Hrólfur hættir sem framkvæmdastjóri Framsóknarflokksins

Framkvæmdastjóri Framsóknarflokksins dregur sig í hlé í kjölfar umfjöllunar um aflandsfélagaeign hans. Hann viðurkennir ekki að hafa gert neitt rangt en segir umræðuna óvægna.

framsokna.jpg
Auglýsing

Hrólfur Ölv­is­son hefur ákveðið að láta af störfum sem fram­kvæmda­stjóri Fram­sókn­ar­flokks­ins, en hann hefur gengt því starfi frá árinu 2010. Hrólfur var til umfjöll­unar í Kast­ljós­þætti á mánu­dag þar sem varpað var ljósi á aflands­fé­laga­eign hans. Í yfir­lýs­ingu á heima­síðu Fram­sókn­ar­flokks­ins segir Hrólfur að hann taki þess ákvörðun í ljósi þess hversu „eins­leit og óvægin umræðan er.  Þetta er per­sónu­leg ákvörðun mín og á engan hátt við­ur­kenn­ing á því að ég hafi brotið lög eða starfað með óheið­ar­legum hætt­i."

Hrólfur segir að hann hafi þegar til­kynnt fram­kvæmda­stjórn flokks­ins um ákvörðun sína og öðrum sem fara með trún­að­ar­störf fyrir hann. Spurn­ingum blaða­manna um mjög tíma­bundna aðkomu mína að tveimur aflands­fé­lögum tel ég mig hafa svarað full­nægj­and­i. Því hefur rang­lega verið haldið fram að ég hafi keypt hlutafé í BM Vallá með tor­tryggi­legum hætt­i.  Arion banki bauð BM Vallá til sölu í opnu sölu­ferli sem félag mitt ásamt öðrum fjár­festum tók þátt í.  Að bendla þau kaup við aflands­fé­lög er alfarið rang­t. Ég dreg mig í hlé til að koma í veg fyrir að rýrð verði kastað á Fram­sókn­ar­flokk­inn og þau góðu störf sem hann hefur unnið að í tíð þess­arar rík­is­stjórn­ar.  Ég er ekki kjör­inn full­trúi en tel þetta engu að síður rétta ákvörð­un."

Keypti í BM Vallá

Hrólfur Ölv­is­­son hefur árum saman gegnt ýmsum­ ­trún­­að­­ar­­störfum fyrir Fram­­sókn­­ar­­flokk­inn og verið fram­­kvæmda­­stjóri flokks­ins frá árinu 2010. Hann sat meðal ann­­ars í banka­ráði Bún­­að­­ar­­bank­ans skömmu áður en að sá banki var einka­væddur og í stjórnum ýmissa opin­berra fyr­ir­tækja eða ­stofn­ana fyrir hönd Fram­­sókn­­ar­­flokks­ins í árar­að­­ir. Hrólfur var til að mynda ­stjórn­­­ar­­for­­maður Vinn­u­­mála­­stofn­unar frá árinu 1998 til 2008. Sam­hliða öll­u­m þessum trún­­að­­ar­­störfum var Hrólfur mjög virkur í við­­skipt­um, og er enn.

Auglýsing

Í umfjöllun Kast­­ljóss á mánu­dag kom fram að Hrólfur hefði árið 2003 ­stofnað félagið Chamile Mar­ket­ing á Tortóla í Bresku Jóm­frú­­areyj­un­­um. Um ­upp­­­setn­ingu og umsjón félags­­ins sá panamíska lög­­fræð­i­­stofan Mossack Fon­­seca. Hrólfur var með pró­kúru í félag­inu og var ásamt við­­skipta­­fé­lögum sínum eig­and­i þess.

Á þessum tíma var Hrólfur einn þriggja eig­enda félags­­ins Eld­berg ehf. í gegnum annað félag, Jarð­efna­­iðnað ehf. Rekstur fyr­ir­tækj­anna snérist um að safna og flytja út vik­ur­efni. Í Kast­­ljósi kom fram að Tortóla­­fé­lagið hafi verið notað til að fela fjár­­­fest­ingu íslensku félag­anna t­veggja í danska félag­inu Scancore ApS. Það var gert með því að Eld­berg lán­að­i ­fé­lag­inu 12 millj­­ónir króna vaxta­­laust til að kaupa hlut í Scancore. Í lána­­samn­ingi milli Eld­bergs og Chamile Mar­ket­ing vegna fjár­­­fest­ing­­ar­inn­­ar, sem birtur var í Kast­­ljósi á mánu­dag, sagði að til­­­gangur láns­ins væri „að tryggja að ­nafn Eld­bergs eða móð­­ur­­fé­lags þess verði ekki skráð í tengslum við fjár­­­fest­ingar Chamile Mar­ket­ing.” Í íslenskum skatta­lögum eru ákvæði sem ­tak­­marka lán sem þessi.

Kast­­ljós greindi einnig frá því að á síð­­­ustu árum, eftir að Hrólfur tók við sem fram­­kvæmda­­stjóri Fram­­sókn­­ar­­flokks­ins, hafi hann tekið þátt í kaupum þriggja stórra fyr­ir­tækja. Árið 2012 keypti hann í félagi við aðra fjár­­­festa hlut Arion banka í BM Vallá sem síðan var sam­einað Björgun og ­Sem­ents­verk­smiðj­unni. Víglundur Þor­­steins­­son, fyrrum eig­andi BM Vallár, hef­ur ít­rekað ásakað þáver­andi stjórn­­völd um marg­háttuð lög­­brot sem leitt hafi til þess að hann hafi misst fyr­ir­tækið sitt og undir þann mál­­flutn­ing hafa sumir þing­­menn Fram­­sókn­­ar­­flokks­ins tek­ið. Sig­­mundur Davíð Gunn­laugs­­son, fyrr­ver­and­i ­for­­sæt­is­ráð­herra, sagði ásak­­anir Vig­lundar slá­andi og að það þyrfti að rann­saka þær. Vig­­dís Hauks­dótt­ir, for­­maður fjár­­laga­­nefnd­­ar, hefur einnig gagn­rýnt „Víg­lund­­ar­­mál­ið“ mjög.

Í sam­tali við Kast­­ljós sagði Hrólfur að hann hefði ekki séð á­stæðu til að kynna þing­­mönnum Fram­­sókn­­ar­­flokks­ins um þessi tengsl sín, en hann situr í stjórn BM Vallár. Hann hafi hins vegar gert Sig­­mundi Dav­­íð, for­­mann­i Fram­­sókn­­ar­­flokks­ins, grein fyrir tengsl­un­­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent
None