1. Guðrún Margrét er 57 ára, fædd í Reykjavík þann 15. mars árið 1959 .
2. Hún er menntuð sem hjúkrunarfræðingur. Guðrún Margrét var formaður ABC barnahjálpar, en hún starfaði fyrir samtökin í 27 ár, þar af 23 ár launalaust og var einn af stofnendum þess. Hún var í framhaldsnámi í þróunarfræði þegar hún ákvað að fara í forsetaframboð.
3. Hún býr í Garðabænum með eiginmanni sínum sem hún hefur verið gift í 29 ár og eiga þau saman þrjú börn. Eiginmaður hennar er barnabarn Hannesar Hafstein, fyrsta ráðherra Íslands.
4. Guðrún Margrét hefur ekki mælst með yfir eitt prósent fylgi í skoðanakönnunum.
5. Guðrún Margrét hefur ferðast um sex heimsálfur og segir að hnattferð sem hún fór í fyrir 30 árum hafi breytt lífi hennar varanlega. Árið 1985 seldi hún eigur sínar til að ferðast um heiminn.
6. Hún er í þjóðkirkjunni og segir að Biblían og bænin veiti sér daglegan innblástur, hvatningu og hugrekki. Hún vill halda reglulegar bænastundir í Bessastaðakirkju.
7. Guðrún Margrét hlaut íslensku fálkaorðuna frá Ólafi Ragnari Grímssyni forseta árið 2004 fyrir líknarstörf á alþjóðavettvangi.
8. Guðrún Margrét talar ágæta ensku, þokkalega dönsku, er með góðan grunn í spænsku og einhvern grunn í þýsku, er fram kemur á kosningavef RÚV.
9. Hún er áhugamanneskja um skógrækt og berjatínslu.
10. Verði hún kjörin forseti ætlar hún að standa fyrir Góðgerðarviku þjóðarinnar þar sem allir leita leiða til að verða öðrum til góðs og safna fjármagni til að blessa aðra. Guðrún Margrét vill að afmælisdagur Ólafs Ragnars Grímssonar verði skipaður góðgerðardagur.
Framboðssíða Guðrúnar Margrétar - Facebooksíða Guðrúnar Margrétar