Bjarni verður ekki stjórnarformaður stöðugleikaeignafélagsins

Bjarni Benediktsson
Auglýsing

Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, verður ekki stjórn­ar­for­maður í einka­hluta­fé­lagi sem ann­ast mun umsýslu og fulln­ustu þeirra stöð­ug­leika­eigna sem ríkið fær vegna upp­gjörs við slitabú föllnu bank­anna. RÚV greindi frá því í gær að Bjarni myndi  verða stjórn­ar­for­maður í félag­inu.

Í til­kynn­ingu frá fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­inu segir að um rang­hermi sé að ræða. Bjarni muni skipa stjórn félags­ins líkt og lög geri ráð fyrir en ekki gegna stjórn­ar­for­mennsku. Unnið sé að stofnun þess og gert sé ráð fyrir að það taki til starfa á næstu dög­um.

Verður risa­stórt félag

Um verður að ræða risa­stórt félag. Virði eign­anna sem mun­u renna inn í það, sem afhentar voru rík­­inu í stöð­ug­­leika­fram­lögum slita­­bú­a ­föllnu bank­anna, verður á bil­inu 60 til 80 millj­­arðar króna. ­Fé­lagið sjálft mun ekki eiga eign­­irnar heldur rík­­ið. Það mun fulln­usta þær og þegar búið verður að umbreyta þeim í laust fé mun það und­an­­tekn­ing­­ar­­laust renna inn á lok­aðan reikn­ing í Seðla­­bank­an­­um.

Allt hlutafé í Íslands­­­banka, sem er stærsta ein­staka stöð­ug­­leika­fram­lag ­föllnu bank­anna, mun renna til Banka­­sýslu rík­­is­ins,ekki inn í hið fyr­ir­hug­aða ­eign­­ar­um­­sýslu­­fé­lag. Aðrar eignir sem rík­­inu verða afhentar munu hins vegar rata þang­að.

Auglýsing

Frosti Sig­ur­jóns­son, for­maður efna­hags- og við­skipta­nefndar Alþing­is, sagði í sam­tali við Kjarn­ann 1. mars að góð ein­ing hafi verið um þá leið sem farin var við stofnun félags­ins inn­­an­ ­nefnd­­ar­inn­­ar. „Eftir að hafa skoðað alla val­­kosti, að hafa þetta inni í ráðu­­neyt­inu, að setja þetta mög­u­­lega í syst­­ur­­fé­lag Banka­­sýsl­unn­­ar, nokk­­ur­s ­konar eigna­­sýslu, eða hafa þetta áfram inni í Seðla­­bank­­anum var ákveðið að þetta væri besta leið­in. Að hafa eigna­um­­sýsl­una í sér­­­stöku félagi und­ir­ fjár­­­mála- og efna­hags­ráðu­­neyt­inu. Þá verður ábyrgð­­ar­keðjan skýr­­ari. Það verð­­ur­ líka til arms­­lengd með því að ráð­herr­ann skipar stjórn félags­­ins sem síð­­an ræður starfs­­fólk.“

Gert er ráð fyrir því að 150 millj­­ónum króna verði varið í að stofna félag­ið, meðal ann­­ars vegna ráð­gjafar í tengslum við mat, aug­lýs­ing­­ar, lög­­fræð­i­­þjón­­ustu „og þar fram eftir göt­un­um“. Félag­inu þarf að slíta fyrir árs­lok 2018.

Kúvend­ing á tveimur og hálfum mán­uði

Þetta er umtals­verð breyt­ing frá upp­­runa­­legri áætl­­un ­stjórn­­­valda um hvernig ætti að fulln­usta stöð­ug­­leika­fram­löginÞann 11. des­em­ber síð­­ast­lið­inn lagði Bjarn­i Bene­dikts­­son fram frum­varp til laga um breyt­ingu á lögum um Seðla­­banka Íslands. Sú breyt­ing sem átti að gera var í raun ekki flók­in. Með henni átti Seðla­­banka Ís­lands að verða gert kleift að stofna félag sem tæki við stöð­ug­­leika­fram­lög­um ­föllnu bank­anna. Um yrði að ræða við­­bót­­ar­breyt­ingu á lögum við breyt­ingar sem ­gerðar voru sum­­­arið 2015, í kjöl­far þess að stjórn­­völd kynntu áætlun sína um losun hafta.

Upphaflega áttu eignirnar að renna til félags sem heyrði undir Seðlabanka Íslands. Már Guðmundsson er seðlabankastjóri.Nokkrum dögum áður en ­þingi var slitið í des­em­ber síð­­ast­liðn­­um, þegar slita­­búin voru hvert af öðru að ­gera sig til­­­búin til að greiða stöð­ug­­leika­fram­lög­in, var lagt fram frum­varp sem hafði þann til­­­gang að skýra með ítar­­legri hætti heim­ildir og skyldur þeirra sem að ferl­inu koma frá því að stöð­ug­­leika­fram­lögin eru mót­t­­tekin og þar til að þau eru seld eða þeim ráð­stafað með öðrum hætti.

Sam­­kvæmt því átti félag í eigu Seðla­­bank­ans að verða falið að „ann­ast um­­sýslu og að fulln­usta og selja eftir því sem við á verð­­mæti sem Seðla­­bank­inn ­tekur á móti í þeim til­­­gangi að draga úr, koma í veg fyrir eða gera kleift að bregð­­ast við nei­­kvæðum áhrifum á stöð­ug­­leika í geng­is- og pen­inga­­mál­um, í stað þess að ráð­herra sé heim­ilt að fela „sér­­hæfðum aðila sem starfar í umboð­i ­bank­ans“ verk­efn­in.“

Það frum­varp var síðan sam­þykkt 17. mars og er orðið að lög­um.Hvað er það við Icelandair sem stjórnmálamenn eiga að hafa áhyggjur af?
Prófessor í hagfræði hvatti stjórnmálamenn til að fylgjast með eiginfjárstöðu Icelandair á fundi í gær. Forstjóri Icelandair sagði ummælin ógætileg. Það sem veldur þessum áhyggjum er að eiginfjárhlutfall Icelandair hefur farið hríðlækkandi undanfarið.
Kjarninn 20. september 2019
Molar
Molar
Molar – Mikilvægt að koma vel fram við innflytjendur
Kjarninn 20. september 2019
Bankahöllin sem eigandinn vill ekki en er samt að rísa
Þegar íslensku bankarnir voru endurreistir úr ösku þeirra sem féllu í hruninu var lögð höfuðáhersla á að stjórnmálamenn gætu ekki haft puttanna í þeim.
Kjarninn 20. september 2019
Hrun fuglastofna í Norður-Ameríku vekur upp spurningar
Ný grein í Science greinir frá niðurstöðum viðamikilla rannsókna á fuglalífi í Norður-Ameríku.
Kjarninn 20. september 2019
Amazon lagði inn pöntun fyrir 100 þúsund rafmagns sendibíla
Nýsköpunarfyrirtækið Rivian sem er með höfuðstöðvar í Michigan er heldur betur að hrista upp í sendibílamarkaðnum.
Kjarninn 19. september 2019
Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Þingmenn fjögurra flokka fara fram á fullan aðskilnað ríkis og kirkju
Lögð hefur verið fram þingsályktunartillaga um að frumvarp um aðskilnað ríkis og kirkju verði lagt fram snemma árs 2021 og að sá aðskilnaður verði gengin í gegn í síðasta lagi 2034.
Kjarninn 19. september 2019
Guðmundur Ingi Guðbrandsson
Hamfarahlýnun – gripið til mikilvægra aðgerða
Kjarninn 19. september 2019
Að jafnaði eru konur líklegri en karlar til að gegna fleiri en einu starfi.
Talsvert fleiri í tveimur eða fleiri störfum hér á landi
Mun hærra hlutfall starfandi fólks gegna tveimur eða fleiri störfum hér á landi en í öðrum Evrópuríkjum. Jafnframt vinna fleiri Íslendingar langar vinnuvikur eða alls 18 prósent landsmanna.
Kjarninn 19. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None