Bjarni verður ekki stjórnarformaður stöðugleikaeignafélagsins

Bjarni Benediktsson
Auglýsing

Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, verður ekki stjórn­ar­for­maður í einka­hluta­fé­lagi sem ann­ast mun umsýslu og fulln­ustu þeirra stöð­ug­leika­eigna sem ríkið fær vegna upp­gjörs við slitabú föllnu bank­anna. RÚV greindi frá því í gær að Bjarni myndi  verða stjórn­ar­for­maður í félag­inu.

Í til­kynn­ingu frá fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­inu segir að um rang­hermi sé að ræða. Bjarni muni skipa stjórn félags­ins líkt og lög geri ráð fyrir en ekki gegna stjórn­ar­for­mennsku. Unnið sé að stofnun þess og gert sé ráð fyrir að það taki til starfa á næstu dög­um.

Verður risa­stórt félag

Um verður að ræða risa­stórt félag. Virði eign­anna sem mun­u renna inn í það, sem afhentar voru rík­­inu í stöð­ug­­leika­fram­lögum slita­­bú­a ­föllnu bank­anna, verður á bil­inu 60 til 80 millj­­arðar króna. ­Fé­lagið sjálft mun ekki eiga eign­­irnar heldur rík­­ið. Það mun fulln­usta þær og þegar búið verður að umbreyta þeim í laust fé mun það und­an­­tekn­ing­­ar­­laust renna inn á lok­aðan reikn­ing í Seðla­­bank­an­­um.

Allt hlutafé í Íslands­­­banka, sem er stærsta ein­staka stöð­ug­­leika­fram­lag ­föllnu bank­anna, mun renna til Banka­­sýslu rík­­is­ins,ekki inn í hið fyr­ir­hug­aða ­eign­­ar­um­­sýslu­­fé­lag. Aðrar eignir sem rík­­inu verða afhentar munu hins vegar rata þang­að.

Auglýsing

Frosti Sig­ur­jóns­son, for­maður efna­hags- og við­skipta­nefndar Alþing­is, sagði í sam­tali við Kjarn­ann 1. mars að góð ein­ing hafi verið um þá leið sem farin var við stofnun félags­ins inn­­an­ ­nefnd­­ar­inn­­ar. „Eftir að hafa skoðað alla val­­kosti, að hafa þetta inni í ráðu­­neyt­inu, að setja þetta mög­u­­lega í syst­­ur­­fé­lag Banka­­sýsl­unn­­ar, nokk­­ur­s ­konar eigna­­sýslu, eða hafa þetta áfram inni í Seðla­­bank­­anum var ákveðið að þetta væri besta leið­in. Að hafa eigna­um­­sýsl­una í sér­­­stöku félagi und­ir­ fjár­­­mála- og efna­hags­ráðu­­neyt­inu. Þá verður ábyrgð­­ar­keðjan skýr­­ari. Það verð­­ur­ líka til arms­­lengd með því að ráð­herr­ann skipar stjórn félags­­ins sem síð­­an ræður starfs­­fólk.“

Gert er ráð fyrir því að 150 millj­­ónum króna verði varið í að stofna félag­ið, meðal ann­­ars vegna ráð­gjafar í tengslum við mat, aug­lýs­ing­­ar, lög­­fræð­i­­þjón­­ustu „og þar fram eftir göt­un­um“. Félag­inu þarf að slíta fyrir árs­lok 2018.

Kúvend­ing á tveimur og hálfum mán­uði

Þetta er umtals­verð breyt­ing frá upp­­runa­­legri áætl­­un ­stjórn­­­valda um hvernig ætti að fulln­usta stöð­ug­­leika­fram­löginÞann 11. des­em­ber síð­­ast­lið­inn lagði Bjarn­i Bene­dikts­­son fram frum­varp til laga um breyt­ingu á lögum um Seðla­­banka Íslands. Sú breyt­ing sem átti að gera var í raun ekki flók­in. Með henni átti Seðla­­banka Ís­lands að verða gert kleift að stofna félag sem tæki við stöð­ug­­leika­fram­lög­um ­föllnu bank­anna. Um yrði að ræða við­­bót­­ar­breyt­ingu á lögum við breyt­ingar sem ­gerðar voru sum­­­arið 2015, í kjöl­far þess að stjórn­­völd kynntu áætlun sína um losun hafta.

Upphaflega áttu eignirnar að renna til félags sem heyrði undir Seðlabanka Íslands. Már Guðmundsson er seðlabankastjóri.Nokkrum dögum áður en ­þingi var slitið í des­em­ber síð­­ast­liðn­­um, þegar slita­­búin voru hvert af öðru að ­gera sig til­­­búin til að greiða stöð­ug­­leika­fram­lög­in, var lagt fram frum­varp sem hafði þann til­­­gang að skýra með ítar­­legri hætti heim­ildir og skyldur þeirra sem að ferl­inu koma frá því að stöð­ug­­leika­fram­lögin eru mót­t­­tekin og þar til að þau eru seld eða þeim ráð­stafað með öðrum hætti.

Sam­­kvæmt því átti félag í eigu Seðla­­bank­ans að verða falið að „ann­ast um­­sýslu og að fulln­usta og selja eftir því sem við á verð­­mæti sem Seðla­­bank­inn ­tekur á móti í þeim til­­­gangi að draga úr, koma í veg fyrir eða gera kleift að bregð­­ast við nei­­kvæðum áhrifum á stöð­ug­­leika í geng­is- og pen­inga­­mál­um, í stað þess að ráð­herra sé heim­ilt að fela „sér­­hæfðum aðila sem starfar í umboð­i ­bank­ans“ verk­efn­in.“

Það frum­varp var síðan sam­þykkt 17. mars og er orðið að lög­um.Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ef eftirspurn verður fyrir hendi er mögulegt að Icelandair bjóði ferðir til Kanarí og Tenerife í sumar.
Kannski flogið til Kanarí í sumar
Icelandair vonast til þess að geta hafið daglegt flug til lykiláfangastaða eftir að landamæri Íslands verða opnuð um miðjan júní. Þá reiknar félagið með að geta boðið flugferðir til Kanarí, Tenerife og annarra áfangastaða á Spáni í sumar.
Kjarninn 27. maí 2020
Um þessar mundir eru fáir á ferli við Brandenborgarhliðið.
Evrópa opnar á ný
Frá og með 15. júní mun stór hluti íbúa Evrópu geta ferðast til annarra landa álfunar. Útgöngubann í Bretlandi líður senn undir lok. Danir í fjarsambandi geta hitt ástvini á ný.
Kjarninn 26. maí 2020
Indriði H. Þorláksson
Veirumolar – Súkkulaði fyrir sykurfíkla
Kjarninn 26. maí 2020
Ferðaþjónustufyrirtæki þurfa að vera búin undir smit meðal viðskiptavina
Öll ferðaþjónustufyrirtæki verða að vera undir það búin að takast á við smit meðal viðskiptavina sinna og þess verður að krefjast að allir aðilar geri viðbragðsáætlanir. Þetta kemur fram í skýrslu um framkvæmd skimunar meðal erlendra ferðamanna.
Kjarninn 26. maí 2020
Þuríður Lilja Rósenbergsdóttir
Velferðarkennsla og jákvæð sálfræði, af hverju?
Kjarninn 26. maí 2020
Sjúkrastofnanir telja „verulega áhættu“ felast í opnun landsins fyrir ferðamennsku
Bæði Landspítali og Sjúkrahúsið á Akureyri telja áhættu felast í opnun landsins með skimunum. Farsóttarnefnd Landspítala telur skimun einkennalausra ferðamanna takmarkað úrræði og að líklegra en ekki sé að einhverjir komi hingað smitaðir.
Kjarninn 26. maí 2020
Bæta þarf aðstöðu sýkla- og veirufræðideildar Landspítalans, alveg óháð skimun á ferðamönnum.
Veirufræðideildin getur aðeins unnið 500 sýni á dag
Í skýrslu verkefnisstjórnar um undirbúning framkvæmdar vegna sýnatöku og greiningar á COVID-19 meðal farþega sem koma til landsins kemur fram að verkefnið sé framkvæmanlegt en að leysa þurfi úr mörgum verkþáttum áður en hægt verður að hefjast handa.
Kjarninn 26. maí 2020
Fjármálastefna, fjármálaáætlun og fjármálafrumvarp lögð fram samhliða í haust
Viðræður standa yfir milli stjórnar og stjórnarandstöðu hvernig haga skuli þingstörfum á næstunni. Ríkisstjórnin hefur samþykkt frumvarp fjármála- og efnahagsráðherra um breytingar á lögum um opinber fjármál.
Kjarninn 26. maí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None