Nox Medical hlýtur útflutningsverðlaun forseta Íslands

Pétur Már Halldórsson og gínan Bob, með búnað frá Nox Medical tengdan við sig.
Pétur Már Halldórsson og gínan Bob, með búnað frá Nox Medical tengdan við sig.
Auglýsing

Nox Medical hlaut í dag útflutningsverðlaun forseta Íslands við hátiðlega athöfn á Bessastöðum. Verðlaunin hlaut fyrirtækið fyrir að hafa náð einstökum árangri á heimsvísu í þróun og smíði á lækningavörum sem notaðar eru til greiningar á svefntruflunum.

Nox Medical er tækni- og hugvitsfyrirtæki sem stofnað var árið 2006. Pétur Már Halldórsson, framkvæmdastjóri Nox Medical, fór ítarlega yfir sögu fyrirtækisins, aðstæður og framtíðaráform þess í viðtali við Kjarnann í mars síðastliðnum.

Þar kom fram að Nox Med­ical hafi farið frá því að vera sjö manna teymi með aðstöðu innan veggja Nýsköp­un­ar­mið­stöðv­ar­innar í Kelda­holti fyrir tíu árum í að vera fyr­ir­tæki með tugi vel mennt­aðra og eft­ir­sókn­ar­verðra starfs­manna í dag. Pétur sagði að skipta hafi mátt sögu fyrirtækisins upp í þrjú tímabil.Það fyrsta, árin 2007 til­ 2008 átti sér stað vöru­þró­un. Næstu þrjú hófst tekju­öflun með sölu á vörum og ­stöð­ug­leika var náð. Frá árinu 2012 hefur átt sér stað „grimmur og bratt­ur ­vaxta­fer­ill,“ eins og og Pétur kallaði hann. Frá þeim tíma hefur fyrirtækið tífaldað veltu sína úr einni milljón evra árið 2011 í nærri tíu milljónir evra í fyrra. Tekjur fyrirtækisins koma nær einvörðungu frá útflutningi. Við erum orðin pínu­lítil stór­iðja í sam­heng­i hlut­anna. Veltan í íslenskum krónum í fyrra er á bil­inu 1.500 til 1.600 millj­ónir króna. Við erum samt hvergi hætt. Við erum rétt að byrja. Það eru ­mikil vaxta­tæki­færi í þessum svefn­bransa. Svefn­grein­ing á erindi víða.,“ sagði Pétur.

Auglýsing

Helgi Tómasson listdansstjóri fékk við sama tækifæri sérstaka heiðursviðurkenningu sem veitt er einstaklingi sem þykir með starfi sínu hafa borið hróður Íslands víða um heim og þannig stuðlað að jákvæðu umtali um land okkar og þjóð. Fyrri handhafar þessara heiðursverðlauna eru m.a. Björk, Arnaldur Indriðason og ljósmyndarinn RAX.

Í fréttatilkynningu Íslandsstofu vegna verðlaunanna segir:

„Helgi Tómasson er einn virtasti dansfrömuður heims, og hefur vakið athygli sem bæði dansari, listdansstjóri og danshöfundur í yfir fjörtíu ár. Í fyrstu alþjóðlegu balletkeppninni sem haldin var í Moskvu árið 1969 hafnaði Helgi í öðru sæti á eftir Mikhail Baryshnikov. Fljótlega eftir þetta var Helgi ráðinn til New York City Ballet þar sem hann dansaði við frábæran orðstír í hálfan annan áratug.

Árið 1985 lagði Helgi ballettskóna á hilluna og réð sig í stöðu  listræns stjórnanda San Francisco-ballettsins, elsta starfandi listdansflokks Bandaríkjanna, þar sem hann hefur starfað allar götur síðan. Undir stjórn Helga hefur San Francisco-ballettinn náð þeim árangri að vera í hópi bestu dansflokka samtímans, eftirsóttur um allan heim. Sem helsti danshöfundur flokksins hefur Helgi samið fjölda balletta, sem fluttir hafa verið á leiksviðum um víða veröld við fádæma góðar undirtektir."

Útflutningsverðlaunin eru nú veitt í 28. sinn en þau voru fyrst veitt árið 1989. Meðal annarra fyrirtækja er hlotið hafa verðlaunin í gegnum tíðina eru Bláa lónið, CCP, Hampiðjan, Trefjar ehf og Ferðaskrifstofa bænda og á síðasta ári hlaut Icelandair Group verðlaunin.

Úthlutunarreglur kveða á um að Útflutningsverðlaun forseta Íslands skuli veitt fyrirtækjum eða einstaklingum, íslenskum eða erlendum, fyrir árangursríkt starf að útflutningi á íslenskum vörum eða þjónustu á erlendum markaði. Veiting verðlaunanna tekur mið af verðmætisaukningu útflutnings, hlutdeild útflutnings í heildarsölu, markaðssetningu á nýjum markaði, ásamt fleiru.

Í úthlutunarnefndinni sátu að þessu sinni: Örnólfur Thorsson, frá embætti forseta Íslands, Runólfur Smári Steindórsson, frá viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands, Björgólfur Jóhannsson frá Viðskiptaráði, Þórunn Sveinbjörnsdóttir, frá Alþýðusambandi Íslands og Vilborg Einarsdóttir frá Íslandsstofu, en Íslandsstofa ber ábyrgð á undirbúningi og kostnaði við verðlaunaveitinguna.


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir ríkisstjórnina ræða málin í þaula og hafa verið í meginatriðum samstíga um aðgerðir í faraldrinum hingað til.
Stjórnmálin falli ekki í þá freistni að gera sóttvarnir að „pólitísku bitbeini“
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir samstöðu í ríkisstjórn um þær hertu aðgerðir sem tóku gildi í dag. Hún segist vilja forðast að sóttvarnir verði að pólitísku bitbeini fyrir kosningar og telur að það muni reyna á stjórnmálin á næstu vikum.
Kjarninn 25. júlí 2021
Steypiregnið ógurlega
Steypiregn er klárlega orðið tíðara og umfangsmeira en áður var. Öll rök hníga að tengingu við hlýnun lofthjúps jarðar. Í tilviki flóðanna í Þýskalandi og víðar hefur landmótun, aukið þéttbýli og minni skilningur samfélaga á eðli vatnsfalla áhrif.
Kjarninn 25. júlí 2021
Ísraelsk stjórnvöld sömdu við lyfjafyrirtækið Pfizer um bóluefni og rannsóknir samhliða bólusetningum.
Alvarlega veikum fjölgar í Ísrael
Það er gjá á milli fjölda smita og fjölda alvarlegra veikra í Ísrael nú miðað við fyrstu bylgju faraldursins. Engu að síður hafa sérfræðingar áhyggjur af þróuninni. Um 60 prósent þjóðarinnar er bólusett.
Kjarninn 25. júlí 2021
Danska smurbrauðið nýtur nú aukinna vinsælda meðal matgæðinga í heimalandinu.
Endurkoma smurbrauðsins
Flestir Íslendingar kannast við danska smurbrauðið, smørrebrød. Eftir að alls kyns skyndibitar komu til sögunnar döluðu vinsældirnar en nú nýtur smurbrauðið sívaxandi vinsælda. Nýir staðir skjóta upp kollinum og þeir gömlu upplifa sannkallaða endurreisn.
Kjarninn 25. júlí 2021
Fjallahjólabrautin við Austurkór var eitt verkefna sem valið var til framkvæmda af íbúum í íbúðalýðræðisverkefninu Okkar Kópavogur í fyrra.
Kópavogsbær skoðar flötu fjallahjólabrautina betur eftir holskeflu athugasemda
Kópavogsbær hefur boðað að fjallahjólabraut við Austurkór í Kópavogi verði tekin til nánari skoðunar, eftir fjölda athugasemda frá svekktum íbúum þess efnis að brautin gagnist lítið við fjallahjólreiðar.
Kjarninn 24. júlí 2021
Með stafrænum kórónuveirupassa fæst QR kóði sem sýna þarf á hinum ýmsu stöðum.
Munu þurfa að framvísa kórónuveirupassa til að fara út að borða
Evrópska bólusetningarvottorðið hefur verið notað vegna ferðalaga innan álfunnar síðan í upphafi mánaðar. Í Danmörku hefur fólk þurft að sýna sambærilegt vottorð til að sækja samkomustaði og svipað er nú uppi á teningnum á Ítalíu og í Frakklandi.
Kjarninn 24. júlí 2021
Eldgosið í Geldingadölum hefur verið mikið sjónarspil. Nú virðist það í rénun.
Ráðherra veitir nafni nýja hraunsins formlega blessun sína
Eins og lög gera ráð fyrir hefur Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra staðfest nafngift nýja hraunsins í landi Grindavíkurbæjar. Fagradalshraun mun það heita um ókomna framtíð.
Kjarninn 24. júlí 2021
Ferðamenn við Skógafoss.
Lágur smitfjöldi talinn mikilvægur fyrir heilsu og hagsmuni ferðaþjónustu
Ótti við að lenda á rauðum listum sóttvarnayfirvalda í Evrópu og Bandaríkjunum var tekinn inn í heildarhagsmunamat ríkisstjórnarinnar varðandi nýjar sóttvarnaráðstafanir innanlands. Á morgun verður mannlífið heft á ný vegna veirunnar.
Kjarninn 24. júlí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None