Sjö af hverjum tíu vilja kjósa í haust

Sigurður Ingi Jóhannsson og Bjarni Benediktsson greina frá myndun nýrrar ríkisstjórnar í byrjun apríl. Þar greindu þeir einnig frá því að kosið verði í haust.
Sigurður Ingi Jóhannsson og Bjarni Benediktsson greina frá myndun nýrrar ríkisstjórnar í byrjun apríl. Þar greindu þeir einnig frá því að kosið verði í haust.
Auglýsing

Alls segj­ast 69,5 pró­sent þeirra sem tóku afstöðu í nýrri skoð­ana­könnun miðla 365 að þeir vilji þing­kosn­ingar í haust. 30,5 pró­sent segja að þeir vilji kjósa vorið 2017. Frá þessu er greint í Frétta­blað­inu í dag. 

Þegar öll svör eru skoðuð sést að 60 pró­sent aðspurðra vilja haust­kosn­ing­ar, 26 pró­sent vilja kjósa næsta vor, tólf pró­sent segj­ast ekki vita hvenær þau vilja kjósa og tvö pró­sent vilja ekki svara. Konur vilja frekar kjósa í haust en karlar og fólk undir fimm­tugu er hlynnt­ari því en eldra fólk. 

Könn­unin var gerð 30. maí. Hringt var í 919 manns þar til náð­ist í 772 og var svar­hlut­fallið því 84 pró­sent. Þátt­tak­endur voru valdir með slembi­úr­taki úr þjóð­skrá. Alls tóku 85,7 pró­sent þeirra sem náð­ist í afstöðu til spurn­ing­ar­inn­ar.

Auglýsing

Þegar Bjarni Bene­dikts­son og Sig­urður Ingi Jóhanns­son til­kynntu um myndun nýrrar rík­is­stjórnar í stiga Alþing­is­húss­ins í byrjun apr­íl, eftir að upp­lýs­ingar úr Panama­skjöl­unum um aflands­fé­laga­eign ráða­manna höfðu dregið á þriðja tug þús­und manna á Aust­ur­völl til að mót­mæla, sögðu þeir að kosið yrði í haust. Kjör­tíma­bilið verður þar með stytt um nokkra mán­uði, en það hefði runnið sitt skeið í vor.

Kjarn­inn greindi frá því í lok síð­ustu viku að mjög skiptar skoð­­anir eru meðal stjórn­­­ar­­þing­­manna um það hvort rétt hafi verið að boða til kosn­­inga í haust. Eftir að Sig­­mundur Davíð Gunn­laugs­­son, for­­maður Fram­­sókn­­ar­­flokks­ins, lýsti efa­­semdum sínum um kosn­­ingar í haust hafa nokkrir fylgt í kjöl­farið á opin­berum vett­vangi. Kjarn­inn hafði sam­­band við þing­­menn Fram­­sókn­­ar­­flokks og Sjálf­­stæð­is­­flokks um mál­ið. Flestir fram­­sókn­­ar­­menn sem náð­ist í voru þeirrar skoð­unar að ekki hefði þurft að flýta kosn­­ing­­um. Sú ákvörðun hafi bara verið tekin til að róa ástandið í sam­­fé­lag­inu á örlaga­­ríkum tím­­um. 

Hægt er að lesa um afstöðu allra stjórn­ar­þing­manna til kosn­inga í haust hér.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jón Ásgeir Jóhannesson.
Segir peningamarkaðssjóði ekki svikamyllu heldur form af skammtímafjármögnun
Fyrrverandi aðaleigandi Glitnis neitar því að peningamarkaðssjóðir bankanna hafi verið notaðir til að „redda“ eigendum þeirra fyrir hrun. Ríkisbankar þurftu að setja 130 milljarða króna inn í sjóðina en samt tapaði venjulegt fólk stórum fjárhæðum.
Kjarninn 21. janúar 2021
Jón Ásgeir segir Guðlaug Þór hafa tekið á sig sök í styrkjamálinu
Stjórnendur FL Group tóku ákvörðun um að veita háan styrk til Sjálfstæðisflokksins í lok árs 2006 og kvittun fyrir greiðslunni var gefin út eftir á. Þetta segir Jón Ásgeir Jóhannesson. Hann telur Geir H. Haarde hafa staðið á bakvið málið.
Kjarninn 21. janúar 2021
Norðurlöndin og Eystrasaltslöndin biðja AGS um að meta áhættu á peningaþvætti
Ríkisstjórn Íslands, ásamt ríkisstjórnum hinna Norður- og Eystrasaltslandanna, hefur beðið Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um að greina ógnir og veikleika í tengslum við peningaþvætti í löndunum.
Kjarninn 21. janúar 2021
Stórt hlutfall lána í frystingu er líkleg útskýring lágs hlutfalls fólks á vanskilaskrá
Vanskil aldrei verið minni en í fyrra
Samkvæmt Creditinfo voru vanskil með minnsta móti í fyrra. Líklegt er að það sé vegna fjölda greiðslufresta á lánum í kjölfar faraldursins.
Kjarninn 21. janúar 2021
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Telur greinargerð ráðherra og kynningar á bankasölu ekki standast stjórnsýslulög
Stjórnarþingmenn í fjárlaganefnd taka undir með félögum sínum í efnahags- og viðskiptanefnd og vilja selja allt að 35 prósent í Íslandsbanka. Formaður Flokks fólksins segir að verið sé að einkavæða gróðann eftir að tapið var þjóðnýtt.
Kjarninn 21. janúar 2021
Um 60 prósent Garðbæinga geta ekki nefnt að minnsta kosti þrjá bæjarfulltrúa á nafn
Um 20 prósent íbúa Garðabæjar telja að ákvarðanir við stjórn sveitarfélagsins séu teknar ólýðræðislega. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 60 prósent fylgi í sveitarfélaginu en ánægja með meirihluta hans og bæjarstjóra er minni.
Kjarninn 21. janúar 2021
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 31. þáttur: Keisari undirheimanna
Kjarninn 21. janúar 2021
Óli Björn Kárason er formaður efnahags- og viðskiptanefndar.
Vilja selja allt að 35 prósent hlut í Íslandsbanka
Meirihluti efnahags- og viðskiptanefndar vill selja rúmlega þriðjung í Íslandsbanka í hlutafjárútboði í sumar. Hann vill setja þak á þann hlut sem hver fjárfestir getur keypt. Stjórnarandstaðan er sundruð í afstöðu sinni.
Kjarninn 21. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None