Formannsframbjóðandi vill leggja Samfylkinguna niður

magnús orri schram
Auglýsing

Magnús Orri Schram, sem sæk­ist eftir því að verða kjör­inn for­maður Sam­fylk­ing­ar­innar í næsta mán­uði, vill að Sam­fylk­ingin verði lögð niður og að stefnt verði að því að stofna „nýja nútíma­lega stjórn­mála­hreyf­ing­u". Þetta kemur fram fram í aðsendri grein eftir hann sem birt er í Frétta­blað­inu í dag. 

Þar segir að Sam­fylk­ingin þurfi að taka veru­legum breyt­ingum á næstu vikum til að geta gengt lyk­il­hlut­verki sem val­kostur jafn­að­ar­fólks í kosn­ingum í haust. Ef Magnús Orri verði kjör­inn for­maður muni hann hefja sam­tal við aðra stjórn­mála­flokka og fólk utan flokka, um nótum nýrrar hreyf­ingar með áherslu á auð­lindir í almanna­þágu, umhverf­is­vernd, nýja stjórn­ar­skrá, jöfn tæki­færi, öfl­ugt vel­ferð­ar­kerfi og sam­keppni í heil­brigðu atvinnu­líf­i. Við eigum að stofna nýja hreyf­ingu sem stefnir saman fólki frá miðju til vinstri. Hreyf­ingu sem rúmar fjöl­breyttar raddir og mörg sjón­ar­mið.[...] Staðan í stjórn­málum krefst þess að við séum hug­rökk, köstum burt klyfjum for­tíðar og séum til­búin til að stíga saman næsta skref í sögu jafn­að­ar­fólks á Ísland­i."

Sam­fylk­ingin mælist með 7,4 pró­sent fylgi sam­kvæmt könnun sem birt er í Frétta­blað­inu í dag. Flokk­ur­inn var stofn­aður árið 2000 sem sam­runi fjög­urra flokka til þess að vinna sem mót­væg­is­afl við Sjálf­stæð­is­flokk­inn. Sam­fylk­ingin var lengi vel næst stærsti flokkur lands­ins á flesta mæli­kvarða en hefur hrunið í fylgi á und­an­förnum árum og fengi ein­ungis fimm þing­menn ef kosið yrði til þings í dag.

Auglýsing

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jósep Ó.Blöndal
Uppsagnir – A la Sopranos
Kjarninn 17. nóvember 2019
Flosi Þorgeirsson
Maður er nefndur Jack Parsons
Kjarninn 17. nóvember 2019
Fræða ferðamenn um góða sjúkdómsstöðu íslenskra búfjárstofna
Landbúnaðarráðherra telur mikilvægt að ferðamenn fái fræðslu um góða sjúk­dóma­stöðu íslenskra búfjár­stofna og hversu við­kvæmir þeir eru fyrir nýju smit­i. Því verða sett upp veggspjöld með þeim upplýsingum á helstu komustöðum til landsins.
Kjarninn 17. nóvember 2019
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra.
Sjávarútvegsráðherra boðaður á fund atvinnuveganefndar
Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, hefur óskað eftir því að sjávarútvegsráðherra komi fyrir atvinnuveganefnd og ræði meðal annars afleiðingar Samherjamálsins á önnur íslensk fyrirtæki og greinina í heild sinni.
Kjarninn 17. nóvember 2019
Flugvallarstjórn Kastrup braut eigin reglur
Á rúmu ári hafa fjórum sinnum komið upp á Kastrup flugvelli tilvik þar sem öryggi flugvéla, og farþega, hefði getað verið stefnt í voða. Flugvallarstjórninni sem er skylt að loka flugbrautinni samstundis þegar slíkt gerist aðhafðist ekkert.
Kjarninn 17. nóvember 2019
Börkur Smári Kristinsson
Hvað skiptir þig máli?
Kjarninn 16. nóvember 2019
Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra.
Segir VG standa frammi fyrir prófraun í kjölfar Samherjamálsins
Fyrrverandi forsætisráðherra segir að grannt verði fylgst með viðbrögðum Katrínar Jakobsdóttur og VG í tengslum við Samherjamálið. Hún segir að setja verði á fót sérstaka rannsóknarnefnd sem fari ofan í saumana á málinu.
Kjarninn 16. nóvember 2019
Bára Halldórsdóttir
Klausturgate – ári síðar
Bára Halldórsdóttir hefur skipulagt málþing með það að markmiði að gefa þolendum „Klausturgate“ rödd og rými til að tjá sig og til þess að ræða Klausturmálið og eftirmál þess fyrir samfélagið.
Kjarninn 16. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None