Sjö af hverjum tíu vilja kjósa í haust

Sigurður Ingi Jóhannsson og Bjarni Benediktsson greina frá myndun nýrrar ríkisstjórnar í byrjun apríl. Þar greindu þeir einnig frá því að kosið verði í haust.
Sigurður Ingi Jóhannsson og Bjarni Benediktsson greina frá myndun nýrrar ríkisstjórnar í byrjun apríl. Þar greindu þeir einnig frá því að kosið verði í haust.
Auglýsing

Alls segj­ast 69,5 pró­sent þeirra sem tóku afstöðu í nýrri skoð­ana­könnun miðla 365 að þeir vilji þing­kosn­ingar í haust. 30,5 pró­sent segja að þeir vilji kjósa vorið 2017. Frá þessu er greint í Frétta­blað­inu í dag. 

Þegar öll svör eru skoðuð sést að 60 pró­sent aðspurðra vilja haust­kosn­ing­ar, 26 pró­sent vilja kjósa næsta vor, tólf pró­sent segj­ast ekki vita hvenær þau vilja kjósa og tvö pró­sent vilja ekki svara. Konur vilja frekar kjósa í haust en karlar og fólk undir fimm­tugu er hlynnt­ari því en eldra fólk. 

Könn­unin var gerð 30. maí. Hringt var í 919 manns þar til náð­ist í 772 og var svar­hlut­fallið því 84 pró­sent. Þátt­tak­endur voru valdir með slembi­úr­taki úr þjóð­skrá. Alls tóku 85,7 pró­sent þeirra sem náð­ist í afstöðu til spurn­ing­ar­inn­ar.

Auglýsing

Þegar Bjarni Bene­dikts­son og Sig­urður Ingi Jóhanns­son til­kynntu um myndun nýrrar rík­is­stjórnar í stiga Alþing­is­húss­ins í byrjun apr­íl, eftir að upp­lýs­ingar úr Panama­skjöl­unum um aflands­fé­laga­eign ráða­manna höfðu dregið á þriðja tug þús­und manna á Aust­ur­völl til að mót­mæla, sögðu þeir að kosið yrði í haust. Kjör­tíma­bilið verður þar með stytt um nokkra mán­uði, en það hefði runnið sitt skeið í vor.

Kjarn­inn greindi frá því í lok síð­ustu viku að mjög skiptar skoð­­anir eru meðal stjórn­­­ar­­þing­­manna um það hvort rétt hafi verið að boða til kosn­­inga í haust. Eftir að Sig­­mundur Davíð Gunn­laugs­­son, for­­maður Fram­­sókn­­ar­­flokks­ins, lýsti efa­­semdum sínum um kosn­­ingar í haust hafa nokkrir fylgt í kjöl­farið á opin­berum vett­vangi. Kjarn­inn hafði sam­­band við þing­­menn Fram­­sókn­­ar­­flokks og Sjálf­­stæð­is­­flokks um mál­ið. Flestir fram­­sókn­­ar­­menn sem náð­ist í voru þeirrar skoð­unar að ekki hefði þurft að flýta kosn­­ing­­um. Sú ákvörðun hafi bara verið tekin til að róa ástandið í sam­­fé­lag­inu á örlaga­­ríkum tím­­um. 

Hægt er að lesa um afstöðu allra stjórn­ar­þing­manna til kosn­inga í haust hér.

Gjaldtaka vegna fiskeldis dugar ekki fyrir kostnaði við bætta stjórnsýslu og eftirlit
Þeir fjármunir sem rekstraraðilar fiskeldis eiga að greiða fyrir afnot af hafsvæðum í íslenskri lögsögu á næsta ári eru minni en það sem ríkissjóður ætlar að setja í bætta stjórnsýslu og eftirlit með fiskeldi.
Kjarninn 19. september 2019
Seðlabanki Bandaríkjanna lækkar vexti og segir óvissu í heimsbúskapnum
Þetta er önnur lækkunin á skömmum tíma, en þar áður höfðu vextir ekki lækkað í áratug.
Kjarninn 18. september 2019
Innlendar eignir nú 72 prósent af eignum lífeyrissjóða
Lífeyrissjóðir landsmanna hafa stækkaðir mikið í eignum talið, á undanförnum árum. Innlán sjóðanna nema tæplega 170 milljörðum.
Kjarninn 18. september 2019
Bergþór Ólason orðinn nefndarformaður á ný
Nýr formaður umhverfis- og samgöngunefndar var kjörinn í dag með tveimur atkvæðum.
Kjarninn 18. september 2019
Íslendingar endurvinna minnst á Norðurlöndunum
Magn heimilisúrgangs á hvern íbúa hér á landi hefur aukist með hverju ári frá hruni og náði magnið nýju hámarki árið 2017 með rúmlega 650 kílóum á hvern íbúa. Jafnframt endurvinna Íslendingar minnst af heimilissorpi af öllum Norðurlöndunum.
Kjarninn 18. september 2019
Takmarka þarf notkun á reiðufé í spilakössum til að stöðva peningaþvætti
Í aðgerðaráætlun gegn peningaþvætti er lagt til að lögum verði breytt þannig að nafnlausir spilarar í spilakössum geti ekki sett háar fjárhæðir í þá, tekið þær síðan út sem vinninga og látið leggja þær inn á sig sem löglega vinninga.
Kjarninn 18. september 2019
Leggj­a enn og aftur fram frum­­varp um refs­ing­ar við tálm­un
Umdeilt tálmunarfrumvarp hefur verið lagt fram á ný á Alþingi.
Kjarninn 18. september 2019
Kristbjörn Árnason
Pantaðar pólitískar tillögur frá OECD og AGS
Leslistinn 18. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None