Formannsframbjóðandi vill leggja Samfylkinguna niður

magnús orri schram
Auglýsing

Magnús Orri Schram, sem sæk­ist eftir því að verða kjör­inn for­maður Sam­fylk­ing­ar­innar í næsta mán­uði, vill að Sam­fylk­ingin verði lögð niður og að stefnt verði að því að stofna „nýja nútíma­lega stjórn­mála­hreyf­ing­u". Þetta kemur fram fram í aðsendri grein eftir hann sem birt er í Frétta­blað­inu í dag. 

Þar segir að Sam­fylk­ingin þurfi að taka veru­legum breyt­ingum á næstu vikum til að geta gengt lyk­il­hlut­verki sem val­kostur jafn­að­ar­fólks í kosn­ingum í haust. Ef Magnús Orri verði kjör­inn for­maður muni hann hefja sam­tal við aðra stjórn­mála­flokka og fólk utan flokka, um nótum nýrrar hreyf­ingar með áherslu á auð­lindir í almanna­þágu, umhverf­is­vernd, nýja stjórn­ar­skrá, jöfn tæki­færi, öfl­ugt vel­ferð­ar­kerfi og sam­keppni í heil­brigðu atvinnu­líf­i. Við eigum að stofna nýja hreyf­ingu sem stefnir saman fólki frá miðju til vinstri. Hreyf­ingu sem rúmar fjöl­breyttar raddir og mörg sjón­ar­mið.[...] Staðan í stjórn­málum krefst þess að við séum hug­rökk, köstum burt klyfjum for­tíðar og séum til­búin til að stíga saman næsta skref í sögu jafn­að­ar­fólks á Ísland­i."

Sam­fylk­ingin mælist með 7,4 pró­sent fylgi sam­kvæmt könnun sem birt er í Frétta­blað­inu í dag. Flokk­ur­inn var stofn­aður árið 2000 sem sam­runi fjög­urra flokka til þess að vinna sem mót­væg­is­afl við Sjálf­stæð­is­flokk­inn. Sam­fylk­ingin var lengi vel næst stærsti flokkur lands­ins á flesta mæli­kvarða en hefur hrunið í fylgi á und­an­förnum árum og fengi ein­ungis fimm þing­menn ef kosið yrði til þings í dag.

Auglýsing

Bankahöllin sem eigandinn vill ekki en er samt að rísa
Þegar íslensku bankarnir voru endurreistir úr ösku þeirra sem féllu í hruninu var lögð höfuðáhersla á að stjórnmálamenn gætu ekki haft puttanna í þeim.
Kjarninn 20. september 2019
Hrun fuglastofna í Norður-Ameríku vekur upp spurningar
Ný grein í Science greinir frá niðurstöðum viðamikilla rannsókna á fuglalífi í Norður-Ameríku.
Kjarninn 20. september 2019
Amazon lagði inn pöntun fyrir 100 þúsund rafmagns sendibíla
Nýsköpunarfyrirtækið Rivian sem er með höfuðstöðvar í Michigan er heldur betur að hrista upp í sendibílamarkaðnum.
Kjarninn 19. september 2019
Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Þingmenn fjögurra flokka fara fram á fullan aðskilnað ríkis og kirkju
Lögð hefur verið fram þingsályktunartillaga um að frumvarp um aðskilnað ríkis og kirkju verði lagt fram snemma árs 2021 og að sá aðskilnaður verði gengin í gegn í síðasta lagi 2034.
Kjarninn 19. september 2019
Guðmundur Ingi Guðbrandsson
Hamfarahlýnun – gripið til mikilvægra aðgerða
Kjarninn 19. september 2019
Að jafnaði eru konur líklegri en karlar til að gegna fleiri en einu starfi.
Talsvert fleiri í tveimur eða fleiri störfum hér á landi
Mun hærra hlutfall starfandi fólks gegna tveimur eða fleiri störfum hér á landi en í öðrum Evrópuríkjum. Þá vinna fleiri Íslendingar langar vinnuvikur eða tæp 18 prósent.
Kjarninn 19. september 2019
Árni Pétur Jónsson, forstjóri Skeljungs, stýrði áður Basko.
Skeljungur fær undanþágu vegna kaupa á Basko
Samkeppniseftirlitið hefur heimilað samruna Skeljungs og Basko með skilyrðum. Kaupverðið er 30 milljónir króna og yfirtaka skulda.
Kjarninn 19. september 2019
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
„Við getum ekki brugðist við með því að reyna að lifa eins og í sænskri hippakommúnu“
Formaður Miðflokksins segir að leyfa verði vísindum að leysa loftslagsvandann í stað þess að bregðast við með því að reyna að lifa eins og í sænskri hippakommúnu.
Kjarninn 19. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None