Íslendingar með milljarða í stýringu í Lúxemborg

Ólafur Ólafsson er á meðal þeirra Íslendinga sem eiga milljarða í eignastýringu í Lúxemborg.
Ólafur Ólafsson er á meðal þeirra Íslendinga sem eiga milljarða í eignastýringu í Lúxemborg.
Auglýsing

Ólafur Ólafs­son, aðal­eig­andi Sam­skipa sem nú afplánar fang­els­is­dóm vegna Al Than­i-­máls­ins, er einn þeirra níu fjár­sterku Íslend­inga sem hafa frá árinu 2008 haft á bil­inu ell­efu til 15 millj­arða króna í eign­ar­stýr­ingu í Lúx­em­borg. Alls var Ólafur með tæpa fjóra millj­arða króna í stýr­ingu þar í gegnum félag sitt á árinu 2013 og eignir þess voru um fjórir millj­arðar króna. Frá þessu er greint í Morg­un­blað­inu í dag og byggir frétt blaðs­ins á sam­an­tekt sem Cred­it­in­fo gerði að beiðni þess og nær yfir 201 fé­lag sem er skráð sem S.A. eða S.á.r.l. fé­lög í fyr­ir­tækja­­skrá á Íslandi. Morg­un­blaðið segir vís­bend­ingar um að efn­aðir Íslend­ingar séu með tugi millj­arða króna í eigna­stýr­ingu í Lúx­em­borg. Í frétta­skýr­ingu sem birt var í Kjarn­anum fyrir skemmstu kom fram að Íslend­ingar hefðu átt um 112 millj­arða króna í fjár­muna­eign í Lúx­em­borg í lok árs 2014.

Félag Ólafs heitir Kimi S.á.r.l. og var stofnað í mars 2009. Það hefur fjár­fest í hol­lensku félagi og tveimur spænskum fyr­ir­tækjum í sjáv­ar­út­vegi á und­an­förnum árum. Í árs­reikn­ingum Kima kemur fram að félagið hafi keypt íslenskar krónur á  „á hag­stæðu gengi“ í gegnum fjár­fest­inga­leið Seðla­banka Íslands. Sú leið tryggði þeim sem komu með gjald­eyri til lands­ins, og skiptu honum í íslenskar krón­ur, að með­al­tali um 20 pró­sent virð­is­aukn­ingu á fé sínu.

Í Morg­un­blað­inu er fjallað um nokkur önnur félög í eigu efn­aðra Íslend­inga. Þar á meðal eru félög í eigu systr­anna Berg­lindar og og Ragn­heiðar Jóns­dætra, sem áttu áður hlut í íslenska útgerð­ar­fyr­ir­tæk­inu Sjóla­skip­um. Þær efn­uð­ust mjög þegar Sjóla­skip var selt til Sam­herja árið 2007. Á list­anum sem Morg­un­blaðið birtir eru einnig nöfn Vil­hjálms Þor­steins­son, fjár­festis og hlut­hafa í Kjarn­an­um, G­unn­laugs Sig­munds­son, faðir Sig­mundar Dav­íðs Gunn­laugs­son­ar, og hjón­anna Arna Karls­sonar og Hellenar Mögnu Gunn­ars­dóttur fjár­festa.  

Auglýsing

Þá er nafn Skúla Þor­valds­son­ar, sem var einn umfangs­mesti við­skipta­vinur Kaup­þings fyrir hrun, þar einnig. Skúli var dæmdur í sex mán­aða fang­elsi í Marp­le-­mál­inu svo­kall­aða í októ­ber 2015, einnig að finna í umfjöll­un­inni. Málið snérist um til­­­færslu á um átta millj­­örðum króna úr sjóðum Kaup­­þings til félags­­ins Marple Hold­ing, í eigu Skúla, án þess að lög­­­mætar við­­skipta­­legar ákvarð­­anir lægju þar að baki. Í því voru gerð upp­tæk verð­bréf, fjár­fest­inga­sjóður og inn­stæðu á til­teknum banka­reikn­ing í eigu Skúla í Lúx­em­borg sem nam sam­tals rúm­lega 6,7 millj­ónum evra. Félag Skúla í Lúx­em­borg, Holt Hold­ing S.A., átti alls 5,4 millj­arða króna í lok árs 2014.

Nafn Önnu Lísu Sig­ur­jóns­dótt­ur, eig­in­konu Hreið­ars Más Sig­urðs­son­ar, er einnig að finna í umfjöllun Morg­un­blaðs­ins. Félag hennar er þó mun umsvifa­m­inna en hinna sem þar er fjallað um og eignir þess voru 14 millj­ónir króna í lok árs 2014. Anna Lísa býr í Lúx­em­borg en Hreiðar Már afplánar nú langa fang­els­is­dóma vegna efn­hags­brota sem hann hefur verið dæmdur fyrir að hafa framið í starfi sínu sem for­stjóri Kaup­þings fyrir hrun.

Seðlabankafólk ræddi um Facebook gjaldmiðilinn
Seðlabankastjóri Bandaríkjanna, Jerome Powell, segir að rafmyntin sem Facebook ætlar að setja í loftið á næsta ári hafi komið til umræðu innan Seðlabanka Bandaríkjanna.
Kjarninn 19. júní 2019
Raunhækkun fasteigna lítil sem engin þessi misserin
Vorið 2017 mældist fasteignaverðshækkun 23,5 prósent.
Kjarninn 19. júní 2019
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata.
Heildarendurskoðun lögræðislaga samþykkt
Þingsályktunartilllaga þar sem mælst er til að heild­ar­end­ur­skoðun lög­ræð­islaga fari fram og að kosin verði til þess sér­nefnd þing­manna hefur verið samþykkt á Alþingi. Þingflokksformaður Pírata getur ekki beðið eftir því að hefjast handa.
Kjarninn 19. júní 2019
Höfuðstöðvar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna eru í Húsi verslunarinnar.
Stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna segir vexti hafa verið orðna „óeðlilega“ lága
Stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna segist það ekki samræmast skyldu sinni að taka hagsmuni 3.700 lántaka með breytileg verðtryggð lán fram yfir hagsmuni allra sjóðsfélaga. Hún segir yfirlýsingar um einvörðungu hækkun vaxta byggja á veikum grunni.
Kjarninn 19. júní 2019
FME minnir á kröfur sem gerðar eru til lífeyrissjóða
VR hyggst gera breytingar á skipan stjórnar Lífeyrissjóðs verslunarmanna.
Kjarninn 19. júní 2019
Jafnréttisnefnd KÍ mótmælir málflutningi kennara
Jafnréttisnefnd Kennarasambands Íslands hefur sent frá sér ályktun þar sem málflutningi grunnskólakennara um falskar ásakanir nemenda um meint ofbeldi kennara er mótmælt.
Kjarninn 19. júní 2019
Sigurður Ingi Jóhannsson
Að breyta samfélagi
Kjarninn 19. júní 2019
Sarkozy ákærður fyrir spillingu og mútuþægni
Fyrrum forseti Frakklands er ákærður fyrir að hafa þegið fjármagn frá Gaddafi, fyrrum forseta Líbíu.
Kjarninn 19. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None