Sjö af hverjum tíu vilja kjósa í haust

Sigurður Ingi Jóhannsson og Bjarni Benediktsson greina frá myndun nýrrar ríkisstjórnar í byrjun apríl. Þar greindu þeir einnig frá því að kosið verði í haust.
Sigurður Ingi Jóhannsson og Bjarni Benediktsson greina frá myndun nýrrar ríkisstjórnar í byrjun apríl. Þar greindu þeir einnig frá því að kosið verði í haust.
Auglýsing

Alls segj­ast 69,5 pró­sent þeirra sem tóku afstöðu í nýrri skoð­ana­könnun miðla 365 að þeir vilji þing­kosn­ingar í haust. 30,5 pró­sent segja að þeir vilji kjósa vorið 2017. Frá þessu er greint í Frétta­blað­inu í dag. 

Þegar öll svör eru skoðuð sést að 60 pró­sent aðspurðra vilja haust­kosn­ing­ar, 26 pró­sent vilja kjósa næsta vor, tólf pró­sent segj­ast ekki vita hvenær þau vilja kjósa og tvö pró­sent vilja ekki svara. Konur vilja frekar kjósa í haust en karlar og fólk undir fimm­tugu er hlynnt­ari því en eldra fólk. 

Könn­unin var gerð 30. maí. Hringt var í 919 manns þar til náð­ist í 772 og var svar­hlut­fallið því 84 pró­sent. Þátt­tak­endur voru valdir með slembi­úr­taki úr þjóð­skrá. Alls tóku 85,7 pró­sent þeirra sem náð­ist í afstöðu til spurn­ing­ar­inn­ar.

Auglýsing

Þegar Bjarni Bene­dikts­son og Sig­urður Ingi Jóhanns­son til­kynntu um myndun nýrrar rík­is­stjórnar í stiga Alþing­is­húss­ins í byrjun apr­íl, eftir að upp­lýs­ingar úr Panama­skjöl­unum um aflands­fé­laga­eign ráða­manna höfðu dregið á þriðja tug þús­und manna á Aust­ur­völl til að mót­mæla, sögðu þeir að kosið yrði í haust. Kjör­tíma­bilið verður þar með stytt um nokkra mán­uði, en það hefði runnið sitt skeið í vor.

Kjarn­inn greindi frá því í lok síð­ustu viku að mjög skiptar skoð­­anir eru meðal stjórn­­­ar­­þing­­manna um það hvort rétt hafi verið að boða til kosn­­inga í haust. Eftir að Sig­­mundur Davíð Gunn­laugs­­son, for­­maður Fram­­sókn­­ar­­flokks­ins, lýsti efa­­semdum sínum um kosn­­ingar í haust hafa nokkrir fylgt í kjöl­farið á opin­berum vett­vangi. Kjarn­inn hafði sam­­band við þing­­menn Fram­­sókn­­ar­­flokks og Sjálf­­stæð­is­­flokks um mál­ið. Flestir fram­­sókn­­ar­­menn sem náð­ist í voru þeirrar skoð­unar að ekki hefði þurft að flýta kosn­­ing­­um. Sú ákvörðun hafi bara verið tekin til að róa ástandið í sam­­fé­lag­inu á örlaga­­ríkum tím­­um. 

Hægt er að lesa um afstöðu allra stjórn­ar­þing­manna til kosn­inga í haust hér.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Skúli í Subway ákærður ásamt samstarfsmönnum
Ákæran byggir á því að millifærslur af reikningum félags, í aðdraganda gjaldþrots þess, hafi rýrt virði félagsins og kröfuhafa þess.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Guðlaugur Þór: Ekki gott fyrir orðspor Íslands erlendis
Afhjúpandi umfjöllun Kveiks á RÚV, sem byggir á 30 þúsund skjölum sem Wikileaks hefur birt, hefur dregið mikinn dilk á eftir sér.
Kjarninn 13. nóvember 2019
SFS: Alvarlegar ásakanir og allir verða að fara að lögum
Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi segja að það sé sjálfsögð krafa að öll fyrirtæki fari að lögum.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Eimskip lækkaði um tæp fimm prósent – Samherji stærsti hluthafinn
Félög í Kauphöllinni þar sem Samherji er stór hluthafi lækkuðu í virði í dag.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.
Spyr hvort greiðslur lögaðila til stjórnmálaflokka eigi að vera heimilaðar
Formaður Viðreisnar segir að það sé engin tilviljun að ríkisstjórnin hafi beitt sér fyrir milljarða lækkun á veiðigjaldi.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Samherjamálið og afleiðingar þess í erlendum fjölmiðlum
Meintar mútugreiðslur Samherjamanna til áhrifamanna í namibísku stjórnkerfi til þess að fá eftirsóttan kvóta þar í landi og afleiðingar þess hafa ratað í erlenda fjölmiðla.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - Disney+ byrjar að streyma
Kjarninn 13. nóvember 2019
Þórður Snær Júlíusson
Íslenska kerfið sem bjó til skipulagða glæpastarfsemi
Kjarninn 13. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None