Félag Sigurðar Bollasonar í Lúxemborg í hluthafahópi 365 miðla

Kjarninn greindi frá því á laugardag að þrír aðilar með rík tengsl við Lúxemborg hafi sett 550 milljónir króna inn í 365 miðla. Fjölmiðlanefnd óskaði eftir upplýsingum um hverjir endanlegir eigendur nýrra hluthafa eru. Einn þeirra er Sigurður Bollason.

365
Auglýsing

Fjöl­miðla­nefnd hefur óskað eftir upp­lýs­ingum um hverjir séu end­an­legir eig­endur tveggja félaga sem bæst hafa í eig­enda­hóp 365 miðla. Kjarn­inn ­greindi frá því á laug­ar­dag að félög­in, ML 120 ehf. og Grandier S.A., hefð­u ­sam­þykkt að kaupa nýtt hlutafé í 365 miðlum á gaml­árs­dag í fyrra fyrir sam­tals 230 millj­ónir króna. Inn­koma félag­anna, sem bæði eru með rík tengsl við Lúx­em­borg, í hlut­hafa­hóp 365 miðla var ekki til­kynnt til Fjöl­miðla­nefndar líkt og lög gera ráð fyr­ir. 

Sam­kvæmt Elfu Ýr Gylfa­dótt­ur, fram­kvæmda­stjóra ­Fjöl­miðla­nefnd­ar, bár­ust hins vegar upp­lýs­ingar um eig­enda­breyt­ingar nefnd­inn­i í gær, 1. maí, og var heima­síðu hennar upp­færð í sam­ræmi við þær upp­lýs­ingar í morg­un. Þar hafi þó vantað upp­lýs­ingar um end­an­lega eig­endur ML 120 ehf. og Grandier S.A. og í kjöl­farið hafi því verið óskað eftir þeim. Nú síð­degis var heima­síða Fjöl­miðla­nefndar upp­færð á ný með upp­lýs­ingum að Grandier S.A. sé í eigu Sig­urðar Bolla­son­ar. Enn vantar þó upp­lýs­ingar um end­an­legt eign­ar­hald á ML 120 ehf. Einar Þór Sverr­is­son, stjórn­ar­maður í 365 miðl­um, segir í tölvu­pósti til Kjarn­ans að um mis­ritun sé að ræða í þeim gögnum sem send voru fyr­ir­tækja­skrá. ML 120 ehf. sé ekki eig­andi í 365 miðl­um.

Vildu ekki upp­lýsa hverjir nýir eig­endur eru

Kjarn­inn greindi frá því á laug­ar­dag að í lok síð­­asta árs, nánar til­­­tekið á gaml­ár­s­dag, hafi verið sam­­þykkt hluta­fjár­­aukn­ing í 365 mið­l­u­m. Þá skráðu þrír aðil­ar ­sig fyrir nýju hlutafé og borg­uðu sam­tals 550 millj­­ón­ir króna fyr­­ir. All­ir að­il­­arnir þrír eru með rík tengsl við Lúx­em­­borg. Og við hjónin Ing­i­­björg­u ­Stef­aníu Pálma­dóttur og Jón Ásgeir Jóhann­es­­son. Þetta kom fram í skjöl­u­m ­sem send hafa verið til fyr­ir­tækja­­skrá­­ar. Þegar Kjarn­inn óskaði eft­ir ­upp­lýs­ingum hjá Sæv­ari Frey Þrá­ins­syni, for­stjóra 365 miðla, um hverjir hin­ir nýju eig­endur væru feng­ust ekki svör við því.

Auglýsing

Þótt hluta­fjár­aukn­ingin hafi verið ákveðin á fundi á gaml­árs­dag þá bar­st ­fyr­ir­tækja­skrá ekki til­kynn­ing um breyt­ingu á hlutafé 365 miðla fyrr en 26. febr­ú­ar 2016. Í þeirri til­kynn­ingu kom fram að hluta­féð hefði verið hækkað um 550 millj­ónir króna og að þrír aðilar hefðu skuld­bundið sig til að greiða þá upp­hæð ­fyrir hið nýja hluta­fé. Tveir þeirra kaup­end­anna keyptu á geng­inu 1,16 krónur á hlut, sem þýðir að þeir tengj­ast fyrri meiri­hluta­eig­end­um. Einn keypti hins ­vegar á geng­inu 1,0 krónur á hlut, sem gefur til kynna að þar eigi að ver­a að­ili sem sé óháður þeim meiri­hluta­eig­end­um.

Tvö félög í eigu Ingi­bjargar

Það félag sem keypt­i ­mest var Moon Capi­­tal S.a.r.l., skráð í eigu Ingi­bjargar Pálma­dótt­ur, sem ­skráði sig fyrir nýju hlutafé upp á 230 millj­­ónir króna. Hinn aðil­inn sem greiddi 1,16 krónur á hlut í aukn­ing­unn­i, og borg­aði alls 120 millj­­ónir króna í reiðufé inn í fyr­ir­tæk­ið, var sagður vera ML 120 ehf. Félagið er skráð til heim­ilis á Suð­­ur­lands­braut 4, hjá lög­­­mann­­stof­unn­i ­Mörk­inn­i. 

Einar Þór Sverr­is­son, einn eig­anda Mark­ar­innar og stjórn­ar­maður í 365 miðl­um, segir að ML 120 ehf. sé ekki í eig­enda­hópi 365 miðla. Um mis­ritun hafi verið að ræða í fund­ar­gerð stjórnar 365 miðla sem send var til fyr­ir­tækja­skrá­ar. Sá aðili sem skráði sig fyrir hinu nýja hlutafé er ML 102 ehf., félag sem er skráð í eigu Ingi­bjargar Pálma­dótt­ur.

Stjórn­ar­menn með rík tengsl við aðal­eig­endur 365 miðla

Hinn eig­and­inn sem bætt­ist við hluta­hafa­hóp 365 miðla, og keypti nýtt hlutafé fyrir 200 millj­­ón­ir króna, er félagið Grandier S.A. í Lúx­em­­borg. Ekki er hægt að nálg­­ast upp­­lýs­ing­ar um hver sé end­an­­legur eig­and­i þess félags en sam­­kvæmt til­­kynn­ingum sem ­borist hafa til fyr­ir­tækja­­skrá­­ar­inn­ar í Lúx­em­­borg voru þrír menn skip­að­ir í stjórn félags­­ins í fyrra­sum­­­ar, nán­ar til­­­tekið í júlí 2015. Þeir eru Don McChart­hy, stjórn­­­ar­­for­­maður House of Frasi­er og náinn við­­skipta­­fé­lag­i Jóns Ásgeirs Jóhann­es­­sonar til margra ára, Sig­­urð­­ur­ ­Bolla­­son, umsvifa­­mik­ill ­ís­lenskur fjár­­­festir sem hefur einnig unnið mikið og náið ­með Jóni Ásgeiri í gegnum tíð­ina, og Þor­­steinn Ólafs­­son, fram­­kvæmda­­stjóri lúx­em­­búrgíska ­eigna­­stýr­ing­­ar­­fyr­ir­tæk­is­ins Arena Wealth Mana­­gement. Lekar frá­­ panamísku lög­­fræð­i­­stof­unni Mossack Fon­­seca, sýna að Þor­­steinn er umsjón­­ar­að­il­i ­­fé­laga í eigu Ing­i­­bjarg­­ar, og sem lotið hafa stjórn Jóns Ásgeirs, sem eiga ­skráð heim­il­is­­festi í þekktum skatta­­skjól­­um. Á meðal þeirra félaga er áður­­­nefn­t G­­uru Invest.

Don McCharthy stofn­að­i fjár­­­fest­inga­­fé­lagið JMS Partners með­ Jóni Ásgeiri og Gunn­­ari Sig­­urðs­­syn­i, ­fyrrum for­­stjóra Baugs, árið 2010. Sig­­urð­­ur­ ­Bolla­­son fjár­­­festi mik­ið ­fyrir hrun í verk­efnum sem tengd­ust Baugi. Hann sat ­meðal ann­­ars í stjórn­ FL Group um tíma og var ífámennum hópi manna sem tók þátt í steggja Jón Ásgeir á ensku sveita­­setri árið 2007.

Sam­kvæmt upp­færðum upp­lýs­ingum á heima­síðu Fjöl­miðla­nefndar í dag er end­an­legur eig­andi Grandier S.A. Sig­urður Bolla­son.

*Fréttin var upp­færð klukkan 16:55 eftir að tölvu­póstur barst frá Ein­ari Þór Sverris­syni um að félagið 120 ehf. væri ekki í eig­enda­hópi 365 miðla. Um mis­ritun hafi verið ræða í skjölum sem send voru inn til fyr­ir­tækja­skrá­ar.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Markaðsvirði veðsettra hlutabréfa í Kauphöll Íslands 183 milljarðar króna
Tölur um veðsetningu hlutabréfa benda til þess að veðköll hafi verið framkvæmd á síðasta ári þegar markaðurinn tók dýfu. Hann jafnaði sig hins vegar þegar leið á árið og markaðsvirði veðsettra hlutabréfa hefur hlutfallslega ekki verið lægra frá júlí 2018.
Kjarninn 25. janúar 2021
Þórólfur Guðnason og Alma Möller.
„Hvar varst þú um helgina? Er það eitthvað sem við erum stolt af?“
Þrátt fyrir að vel gangi innanlands í baráttunni gegn kórónuveirunni telur sóttvarnalæknir ekki ástæðu til að slaka frekar á aðgerðum. Ekki megi gleyma að smit á landamærum hafa einnig áhrif innanlands.
Kjarninn 25. janúar 2021
Tíu staðreyndir um sölu ríkisins á hlut í Íslandsbanka
Til stendur að selja allt að 35 prósent hlut í ríkisbanka í sumar. Upphaf þessa ferils má rekja til bankahrunsins. Hér er allt sem þú þarft að vita um ætlaða bankasölu, álitamál henni tengt og þá sögu sem leiddi til þeirrar stöðu sem nú er uppi.
Kjarninn 25. janúar 2021
Seðlabankinn telur enn mikilvægt að hafa samráðsvettvang á borð við þann sem greiðsluráð bankans er.
Hlutverk svokallaðs greiðsluráðs Seðlabankans til skoðunar
Seðlabankinn skoðar nú hlutverk greiðsluráðs bankans sem sett var á fót með ákvörðun Más Guðmundssonar fyrrverandi seðlabankastjóra í upphafi árs 2019. Ráðið hefur einungis komið einu sinni saman til fundar.
Kjarninn 25. janúar 2021
Janet Yellen, tilnefndur fjármálaráðherra Bandaríkjanna.
Yellen sýnir á spilin
Janet Yellen, tilnefndur fjármálaráðherra Bandaríkjanna, vill þrepaskiptara skattkerfi og auka fjárútlát ríkissjóðs til að aðstoða launþega í kreppunni. Hún er líka harðorð í garð efnahagsstefnu kínverskra stjórnvalda og vill takmarka notkun rafmynta.
Kjarninn 24. janúar 2021
Magga Stína syngur Megas ... á vínyl
Til stendur að gefa út tónleika Möggu Stínu í Eldborg, þar sem hún syngur lög Megasar, út á tvöfaldri vínylplötu. Safnað er fyrir útgáfunni á Karolina Fund.
Kjarninn 24. janúar 2021
Helga Dögg Sverrisdóttir
Bætum kynfræðsluna en látum lestrargetu drengja eiga sig
Kjarninn 24. janúar 2021
Ný útlán banka til fyrirtækja umfram uppgreiðslur voru um átta milljarðar í fyrra
Ný útlán til atvinnufyrirtækja landsins á nýliðnu ári voru innan við tíu prósent þess sem þau voru árið 2019 og 1/27 af því sem þau voru árið 2018.
Kjarninn 24. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None