Nox Medical hlýtur útflutningsverðlaun forseta Íslands

Pétur Már Halldórsson og gínan Bob, með búnað frá Nox Medical tengdan við sig.
Pétur Már Halldórsson og gínan Bob, með búnað frá Nox Medical tengdan við sig.
Auglýsing

Nox Med­ical hlaut í dag útflutn­ings­verð­laun for­seta Íslands við hát­ið­lega athöfn á Bessa­stöð­um. Verð­launin hlaut fyr­ir­tækið fyrir að hafa náð ein­stökum árangri á heims­vísu í þróun og smíði á lækn­inga­vörum sem not­aðar eru til grein­ingar á svefn­trufl­un­um.

Nox Med­ical er tækni- og hug­vits­fyr­ir­tæki sem stofnað var árið 2006. Pétur Már Hall­dórs­son, fram­kvæmda­stjóri Nox Med­ical, fór ítar­lega yfir sögu fyr­ir­tæk­is­ins, aðstæður og fram­tíð­ar­á­form þess í við­tali við Kjarn­ann í mars síð­ast­liðnum.

Þar kom fram að Nox Med­ical hafi farið frá því að vera sjö manna teymi með aðstöðu innan veggja Nýsköp­un­­ar­mið­­stöðv­­­ar­innar í Kelda­holt­i ­fyrir tíu árum í að vera fyr­ir­tæki með tugi vel mennt­aðra og eft­ir­­sókn­­ar­verðra starfs­­manna í dag. Pétur sagði að skipta hafi mátt sögu fyr­ir­tæk­is­ins upp í þrjú tíma­bil.Það fyrsta, árin 2007 til­ 2008 átti sér stað vöru­­þró­un. Næstu þrjú hófst tekju­öflun með sölu á vörum og ­stöð­ug­­leika var náð. Frá árinu 2012 hefur átt sér stað „grimmur og bratt­ur ­vaxta­­fer­ill,“ eins og og Pétur kall­aði hann. Frá þeim tíma hefur fyr­ir­tækið tífaldað veltu sína úr einni milljón evra árið 2011 í nærri tíu millj­ónir evra í fyrra. Tekjur fyr­ir­tæk­is­ins koma nær ein­vörð­ungu frá útflutn­ingi. Við erum orðin pín­u­­lítil stór­iðja í sam­heng­i hlut­anna. Veltan í íslenskum krónum í fyrra er á bil­inu 1.500 til 1.600 millj­­ónir króna. Við erum samt hvergi hætt. Við erum rétt að byrja. Það eru ­mikil vaxta­tæki­­færi í þessum svefn­bransa. Svefn­­grein­ing á erindi víða.,“ sagði Pét­ur.

Auglýsing

Helgi Tóm­as­son list­dans­stjóri fékk við sama tæki­færi sér­staka heið­ur­svið­ur­kenn­ingu sem veitt er ein­stak­lingi sem þykir með starfi sínu hafa borið hróður Íslands víða um heim og þannig stuðlað að jákvæðu umtali um land okkar og þjóð. Fyrri hand­hafar þess­ara heið­ursverð­launa eru m.a. Björk, Arn­aldur Ind­riða­son og ­ljós­mynd­ar­inn RAX.

Í frétta­til­kynn­ingu Íslands­stofu vegna verð­laun­anna seg­ir:

„Helgi Tóm­as­son er einn virt­asti dans­fröm­uður heims, og hefur vakið athygli sem bæði dans­ari, list­dans­stjóri og dans­höf­undur í yfir­ ­fjör­tíu ár. Í fyrstu alþjóð­legu ball­et­keppn­inni sem haldin var í Moskvu árið 1969 hafn­aði Helgi í öðru sæti á eftir Mik­hail Bar­ys­hnikov. Fljót­lega eft­ir þetta var Helgi ráð­inn til New York City Ballet þar sem hann dans­aði við frá­bæran orðstír í hálfan annan ára­tug.

Árið 1985 lagði Helgi ball­ett­skóna á hill­una og réð sig í stöðu  list­ræns stjórn­anda San Francisco-ball­etts­ins, elsta starf­andi list­dans­flokks Banda­ríkj­anna, þar sem hann hefur starfað allar götur síð­an. Undir stjórn Helga hefur San Francisco-ball­ett­inn náð þeim árangri að vera í hópi bestu dans­flokka ­sam­tím­ans, eft­ir­sóttur um allan heim. Sem helsti dans­höf­undur flokks­ins hef­ur Helgi samið fjölda ball­etta, sem fluttir hafa verið á leik­sviðum um víða ver­öld við fádæma góðar und­ir­tekt­ir."

Útflutn­ings­verð­laun­in eru nú veitt í 28. sinn en þau voru fyrst veitt árið 1989. Meðal ann­arra ­fyr­ir­tækja er hlotið hafa verð­launin í gegnum tíð­ina eru Bláa lón­ið, CCP, Hamp­iðj­an, Trefjar ehf og Ferða­skrif­stofa bænda og á síð­asta ári hlaut Icelandair Group verð­laun­in.

Úthlut­un­ar­regl­ur kveða á um að Útflutn­ings­verð­laun for­seta Íslands skuli veitt fyr­ir­tækjum eða ein­stak­ling­um, íslenskum eða erlend­um, fyrir árang­urs­ríkt starf að útflutn­ing­i á íslenskum vörum eða þjón­ustu á erlendum mark­aði. Veit­ing verð­laun­anna tek­ur mið af verð­mæt­is­aukn­ingu útflutn­ings, hlut­deild útflutn­ings í heild­ar­sölu, ­mark­aðs­setn­ingu á nýjum mark­aði, ásamt fleiru.

Í úthlut­un­ar­nefnd­inni sátu að þessu sinni: Örn­ólfur Thors­son, frá emb­ætt­i ­for­seta Íslands, Run­ólfur Smári Stein­dórs­son, frá við­skipta- og hag­fræði­deild Há­skóla Íslands, Björgólfur Jóhanns­son frá Við­skipta­ráði, Þór­unn ­Svein­björns­dótt­ir, frá Alþýðu­sam­bandi Íslands og Vil­borg Ein­ars­dóttir frá­ Ís­lands­stofu, en Íslands­stofa ber ábyrgð á und­ir­bún­ingi og kostn­aði við verð­launa­veit­ing­una.Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
„Spítalinn var næstum því kominn á hliðina í þessum litla faraldri“
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir var spurður beinskeyttra spurninga um gagnrýni sem fram hefur komið á opinberar sóttvarnaraðgerðir, meðal annars frá þingmönnum Sjálfstæðisflokksins, í viðtali í hlaðvarpsþætti á dögunum.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.
„Þessi ofbeldishrina er ekkert annað en skuggafaraldur“
Formaður Viðreisnar vill sérstakan aðgerðapakka til að koma í veg fyrir langtímaafleiðingar líkamlegs eða kynferðislegs ofbeldis. Hún segir stöðuna grafalvarlega – sem verði ekki hunsuð.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Marínó Örn Tryggvason, forstjóri Kviku
Kvika, TM og Lykill sameinast
Tryggingarmiðstöðin hf., Kvika banki og fjármögnunarfyrirtækið Lykill hafa ákveðið að sameinast eftir tveggja mánaða viðræður.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Besti knattspyrnumaður allra tíma látinn
Diego Maradona er látinn, sextugur að aldri.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn.
Víðir reyndist vera með COVID-19
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hefur greinst með COVID-19, eftir að hafa áður greinst neikvæður í prófi á mánudag. Hann var þegar í sóttkví eftir að hafa orðið útsettur fyrir smiti í nærumhverfi sínu.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Stóru viðskiptabankarnir þrír hafa borið þungann af því að deila út ríkisábyrgðarlánunum sem skýrslan fjallar um.
Stuðningslánum mögulega of naumt skammtað
Eftirlitsnefnd með lánum með ríkisábyrgð telur að ætla megi að innan við helmingur þeirra fyrirtækja sem sóst hafa eftir stuðningslánum fái út úr úrræðinu það fé sem þau telji sig þurfa. Nefndin skilaði skýrslu til ráðherra á dögunum.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Heimsfaraldurinn rekur unga Íslendinga aftur heim í foreldrahús
Hlutfall ungra Íslendinga sem búa heima hjá foreldrum sínum hefur farið úr 42 í 70 prósent á innan við ári. Ljóst er að COVID-19 spilar þar stóra rullu, en atvinnuleysi hjá 18-24 ára hefur aukist um 134 prósent á einu ári.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Á baðströnd í Hong Kong.
Farsóttin herjar aftur á fyrirmyndarríkin
Í Japan hafði fólk verið hvatt til að ferðast innanlands og fara út að borða. Herferðinni hefur snarlega verið hætt. Til stóð að ýta ferðabandalagi milli Hong Kong og Singapúr úr vör, þar sem fólk gæti ferðast án sóttkvíarkvaða. Af því verður ekki í bráð.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None