Lögreglan í New York borg í Bandaríkjunum handtók í dag 120 manns sem taldir eru tengjast tveimur glæpagengjum sem barist hafa yfirráð í norðurhluta Bronx hverfisins.
Ríkissaksóknari á svæðinu segir í tilkynningu að aðgerðinar séu þær stærstu sem ráðist hafi verið í gegn glæpagengjum í sögu New York borgar.
Þeir handteknu eru grunaðir um að vera hluti af tveimur gengjum, „Big Money Bosses“ og „Fly YGz“. Fólkið er meðal annars sakað um morð, margvísleg óvenju hrottaleg ofbeldisbrot, vopnalagabrot og fíkniefnaviðskipti. Meðal mála sem þegar hefur verið ákært fyrir er morð á 92 ára gamalli konu árið 2009.
Vísað er til þess, að borgin hafi tekið fast á málinu, þar sem mikið óöryggi hafi fylgt gengjunum í stórum íbúahverfum, og að óbreyttir borgarar hafi upplifað mikla hræðslu og í mörgum tilvikum verið beittir ofbeldi. Borgin hafi skipulagt aðgerðirnar með lögreglu.
Nokkrum tókst að flýja lögreglu, þegar hún reyndi að handtaka þá, og er þeirra nú leitað, samkvæmt fréttum New York Daily News.