf, fjár­fest­inga­sjóður og inn­stæðu á til­teknum banka­reikn­ing í eigu Skúla í Lúx­em­borg sem nam sam­tals rúm­lega 6,7 millj­ónum evra. Félag Skúla í Lúx­em­borg, Holt Hold­ing S.A., átti alls 5,4 millj­arða króna í lok árs 2014.

Nafn Önnu Lísu Sig­ur­jóns­dótt­ur, eig­in­konu Hreið­ars Más Sig­urðs­son­ar, er einnig að finna í umfjöllun Morg­un­blaðs­ins. Félag hennar er þó mun umsvifa­m­inna en hinna sem þar er fjallað um og eignir þess voru 14 millj­ónir króna í lok árs 2014. Anna Lísa býr í Lúx­em­borg en Hreiðar Már afplánar nú langa fang­els­is­dóma vegna efn­hags­brota sem hann hefur verið dæmdur fyrir að hafa framið í starfi sínu sem for­stjóri Kaup­þings fyrir hrun.

Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Út fer Boris með Breta – hvað sem það kostar!
Kjarninn 24. ágúst 2019
Kristbjörn Árnason
Gleðidagur
Leslistinn 24. ágúst 2019
Vonast enn til að selja vörumerkið WOW air
Skiptastjórar WOW air segja að viðræður um að selja vörumerki, lén og bókunarvél félagsins gangi ágætlega.
Kjarninn 24. ágúst 2019
Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri.
„Ég þekki nú fullvel þau víti sem þarf að varast“
Ásgeir Jónsson, nýskipaður seðlabankastjóri, segist hafa verið frekar bláeygður á stöðu bankanna fyrir hrun. Hann álítur þó að sú reynsla sé verðmæt fyrir hann sem seðlabankastjóra þar sem hann þekki nú vel þau víti sem þarf að varast.
Kjarninn 24. ágúst 2019
Netógnir nýrrar aldar: Árásir á lýðræðið
Það er ekki lengur tekist á um það af neinni alvöru að netárásir eru notaðar til að hafa áhrif á hið lýðræðislega ferli og til að grafa undan lýðræðislegum stofnunum. Það hefur gerst í hverju landinu á eftir öðru.
Kjarninn 24. ágúst 2019
Svona geta stjórnvöld orsakað nýtt fjármálaáfall
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði, hefur búið til lista yfir átta aðgerðir sem ríkisstjórn og Seðlabanki gætu gripið til sem gætu leitt að sér nýtt hrun. Hann biður fólk um að krossa við ef aðgerðirnar verði að veruleika.
Kjarninn 24. ágúst 2019
Ná sáttum um stjórnarmenn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna
VR hefur náð samkomulagi við Lífeyrissjóð verzlunarmanna um að þeir stjórnarmenn sem nú sitja í stjórninni í nafni VR munu láta af störfum og í stað þeirra munu þeir stjórnarmenn sem VR skipaði í síðustu viku taka sæti í stjórninni.
Kjarninn 23. ágúst 2019
Seldu losunarheimildir til að borga laun fyrir marsmánuð
Skiptastjórar WOW air eru meðal annars búnir að selja skrifstofubúnað og reiðhjólaleigu WOW air til að auka endurheimtir í búið. Félagið hafði selt margar verðmætar eignir, t.d. afgreiðslutíma á flugvelli og losunarheimildir, fyrir gjaldþrot.
Kjarninn 23. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None