Íslendingar með milljarða í stýringu í Lúxemborg

Ólafur Ólafsson er á meðal þeirra Íslendinga sem eiga milljarða í eignastýringu í Lúxemborg.
Ólafur Ólafsson er á meðal þeirra Íslendinga sem eiga milljarða í eignastýringu í Lúxemborg.
Auglýsing

Ólafur Ólafs­son, aðal­eig­andi Sam­skipa sem nú afplánar fang­els­is­dóm vegna Al Than­i-­máls­ins, er einn þeirra níu fjár­sterku Íslend­inga sem hafa frá árinu 2008 haft á bil­inu ell­efu til 15 millj­arða króna í eign­ar­stýr­ingu í Lúx­em­borg. Alls var Ólafur með tæpa fjóra millj­arða króna í stýr­ingu þar í gegnum félag sitt á árinu 2013 og eignir þess voru um fjórir millj­arðar króna. Frá þessu er greint í Morg­un­blað­inu í dag og byggir frétt blaðs­ins á sam­an­tekt sem Cred­it­in­fo gerði að beiðni þess og nær yfir 201 fé­lag sem er skráð sem S.A. eða S.á.r.l. fé­lög í fyr­ir­tækja­­skrá á Íslandi. Morg­un­blaðið segir vís­bend­ingar um að efn­aðir Íslend­ingar séu með tugi millj­arða króna í eigna­stýr­ingu í Lúx­em­borg. Í frétta­skýr­ingu sem birt var í Kjarn­anum fyrir skemmstu kom fram að Íslend­ingar hefðu átt um 112 millj­arða króna í fjár­muna­eign í Lúx­em­borg í lok árs 2014.

Félag Ólafs heitir Kimi S.á.r.l. og var stofnað í mars 2009. Það hefur fjár­fest í hol­lensku félagi og tveimur spænskum fyr­ir­tækjum í sjáv­ar­út­vegi á und­an­förnum árum. Í árs­reikn­ingum Kima kemur fram að félagið hafi keypt íslenskar krónur á  „á hag­stæðu gengi“ í gegnum fjár­fest­inga­leið Seðla­banka Íslands. Sú leið tryggði þeim sem komu með gjald­eyri til lands­ins, og skiptu honum í íslenskar krón­ur, að með­al­tali um 20 pró­sent virð­is­aukn­ingu á fé sínu.

Í Morg­un­blað­inu er fjallað um nokkur önnur félög í eigu efn­aðra Íslend­inga. Þar á meðal eru félög í eigu systr­anna Berg­lindar og og Ragn­heiðar Jóns­dætra, sem áttu áður hlut í íslenska útgerð­ar­fyr­ir­tæk­inu Sjóla­skip­um. Þær efn­uð­ust mjög þegar Sjóla­skip var selt til Sam­herja árið 2007. Á list­anum sem Morg­un­blaðið birtir eru einnig nöfn Vil­hjálms Þor­steins­son, fjár­festis og hlut­hafa í Kjarn­an­um, G­unn­laugs Sig­munds­son, faðir Sig­mundar Dav­íðs Gunn­laugs­son­ar, og hjón­anna Arna Karls­sonar og Hellenar Mögnu Gunn­ars­dóttur fjár­festa.  

Auglýsing

Þá er nafn Skúla Þor­valds­son­ar, sem var einn umfangs­mesti við­skipta­vinur Kaup­þings fyrir hrun, þar einnig. Skúli var dæmdur í sex mán­aða fang­elsi í Marp­le-­mál­inu svo­kall­aða í októ­ber 2015, einnig að finna í umfjöll­un­inni. Málið snérist um til­­­færslu á um átta millj­­örðum króna úr sjóðum Kaup­­þings til félags­­ins Marple Hold­ing, í eigu Skúla, án þess að lög­­­mætar við­­skipta­­legar ákvarð­­anir lægju þar að baki. Í því voru gerð upp­tæk verð­bréf, fjár­fest­inga­sjóður og inn­stæðu á til­teknum banka­reikn­ing í eigu Skúla í Lúx­em­borg sem nam sam­tals rúm­lega 6,7 millj­ónum evra. Félag Skúla í Lúx­em­borg, Holt Hold­ing S.A., átti alls 5,4 millj­arða króna í lok árs 2014.

Nafn Önnu Lísu Sig­ur­jóns­dótt­ur, eig­in­konu Hreið­ars Más Sig­urðs­son­ar, er einnig að finna í umfjöllun Morg­un­blaðs­ins. Félag hennar er þó mun umsvifa­m­inna en hinna sem þar er fjallað um og eignir þess voru 14 millj­ónir króna í lok árs 2014. Anna Lísa býr í Lúx­em­borg en Hreiðar Már afplánar nú langa fang­els­is­dóma vegna efn­hags­brota sem hann hefur verið dæmdur fyrir að hafa framið í starfi sínu sem for­stjóri Kaup­þings fyrir hrun.

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eignir Lífeyrissjóðs verzlunarmanna hækkuðu um 155 milljarða á síðasta ári
Árið 2019 var metár í 63 ára sögu Lífeyrissjóðs verzlunarmanna.
Kjarninn 21. febrúar 2020
Fossinn Rjúkandi
„Stórtækar“ breytingar á framkvæmd Hvalárvirkjunar kalla á nýtt umhverfismat
Það er mat Vesturverks að bráðnun Drangajökuls muni engin áhrif hafa á vinnslugetu fyrirhugaðrar Hvalárvirkjunar. Í skipulagslýsingu er lagt til að svæði ofan áformaðs virkjanasvæðis fái hverfisvernd vegna nálægðar við jökulinn.
Kjarninn 21. febrúar 2020
Rúmlega 600 milljónir króna í eftirlaun til ráðherra og þingmanna í fyrra
Árið 2003 voru umdeild eftirlaunalög sett sem tryggðu þingmönnum og ráðherrum mun betri lífeyrisgreiðslur en öðrum landsmönnum. Þau voru afnumin 2009 en 203 fyrrverandi þingmenn og ráðherra njóta sérkjara þeirra þó ennþá.
Kjarninn 21. febrúar 2020
Björgólfur Jóhannsson, tímabundinn forstjóri Samherja, þegar hann tók við starfinu.
Björgólfur kominn með prókúru hjá Samherja
Tímabundinn forstjóri Samherja hefur loks formlega verið skráður í framkvæmdastjórn fyrirtækisins og með prókúru fyrir það, þremur mánuðum eftir að hann tók við starfinu. Hann er hins vegar enn ekki skráður með prókúru hjá Samherja Holding.
Kjarninn 21. febrúar 2020
Donald Trump verður út um allt á Youtube á kjördegi
Framboð Donalds Trumps Bandaríkjaforseta hefur nú þegar keypt bróðurpartinn af auglýsingaplássi á Youtube, fyrir kjördag í nóvember.
Kjarninn 21. febrúar 2020
Freyr Eyjólfsson
Neysla og úrgangur eykst á heimsvísu – Ákall um nýjar, grænar lausnir
Kjarninn 20. febrúar 2020
Ísold Uggadóttir og Auður Jónsdóttir
Himinhrópandi mistök í máli Maní
Kjarninn 20. febrúar 2020
Haraldur Johanessen var enn ríkislögreglustjóri þegar samkomulagið var gert. Hann lét af störfum skömmu síðar
Samkomulag ríkislögreglustjóra hækkaði laun yfirmanna um 48 prósent
Þeir yfirmenn hjá ríkislögreglustjóra sem skrifuðu undir samkomulag við embættið í fyrra hækkuðu samtals grunnlaun sín um 314 þúsund krónur á mánuði og sameiginlegar lífeyrisgreiðslur um 309 milljónir.
Kjarninn 20. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None