Endurskoðandi Seðlabanka Íslands ráðinn til Samherja

selabankinn_15367564864_o.jpg
Auglýsing

Jón Rafn Ragn­ars­son, sem til­kynnt hefur verið um að verði fram­kvæmda­stjóri fjár­mála- og upp­lýs­inga­sviðs Sam­herja, hefur verið ann­ar end­ur­skoð­enda árs­reikn­inga Seðla­banka Íslands frá árinu 2010. Þor­steinn Már Bald­vins­son, for­stjóri Sam­herja, til­kynnti um ráðn­ingu hans á heima­síð­u ­fyr­ir­tæk­is­ins í gær.

Jón Rafn er við­skipta­fræð­ingur og varð lög­giltur end­ur­skoð­andi árið 2006. Hann hefur starfað hjá Deloitte í 15 ár og verið með­eig­andi frá árinu 2008. Auk þess hefur hann kennt end­ur­skoðun og reikn­ings­hald við Háskól­ann í Reykja­vík um ára­bil. 

Auglýsing

Mikil átök hafa verið milli Sam­herja og Seðla­banka Íslands­ árum saman vegna rann­sóknar bank­ans á meintum brotum fyr­ir­tæk­is­ins á lögum og ­reglum um gjald­eyr­is­mál sem síðar voru kærð til emb­ættis sér­staks sak­sókn­ara. Það emb­ætti felldi niður mál­ið, sem var á hendur Þor­­steini Má og ­­þriggja lyk­il­­starfs­­manna fyr­ir­tæk­is­ins, í fyrra­haust.

Jón Rafn Ragnarsson.Þor­steinn Már sagð­i ­síðar í bréfi til starfs­manna Sam­herja að Seðla­­bank­inn hefði farið fram með til­­hæfu­­lausar ásak­­anir og að „of­­forsi“ ruðst inn á skrif­­stofur Sam­herja í hús­­leit­­ar­til­­gangi, í mars 2012, án þess að hafa nokkuð í hönd­unum sem studdi þær aðgerðir eða ásak­­anir um lög­­brot yfir höf­uð. ­Málið hefði haft gríð­ar­legt tjón í för með sér fyrir fyr­ir­tæk­ið. Í við­tali við DV í sept­em­ber sagði Þor­steinn Már:„Ég segi að ­númer eitt, tvö og þrjú þá á Már Guð­­munds­­son að bera ábyrgð. Hann er yfir­­­mað­ur­ ­Seðla­­bank­ans. Hann á að bera þessa ábyrgð. Að sjálf­­sögðu á Már Guð­­munds­­son að segja af sér. Hann er búinn að reka ­­mál gagn­vart hund­ruðum ein­stak­l­inga og fjölda fyr­ir­tækja, að ástæð­u­­lausu. Þetta fólk hefur þurft að borga lög­­fræð­i­­kostn­að­inn s­inn sjálft.“

Ráðn­ing Jón Rafns til Sam­herja hef­ur vakið athygli og umræður innan Seðla­banka Íslands, í ljósi þess sem á hef­ur ­gengið í sam­skiptum bank­ans og Sam­herja.Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Samkeppniseftirlitið samþykkir kaup Nordic Visitor á Terra Nova
Samkeppniseftirlitið hefur samþykkt kaup Nordic Visitor á ferðaskrifstofunni Terra Nova Sól. Kaupverðið er trúnaðarmál.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Farið er útfall Hagavatns sunnan Langjökuls.
Landgræðslustjóri: Fyrirhuguð Hagavatnsvirkjun myndi auka uppblástur
Hækkun á vatnsborði Hagavatns með virkjun er ekki sambærileg aðgerð og sú sem Landgræðslan fór í við Sandvatn til að hefta uppfok eins og haldið er fram í tillögu að matsáætlun. Stofnunin telur fullyrðinguna „úr lausu lofti gripna og órökstudda með öllu“.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Alþingi hefur ekki tekist að endurheimta það traust sem hefur tapast frá byrjun árs 2018.
Almenningur treystir síst Alþingi, borgarstjórn og bankakerfinu
Eitt af markmiðum sitjandi ríkisstjórnar samkvæmt stjórnarsáttmála var að efla traust á stjórnmál og stjórnsýslu. Í dag er traust á Alþingi sex prósentustigum minna en það var í upphafi kjörtímabils, þótt að hafi aukist umtalsvert frá því í fyrra.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Ekki sést jafn mikil neikvæð áhrif á flugiðnað síðan 11. september 2001
Greinendur segja að smám saman sé að koma í ljós hversu gríðarleg áhrif kórónaveiran hefur haft í Kína og víðar. Útlit er fyrir að efnahagslegu áhrifin verði mikil á næstu mánuðum.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Davíð Stefánsson og Sunna Karen Sigurþórsdóttir
Davíð og Sunna Karen hætta sem ritstjórar hjá Torgi
Skipu­lags­breytingar hafa verið gerðar hjá Torgi, út­gáfu­fé­lagi Frétta­blaðsins og fleiri miðla.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Úr Er ég mamma mín?
„Sláðu hann, Sólveig! Kýld‘ann, Kristbjörg!“
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Er ég mamma mín? eftir Maríu Reyndal í Borgarleikhúsinu.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir
Nýsköpunarmiðstöð Íslands lögð niður um næstu áramót
Niðurstaða greiningarvinnu atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins er sú að hluta verkefna Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands megi framkvæma undir öðru rekstrarformi.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Ríkisstjórnin vill auka gagnsæið hjá 30 óskráðum en þjóðhagslega mikilvægum fyrirtækjum
Í drögum að nýju frumvarpi, sem ríkisstjórnin hefur lagt fram til að auka traust á íslenskt atvinnulíf, er lagt til að skilgreining á „einingum tengdum almannahagsmunum“ verði víkkuð verulega út og nái meðal annars til stóriðju og sjávarútvegsrisa.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None