Ólafur Ragnar og Guðni hnífjafnir ef valið væri milli þeirra

Ef val um forseta stæði milli Ólafs Ragnars og Guðna Th. yrði hnífjafnt. Þegar Andri Snær er þriðji frambjóðandi minnkar fylgi Guðna, en ekki Ólafs Ragnars. Þetta sýnir ný könnun.

Ólafur Ragnar Grímsson
Auglýsing

Ólafur Ragnar Gríms­son, for­seti Íslands, og Guðni Th. Jóhann­es­son sagn­fræð­ingur fengju jafn mikið fylgi sem for­seti Íslands ef valið stæði á milli þeirra tveggja. Þetta er nið­ur­staðan í nýrri skoð­ana­könnun Frjálsrar versl­unar, sem birt var nú í morg­un. 

Svar­endur voru spurðir hvorn þeir myndu kjósa ef valið stæði á milli Ólafs Ragn­ars og Guðna, sem þó hefur ekki enn til­kynnt um fram­boð sitt. Guðni fékk meira fylgi en Ólaf­ur, 44,5% á móti 42,5% sitj­andi for­seta, en mun­ur­inn er ekki töl­fræði­lega mark­tæk­ur. Ef aðeins voru skoðuð svör þeirra sem tóku afstöðu fékk Guðni 51,1% og Ólafur Ragnar 48,9%. 

Guðni mælist með meira fylgi á suð­vest­ur­horn­inu, 48% gegn 39%, en Ólafur Ragnar á lands­byggð­inni, 47% gegn 41%. Ólafur er vin­sælli meðal karla, 47 pró­sent þeirra myndu kjósa hann en 41% Guðna. Guðni er vin­sælli meðal kvenna, 48% myndu kjósa hann en 39% Ólaf. Mark­tækur munur mæld­ist ekki á ald­urs­hópum nema hjá þeim sem eru yfir sjö­tugu, þar var Ólafur Ragnar með mun meira fylgi en Guðni, 63% gegn 32%.

Auglýsing

Ólafur Ragnar mælist með sterkan stuðn­ing hjá kjós­endum rík­is­stjórn­ar­flokk­anna, um 72% kjós­enda Fram­sókn­ar­flokks­ins styðja hann og 53% kjós­enda Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Guðni nýtur mik­ils stuðn­ings meðal kjós­enda ann­arra flokka: 52% Pírata, 67% kjós­enda Sam­fylk­ingar og 74% kjós­enda VG myndu kjósa hann frekar en Ólaf. 

Eng­inn fram­sókn­ar­maður vill Andra Snæ

Frjáls verslun spurði einnig um hvern fólk myndi velja ef valið stæði á milli Ólafs Ragn­ars, Guðna Th. og Andra Snæs Magna­son­ar, sem hefur lýst yfir fram­boði til for­seta.

Fylgi Ólafs Ragn­ars hélst nær óbreytt við þetta, 41,3%. Guðni lækkar hins vegar í 33,9% og Andri Snær fær 11,6% fylgi. Yfir 13 pró­sent svar­enda sögð­ust óviss eða ekki vilja neinn þeirra. Ef aðeins eru skoð­aðir þeir sem taka afstöðu fengi Andri Snær 13,4%, Guðni Th. 39% og Ólafur Ragnar 47,6%. 

Andri Snær fær mest fylgi frá stuðn­ings­mönnum Pírata og VG, um 30% hvors hóps. Eng­inn kjós­andi Fram­sókn­ar­flokks­ins lýsti yfir stuðn­ingi við Andra Snæ í könn­un­inn­i. 

Breyt­ist veru­lega við opið val

Að síð­ustu var spurt hvern fólk myndi kjósa ef það mætti nefna hvaða Íslend­ing sem er. Þá var fjórð­ungur aðspurðra óviss, og fylgi við Ólaf Ragnar lækkar tölu­vert. Ef miðað er við heild­ina fengi Ólafur Ragnar 24% stuðn­ing og Guðni 20%. Katrín Jak­obs­dóttir fengi 6% og Andri Snær 4%. Aðrir fengju minna fylg­i. 

Könnun Frjálsrar versl­unar var gerð 26. apríl til 1. maí og voru gild svör 445 tals­ins. Vik­mörk í slíkri könnun geta verið um 5 pró­sent. 

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bankastjórar Arion banka kaupa hlutabréf fyrir 230 milljónir
Benedikt Gíslason bankastjóri og Ásgeir Helgi Reykfjörð aðstoðarbankastjóri keyptu hlutabréf í bankanum í dag.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Þorsteinn Már vonar að tímabundið brotthvarf rói umræðu um Samherja
Þorsteinn Már Baldvinsson segir í viðtali við Vísi að Samherji sé ekki sálarlaust fyrirtæki. Honum blöskrar umræða um fyrirtækið í kjölfar afhjúpandi þáttar Kveiks um starfsemi Samherja í Namibíu.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Indriði H. Þorláksson
Samherji í gráum skugga
Kjarninn 14. nóvember 2019
Björgólfur í leyfi frá störfum sem stjórnarformaður Íslandsstofu
Björgólfur Jóhannsson tekur við sem forstjóri Samherja tímabundið.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Leifur Gunnarsson
Takmarkanir á tímum tæknibyltinga – Staða fólks með sykursýki 1 í dag
Kjarninn 14. nóvember 2019
Mosfellsbær heldur áfram að stækka
Íbúum Mosfellsbæjar hefur fjölgað gríðarlega á síðasta áratug sem og nýjum íbúðum. Bæjarstjórn Mosfellsbæjar býst við áframhaldandi fjölgun íbúa á næsta ári.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Haukur Arnþórsson
Hugleiðingar um tengsl stjórnmála og sjávarútvegs
Kjarninn 14. nóvember 2019
Svæðið sem um ræðir
Steypuvinna vegna Landsbankabyggingarinnar – Reikna með að fara 190 ferðir á einum degi
Botnplata nýju Landsbankabyggingarinnar á Austurbakka 2 verður steypt laugardaginn næstkomandi. Meðan unnið er þarf að loka hægri akrein Kalkofnsvegar í átt að Lækjargötu.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None