Skora á yfirvöld að bregðast við alvarlegri stöðu í lífríki Laxár og Mývatns

Mývatn
Auglýsing

Aðal­fundur Veiði­fé­lags Laxár og Krá­kár, sem hald­inn var í Rauð­hól­u­m í Lax­ár­dal, 30. apríl 2016 skorar á yfir­völd umhverf­is­mála, bæði á lands­vísu og á sveit­ar­stjórn­ar­stigi,  „að bregð­ast við því alvar­lega ástandi sem lýst hef­ur verið í líf­ríki Laxár og Mývatns í Suð­ur­-­Þing­eyj­ar­sýslu“. Þetta kemur fram í yfir­lýs­ingu frá veiði­fé­lag­inu. For­maður stjórnar veiði­fé­lags­ins er Bragi Finn­boga­son.

„Líf­ríki Mývatns og Laxár hefur verið undir miklu álag­i und­an­farna ára­tugi og svæðið er á rauðum lista Umhverf­is­stofn­unar fjórða árið í röð. Kúlu­skít­ur­inn, sem aðeins finnst á einum öðrum stað í heim­in­um, er horf­inn og botni Mývatns má líkja við upp­blás­inn eyðisand,“ segir í til­kynn­ing­unn­i. 

Þá segir enn­fremur að bleikjan hafi verið nán­ast friðuð und­an­farin ár, til að koma í veg fyrir útrým­ingu og síla­stofn í sögu­legri lægð. „Horn­síla­stofn­inn er í sögu­legri lægð. Við rann­sóknir síð­asta sumar veidd­ust 319 síli en sam­bæri­leg­ar ­rann­sóknir síð­ustu 25 ár hafa skilað 3.000-14.000 síl­um. Hrunið í horn­síla­stofn­inum bitnar illa á urrið­anum bæði í Laxá og vatninu. ­Draga verður veru­lega úr veiðum á honum í Mývatni í sum­ar. Bakt­er­íu­gróð­ur, sem ­Mý­vetn­ingar kalla leir­los, fer vax­andi og hefur síð­ustu tvö sumur verið með­ ­fá­dæmum og langt yfir þeim heilsu­vernd­ar­mörkum sem Alþjóða heil­brigð­is­mála­stofn­unin miðar við í vötnum þar sem úti­vist er stund­uð. Leir­los í svo miklu magni hefur mjög nei­kvæð áhrif á líf­ríki Laxár allt til sjáv­ar, sem og upp­lifun veiði­manna á svæð­in­u,“ segir í til­kynn­ingu veiði­fé­lags­ins.

Auglýsing

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiInnlent
None