Hulunni mögulega svipt af skapara bitcoin

Ástralski kaupsýslumaðurinn og tölvunarfræðingurinn Craig Wright hefur nú komið fram í fjölmiðlum og sagst vera stofnandi og skapari netgjaldmiðilsins bitcoin. Hann vill ekki peninga, frægð eða aðdáun fólks. Hann segist vilja vera látinn í friði.

Bitcoin
Auglýsing

Craig Wright, ástr­alskur tölv­un­ar­fræð­ingur og kaup­sýslu­mað­ur, hefur upp­ljóstrað að hann hafi búið til nef­gjald­mið­il­inn bitcoin í nafni Satoshi Nakamoto. Þetta kemur fram á vef BBC en þar við­ur­kennir hann að hafa siglt undir fölsku flaggi og að hafa búið til dul­nefni undir því yfir­skini að fela sitt raun­veru­lega nafn. Mörgum spurn­ingum er þó ósvarað í sam­bandi við opin­berun Wright og ekki eru allir sann­færðir um hann sé sá sem hann seg­ist ver­a. 

Bitcoin var fundið upp árið 2008 og kynnt ári seinna. Myntin var hugsuð sem nýr gjald­mið­ill og ný greiðslu­leið. Með bitcoin var mið­stýr­ingu banka með gjald­mið­il­inn eytt. Myntin var byggð til að frjálst flæði fjár­magns gæti átt sér stað með landamæra­lausum gjald­miðli en þannig kom gjald­mið­ill­inn í veg fyrir að gjald­eyr­is­höft gætu aftrað sér.

Vildi í raun ekki opin­bera sig

Craig WrightWright segir að sumir muni trúa honum og sumir ekki. Honum sé í raun­inni alveg sama. Hann tekur það fram að hann sé aðal­stofn­andi gjald­mið­ils­ins en að aðrir hafi þó hjálpað hon­um. Hann seg­ist alltaf hafa viljað halda þessum upp­lýs­ingum leyndum og að hann vilji í raun hafa það þannig áfram. Til þess að sanna að hann væri skap­ari bitcoin lagði hann fram tækni­legar sann­anir og með því að nota pen­inga sem aðeins skap­ari mið­ils­ins gæti átt. En þrátt fyrir það er mörgum spurn­ingum ósvarað

Auglýsing

En af hverju kemur Wright fram með þessar upp­lýs­ingar núna? Hann segir að hann hafi ekki haft neitt um það að ráða. Að ákveðnir aðilar hafi ákveðið það fyrir hann. Hann óskar þess að fjöl­skylda hans, vinir og sam­starfs­fé­lagar verði látnir í frið­i. 

Vill ekki pen­inga, frægð eða aðdáun

Hann tekur það fram að þetta sé í fyrsta og síð­asta skiptið sem hann kemur fram fyrir framan mynda­töku­vél. Að eftir þetta við­tal BBC muni hann ekki aftur koma fram í fjöl­miðl­u­m. 

Wright segir að hann vilji halda áfram að vinna og stefni á að gera það. Hann vilji ekki pen­inga, frægð eða aðdáun fólks, hann vilji bara vera lát­inn í frið­i. Hann seg­ist ekki vilja við­ur­kenn­ingu eða verð­laun fyrir störf sín. 

Aur­oracoin snýr aftur

Íslenska útgáfan af bitcoin kall­ast aur­oracoin og kom í gagnið vorið 2014. Nú liggur fyrir að kaup­höll með aur­oracoin muni opna á morg­un, þriðju­dag­inn 3. maí, þar sem hægt verður að kaupa og selja net­gjald­mið­il­inn. Þetta kom fram í frétt Við­skipta­blaðs­ins fyrir helg­i. 

Kjarn­inn fjall­aði um raf­myntir í við­tali við Banda­ríkja­mann­inn David Lio sem sér­hæfir sig í slíkum mynt­um. Hann sagði að honum hefði fund­ist hug­myndin um aur­oracoin áhuga­verð frá upp­hafi. Núna þegar hug­bún­að­ur­inn væri til staðar og opinn öllum væri afar áhuga­vert að huga frekar að dreif­ing­ar­leiðum raf­mynta. Hann bætti við að honum hefði lit­ist vel á Ísland sem til­rauna­vett­vang raf­myntar þar sem allir fengu sinn ókeypis skammt. Þannig væri hægt að sjá hvað ger­ist þegar heilt sam­fé­lag verður með­vitað um raf­mynt. 

Í grein­inni kom einnig fram að fræg­asta og jafn­­framt verð­­mæt­asta raf­­­myntin væri bitcoin en til eru margar mis­­mun­andi raf­­­mynt­ir. Aur­ora­coin væri sú fyrsta sinnar teg­undar þar sem útdeil­ing mynt­­ar­innar byggir á land­fræð­i­­legum grunni. Aldrei áður hefði raf­­­mynt verið dreift til íbúa á ákveðnu svæði eins og raunin varð í mars 2014 þegar Íslend­ingar gátu sótt sinn skammt af aur­­um.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sumarhús gengu kaupum og sölum fyrir tæpa 10 milljarða á Íslandi í fyrra.
Íslendingar keyptu sumarhús fyrir næstum 10 milljarða árið 2020
Metár var á markaði með sumarhús í fyrra. Viðskipti hafa aldrei verið fleiri og aldrei hefur jafn miklu fé verið varið til kaupanna, samkvæmt tölum frá Þjóðskrá. Svipað var uppi á teningnum í Noregi, á þessu ári veiru og vaxtalækkana.
Kjarninn 27. janúar 2021
Íslandsbanki gerir ráð fyrir viðspyrnu um leið og ferðamönnum fjölgar aftur hér á landi
Meira atvinnuleysi og minni fjárfestingar en áður var talið
Íslandsbanki telur nú að atvinnuleysi muni vera 9,4 prósent í ár, sem er töluvert meira en hann gerði ráð fyrir í fyrrahaust. Einnig telur bankinn að fjárfesting hins opinbera í kjölfar kreppunnar muni ekki aukast jafnmikið og áður var talið.
Kjarninn 27. janúar 2021
Dyrhólaós fóstrar fjölskrúðugt fuglalíf árið um kring.
Valkostir vegarins um Mýrdal „ekki meitlaðir í stein“
Enn kemur til greina að bæta við og breyta þeim valkostum sem Vegagerðin hefur sett fram á hringveginum um Mýrdal. Yfir 270 manns hafa þegar sent athugasemdir og hafa flestir áhyggjur af áhrifum á lífríki Dyrhólaóss.
Kjarninn 26. janúar 2021
Anna María Bogadóttir, Borghildur Sturludóttir og Hildur Gunnarsdóttir
Velsæld eða vesöld
Kjarninn 26. janúar 2021
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Segir það enga skoðun standast að tala um að stúdentar hafi verið skildir eftir
Þingmaður Flokks fólksins spurði forsætisráðherra út í málefni námsmanna á Alþingi í dag. „Er ekki kom­inn tími til að grípa alla sem hafa orðið fyrir þessum hörm­ung­um, atvinnu­leysi, og eiga jafn­vel ekki fyrir húsa­leigu og ekki fyrir mat?“
Kjarninn 26. janúar 2021
Lilja D. Alfreðsdóttir stendur frammi fyrir brekku til að halda sér inni á þingi samkvæmt könnunum.
Hvorki Miðflokkur né Framsókn mælast með mann inni í Reykjavík
Samfylkingin, Sósíalistaflokkur Íslands og Viðreisn mælast á góðri siglingu í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur. Staða stjórnarflokkanna í höfuðborginni veikist mikið og Framsóknarflokkurinn myndi ekki ná inn manni þar að óbreyttu.
Kjarninn 26. janúar 2021
Verkefnisstjórn 4. áfanga rammaáætlunar fékk 34 vindorkukosti inn á sitt borð í fyrra.
Vindorkukostir sem eru 10 MW eða meira heyri undir rammaáætlun
Lagt er til að land verði flokkað með tilliti til vindorkuvera í tengslum við breytingar á frumvarpi um rammaáætlun. „Telja verður að vindorkuver geti haft í för með sér minna óafturkræft rask en hefðbundnari orkukostir,“ segir í greinargerð.
Kjarninn 26. janúar 2021
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Loðnukvótinn aukinn – Fá að veiða 61 þúsund tonn
Tekist hefur að afstýra loðnubresti þriðja árið í röð. Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir að mikið sé í húfi fyrir viðspyrnu efnahagslífsins að loðnuvertíðin verði eins öflug og kostur sé.
Kjarninn 26. janúar 2021
Meira úr sama flokkiErlent
None