Íslendingar með milljarða í stýringu í Lúxemborg

Ólafur Ólafsson er á meðal þeirra Íslendinga sem eiga milljarða í eignastýringu í Lúxemborg.
Ólafur Ólafsson er á meðal þeirra Íslendinga sem eiga milljarða í eignastýringu í Lúxemborg.
Auglýsing

Ólafur Ólafs­son, aðal­eig­andi Sam­skipa sem nú afplánar fang­els­is­dóm vegna Al Than­i-­máls­ins, er einn þeirra níu fjár­sterku Íslend­inga sem hafa frá árinu 2008 haft á bil­inu ell­efu til 15 millj­arða króna í eign­ar­stýr­ingu í Lúx­em­borg. Alls var Ólafur með tæpa fjóra millj­arða króna í stýr­ingu þar í gegnum félag sitt á árinu 2013 og eignir þess voru um fjórir millj­arðar króna. Frá þessu er greint í Morg­un­blað­inu í dag og byggir frétt blaðs­ins á sam­an­tekt sem Cred­it­in­fo gerði að beiðni þess og nær yfir 201 fé­lag sem er skráð sem S.A. eða S.á.r.l. fé­lög í fyr­ir­tækja­­skrá á Íslandi. Morg­un­blaðið segir vís­bend­ingar um að efn­aðir Íslend­ingar séu með tugi millj­arða króna í eigna­stýr­ingu í Lúx­em­borg. Í frétta­skýr­ingu sem birt var í Kjarn­anum fyrir skemmstu kom fram að Íslend­ingar hefðu átt um 112 millj­arða króna í fjár­muna­eign í Lúx­em­borg í lok árs 2014.

Félag Ólafs heitir Kimi S.á.r.l. og var stofnað í mars 2009. Það hefur fjár­fest í hol­lensku félagi og tveimur spænskum fyr­ir­tækjum í sjáv­ar­út­vegi á und­an­förnum árum. Í árs­reikn­ingum Kima kemur fram að félagið hafi keypt íslenskar krónur á  „á hag­stæðu gengi“ í gegnum fjár­fest­inga­leið Seðla­banka Íslands. Sú leið tryggði þeim sem komu með gjald­eyri til lands­ins, og skiptu honum í íslenskar krón­ur, að með­al­tali um 20 pró­sent virð­is­aukn­ingu á fé sínu.

Í Morg­un­blað­inu er fjallað um nokkur önnur félög í eigu efn­aðra Íslend­inga. Þar á meðal eru félög í eigu systr­anna Berg­lindar og og Ragn­heiðar Jóns­dætra, sem áttu áður hlut í íslenska útgerð­ar­fyr­ir­tæk­inu Sjóla­skip­um. Þær efn­uð­ust mjög þegar Sjóla­skip var selt til Sam­herja árið 2007. Á list­anum sem Morg­un­blaðið birtir eru einnig nöfn Vil­hjálms Þor­steins­son, fjár­festis og hlut­hafa í Kjarn­an­um, G­unn­laugs Sig­munds­son, faðir Sig­mundar Dav­íðs Gunn­laugs­son­ar, og hjón­anna Arna Karls­sonar og Hellenar Mögnu Gunn­ars­dóttur fjár­festa.  

Auglýsing

Þá er nafn Skúla Þor­valds­son­ar, sem var einn umfangs­mesti við­skipta­vinur Kaup­þings fyrir hrun, þar einnig. Skúli var dæmdur í sex mán­aða fang­elsi í Marp­le-­mál­inu svo­kall­aða í októ­ber 2015, einnig að finna í umfjöll­un­inni. Málið snérist um til­­­færslu á um átta millj­­örðum króna úr sjóðum Kaup­­þings til félags­­ins Marple Hold­ing, í eigu Skúla, án þess að lög­­­mætar við­­skipta­­legar ákvarð­­anir lægju þar að baki. Í því voru gerð upp­tæk verð­bréf, fjár­fest­inga­sjóður og inn­stæðu á til­teknum banka­reikn­ing í eigu Skúla í Lúx­em­borg sem nam sam­tals rúm­lega 6,7 millj­ónum evra. Félag Skúla í Lúx­em­borg, Holt Hold­ing S.A., átti alls 5,4 millj­arða króna í lok árs 2014.

Nafn Önnu Lísu Sig­ur­jóns­dótt­ur, eig­in­konu Hreið­ars Más Sig­urðs­son­ar, er einnig að finna í umfjöllun Morg­un­blaðs­ins. Félag hennar er þó mun umsvifa­m­inna en hinna sem þar er fjallað um og eignir þess voru 14 millj­ónir króna í lok árs 2014. Anna Lísa býr í Lúx­em­borg en Hreiðar Már afplánar nú langa fang­els­is­dóma vegna efn­hags­brota sem hann hefur verið dæmdur fyrir að hafa framið í starfi sínu sem for­stjóri Kaup­þings fyrir hrun.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
Hlutverk Samfylkingar að leiða saman öfl til að mynda græna félagshyggjustjórn að ári
Formaður Samfylkingarinnar segir að skipta þurfi um kúrs, snúa skútunni frá hægri og hrista af Íslandi gamaldags kreddur um það hvernig ríkisfjármál virki og hvernig verðmæti verði til.
Kjarninn 1. október 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
„Við erum ýmsu vön hér á hjara veraldar“
Forsætisráðherra segir að hvetja þurfi til einkafjárfestingar og að stjórnvöld muni tryggja með jákvæðum hvötum að kraftur hennar styðji við græna umbreytingu, kolefnishlutleysi og samdrátt gróðurhúsalofttegunda.
Kjarninn 1. október 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Játning Þórólfs: Er á „nippinu“ að herða aðgerðir
„Ég játa að ég er alveg á nippinu [að herða aðgerðir] og er búinn að vera þar lengi,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir, „og það þarf ekki mikið út af að bregða svo ég taki upp blaðið.“
Kjarninn 1. október 2020
Nína Þorkelsdóttir
Hvað er lagalæsi og af hverju skiptir það máli?
Kjarninn 1. október 2020
Píratar eru með svokallaðan flatan strúktúr í flokksstarfi sínu. Kastað var upp á að Jón Þór Ólafsson tæki við embætti flokksformanns.
Helgi Hrafn verður þingflokksformaður og Jón Þór nýr formaður Pírata
Helgi Hrafn Gunnarsson hefur verið kjörinn nýr þingflokksformaður Pírata og kastað hefur verið upp á að Jón Þór Ólafsson verði nýr formaður flokksins, en því embætti fylgja engar formlegar skyldur eða vald.
Kjarninn 1. október 2020
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 21. þáttur: Fyrsti Samúræinn
Kjarninn 1. október 2020
Síðustu daga hefur fjölgað í hópi þeirra sem þurfa á sjúkrahús innlögn að halda vegna COVID-19.
Þrettán á sjúkrahúsi með COVID-19 – tveir í öndunarvél
Sjúklingum sem lagðir hafa verið inn á Landspítalann með COVID-19 hefur fjölgað úr tíu í þrettán frá því í gær. Smitsjúkdómadeild hefur verið breytt í farsóttareiningu og unnið er að skipulagi á lungnadeild svo unnt verði að taka við fleiri COVID-sjúkum.
Kjarninn 1. október 2020
Lilja Alfreðsdóttir er mennta- og menningarmálaráðherra og fer með málefni fjölmiðla í ríkisstjórn Íslands.
Framlög til RÚV skert um 310 milljónir en aðrir fjölmiðlar fá 392 milljóna stuðning
Ríkisstjórnin boðar styrki til einkarekinna fjölmiðla á næsta ári. Frumvarp um slíka verður lagt fram í þriðja sinn í haust. Ráðherra telur að síðustu greiðslur til þeirra hafi verið sanngjörn útfærsla.
Kjarninn 1. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None