Magnús Ingberg Jónsson ætlar að bjóða sig fram til forseta Íslands. Eins og staðan er í dag er Magnús fjórtándi frambjóðandinn sem gefur kost á sér til embættisins. Magnús er 46 ára og er frá Svínavatni. Hann býr á Selfossi og er giftur Silju Dröfn Sæmundsdóttur.
Helsta áherslumál Magnúsar sem forsetaframbjóðandi verður að afnema verðtryggingu ef þinginu gengur illa við það. Hann vill ekki að Ísland gangi í ESB og vill ekki breyta stjórnarskránni. Þá vill hann að þjóðin fái að taka ákvarðanir í umdeildum málum og að heilbrigðiskerfið sé bætt, sem og samgöngur landsins.