Guðrún Nordal var búin að ákveða að bjóða sig fram

Guðrún Nordal var búin að ákveða að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands. Hún hefur enn ekki ákveðið sig, en framboð Ólafs Ragnars breytti skoðun hennar. Berglind Ásgeirsdóttir íhugar framboð.

Guðrún Nordal, forstöðumaður Árnastofnunar, ætlaði að bjóða sig fram til forseta en ákvað að hugsa sig betur um þegar Ólafur Ragnar gaf kost á sér til endurkjörs.
Guðrún Nordal, forstöðumaður Árnastofnunar, ætlaði að bjóða sig fram til forseta en ákvað að hugsa sig betur um þegar Ólafur Ragnar gaf kost á sér til endurkjörs.
Auglýsing

Guðrún Nordal, forstöðumaður Árnastofnunar, var búin að ákveða að bjóða sig fram til forseta Íslands, en framboð sitjandi forseta breytti afstöðu hennar. Hún hefur enn ekki tekið ákvörðun um hvort hún ætli fram.

„Ég var búin að taka ákvörðun um að bjóða mig fram, en eftir að Ólafur Ragnar ákvað að gefa kost á sér til endurkjörs hefur staðan breyst,” segir Guðrún í samtali við Kjarnann. „Ég ætla að leyfa dögunum aðeins að líða áður en ég tek endanlega ákvörðun.”

Reynslumikill sendiherra íhugar framboð

Berglind Ásgeirsdóttir, sendiherra Íslands í Frakklandi, íhugar alvarlega að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands. Hún staðfestir þetta í samtali við fréttastofu RÚV: 

Auglýsing

„Ég hef fengið margar áskoranir undanfarna daga, sérstaklega frá konum á ólíkum aldri, og tek þessum áskorunum þannig að ég ætla að íhuga þetta mjög vandlega,“ segir Berglind í samtali við RÚV.

Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur hefur enn ekki tekið ákvörðun um framboð.

Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri á Akureyri, ákvað í morgun að bjóða sig ekki fram. 

Sigrún Stefánsdóttir, forseti hug- og félagsvísindasviðs Háskólans á Akureyri, er enn að hugsa sig um. Ekki hefur náðst í Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, framkvæmdastjóra hjá Samtökum iðnaðarins, en hún hefur íhugað framboð. 

Fjórir frambjóðendur hafa dregið framboð sitt til baka eftir að Ólafur Ragnar tilkynnti um framboð sitt fyrir viku síðan: Vigfús Bjarni Albertsson, Bæring Ólafsson, Heimir Örn Hólmarsson og Guðmundur Franklín Jónsson. 

Fréttin var uppfærð klukkan 15:00. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þrettán starfsmenn Landspítalans í einangrun
Um helgina komu upp smit hjá starfsmönnum í nokkrum starfseiningum Landspítala. Rakning er langt komin og þrettán starfsmenn eru komnir í einangrun og nokkur fjöldi starfsmanna og sjúklinga í sóttkví.
Kjarninn 26. júlí 2021
Benedikt Jóhannesson, einn stofnenda Viðreisnar, mun starfa áfram með flokknum.
Sættir hafa náðst hjá Viðreisn og Benedikt starfar áfram innan flokksins
Benedikt Jóhannesson fyrrverandi formaður Viðreisnar greinir frá því í dag að samkomulag hafi náðst um að hann starfi áfram með flokknum.
Kjarninn 26. júlí 2021
Meirihluti þjóðarinnar er bólusettur og meirihluti þeirra sem eru að greinast með veiruna er bólusettur.
116 óbólusettir greinst á einni viku
Um 64 prósent þeirra sem eru með COVID-19 á landinu eru á aldrinum 18-39 ára. Flestir sem greinst hafa síðustu daga eru bólusettir en 116 óbólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á einni viku.
Kjarninn 26. júlí 2021
Þórður Snær Júlíusson
Endalok tálmyndar um endurkomu hins eðlilega lífs
Kjarninn 26. júlí 2021
Himinn og haf skilja fátækari ríki heims og þau ríkari að þegar kemur að bólusetningum.
Þórólfur: Hægt að hafa margar skoðanir á siðferði bólusetninga
Að baki þeirri ákvörðun að gefa fólki bólusettu með Janssen örvunarskammt býr að sögn sóttvarnalæknis sú stefna að reyna að bólusetja sem flesta hér á landi með áhrifaríkum hætti. 1,32 prósent íbúa fátækustu ríkja heims hafa verið bólusett.
Kjarninn 26. júlí 2021
Sajid Javid heilbrigðisráðherra Bretlands tók við af Matt Hancock fyrr í sumar.
Biðst afsökunar á að hafa sagt fólki að hætta að „hnipra sig saman“ andspænis veirunni
Sajid Javid heilbrigðisráðherra Bretlands segist hafa notað óheppilegt orðfæri til að lýsa því hvernig landar hans þyrftu að fara að lifa með veirunni, í ljósi útbreiddra bólusetninga.
Kjarninn 25. júlí 2021
DÓTTIR er stuttmynd um ást, þráhyggju og brotna sjálfsmynd.
Stuttmyndin DÓTTIR er „ástarbréf til Íslands“
Sofia Novakova, leik- og kvikmyndagerðarkona frá Slóvakíu, er þessa dagana að taka upp stuttmyndina DÓTTIR hér á landi. Safnað er fyrir útgáfu myndarinnar á Karolina Fund.
Kjarninn 25. júlí 2021
Hólmfríður Árnadóttir menntunarfræðingur og Heiða Guðný Ásgeirsdóttir bóndi skipa 1. og 2. sæti á lista Vinstri grænna í Suðurkjördæmi.
Þjórsáin okkar allra
Kjarninn 25. júlí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None