Landsbankinn setur risahlut í Eyri Invest í sölu

Steinþór Pálsson er bankastjóri Landsbankans.
Steinþór Pálsson er bankastjóri Landsbankans.
Auglýsing

Landsbankinn hefur sett 23,3 prósent hlut sinn í fjárfestingafélaginu Eyri Invest í opið söluferli. Eyrir á m.a. 29,7 prósent hlut í Marel, sem skráð er í Kauphöll Íslands. Markaðsvirði þess hlutar er um 54,4 milljarðar króna. Óbeinn eignarhlutur Landsbankans í Marel er því metinn á um 12,7 milljarða króna. Hagnaður Marel í fyrra var um átta milljarðar króna og hefur rekstur félagsins gengið afar vel undanfarið.

Salan er þar af leiðandi með verðmætustu eignarsölum sem Landsbankinn hefur ráðist í. Eyrir Invest hefur ekki skilað inn ársreikningi fyrir árið 2015 en í auglýsingu sem Landsbankinn birtir vegna sölunnar í dag kemur fram að eiginfjárhlutfall félagsins, sem á einnig 33,7 prósent hlut í Eyri Sprotum sem fjárfestir í nýsköpunarfyrirtækjum, hafi verið 54,7 prósent um síðustu áramót. 

Þar kemur einnig fram að söluferlið sé í „samræmi við stefnu Landsbankans um sölu eigna í eigu bankans og er öllum opið sem teljast hæfir fjárfestar" samkvæmt ákvæðum laga um verðbréfaviðskipti. Landsbankinn er sem stendur stærsti einstaki eigandi Eyris Invest. Þar á eftir koma feðgarnir Þórður Magnússon (19,6 prósent) og Árni Oddur Þórðarson (17,3 prósent). Árni Oddur er forstjóri Marel í dag en Þórður er stjórnarformaður Eyris Invest.

Auglýsing

Þórður Magnússon er stærsti eigandi Eyris Invest fyrir utan Landsbankann.Eyrir Invest seldi umtalsvert af eignum á árinu 2015. Í júlí var tilkynnt að Eyrir Invest, Arle og með­fjár­festar hefðu gengið frá sam­komu­lagi um sölu á fyr­ir­tæk­inu Fokker Technologies til bresku iðn­að­ar­sam­steypunnar GKN plc. Sölu­verð er 706 millj­ónir evra sem var á þeim tíma jafn­virði um 105 millj­arða króna. Eyrir átti 17 pró­sent hlut í Fokker fyrir söl­una.

Í desember var svo greint frá því að Eyrir Invest, Arle Capi­tal Partners og með­fjár­festar þeirra hefðu gengið frá sölu á hol­lenska félag­inu Stork til banda­rísku iðn­að­ar­sam­steypunnar Fluor Cor­poration, eins stærsta verk­taka­fyr­ir­tækis í heimi, fyrir 695 millj­ónir evra, eða rúm­lega 98 millj­arða króna á þeim tíma. 

Eyrir hafði keypt Stock B.V. ásamt með­fjár­festum sínum árið 2007. Þá rak sam­steypan m.a. Fokker Technologies, Stork Tecn­ical Services og Stork Food Systems en kaup Mar­el hf. á því síð­ast­nefnda voru meg­in­á­stæða fyrir aðkomu Eyris Invest að verk­efn­inu.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Davíð Helgason, einn stofnenda og fyrrum forstjóri Unity.
Segir Ísland geta orðið „einhvers konar tilraunasetur fyrir framtíðina“
Frumkvöðullinn og milljarðamæringurinn Davíð Helgason flytur til Íslands í sumar og ætlar að fjárfesta í fyrirtækjunum sem vinna gegn loftslagsvandanum. Að hans mati er margt sem gerir landið að góðum fjárfestingarkosti.
Kjarninn 18. maí 2021
Palestínumennirnir fimm fyrir utan húsnæði Útlendingastofnunar í Hafnarfirði í dag.
„Við viljum frekar deyja á götunni á Íslandi en að fara aftur til Grikklands“
„Íslensk yfirvöld hlusta ekkert á okkur. Þó að þau viti hvernig ástandið er í okkar heimalandi og þær áhyggjur sem við höfum. Ég meina, húsin sem við bjuggum í hafa sum verið jöfnuð við jörðu.“ Þetta segir Palestínumaður sem er lentur á götunni á Íslandi.
Kjarninn 18. maí 2021
Fasteignaverð hækkar meira með hverjum mánuðinum sem líður, þar sem eftirspurn er mikil og minna er um nýbyggingar.
Ekki meiri hækkun síðan árið 2017
Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 13,7 prósent í apríl á ársgrundvelli, miðað við vísitölu Þjóðskrár. Vísitalan hefur ekki hækkað jafnmikið milli ára síðan í desember 2017.
Kjarninn 18. maí 2021
Þröstur Ólafsson
Var þanþolið rofið?
Kjarninn 18. maí 2021
„Þegar mikil eftirspurn er eftir húsnæði getur fyrirvari um ástandsskoðun fasteignar talist kauptilboði til frádráttar,“ segir í greinargerð með þingsályktunartillögunni.
Ástandsskýrslur fylgi öllum seldum fasteignum
Nýsamþykkt þingsályktunartillaga felur ráðherra að móta frumvarp um ástandsskýrslur fasteigna. Slíkum skýrslum er ætlað að auka traust í fasteignaviðskiptum en ábyrgð vegna galla sem ekki koma fram í ástandsskýrslum mun falla á matsaðila.
Kjarninn 18. maí 2021
Allir hljóta að hafa skoðun á vegferð Ísraelsmanna að mati Hönnu Katrínar Friðriksson þingmanns Viðreisnar.
„Við Íslendingar höfum sterka rödd á alþjóðavettvangi“
Íslensk stjórnvöld þurfa að láta í sér heyra og hvetja aðra til að gera slíkt hið sama vegna átaka milli Ísraels og Palestínu að mati þingmanna Viðreisnar og Framsóknarflokks. Þó svo að íslenska þjóðin sé fámenn hafi hún sterka rödd og hana þurfi að nota.
Kjarninn 18. maí 2021
Samkvæmt ASÍ og BSRB er skuldasöfnun ríkisins ekki áhyggjuefni þegar vextir eru lágir
Gagnrýna „afkomubætandi ráðstafanir“ og vilja breyta fjármálareglum
Sérfræðingahópur á vegum ASÍ og BSRB varar stjórnvöld við að beita niðurskurði í yfirstandandi kreppu og segir að fjármálareglur hins opinbera þurfi að vera sveigjanlegri í nýrri skýrslu um efnahagsleg áhrif faraldursins.
Kjarninn 18. maí 2021
Græni miðinn er aftur kominn upp á gafl Hafnarborgar.
Listaverk sem fjarlægt var af bæjaryfirvöldum í Hafnarfirði komið upp á nýjan leik
Listaverk þeirra Libiu Castro og Ólafs Ólafssonar var fjarlægt af gafli Hafnarborgar fyrr í þessum mánuði að beiðni bæjaryfirvalda. Listaverkið er nú aftur komið upp en líklega hafa bæjaryfirvöld látið undan þrýstingi fagfélaga að mati listamannanna.
Kjarninn 18. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None