Bjarni verður ekki stjórnarformaður stöðugleikaeignafélagsins

Bjarni Benediktsson
Auglýsing

Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, verður ekki stjórn­ar­for­maður í einka­hluta­fé­lagi sem ann­ast mun umsýslu og fulln­ustu þeirra stöð­ug­leika­eigna sem ríkið fær vegna upp­gjörs við slitabú föllnu bank­anna. RÚV greindi frá því í gær að Bjarni myndi  verða stjórn­ar­for­maður í félag­inu.

Í til­kynn­ingu frá fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­inu segir að um rang­hermi sé að ræða. Bjarni muni skipa stjórn félags­ins líkt og lög geri ráð fyrir en ekki gegna stjórn­ar­for­mennsku. Unnið sé að stofnun þess og gert sé ráð fyrir að það taki til starfa á næstu dög­um.

Verður risa­stórt félag

Um verður að ræða risa­stórt félag. Virði eign­anna sem mun­u renna inn í það, sem afhentar voru rík­­inu í stöð­ug­­leika­fram­lögum slita­­bú­a ­föllnu bank­anna, verður á bil­inu 60 til 80 millj­­arðar króna. ­Fé­lagið sjálft mun ekki eiga eign­­irnar heldur rík­­ið. Það mun fulln­usta þær og þegar búið verður að umbreyta þeim í laust fé mun það und­an­­tekn­ing­­ar­­laust renna inn á lok­aðan reikn­ing í Seðla­­bank­an­­um.

Allt hlutafé í Íslands­­­banka, sem er stærsta ein­staka stöð­ug­­leika­fram­lag ­föllnu bank­anna, mun renna til Banka­­sýslu rík­­is­ins,ekki inn í hið fyr­ir­hug­aða ­eign­­ar­um­­sýslu­­fé­lag. Aðrar eignir sem rík­­inu verða afhentar munu hins vegar rata þang­að.

Auglýsing

Frosti Sig­ur­jóns­son, for­maður efna­hags- og við­skipta­nefndar Alþing­is, sagði í sam­tali við Kjarn­ann 1. mars að góð ein­ing hafi verið um þá leið sem farin var við stofnun félags­ins inn­­an­ ­nefnd­­ar­inn­­ar. „Eftir að hafa skoðað alla val­­kosti, að hafa þetta inni í ráðu­­neyt­inu, að setja þetta mög­u­­lega í syst­­ur­­fé­lag Banka­­sýsl­unn­­ar, nokk­­ur­s ­konar eigna­­sýslu, eða hafa þetta áfram inni í Seðla­­bank­­anum var ákveðið að þetta væri besta leið­in. Að hafa eigna­um­­sýsl­una í sér­­­stöku félagi und­ir­ fjár­­­mála- og efna­hags­ráðu­­neyt­inu. Þá verður ábyrgð­­ar­keðjan skýr­­ari. Það verð­­ur­ líka til arms­­lengd með því að ráð­herr­ann skipar stjórn félags­­ins sem síð­­an ræður starfs­­fólk.“

Gert er ráð fyrir því að 150 millj­­ónum króna verði varið í að stofna félag­ið, meðal ann­­ars vegna ráð­gjafar í tengslum við mat, aug­lýs­ing­­ar, lög­­fræð­i­­þjón­­ustu „og þar fram eftir göt­un­um“. Félag­inu þarf að slíta fyrir árs­lok 2018.

Kúvend­ing á tveimur og hálfum mán­uði

Þetta er umtals­verð breyt­ing frá upp­­runa­­legri áætl­­un ­stjórn­­­valda um hvernig ætti að fulln­usta stöð­ug­­leika­fram­löginÞann 11. des­em­ber síð­­ast­lið­inn lagði Bjarn­i Bene­dikts­­son fram frum­varp til laga um breyt­ingu á lögum um Seðla­­banka Íslands. Sú breyt­ing sem átti að gera var í raun ekki flók­in. Með henni átti Seðla­­banka Ís­lands að verða gert kleift að stofna félag sem tæki við stöð­ug­­leika­fram­lög­um ­föllnu bank­anna. Um yrði að ræða við­­bót­­ar­breyt­ingu á lögum við breyt­ingar sem ­gerðar voru sum­­­arið 2015, í kjöl­far þess að stjórn­­völd kynntu áætlun sína um losun hafta.

Upphaflega áttu eignirnar að renna til félags sem heyrði undir Seðlabanka Íslands. Már Guðmundsson er seðlabankastjóri.Nokkrum dögum áður en ­þingi var slitið í des­em­ber síð­­ast­liðn­­um, þegar slita­­búin voru hvert af öðru að ­gera sig til­­­búin til að greiða stöð­ug­­leika­fram­lög­in, var lagt fram frum­varp sem hafði þann til­­­gang að skýra með ítar­­legri hætti heim­ildir og skyldur þeirra sem að ferl­inu koma frá því að stöð­ug­­leika­fram­lögin eru mót­t­­tekin og þar til að þau eru seld eða þeim ráð­stafað með öðrum hætti.

Sam­­kvæmt því átti félag í eigu Seðla­­bank­ans að verða falið að „ann­ast um­­sýslu og að fulln­usta og selja eftir því sem við á verð­­mæti sem Seðla­­bank­inn ­tekur á móti í þeim til­­­gangi að draga úr, koma í veg fyrir eða gera kleift að bregð­­ast við nei­­kvæðum áhrifum á stöð­ug­­leika í geng­is- og pen­inga­­mál­um, í stað þess að ráð­herra sé heim­ilt að fela „sér­­hæfðum aðila sem starfar í umboð­i ­bank­ans“ verk­efn­in.“

Það frum­varp var síðan sam­þykkt 17. mars og er orðið að lög­um.Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
SFS: Alvarlegar ásakanir og allir verða að fara að lögum
Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi segja að það sé sjálfsögð krafa að öll fyrirtæki fari að lögum.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Eimskip lækkaði um tæp fimm prósent – Samherji stærsti hluthafinn
Félög í Kauphöllinni þar sem Samherji er stór hluthafi lækkuðu í virði í dag.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.
Spyr hvort greiðslur lögaðila til stjórnmálaflokka eigi að vera heimilaðar
Formaður Viðreisnar segir að það sé engin tilviljun að ríkisstjórnin hafi beitt sér fyrir milljarða lækkun á veiðigjaldi.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Samherjamálið og afleiðingar þess í erlendum fjölmiðlum
Meintar mútugreiðslur Samherjamanna til áhrifamanna í namibísku stjórnkerfi til þess að fá eftirsóttan kvóta þar í landi og afleiðingar þess hafa ratað í erlenda fjölmiðla.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - Disney+ byrjar að streyma
Kjarninn 13. nóvember 2019
Þórður Snær Júlíusson
Íslenska kerfið sem bjó til skipulagða glæpastarfsemi
Kjarninn 13. nóvember 2019
Vill að Kristján Þór stigi til hliðar og að eignir Samherja verði frystar
Þingmaður vill að sjávarútvegsráðherra Íslands víki og að eignir Samherja verði frystar af þar til bærum yfirvöldum. Samherji átti 111 milljarða í eigið fé í lok síðasta árs.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Katrín Jakosbsdóttir, forsætsiráðherra.
Fannst þetta minna óþægilega á gamaldags nýlenduherra
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að ef það sem kom fram í fréttaskýringaþætti Kveiks í gærkvöldi reynist rétt þá sé þetta mál hið versta og til skammar fyrir Samherja.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None